Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hetjuskapur

Það getur hvaða kjáni sem er byrjað að trúa, en það þarf hetju til að hætta því.

Byggt á orðum Þorgríms Þráinssonar um reykingar

Ritstjórn 28.06.2006
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Lína - 28/06/06 13:46 #

Það er yndislegt að vera svona fullur sjálfstrausts. Já, þið megið vera hetjur, ofurhetjur meira að segja.Hægt er að velja á milli Superman, Batman og Hulk og auðvitað er Catwoman og fleira í boði fyrir stelpurnar!

Næst þegar þið hittist á hundraðmannasamkundunni getið þið klappað hvoru öðru á bakið fyrir hetjuskapinn. Já, gott að skynja sig sem hetju, ekki veitir af því í nútímaþjóðfélagi!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 13:55 #

Linda, það þarf ekki mikið átak til að tileinka sér trúarbrögð, aðeins hæfilega trúgirni og sefnæmi gagnvart dáleiðandi predikurum. Að kasta trúnni er hins vegar átak sem getur tekið mörg ár, enda „selur“ þér enginn vantrú í fallegum umbúðum eins og trúboðar gera. Nei, til að komast til trúleysis þarf að hugsa sjálfur, vega og meta, skera burt rugl og stunda stífa rökræðu við sjálfan sig og aðra. Og það eru ekki allir tilbúnir til þess, sér í lagi ekki þegar þeir hafa frá barnsaldri lifað í þægilegri blekkingu.

Bendi þér á að hlusta á þessa frásögn (c.a. hálftími) frægrar Hollywood-leikkonu um þetta ferli. Það er auðvelt að finna til með henni, því þetta hefur greinilega verið henni algert helvíti.


Lína (ekki Linda) - 28/06/06 14:24 #

Birgir, þakka þér fyrir sendinguna - ég hlusta á þetta í kvöld eftir vinnu. Ég finn bara enga þörf fyrir að hætta að trúa þar sem það gerir mér aðeins gott. Ég finn ekki fyrir neinum aukaverkunum, sjúkdómseinkennum né öðru sem kemur með t.d. því að reykja. Ég er sammála Þ.Þ. að það sé hetjuskapur að hætta að reykja. Ég er líka sammála því að t.d. að rífa sig út úr heilaþvottastarfsemi eins og Orði Lífsins er hetjuskapur. En trú sem hver einstaklingur upplifir, trúin á að gera hið góða er ekki hættuleg. Veistu að námsárangur fer oft eftir því hversu sterkt fólk trúir að það geti framkvæmt hlutina. Sumir þurfa bara á trúnni að halda til að halda sönsum í þessum léttvitskerta heimi. Trúnni á kærleika og von svo ég verði nú ofurvæmin. Ég hef nógu breitt bak til að bera til að vera væmin. Kannski er þessi staðhæfing rétt að hetjuskap þurfi til að viðurkenna trúleysi sitt, en það þarf líka ákveðna áræðni til að segja upphátt. "Ég trúi" .. Margir eru feimnir við það. Það er fólkið sem er í miðjunni sem er kannski óöruggasta fólkið, það fólk sem í raun veit ekki hvort það er trúað eða ekki, fólk sem trúir bara af því að...og skilur ekki einu sinni sína trú. Hmm.. þetta eru pælingar í erli dagsins - hef ekki tíma fyrir ritskoðun, svo enn á ný verður eflaust toga strákarnir eflaust í fléttur Línu :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 14:54 #

Kannski er þessi staðhæfing rétt að hetjuskap þurfi til að viðurkenna trúleysi sitt...

Ahh, nú sé ég misskilninginn hjá þér. Hér er ekkert verið að tala um að viðurkenna trúleysi sitt, heldur að kasta trúnni. Það er hetjuskapur ef menn hafa verið í árafjöld og jafnvel mestan part ævinnar á því dröggi. Að viðurkenna trúleysi sem fyrir er, er miklu minna átak og í raun ekkert til að stæra sig af.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 14:56 #

Afsakaðu nafnaruglið. Það er svo mikið af nýjum nöfnum að sjást í umræðunni þessa dagana og ég er einmitt að fá sendingar frá einhverri Lindu hér. :)


Kalli - 28/06/06 15:00 #

Ég held að þarna megi vísa í viðtal Dawkins í Root of All Evil? við sálfræðing sem hafði verið alin upp við strangtrú. Grey konan hafði verið skilyrt en þrátt fyrir það náð að endurskoða heimsmynd sína.

Mér reyndist þessi ákvörðun hins vegar auðveld og lít ekki á sjálfan mig sem hetju.


Lína - 28/06/06 15:44 #

Hver er þessi margumtalaða heimsmynd sem þeir sem kastað hafa trúnni hafa ? Birgir skrifar um það að hann hafi verið glaður að vera á samkundu þar sem allir væru með sömu heimsmynd og hann og síðan skrifar Kalli að einhverjum aumingjans sálfræðing hefði tekist að endurskoða heimsmynd sína. Mín heimsmynd breytist svolítið dag frá degi. Getur verið að þið álítið að það sé einungis til ein heimsmynd fyrir trúlausa og ein fyrir trúaða ? Mín heimsmynd er síbreytileg - og tel ég mig endurskoða hana reglulega. Allt er í heiminum hverfult..


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 16:06 #

Okkar heimsmynd byggist á heimsmynd vísindana og það sem vísindin vita ekki þá segjum við bara "við vitum það ekki en við viljum fá að vita það" :)

Vonandi ná vísindin að svara flestum þeim spurningum sem við höfum en það er eitt sem fer í taugarnar á mér og það er hið staðlaða svar trúarbragðana að gvuð sjái um allt sem ekki er vitað. Ég vil frekar heyra "ég veit það ekki" heldur en að heyra að einhver gvuðlegur kraftur sé að verki.


Kalli - 28/06/06 16:31 #

Lína, mér sýnist þú lesa öllu meira í orð mín en þar er að finna. Ég sagði að konan hefði endurskoðað heimsmynd sína. Það myndi gefa til kynna að hver hafi einmitt sína heimsmynd og það að henni tókst að endurskoða hana sýnir að heimsmynd hvers og eins er breytileg.

Í fyrri heimsmynd hennar var helvíti til dæmis raunverulegur staður sem hún bjóst við að fara til við dauða ef hún myndi breyta gegn trú foreldra sinna. Svo skilyrt hafði hún verið að orðið „hell“ virkaði nánast eins og löðrungur á hana þrátt fyrir að hún hafi varpað trúnni og verið komin á miðjan aldur.

Ég ætlaði að finna þann hluta úr þættinum, þar sem Dawkins talar við þessa konu, á YouTube en á ekki hægt um vik núna. Skal reyna betur seinna og setja inn tengil.


Kalli - 28/06/06 16:37 #

Ég fann tengilinn og hann er þessi: http://www.youtube.com/watch?v=T27Ef_xvYMs

Vil samt leiðrétta það sem ég fór rangt með áðan. Orðið helvíti var ekki sem löðrungur heldur spurningin um hvað gerist í helvíti. Biðst velvirðingar á því en getur minni mitt nú brugðist mér :)


Heiða María Sigurðardóttir - 28/06/06 19:25 #

Lína sagði:

"En trú sem hver einstaklingur upplifir, trúin á að gera hið góða er ekki hættuleg. Veistu að námsárangur fer oft eftir því hversu sterkt fólk trúir að það geti framkvæmt hlutina. Sumir þurfa bara á trúnni að halda til að halda sönsum í þessum léttvitskerta heimi."

Mig langar bara að benda á að það er ekki það sama að trúa á eitthvað og að trúa einhverju. Ég trúi einhverju, ég get t.d. trúað á því að ég geti eitthvað og þannig aukið líkurnar á að ég geti það í raun. Ég trúi aftur á móti ekki á eitthvað, ef þetta 'eitthvað' eru æðri máttarvöld eða annað slíkt.

Trúlaus manneskja trúir ýmsu.


Snæbjörn - 28/06/06 20:24 #

Eitt má bæta við það sem Birgir skrifaði. Það er átak að losna út úr blekkingu sem maður hefur lengi verið fastur í. En, blekkingin er ekki þægileg.

Helvíti, hreinsunareldur, endurfæðast sem skordýr, að þurfa að skammast sín fyrir eðlilegar langanir (eins og t.d. kynhvöt) osfrv.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 28/06/06 23:41 #

Ég vil benda Línu á þessa sögu


Lína - 29/06/06 09:13 #

"Helvíti, hreinsunareldur, endurfæðast sem skordýr, að þurfa að skammast sín fyrir eðlilegar langanir (eins og t.d. kynhvöt) osfrv."

Váts! ...nú fatta ég hvað um er rætt. Þið eruð að ræða um vondu hjónaböndin!

Það má nefnilega líkja trúarbrögðum við hjónabandið. Það eru til mismunandi hjónabönd, góð og vond og allt þar á milli. Við höfum öll heyrt af konum sem ekki tekst að slíta sig frá ofbeldisfullum eiginmönnum. Ef fólk er involverað í slík trúarbrögð/hjónabönd er það hetjur að losa sig út. Svo eru það góð hjónabönd þar sem makar byggja hvort annað upp og styrkja -sýna hvort öðru kærleika etc.. Þaðan er ekki ástæða til að hverfa og enginn hetjuskapur að slíta slíku hjónabandi.

Ég trúi ekki á helvíti, hreinsunareld, ætla alrei að verða að ormi né geitung eða nokkru dýri (þó dýrin séu nú ekki verri en við) - skammast mín ekki fyrir kynhvötina. Af hverju ætti ég að vilja hverfa frá minni yndislegu trú sem byggir mig upp og styrkir og hjálpar mér til að gefa öðrum?

Do all the good you can, By all the means you can, In all the ways you can, In all the places you can, At all the times you can, To all the people you can, As long as ever you can. (John Wesley)

Sem útleggst:

Elskaðu náungann eins og sjálfan þig. (Jesús Kristur)


Heiða María Sigurðardóttir - 29/06/06 09:54 #

Munið samt að kristið siðferði er ekki það sama og kristin trú. Ég get reynt að elska náungann án þess að trúa á einhvern náunga :)


Hnakkus - 30/06/06 04:42 #

Góður punktur Heiða. Það er alger óþarfi fyrir fólk að trúa á jesú og guð til þess að fylgja einhverjum boðskap sem því finnst meika sens í biblíunni.

Ef maður til dæmis les ævintýrið um stígvélaða köttinn og hrífst svo af klæðaburði kattarins að maður ákveður að ganga um það sem eftir er íklæddur engu nema stígvélum, þá er engin nauðsyn að trúa á stígvélaða köttinn til þess að planið gangi upp.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.