Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Velkominn herra Bush

Þegar George Bush sóttist, sem sitjandi varaforseti, eftir embætti forseta kom hann við í Chicago, Illinois 27. ágúst 1987. Hann hélt fréttamannafund á O'Hare flugvellinum þar sem Robert I. Sherman frá fréttaritinu American Atheist, boðinn til fréttaflutnings af kosningunum og með gilt blaðamannaleyfi í Illinois, átti eftirfarandi samtal við Bush.

Sherman: Hvað munt þú gera til að fá atkvæði bandarískra trúleysingja?

Bush: Ætli ég megi mín ekki lítils í samfélagi trúlausra. Trú á Guð er mér mikilvæg.

Sherman: Þú hlýtur að viðurkenna jafnan borgararétt og föðurlandsást bandarískra trúleysingja?

Bush: Nei, ég er ekkert viss um að trúleysingjar ættu að teljast borgarar né ættu þeir að teljast föðurlandsvinir. Þetta er ein þjóð undir Drottni.

Sherman (frekar brugðið): Styður þú aðskilnað ríkis og kirkju sem mikilvægt atriði stjórnarskrár?

Bush: Já, ég styð aðskilnað ríkis og kirkju. Ég er bara ekkert sérstaklega hrifinn af trúleysingjum.

Ritstjórn 05.07.2006
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Davíð - 05/07/06 08:25 #

Hreinskilinn maður...;)


Kalli - 05/07/06 11:51 #

Adolf Hitler var líka mjög hreinskilinn um Gyðinga á 4. áratugnum.


Kalli - 05/07/06 12:38 #

Eftir á að hyggja er sá galli við athugasemd mína að ofan að hún gæti litið út fyrir að gera lítið úr örlögum Gyðinga á tíma Þriðja ríkisins. Það var ekki áætlunin en það að telja þjóðfélagshóp ekki eiga borgaraleg réttindi skilin á grundvelli trúarbragða – eða skorts á þeim – minnir óneitanlega á upphafið að ýmsu hræðilegu.

Hreinskilni í sjálfu sér er hins vegar ekki slæm. Það er hins vegar slæmt þegar svona yfirlýsingar fá að fjúka og menn komast samt í æðstu áhrifastöður.


Alexander E. - 05/07/06 12:51 #

George Bush Bandaríkjaforseti gerir mig mjög reiðann. Ég skil ekki hvernig hann varð að valdamesta manni veraldar.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 05/07/06 12:52 #

Öfgatrúarliðið í BNA kom honum til valda. Þar er hans vígi í kristilegum íhalds og öfgamönnum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/07/06 14:25 #

Við megum ekki gleyma því að George Bush sem hér er vitnað í er Bush eldri, sem nú heimsækir Ísland. Það er nokkuð ljóst hvaðan sitjandi forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, fékk trúarofsann. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni og allt það :-)


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 05/07/06 14:42 #

vúbbss... ég var að rugla þeim saman. Hélt að gamli karlinn væri ekki eins ruglaður og sonurinn en mér greinilega skjátlaðist.


Jórunn (meðlimur í Vantrú) - 05/07/06 16:11 #

Búss júníor er gott dæmi um hvernig foreldrar eyðileggja börnin sín með sínu eigin trúarofstæki. Er að hugsa um varnaðarorð Richard Dawkins...


Kalli - 05/07/06 16:18 #

Ég held samt að Junior hafi ekki verið neitt sérstaklega trúaður á yngri árum. Hafði víst meiri áhuga á ýmsum vímugjöfum og skemmtunum. Hann frelsaðist síðan eftir að hann kynntist konunni sinni eða þegar dætur hans fæddust.


Finn, Faroe Islands - 06/07/06 23:02 #

1 Tim.1,13: Who was before a blasphemer, and a persecutor, and injurious: but I obtained mercy, because I did it ignorantly in unbelief.

REPENT!! JESUS IS LORD!!


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 06/07/06 23:13 #

Þarna fer maður sem ekki má sjá DaVinci Code...


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 07/07/06 01:55 #

Hehe.


FellowRanger - 19/03/07 23:50 #

stórkostleg mynd, og bók

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.