Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sálin og líkaminn

Núna vitum við að sálin er líkaminn og líkaminn er sálin. Þeir segja okkur að þau séu sitt hvor hluturinn af því að þeir vilja sannfæra okkur um að við getum haldið sálunum okkar ef við leyfum þeim að gera líkama okkar að þrælum.

George Bernard Shaw

Ritstjórn 24.05.2006
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Sveinbjörn Halldórson - 25/05/06 01:29 #

Það er óþarfi að rífa hár sitt yfir þessu. Hagsmunir valdsins tilheyra kannski annarri umræðu. Hér blasa hinsvegar við rannsóknahagsmunir heilans. Tökum þetta í réttri röð..sem sagt jözzum frá trúnni og sjáum hvað við finnum.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 25/05/06 03:03 #

Hagsmunir valdsins tilheyra kannski annarri umræðu.

Kannski nei.


Sveinbjörn Halldórson - 27/05/06 17:58 #

Trúarbrögð og vald eru auðvitað nátengd, en ekki eingöngu í þeim einfalda skilningi sem margir trúleysingjar halda fram. Engin hugmyndafræði endurspeglar betur valdatogstreitu samfélagsins en trúarbragðakenningar Mér er nær að halda að trúarþátturinn sé ef ti vill nauðsynlegt skilyrði fyrir því að hugmyndir geti yfirhöfuð endurspeglað togstreitu valdsins. Þó veit ég að það er erfitt að færa rök fyrir því. Hinsvegar verður því vart neitað að vilji menn rannsaka valdið í sögulegu samhengi og ekki hvað síst reglubundna upplausn þess þá eru trúarbrögðin sá spegill sem liggur beinast við að horfa í.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.