Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðlast ekki leyft í Færeyjum

Frændur okkar í Færeyjum fá ekki að sjá myndina The DaVinci Code af því að kvikmyndahúsaeigendur þar í landi telja hana innihalda guðlast. Hvort sem myndin sé góð eða slæm þá eru þetta vondar fréttir fyrir þá sem meta tjáningarfrelsið einhvers. Við getum allavega vonað að þetta verði til þess að minnka stuðning við kristilega íhaldsmenn þar í landi.

Ritstjórn 12.05.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


jonfr - 21/05/06 02:01 #

Þetta er kvikmyndahúsum í Færeyjum til skammar!


Þossi - 21/05/06 12:55 #

Færeyingar eru reyndar, eftir því sem ég hef heyrt, alveg ferlega kristnir og íhaldssamir, svona yfir heildina litið.


Jón Valur Jensson - 21/05/06 20:35 #

Hafið þið kynnt ykkur, hvernig löggjöf í Færeyjum skilgreini guðlast? Getur ekki verið, að myndin sé í raun guðlast skv. þeirra löggjöf og því eðlilegt og jafnvel skylt að banna hana? Málið væri þá ekki, hvort "kvikmyndahúsaeigendur þar í landi telja myndina innihalda guðlast," heldur einfaldlega það grundvallaratriði að fara að landslögum. – En það væri eftir ykkur að verja rugludalla"fræði" á borð þau, sem innbyrt eru í fjöldaframleiðslu-reyfaratilbúningi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 21/05/06 21:10 #

Ég viðurkenni ekki hugtakið "guðlast".

Hver segir að við verjum þau rugludallafræði sem fram koma í þessari mynd? Þetta er rógburður Jón Valur.


Jón Valur Jensson - 21/05/06 22:06 #

Frábært, Matti, aldeilis frábært, ef þið verjið ekki þau fræði.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 21/05/06 22:14 #

Þetta snýst um tjáningarfrelsi, ekki hvort að eitthvað sé spunnið í skáldverkið DaVinci lykilinn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.