Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

R.T.F.M

Þegar mannskepnan komst til vits fór hún að velta fyrir sér til hvers hún væri að væflast um þessa jörð og átti engin svör. En smám saman tók stétt manna sig út úr hópnum og leiddi þennan tilgang út. Og enn í dag svarar þessi vitra og virta stétt þessu einu til þegar svo stórt er spurt: „R.T.F.M - Read The Fucking Manual“.

Í manúalnum útskýrir smiður jarðar og manna tilgang sinn og leggur okkur til notkunarreglur. En þessi meistari himintungla og lífríkis reynist ekki vera neinn sérstakur penni. Allt er þarna morandi í mótsögnum og ýmislegt sem á að heita uppfræðandi reynist þegar fram líða stundir stangast á við þá þekkingu sem maðurinn hefur í forvitni sinni leitt út.

Það eru t.d. engir illir andar sem valda undarlegri hegðun. Þetta eru einfaldlega geðsjúkdómar, starfrænar truflanir í heilastarfinu. Af hverju fræddi smiðurinn okkur ekki á þessu strax í stað þess að láta okkur burðast með hættulega ranghugmyndina öldum saman. Hvers áttu allir geðsjúklingar miðaldanna að gjalda?

Smám saman komust menn að hinu sanna. Það er enginn smiður og vitramannastéttinn sem vinnur við að útskýra allt hið torkennilega í leiðbeiningarbæklingunum hefur orðið uppvís að því að hafa bara skrifað þetta sjálf, já bullað þetta upp úr sér kynslóðum saman, og lagt þessum ímyndaða smið allt saman í munn.

Nú þegar rannsóknarstarf mannanna sjálfra hefur úrelt ðe fökkíng manjúal, stendur þessi stétt eftir afhjúpuð og öldungis afkáraleg, beturvitandi forréttindastétt, óheiðarlegasti flokkur manna sem fundinn hefur verið upp.

Af hverju fær hún enn að vaða uppi?

Birgir Baldursson 17.05.2006
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Sveinbjörn Halldórson - 22/04/07 04:06 #

Gerðu smá, smá tilraun til að velta fyrir þér bullinu sem þú skrifar. Ætli þú meinir ekki að nú sé búið hrekja vondu englana á brott.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/04/07 06:06 #

Um hvað ertu að tala, Sveinbjörn minn?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.