Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gjafmildur trúleysingi

Einn ríkasti maður heims, Warrent Buffet, komst í fréttir í vikunni þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að gefa bróðurpart eigna sinna til góðgerðarmála.

Fjölmiðlar á Íslandi hafa sagt frá þessu (mbl.is,visir.is). Stór hluti peninganna fer í sjóð sem hjónin Bill og Melinda Gates stofnuðu.

Sagt var frá því í Guardian fyrir nokkru að Kaþólskt uppeldi Melindu Gates væri ein orsök þess að hún hafði frumkvæði að stofnun sjóðsins. Bill Gates hefur sjálfur sagt að sjóðurinn væri ekki til nema vegna hennar. En það er nokkuð skondið að lesa það að öfgatrúmenn eru sumir ósáttir við Melindu þar sem sjóðurinn styrkir hópa og málefni sem fara fyrir brjóstið á Kaþólsku kirkjunni, þar með talið getnaðarvarnir og fóstureyðingar.

Annað sem fram hefur komið síðustu daga er að það var Warren Buffet sem sannfærði Gates hjónin um það á sínum tíma að það væri skylda þeirra að gefa stóran hlut auðs síns aftur til samfélagsins (sjá myndband með þessari frétt). Warren Buffet virðist því vera meiri áhrifavaldur í þessu máli en ætla mætti í fyrstu.

En það er eitt sem enginn hefur nefnt í þessu samhengi. Lítið atriði sem kannski skiptir engu máli en mér finnst samt afar áhugavert. Warren Buffet og Bill Gates eru báðir trúlausir.

Auðvitað er það algjört aukaatriði ef út í það er farið. En ætli það hefði ekki verið nefnt ef þeir væru báðir sannkristnir?

Er þetta ekki dálítið dæmigert fyrir fjölmiðla. Um síðustu helgi var haldin ráðstefna um trúleysi hér á landi. Morgunblaðið fjallaði ekkert um ráðstefnuna en var með viðtal við Richard Dawkins í laugardagsblaðinu. Hvorki Blaðið né Fréttablaðið sögðu frá komu þessa manns eða annarra merkra einstaklinga sem á ráðstefnuna komu, nema hvað, Fréttablaðið sagði frá því að Brannon Braga væri á leiðinni til landsins vegna ráðstefnunnar. Mig grunar að þar hafi Fréttablaðið verið að höfða til Star Trek nörda landsins frekar en trúleysingjanna. Kastljós og NFS voru með viðtal við Richard Dawkins þar sem afar lítið var minnst á ráðstefnuna. Enginn fjölmiðill sá ástæðu til að tala við Juliu Sweeney þrátt fyrir ábendingar.

Ef maður lítur á gjöf Warren Buffet og umfjöllum fjölmiðla úti í heimi um sjóð Gates hjónanna kemst ég ekki hjá því að sjá fyrir mér eftirfarandi þankagang fjölmiðlamanna: "Trúleysingi ákveður að gefa langmestan hluta eigna sinna í sjóð sem annar trúleysingi stofnaði. Hvernig getum við fjallað um þetta í fjölmiðlum? Jú, segjum frá því að kona annars trúleysingjans er Kaþólsk".

Hvernig væri að segja næst; "Trúlaus auðkýfingur gefur stóran hluta eigna sinna til góðgerðarmála". Mér finnst það hljóma ágætlega :-)

Matthías Ásgeirsson 27.06.2006
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Carlos - 27/06/06 09:58 #

Ekki að það skipti máli, en í landi þar sem hefð ríkir fyrir því að auðmenn gefi til góðgerðamála, er spurning um trúfélagsaðild óáhugaverð. Ef ég man rétt, þá lýsir Martin Marty gamla Rockefeller sem siðblindingja, gaf sá maður þó stórar fúlgur til góðgerðamála.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 10:01 #

Samt er það svo að prestur Þjóðkirkjunnar sá ástæðu til þess í gær að benda á sjóð Gates hjónanna sem dæmi um jákvæð áhrif trúarbragða!

Þessi pistill er hugsaður sem mótvægi.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 10:14 #

Það sem gerir málið athyglisvert er að kristnu fólki er mikið í mun að blása út eigið ágæti og Jesú með gjöfum. Allskonar pr. mál þjóðkirkjunnar til að benda yfirburði þess að vera kristinn með hjálparstofnun kirkjunnar að vopni er mjög athyglisverð sjónarhorn í þessu máli. Þar er ekki unnið í kyrrþey.

Ég gaf ávallt pening í safnanir hjálpastofnunarinnar en eftir að allt þetta sjálfumgleðitals með miklu og gervilegu Jesú pr. byrjaði hef ég reynt eins og mögulegt er að gefa Rauðakrossinum í sambærilegar safnanir. Það er óþolandi að trúleysingjar geti ekki gefið í hjálparstofnun kirkjunnar vegna þess að fé þeirra er misnotað í nafni Krists. Ég vildi óska þess að fólkið þar á bæ og biskupinn skoði þessi mál upp á nýtt. Hugsi fyrst og fremst um þau sem er hjálpar þurfi en geri þetta ekki í nafni trúaráróðurs.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 10:17 #

Minni á þessa ræðu Biskups sem fjallað var um á Vantrú: Farísei á biskupsstól


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 10:28 #

Takk fyrir Matti, Það var nákvæmlega þetta sem angraði mig mjög mikið. Ég er ekki búinn að jafna mig. Mig langar að segja sterk orð um biskupinn, en hefði frekar kosið að sjá þau sem vinna með honum taka á þessu máli.


Carlos - 27/06/06 11:54 #

Samt er það svo að prestur Þjóðkirkjunnar sá ástæðu til þess í gær að benda á sjóð Gates hjónanna sem dæmi um jákvæð áhrif trúarbragða!

Ah, Matti, þú slítur hlutinn úr samhengi. Rætt var um meint slæm áhrif barnastarfs kirknanna:

Hjalti Rúnar @ 26/06 12.25 Skúli, ertu virkilega á þeirri skoðun að innræting trúarsanninda/hindurvitna kristindómsins sé ekki stunduð í stórum stíl í barnastarfi Þjóðkirkjunnar?

Skúli @ 26/06 12.34 Já, hafa þau áhrif aðeins verið til ills?

þessi sjóður "http://www.gatesfoundation.org/default.htm" er t.a.m. grundvallaður á kristilegum hugmyndum hinnar rammkaþólsku eiginkonu B.G. - heyrði það í útvarpinu rétt áðan að enginn hefði lagt eins mikið fé af hendi og þau hjón hafa gert í gegnum sjóðinn!

Skúli svaraði einfaldlega glannalegri staðhæfingu Hjalta um skaðsemi barnastarfs hófstilltra kirkna.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 11:58 #

Nei Carlos, þú slítur hlutinn úr samhengi. Skúli var ekki að svara "glannalegri" athugasemd Hjalta, heldur athugasemd Jórunnar þar sem hún sagði m.a.:

Varðandi þau ummæli þín, Skúli, að kirkjan og trúarbrögðin hafa haft áhrif að siðferðið - þá er það rétt. En ekki nema til ills..

Í þessu samhengi vísaði hann á góðgerðarsjóð Gates hjónanna sem dæmi um góð áhrif kirkju og trúarbragða á siðferði og því fannst mér tilefni til að benda á að það Warren Buffet og Bill Gates eru báðir trúleysingjar og að hugmyndin að þessum sjóði kom upphaflega frá Warren Buffet.


Carlos - 27/06/06 12:15 #

að vera kristinn með hjálparstofnun kirkjunnar að vopni ... Það er óþolandi að trúleysingjar geti ekki gefið í hjálparstofnun kirkjunnar vegna þess að fé þeirra er misnotað í nafni Krists.

frelsari, þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri minnst á HK sem vopn og áróðursbragð til trúboðs. Ég myndi skella upp úr ef þetta væru ekki háalvarleg ósannindi.

Hjálparstarf kirkjunnar spyr ekki um trúfélagsaðild hér á landi þegar peningum er útdeilt til nauðstaddra. HK hefur félagsráðgjafa sem sinnir öllum málum sem þangað rata í samvinnu við félagsþjónustur og önnur hjálparsamtök, sérstaklega RkÍ.

Erlendis vinnur HK vissulega með viðurkenndum kirkjulegum samstarfsaðilum, en líka félögum sem eru ekki bundin átrúnaði, á borð við SAM á Indlandi. Meira um það á heimasíðu HK. Eðli málsins samkvæmt er ekki gefið blint heldur er leitað samstarfs við fólk og samtök sem eru traustsins verð.

Að sjálfsögðu starfar HK ekki í kyrrþey hér á landi. Meðan RkÍ og fleiri hafa digra tekjustofna, m.a. af spilakössum, treystir HK á gjafmildi fólks og hjálparátök. Að þegja um árangur þess væri ekki eingöngu heimskulegt heldur banvænt fyrir það. Og þá um leið afarvont fyrir þá mörgu skjólstæðinga sem treysta á að geta komið þangað með reglubundnum hætti til að fá matarpakka þegar allt annað um þrýtur.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:17 #

Stundar (fjármagnar) Hjálparstofnun Kirkjunnar kristniboð?


Carlos - 27/06/06 12:21 #

Nei Carlos, þú slítur hlutinn úr samhengi.

I stand corrected. Leiðréttist: Glannalegri staðhæfingu Jórunnar. Að segja að áhrif trúarbragðanna á siðferðið sé eingöngu til ills horfir framhjá framlagi trúmanna á borð við M.L. King jr., A. Schweitzer, Mahatma Ghandi, Desmond Tutu etc. og á meira heima við eldhúsborðið á 4. bjórglasi en þar sem rætt er um áhrif trúar og trúleysis af einhverri alvöru.


Carlos - 27/06/06 12:25 #

Nei, Hjálparstarf kirkjunnar stundar ekki kristniboð. Verkefni þess hér. Skipulagsskrá þess hér.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:36 #

Já einmitt Schweitzer sem hélt því fram að Jesús hefði verið heimsendaspámaður, kenningar hans eru vissulega svoltið "dated" en menn einsog Ehrman hafa bætt við þær.


Carlos - 27/06/06 12:39 #

Málið er að Dawkins hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að siðferði á ekki að byggjast á trúargildum. Siðferði þarf að geta staðið eitt og sér til þess að standast kröfur Immanuel Kant um algildi siðferðilegra hugmynda.

Hitt er ekki hægt að horfa til að nútímakenningar um mannréttindi eiga sér upphaf í trúarlegu umhverfi, t.d. í vinnu enskra þingmanna á 17. eða 18. öld til að lægja trúarbragðadeilur milli fyrst milli prótestanta og síðar milli kaþólskra og prótestanta um aðgang að þinginu (act of toleration). Ef maður vill fara enn lengra aftur, þá er hægt að finna rætur meðvitaðs umburðarlyndis trúarbragðanna til Indlands og Kína á 4. og 3. öld f.Kr., sbr. bók Karen Armstrong, The Great Transformation.


Carlos - 27/06/06 12:43 #

Já, A. Schweitzer, sem var meðal fyrstu til að benda á geðveiki vígbúnaðarkapphlaups með kjarnorkusprengju, og var talsmaður róttæks friðarboðskapar, innblásinn kristnum trúarhugmyndum.


Carlos - 27/06/06 12:44 #

Það er merkilegt hversu fljótt svona samtal verður að pisskeppni. Líkast til af því að viljinn til að skaða trúarbrögðin "per se" er skynseminni og hófinu yfirsterkari.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:45 #

Jamm, ég aldrei almennilega botnað í kristni hans, mjög spes.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:45 #

Gott og vel, hjálparstarf kirkjnnar er svosem önnur umræða og ég tek þín orð fyrir því. Þó mér þyki a.m.k. tvö atriði orka tvímælis. Umræðan er komin dálítið út fyrir efnið.

Eftir stendur að Warren Buffet er afskaplega gjafmildur trúleysingi og lifandi dæmi um að trú er ekki nauðsynleg forsenda góðra verka eins og sumir (td biskup Íslands) halda stundum fram. Sjóður Bill og Melindu Gates var stofnaður að áeggjan Warren Buffet og langsótt er að þakka það kristinni trú.

Það var nú allt, svona fyrir utan smá gagnrýni á undarlega umfjöllun fjölmiðla um siðferði og trúarbrögð.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:48 #

Það er merkilegt hversu fljótt svona samtal verður að pisskeppni. Líkast til af því að viljinn til að skaða trúarbrögðin "per se" er skynseminni og hófinu yfirsterkari.

Æi, þetta finnst mér vond athugasemd :-|


Carlos - 27/06/06 12:49 #

Eftir stendur að Warren Buffet er afskaplega gjafmildur trúleysingi og lifandi dæmi um að trú er ekki nauðsynleg forsenda góðra verka eins og sumir (td biskup Íslands) halda stundum fram.

Sammála, Matti, QED.

Eftir stendur einnig að sleggjudómar um upphaf alls ills í trúarbrögðum fást ekki staðist.


Carlos - 27/06/06 12:53 #

Rétt, hún er vond aths. mín, en ég held að hún sé algerlega réttlætanleg af tilefni sneiðanna frá Óla Gneista og sérstaklega frelsarans hér fyrir ofan. Hún er hinsvegar ekki verri en margt það sem hér birtist á síðum vantrú.is.

Kaus í þetta sinn að sýna, hve vont það getur verið að sjá sig í versta ljósi sem andstæðingur getur lýst á mann og er þér þakklátur fyrir að benda hið augljósa, Matti.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 12:57 #

Sæll Carlos, ég held að þú hafir ekki áttað þig á athugasemdum mínum. Ég gaf til HK sem trúleysingi þar til að biskupinn réðst á trúlaust fólk. Ég get bara ekki gefið þangað fyrr en hugarfar biskups breytist, eftir höfðinu dansa limirnir. Carlos, telur þú orð biskups viðeigandi?


Carlos - 27/06/06 13:15 #

frelsari, það var alls ekki hægt að sjá að orð þín beindust gegn biskupi og orðum hans gegn trúleysingja þegar þú tókst HK fyrir. Ég er því feginn að sjá leiðréttingu þína, fannst upphafleg aths. verulega ólík þér.

Þú spurðir mig um orð biskupsins. Ég tel það ætíð óheppilegt að ráðast að heilu þjóðfélagshópunum án þess að gert er ráð fyrir að misjafn sauður geti leynst í mörgu fé. Þið "dólgarnir" (eins og það sé ekki alhæfing, sem hlýtur að meiða þá sem ekki eru dólgar), við "trúarnöttin" (að "pwna" stríðni andstæðingsins) þurfum að kunna að greina milli þess sem er sagt í hita leiksins og þess "skítamórals" sem fjálgleg umræða og óhífin getur skapað.

Ég veit ekki hvaða orð biskupsins þú átt við, stundum hefur mér fundist hann annað en orðheppinn. Ég veit þó að aths. Sigurðar Árna í prédikun í vetur ber að lesa í samhengi þess mest meiðandi sem fulltrúar á vantrúnni hafa skrifað í ummælakerfi guðfræðiannáls hans og á vantrúnni sjálfri.

Það hef ég líka gert, og ljái mér hver sem vill. Það er ekki hægt að ætlast til þess að manni sárni ekki stundum undan beittum og því sem manni finnst ósanngjörnum árásum.


M. Antonsson - 27/06/06 13:30 #

Ég var að lesa grein eftir Mattías Ásgeirrsson, “Gjafmildur trúleysingi”. Þar heldur Mattías því fram að bæði Warren Buffet og Bill Gates séu trúlausir. Mér finnst hann taka svolítið djúpt á árinni þarna, ég hef flett báðum þessum mönnum upp og ekki fundið neitt sem bendir til að þessi fullyrðing Mattíasar sé rétt. Reyndar kemur Mattías með tengil í lista yfir fræga trúleysingja, en í mínum huga gæti hann allt eins haft þennan tengil í símaskrána, sérstaklega þegar ég sá nafn slóðarinnar http://www.celebatheists.com/, mér finnst þetta ekki vera síða til að taka alvarlega, hvað þá bókstaflega, eða treystir Mattías sér (sem mér hefur sýnst á mörgum innleggjum hans hér alltaf vera að heimta rök fyrir öllu sem hér er sagt) að koma með óyggjandi sannanir fyrir því að hvert og eitt nafn á þessum lista séu trúleysingjar, eitthvað sem að persónurnar á bak við nöfnin á þessum lista hafi sjálfar sagt. Getur Mattías Ásgeirsson komið með rök fyrir því að Warren Buffet og Bill Gates séu trúleysingjar?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 13:40 #

Biskupinn gerði þessi orð að sínum á kirkjuþingi: Það er vísun í Grein Óla Gneista hér fyrir ofan.

Hattersley bendir á að nærfellt allir þeir sem standa að þess háttar hjálparstarfi séu á vegum trúarsafnaða eða kirkjustofnana. Og hann bætir við, "áberandi er að hvergi sjást hjálparteymi vantrúarfélaga, fríhyggjusamtaka, guðleysingjaflokka, - þess háttar fólks sem ekki einasta gerir lítið úr þeim sannindum [sic] sem trúarbrögðin standa fyrir, heldur telur þau standa gegn framförum og jafnvel vera undirrót ills."

En Carlos, ástæðan fyrir því að vantru.is var stofnað voru stöðugar árásir biskupsins á trúlaust fólk. Það var löngu fyrir nokkra gagnrýni á þjóðkirkjuna af hendi vantrúar "dólganna" enda sú skemmtilega síða þá ekki til. Ef umræðan hér hafa sært kristna vini mína, þá ættu þeir sömu að skilja hvernig það er að hlusta ár eftir ár á ríkisstyrktan áróður biskupsins gegn trúlausu fólki á Íslandi. Bara svo það sé á hreinu hver er helsti hvatamaður þess að vantru.is var stofnað.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 13:40 #

Ég var að lesa grein eftir Mattías Ásgeirrsson

Reyndar ekki, þú varst að lesa grein eftir Matthías Ásgeirsson.

Ég setti vísun á eina síðu þar sem færð eru rök fyrir því að Warren Buffet og Bill Gates séu trúleysingjar. Þú hefur greinilega ekki lesið síðuna, því vitnað er í Bill Gates annars vegar og tekið brot úr ævisögu Warren Buffet hinsvegar.

Ef þú hefur eitthvað út á þau rök að segja máttu gjarnan koma því á framfæri hér.

ég hef flett báðum þessum mönnum upp og ekki fundið neitt sem bendir til að þessi fullyrðing Mattíasar[sic!] sé rétt

Nú hlýtur þú að vera að segja ósatt! Google:Bill Gates, Warren Buffet.

Vil við þetta bæta að það er alls ekki algengt að trúleysingjar hafi hátt um lífsskoðun sína. Bæði vegna þess að það getur komið þeim illa og einnig vegna þess að þeir vilja ekki stuða trúað fólk.


M. Antonsson - 27/06/06 14:35 #

Fyrst afsakaðu þetta með villuna í nafninu þínu Matthías. Það sem ég fann út frá þeim tenglum sem þú gafst mér var:

Microsoft Cofounder and CEO, was interviewed November 1995 on PBS by David Frost. Below is the transcript with minor edits.
Frost: Do you believe in the Sermon on the Mount?

Gates: I don't. I'm not somebody who goes to church on a regular basis. The specific elements of Christianity are not something I'm a huge believer in. There's a lot of merit in the moral aspects of religion. I think it can have a very, very positive impact.
Frost: I sometimes say to people, do you believe there is a god, or do you know there is a god? And, you'd say you don't know?

Gates: In terms of doing things I take a fairly scientific approach to why things happen and how they happen. I don't know if there's a god or not, but I think religious principles are quite valid.
Gates was profiled by Walter Isaacson in a January 13, 1996 TIME MAGAZINE cover story. Here are some excerpts compiled by the Drudge
I'm not somebody who goes to church on a regular basis. The specific elements of Christianity are not something I'm a huge believer in. There's a lot of merit in the moral aspects of religion....In terms of doing things I take a fairly scientific approach to why things happen and how they happen. I don't know if there's a god or not, but I think religious principles are quite valid.-Bill Gates, CEO of MicrosoftRep

Þetta segir mér ekkert um hvort Bill Gates sé trúleysingi eður ei. Hinsvegar get ég verið sammála þér varðandi Warren Buffet að hann sé trúleysingi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 15:03 #

Trúir Gates á Gvuð?

In terms of doing things I take a fairly scientific approach to why things happen and how they happen. I don't know if there's a god or not, but I think religious principles are quite valid.

Nei, hann trúir ekki á Gvuð, hann er trúlaus. Hvort menn vilja skilgreina hann sem agnostic skiptir mig engu máli, hann er ekki trúaður. Hann er ekki það sem kallað er harður trúleysingi, fullyrðir ekki að Gvuð sé ekki til, en það er allt önnur umræða.

Ef hann væri ekki trúlaus hefði hann ósköp einfaldlega svarað "ég trúi á Gvuð" eða "ég trúi á einhvern æðri mátt" en það gerir hann ekki.


Carlos - 27/06/06 15:24 #

En Carlos, ástæðan fyrir því að vantru.is var stofnað voru stöðugar árásir biskupsins á trúlaust fólk. Það var löngu fyrir nokkra gagnrýni á þjóðkirkjuna af hendi vantrúar "dólganna" enda sú skemmtilega síða þá ekki til.

Ég áttaði mig ekki á þessum uppruna vantru.is, og finnst leitt að biskup skuli hafa gefið ykkur tilefni til að skilja hann svo.

Hitt er svo annað mál, að skoðun Roy Hattersley, sem fer svo mikið fyrir brjóstið á þér og fleirum hér á vef, er afar athyglisvert, sérstaklega í ljósi sterkrar gagnrýni Richard Dawkins á tengsl trúar og stríða og trúar og siðferðis.

Ég fann greinina hér. Í ljósi greinarinnar, sem biskupinn gerir góð skil í umræddri prédikun, sé ég ekki þessa árás sem þú talar um. Ég skil orð hans um að kristnir ættu að nota þau sem spegil svo, að við ættum ekki að slá slöku við að sinna þörfum náunga okkar, stunda hjálparstarf og efla kærleiksþjónustu kirkjunnar, enda er það samhengið í prédikuninni. Að lesa í þessum orðum einhverja sigurhyggju trúar yfir vantrúnni finnst mér fráleitt, enda skrifuð undir yfirskriftinni "horfum í eigin barm" (og þá talar hann við kirkjuþingsfulltrúa, ekki ykkur á vantru.is).

Mér finnst Hattersley hvetja vantrúaða, hvar í heimi sem er til dáða og horfast í augu við tilteknar staðreyndir um eigið ágæti og ágæti hinna trúuðu. Biskup kýs að nota þau til að hvetja Kirkjuþing til að hlúa að hjálparþætti Þjóðkirkjunnar. Þú afsakar þótt ég sjái ekki hvers vegna þú kýst að nota þau til að segja skilið við Hjálparstarf kirkjunnar. Sem betur fer eru til fleiri hjálparstofnanir, óháðar trúarstofnunum, t.a.m. Barnaheill og Rauði krossinn.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 15:31 #

Ég svaraði þessu á sínum tíma. Mér finnst það fáránlegt að trúleysingjar ætli að skipta liði við hjálparstarf eftir trúarskoðunum bara af því að trúaðir menn gera það.

Trúlausir ættu eingöngu að gera þá kröfu að starfið sé secular og starfa með hverjum sem er að góðum málum. Og þetta er það sem trúleysingjar gera almennt. Við ættum ekki að fara að breyta því út af því að við viljum skapa einhverja jákvæða ímynd af trúleysi því verknaðurinn sjálfur er í raun neikvæður.


Carlos - 27/06/06 15:39 #

Amen, á eftir síðustu orð Óla. Sama á að gilda um trúfólk, enda sjálfur meðlimur RkÍ og AI, eins og margir kollega minna.


M. Antonsson - 27/06/06 15:42 #

Gates segir: I don't know if there's a god or not.

Það er eins með mig, þig, Gunnar í Krossinum, biskupinn okkar og yfirleytt alla menn. Við vitum ekki hvort það er til guð eða ekki, það er einfaldlega ekki hægt að sanna það. En það gerir ekki menn endilega trúlausa er það? Ég held ekki. Hvort sem hlutirnir eru til eða ekki, skiptir ekki máli, heldur það sem við VELJUM að TRÚA. Þú hefur til dæmis valið að trú því að guð sé ekki til, og það er allt í lagi, það er ekki mitt né nokkrs annars að véfengja þína trú, okkur á að vera frjálst að trúa því sem við viljum og enginn á að þurfa að færa einhver rök fyrir sinni trú frekar en hann vill. Ég hef ekki gefið upp hér hverju ég trúi, mín trú gæti verið nákvæmlega sú sama og ykkar hér á vantrú. Ég bar lít á þetta með öðru hugarfari en þið hér. Á hverju byggist til dæmis allt líf? Er hægt að svara þessu án þess að koma með einhverja rökfræði eða trúarfræði eða bara yfir höfuð einhverja fræði, já það er hægt, með almennri skynsemi. Menn þurfa ekki að vera víðlesnir eða hafa háa greindarvísitölu til að búa yfir góðri skynsemi. Og þér að segja þá er guð ekki skrifað með vaffi.


M. Antonsson - 27/06/06 15:48 #

Síðasta innlegg mitt er svar til Matta


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 15:48 #

Gates trúir ekki á Gvuð, annars myndi hann einfaldlega segja "já, ég trúi á Gvuð" eða "ég trúi á eitthvað yfirnáttúrulegt".

Menn eru annað hvort trúaðir eða ekki. Ég hef fært rök fyrir því að Gates sé ekki trúaður, semsagt trúlaus.

Getur þú fært rök fyrir því að hann sé trúaður?

Og þér að segja þá er guð ekki skrifað með vaffi.

Hvaða gvuð?


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 15:56 #

Við vitum ekki hvort það er til guð eða ekki, það er einfaldlega ekki hægt að sanna það. En það gerir ekki menn endilega trúlausa er það?

Þetta er ósannanleg fullyrðing eins og mjög margar aðrar. Þú getur ekki sannað að draugar, álfar, einhyrningar eða eins og dæmi sem Dawkins tekur stundum um teketil sem er einhversstaðar á sporbraut um sólu, séu til.

Ég trú ekki á gvuð og tel hann einfaldlega ekki til vegna þess að það bendir ekkert til þess að hann sé til. Það eru bara ekki til nokkrar sannanir fyrir tilvist hans. Ég veit það hins vegar að ég get ekki afsannað tilvist hans en það gerir mig ekki trúaðann fyrir því.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 16:04 #

Við þetta má bæta að Bill Gates nefnir Ted Turner í fréttinni sem ég vísa á í greininni:

Gates tipped his hat to a philanthropic predecessor, CNN founder Ted Turner, saying he felt Turner did a good job of "scolding people" awake when it came to the need to give back to society.

Ted Turner er trúlaus.


M. Antonsson - 27/06/06 16:07 #

Gates trúir ekki á Gvuð, annars myndi hann einfaldlega segja "já, ég trúi á Gvuð" eða "ég trúi á eitthvað yfirnáttúrulegt".
Menn eru annað hvort trúaðir eða ekki. Ég hef fært rök fyrir því að Gates sé ekki trúaður, semsagt trúlaus.
Getur þú fært rök fyrir því að hann sé trúaður?
Og þér að segja þá er guð ekki skrifað með vaffi.

Hvaða gvuð?

Hvaða Mattías eða Matthías? Ég er að tala um ORÐIÐ GUÐ.

Með fullri virðingu fyrir þér Matti, þá held ég að þú skiljir ekkert hvert ég er að fara.

Og Jón Magnús, þú ert bara að endurtaka það sem ég var að segja, en frá öðru sjónarhorni.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 16:16 #

Hvaða Mattías eða Matthías? Ég er að tala um ORÐIÐ GUÐ.

Ég heiti Matthías með hái og stórum staf, enda Mattías sérnafn. Þegar ég skrifa Gvuð með stóru géi er ég augljóslega líka að skrifa sérnafn. Hver er þú að segja að sá Gvuð sé ekki skrifaður með vaffi?

Annars er Gvuð eða gvuð minnsta gvuðlast í heimi og ég mun áfram skrif það á þann hátt.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 27/06/06 16:17 #

Og Jón Magnús, þú ert bara að endurtaka það sem ég var að segja, en frá öðru sjónarhorni.

Þú varst að spyrja og þú greinilega svaraðir þinni eigin spurningu sem ég skildi ekki.


M. Antonsson - 27/06/06 16:21 #

Þegar ég skrifa Gvuð með stóru géi er ég augljóslega líka að skrifa sérnafn. Hver er þú að segja að sá Gvuð sé ekki skrifaður með vaffi?

Við skulum nú ekki fara að rífast um stafsetningu hér, enda skil ég hvað þú ert að skrifa. En samt í tilvitnunni hér að ofan. Hvaða Gvuð erum við að tala um núna? Þennan sem er ekki til eða er kominn einhver annar inn í myndina?


Davíð - 15/07/06 10:32 #

Langar bara að benda trúleysingjum á það að taka fáskipti fjölmiðla ekki of persónulega. Reglulega lega koma virtir fræðimenn eða predikarar til lansins á vegum trúfélaga og félagssamtaka án þess að fjölmiðlar taki það upp (þrátt fyrir ábendingar).
Sögulegir atburðir eiga sér oft stað í kirkjulandslagi Íslands en ef það nær ekki til Þjóðkirkjunnar virðist það ekki vera nógu merkilegt enda nær það ekki beint til þorra þjóðarinnar (86% eru í þjóðkirkjunni minnir mig)

Hvað gjafafé varðar þá er að ég held ekki venjan hér á á Íslandi að tilgeta hvaða trúfélagi rausnarlegt fólk tilheyrir. Man ekki eftir neinum tilvitnunum sem hljóða á þennan veg lútherskt/trúlaus/kristin/hvítasunnukona gefur arf sinn til hungraðra barna er að held meira amerískt að nefna til trúfélag.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 15/07/06 12:52 #

Enda held ég að tilgangur greinarinnar sé einmitt að benda á allir hópar fólks gefa til líknarmála - óháð trú eða ekki trú. Trúleysingjar eru ekki siðleysingjar.


Steindór J. Erlingsson - 26/07/06 15:51 #

Ég fann eftirfarandi viðtalsbút á netinu:

Gates was interviewed November 1995 on PBS by David Frost. Below is the transcript with minor edits.

Frost: Do you believe in the Sermon on the Mount?

Gates: I don’t. I’m not somebody who goes to church on a regular basis. The specific elements of Christianity are not something I’m a huge believer in. There’s a lot of merit in the moral aspects of religion. I think it can have a very very positive impact.

Frost: I sometimes say to people, do you believe there is a god, or do you know there is a god? And, you’d say you don’t know?

Gates: In terms of doing things I take a fairly scientific approach to why things happen and how they happen. I don’t know if there’s a god or not, but I think religious principles are quite valid.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.