Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ásatrúin tekin fyrir - fyrri hluti

Velkomin í sunnudagaskólann, nýjan lið hér á Vantrú. Í þessum fyrsta þætti ræða þeir Hjalti Rúnar Ómarsson og Birgir Baldursson við Óttar Ottósson, lögsögumann Ásatrúarfélagsins um ýmsar hliðar þeirrar trúar og trúarbrögð almennt, séð af sjónarhóli ásatrúarmannsins. Þetta er fyrri hluti viðtalsins, en restin fer í loftið eftir viku.

Þátturinn er hér. Þetta er tæplega klukkutími og skráarstærðin (mp3) hljóðar upp á tæp 20 Mb.

Ritstjórn 07.05.2006
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Khomeni - 07/05/06 11:30 #

Frábært framtak.... Frábært framtak....

Sem áhugamaður um trúmál og trúarbrögð segi ég og fullyrði að Vantrú er mest lifandi vefur um trúmál á Íslandi.

.....Nú geng ég í Vantrúnna mína góðu...


óðinsmær - 07/05/06 18:36 #

þetta er stórkostlega fínt ;)

Óðinn mun verða í hávegum hafður í sálunum að nýju, aðeins þannig verður hugmyndakrafturinn að fullu virkur í mannheimum

Yggur, Herföður, Sigfaðir, Hnikuður, Þundur, viljið þér enn eða hvað?

Óðinn hefur mörg hundruð nöfn og merkingu með hverju og einu, enginn má fróður heita nema kunna að segja frá þeim stórtíðundm sem ollu þessu.

Það skiptir engu máli hvað fólk kallað almættið en ásatrúin er stórkostleg trú, fjölbreytileg og falleg.

Þegar Baldur kemur aftur (eftir 2012) munu hann og Höður endurbyggja sigurtóftir Hrofts (Óðins) og ef það er ekki besta og merkasta dæmið um fullkominn kærleik og fyrirgefningu sem til er í goðaspeki og spádómum, þá látiði mig endilega vita (og þetta er tilefni til bjartsýni fyrir þá menn sem lifa af ragnarrökkur...)


óðinsmær - 07/05/06 18:39 #

úps, það þykir ekki fínt í vorum sið að flíka einhverri öfgatrú, ég ræð bara ekki við mig þegar Alfaðir er annars vegar.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 07/05/06 20:16 #

Er þetta einhver ný og pervertuð útgáfa af ásatrúnni, að breyta Baldri í Krist og láta hann koma og dæma lifendur og dauða?


Khomeni - 07/05/06 21:42 #

Það væri gaman að vita hvernig Óðinsmær fær út þessa tölu (meira eða jafntog 2012)

ég tek undir orð Birgis, hvaða er hér í gangi, ný trúarbrögð með þekktum persónum?

Óðinsmær má alveg senda línu á mig. Khomeni@gmail.com


Árni Árnason - 08/05/06 17:58 #

Ég hef að vísu ekki gefið mér tíma í að hlusta á þennan þátt ennþá, en hver veit nema ég geri það í góðu tómi.

Af ýmsu öðru sem ég hef séð og lesið hefur þó sest að mér sú tilfinning að Ásatrúarsöfnuðurinn sé meira svona áhugamannafélag um forna menningu og hætti. Mér finnst einhvernveginn að Ásatrúarmenn ( a.m.k. margir þeirra ) leggi ekki svo mikið upp úr átrúnaðinum sjálfum, en þeim mun meira uppúr því að endurvekja og viðhalda þessari fornu arfleifð.

Mér finnst þeir stundum eins og jakkafataklæddi endurskoðandinn sem klæðir sig upp í nautshúð og hyrndan hjálm til að skylmast fyrir utan Fjörukrána á góðviðrisdegi, en er samt með Gemsann í vasanum.

Ég er ekki að segja þetta þeim til niðrunar, þvert á móti finnst mér það virðingarvert að halda sögu okkar lifandi, þannig að komandi kynslóðir fái af henni nasaþef, og jafnvel löngun til að kynna sér hana.

Einhvern vegin er ég ekki alveg að kaupa það að þarna sé raunverulegur átrúnaður á ferð.

Kannski er þetta rangt ályktað hjá mér, og skal ég fyrstur manna draga í land með þetta ef því er mótmælt.


óðinsmær - 08/05/06 20:53 #

svörin koma hér;

2012 er heimsendatalan komin frá Edgar Cayce (held ég) og Mayum (pottþétt)

það er mjög ríkuleg heimsendahefð í ásatrúnni, þekkt sem Ragnarrökkrið mikla

Þetta með að Baldur komi aftur með bróður sínum úr Helju er ekki uppskáldað heldur fengið beint frá völvunni sjálfri (völuspá)

Það er bara mjög týpískur Baldur að sjá ekkert ósanngjarnt við hegðun Haðar, Baldur var fullkomin vera og Höður hafði verið órétti beittur af Loka (sem sóttist alltaf eftir að skaða syni Óðins) þannig að það hefði verið fáránlegt fyrir Baldur að spá í því. (það eru til kvæði sem heita Baldursdraumar sem skýra líka út hina miklu foreldraást sem Baldur naut)

Óðinn læknaði hestinn hans í Merseburgarþulunni þýsku frá 10.öld, Óðinn (Wodan) var svo mikill læknir.... sérstaklega dýralæknir ;)

Nöfnin hans eru staðreynd, það er fólk útí heimi og hér sem er smámsaman að lesa sig í gegnum alla gömlu textana til að safna þeim saman (ein sem kallar sig óðinsdís á netinu er komin uppí 235...)

Átrúnaðurinn er mjög raunverulegur (sérstaklega hjá fólki einsog mér sem er trúað á guð að grunninum til en frelsaðist svo endanlega við að lesa hávamál...) Þetta er allt líka bara söguleg staðreynd og hluti af sögulegum hefðum, (sem við vitum alltof lítið um) það er dúllulegt að halda uppá þær og það er allt rétt sem kemur fram í viðtalinu við lögsögumanninn, flestir eru kannski ekki með formaðir guðsímyndir um goðin en hafa meiri þörf fyrir að styðja eitthvað þjóðlegt sem skaðar engan.

Það er ótrúlega margt sem fólk gerir sér ekki grein fyrir um myndlýkingarnar í goðafræði ásatrúarinnar og eddukvæðunum. Þetta skiptist í sálræna trú (Óðinn) og allt hitt sem miðaði að því að nýta jörðina og komast áfram sem hamingjusöm manneskja (Þór, Freyja og hin)

Fólk sem trúir á Óðinn er eins í dag og þá (og einsog annað trúað fólk er alltaf) það er einhver þörf fyrir að hafa raunsæjan skapara sem er vit í og sem skýrir fyrir manni heimsmyndina (já, ég hef líka komist að því að allar vísindastaðreyndir og lögmál passa inní myndlíkingarnar sem tala til sálarinnar í goðafræðinni - trúaðir rugludallar einsog ég hafa þörf fyrir slíkt)

Óðrerir/Skáldskaparmjöðurinn er hin frjóa skapandi hugsun sem raunverulega mótar heiminn og er gjöf guðs til mannanna (andlegt ofar efninu)

Það kom fram í viðtalinu að herra lögréttumaður skilur ekki hvernig er hægt að trúa á endurholdgun og vera ásatrúar um leið en sannleikurinn er sá að það er innbyggt í trúna, hún er af vedískri speki leidd og það þarf ekkert að skýra það,; tréð, nornirnar, tilvísanir í eddunum og ýmislegt fleira er þetta lita sem við þurfum bara að greina. Það sjá þetta allir sem eru guðspekilega sinnaðir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/06 23:18 #

Andskotinn sjálfur! Á ég að trúa því að það sé í alvörunni til bókstafstrúarásatrúarfólk?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/05/06 23:32 #

Segðu mér eitt óðinsmær. Þótt allt virðist ganga upp í einhverju kerfi í ásatrúnni, þá er það líka þannig í mörgum öðrum trúarbrögðum. Alls kyns nöttarar sem eru í Vottum Jehóva, eru gyðingar, Kabalah-istar, kristnir, nýaldarsinnaðir og ég veit ekki hvað hafa komið upp með alls konar svona kerfi sem virðast ganga algerlega upp ef rétt er lesið. Númerólógía, Divine Plan of the Ages og hvað allt þetta bull nú heitir.

Það geta ekki allir haft rétt fyrir sér, þannig að ef að allir hinir geta fengið út einhverja bölvaða vitleysu sem fyrir þeim gengur fullkomlega upp, af hverju þá ekki þú og þið?


óðinsmær - 09/05/06 10:57 #

ég held að það sem gerir ásatrúna svona kúl er aðallega það hve við tökum trúarbrögðin sjálf ekki alvarlega.... (það tekur of langan tíma að útskýra hvað ég á við)

heiðingjar í gamla daga höfðu ákveðna góða kosti, t.d að líta á hlutina frá náttúrulegum sjónarhóli. Þetta skildu kristnir menn ekki þá og hafa aldrei gert síðan, það er svo ótrúlega ólík grundvallarheimssýn í gangi. Mjög margir heiðingjar sjá náttrúruna stanslaust sem alla lifandi og fulla af anda, það er erfitt að útskýra nákvæmlega hvernig það virkar samt en það er beintenging við hina fornu trú í gegnum það fólk. Goðafræði snýst um myndlíkingar og það á alls ekki að taka þær bókstafstrúarlega (og alls ekki þær sem eru í biblíunni, það er fullkomlega andleg bók).

ég er bara bókstafstrúar á að það sé til almætti (sem ég kalla Alföður og Óðinn af því að það hentar minni sál) og að við göngum í gegnum endurholdgun, þetta tvennt tala ég um en að öðru leiti reyni ég að halda afturafmér við að boða einhverskonar trú (sérstaklega ásatrú því það er svo andstætt heiðnum hugsunarhætti að skipta sér af öðrum).

ég get svarað fyrir ásatrúna af því að ég hef kynnt mér hana svotil frá a-ö í 10 ár sem trúaður einstaklingur. Þetta snýst reyndar ekki mikið um kerfi en þegar maður kann hugmyndir eddukvæðanna utanað þá er ekki mikið mál að finna allskonar sambærilega hluti við ýmislegt þekkt úr ásatrúnni, sem skýrir hlutina mun betur út fyrir manni heldur en að lesa bara fræðibók þarsem fjallað er um 1/12 hluta efnissins kannski.

plís ekki halda að annað ásatrúarfólk sé svona bókstafstrúar einsog ég, þau eru flest bara ótrúlega víðsýn, vitur og skemmtileg, einsog þið hafið kannski orðið varir við nú þegar. Óðinsdýrkandi á bara engra kosta völ, þeir voru snarbilaðir í gamla daga og eru það enn því að tilfinningin fyrir Óðni og Óðreri gerir mann sturlaðan af sælu og ýmsu fleiru (það getur sennilega gert mann geðveikan líka ef maður passar sig ekki)

Þegar ásatrúarfólk klæðir sig í búninga og grímur þá er það til þess að heiðra fortíðina og hugmyndir sem njóta ekki lengur viðurkenningar en þjónuðu tilgangi áður fyrr.


óðinsmær - 09/05/06 11:02 #

smá leiðrétting; með bókstafstrú á ég ekki við að ég sé bókstafstrúar, ég er það ekki, heldur ofsatrúar og almennt mjög æst yfir því hvað er gaman að hafa áhuga á trúarbrögðum

bókstafurinn t.d í eddunum (og enn og aftur biblíunni) er settur upp þannig að það skilst ekki alveg meðvitað (en alltaf í undirmeðvitundinni), nema t.d réttu hugmyndirnar séu til staðar og varðandi ásatrúna þá er enginn efi um þær; örlögin, nornirnar, heimstréð mikla og sum goðin, þarf að útskýra og túlka útfrá endurholdgunartrúnni í vedunum því annars meikar þetta með nornir tré og svoleiðis, álíka lítið sense og meyfæðing, erfðasynd og allt það ;)


óðinsmær - 09/05/06 11:06 #

ásatrúin gefur mér kost á að viðhalda þjóðlegum trúarbrögðum sem henta mér vel, um leið og ég get óhikað haldið áfram rannsóknum á hugmyndum einsog örlögum, karma og handleiðslu guðs


Árni Árnason - 09/05/06 12:21 #

Óðinsmær segir:

" ... flestir eru kannski ekki með formaðir guðsímyndir um goðin en hafa meiri þörf fyrir að styðja eitthvað þjóðlegt sem skaðar engan."

Þó að hún segist sjálf vera trúuð Ásatrúarmanneskja held ég að hún sé þá frekar undantekning en regla innan þess safnaðar, og það sem hún segir um "flesta" styður þá tilfinningu mína að Ásatrú nútímans sé í raun bara skemmtileg sviðsetning. Einskonar sögulegt leikrit, og byggist á sagnfræðiáhuga blönduðum ákveðinni uppreisn gegn yfirgangi áhangenda Hvíta Krists sem útskúfuðu hinum forna átrúnaði.

Ef einhvern tíma rætist úr og ríki og trú verða aðskilin að fullu á Íslandi, myndi ég alveg ljá máls á því að Ásatrúarsöfnuðurinn yrði sérstök deild í Þjóðminjasafninu.


óðinsmær - 09/05/06 15:03 #

hehe, jámm, það myndi svosem ekki skaða mig neitt þannig séð því það getur alveg verið rétt að það sé um undantekningar að ræða að í söfnuðinum sé fólk sem nennir að stúdera goðin og er eitthvað mikið trúað...ég hef aldrei mótmælt því og hef alltaf þótt undantekning í öllum hópum, sama hvað ég er að taka mér fyrir hendur.

en ef fólk fyndi sig knúið til að vera með einhver leiðindi í framtíðinni og færi að berjast gegn átrúnaðinum á grundvelli þess að hann væri ekki raunverulegur (þegar árþúsundir af tilbeiðslu forfeðra okkar og greftrunarsiðum sanna annað) þá yrði manneskja einsog ég, hversdagslegur Óðinsdýrkandi sem hefur enga þörf fyrir að aðrir séu með samskonar hugmyndir og hún sjálf, að draga fram vopnin sem Óðinn hefur fengið henni og búa til nýjan söfnuð þarsem eingöngu átrúnaður og ekkert "bara þjóðlegt" yrði í hávegum haft. Það yrði költ en Ísland er lítið land og hver veit, ef ég kæmi hugmyndunum t.d inní hugi barnanna á leikskólunum og grunnskólunum, þá yrði það enga stund að sigrast á kristnum mótsögnum og ásatrúin yrði aftur eitthvað allsherjar thing.

Er þetta hótun? Nei, útaf því að ég er að grínast. Ásatrúin innrætir manni algert umburðarlyndi og ég myndi bara þessvegna hlæja með þér að ranghugmyndunum sem þú hefur um guðsátrúnað minn og annarra almennt. Fólk er eiginlega bara í tveim hópum, þá sem trúa á skapara og almætti og andlegan heim og hina sem hafa ekki þennan átrúnað. Það er ekki stigsmunur milli ásatrúarmanneskju (sem er ekki bara með þjóðlegan áhuga, jafnvel þótt það séu bara örfáir einstaklingar), múslima eða votts jehóva.

En ég hef áhyggjur af einu og myndi gjarnan vilja að þið segðuð smá skoðun ykkar á því. Það er sko þannig að í öðrum löndum, t.d USA, Svíþjóð og Þýskalandi þá eru ásatrúarfélögin oft með annan fótinn í einhverskonar kynþáttahyggju. Hér á Íslandi, þökk sé Sveinbirni allsherjargoða, þá var því alltaf meinaður aðgangur og einu sinni kom meiraðsegja til klofnings útaf því að svoleiðis hugmyndir reyndu að vaða uppi. Sem manneskja skil ég ekki hvernig er hægt að hafa einhverja kynþáttahyggju og þannig hugsa allir ásatrúartengdir aðilar sem ég hef rætt við, nema örfáir útlenskir... ok, þetta sem ég er svo leið yfir og með áhyggjur af er það að útávið þá finnst mér miklu erfiðara að takast á við baráttuna gegn ranghugmyndunum um að kynþáttahyggja sé eitthvað sem tengist ásatrú yfir höfuð, eða gamla átrúnaðinum, heldur en því að þetta sé bara eitthvað þjóðlegt og saklaust sem á heima á safni.... Mér finnst þessar hugmyndir úr eddukvæðunum eiga í vök að verjast og svona í sannleika, hverjir vita almennilega hvað þær geta í rauninni kennt okkur?

eina örkornið sem tengir ásatrú við kynþáttahyggju er áhugi kristinna kynþáttahyggjumanna á henni, á 18.öld, 19.öld og upphafi 20.aldar. Þetta er í rauninni eini svarti bletturinn á ásatrú því allt hitt slæma sem hefur verið sagt er bara kristinn misskilningur og óhróður frá því á miðöldum. (og reyndar smá mannfórnir)


óðinsmær - 09/05/06 15:07 #

með fróðleik úr eddunum þá á ég við að þau geti kennt okkur eitthvað um hugsun forfeðranna sem er áhugavert og þannig séð mikilvægt, ekki að allir eigi að draga sama trúarlega lærdóm af þeim og ég

allt sem er haft eftir Óðni í Eddukvæðunum staðfestir að hann boðaði allt annað en kynþáttahyggju.


óðinsmær - 09/05/06 15:09 #

jú, reyndar, hann boðaði dáldið mikla ættbálkahyggju í bland við það að segja fólki að fara í viskuleit og ferðast en það skiptir voða litlu máli þannig séð í dag, þegar nágrannarnir eru ekki að ráðast á mann.


Gudmundur I. Markússon - 10/05/06 12:01 #

Andskotinn sjálfur! Á ég að trúa því að það sé í alvörunni til bókstafstrúarásatrúarfólk?

Bókstafstrúaða ásatrúarmenn er helst að finna--surprise surprise--í Bandaríkjunum!

Kunnugir segja mér að þar í landi keppist margir við að sníða enskar þýðingar fornnorrænna heimilda að heimóttalegum kreddukerfum "réttra" túlkana ... nokkuð sem vart hvarflar að þeim sem geta lesið frumtextann, enda augljóst að þar er margt (ef ekki flest) á huldu um merkingu enda samhengi þessara heimilda að mestu horfið.


Árni Árnason - 10/05/06 13:50 #

Það er nú varla surprise. Þar eru líka bláhærðar kellingar að ættleiða hvali. Það hefur varla heldur farið fram hjá neinum hvað Norræn goðafræði þykir orðið töff í Kanans landi, tölvuleikir og borðspil og tölvuhasarmyndir "byggðar" á goðum og vættum hinnar fornu ásatrúar eru "in" um þessar mundir. En þarna eru menn ekkert að láta fornar heimildir rugla sig, frekar en í Kabballah æðinu, heldur láta sig hafa það sem töffaralegra reynist.


óðinsmær - 10/05/06 14:01 #

kanadískir ásatrúarmenn eru yndislegiur, allir sem ég hef hitt allavega og þeir eru einmitt trúaðir (útlendingar eru það oft)

ég sá heimildamynd um daginn um white trash rasista í Mischigan, með vopnabúr og svoleiðis úti í skógi, geðveikt skítuga og heimska og þeir tóku sig saman 2-3 sinnum í myndinni og báðu til Þórs og Óðins.... mig langaði að æla


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/05/06 14:37 #

Og hvað? Eru þeir kannski ekki sann-ásatrúaðir? ;)


Guðmundur I. Markússon - 10/05/06 14:55 #

En þarna eru menn ekkert að láta fornar heimildir rugla sig ... heldur láta sig hafa það sem töffaralegra reynist.

Mikið rétt. Menn stunda nefnilega hið þveröfuga: að rugla fornar heimildir (segja mér kunnugir). Menn hafa kannski rekist á tvær eða fleiri ósamhljóða þýðingar Eddukvæða, draga þá ályktun að þýðingum sé því ekki treystandi, og setjast sjálfir niður með orðabók og byrja að snara á eigin spýtur, orð fyrir orð, yfirleitt án nokkurrar íslenskukunnáttu! Útkoman er oft æði skrautleg.


óðinsmær - 10/05/06 20:01 #

þeir trúa kannski alveg á eitthvað og kalla þetta eitthvað Þór og Óðinn en þetta er samt rosalega niðurlægjandi fyrir fornu goðin. Þetta voru svo vibbalegir gaurar, ég sagði að þeir voru skítugir, ólæsir og með fordóma, Óðni finnst það allt alveg hræðilegt og ef ég væri ekki hrædd við svona hyski myndi mig langa til að taka þá í smá kennslustund (ég er því miður viss um að þessir náungar hefðu rosalega gaman af því en þá yrðu þeir líka að af-rasismast því það gengur ekki upp að hafa fordóma í tilverunni sem Óðinn boðar manni að upplifa)

ég vorkenni líka alltaf venjulegu trúuðu fólki þegar bandaríkjamenn eru að segja geðsýkislega hluti og taka fáránlegar trúaðar ákvarðanir....

það er kannski ekkert hægt að gera trúleysingjum, ekki á þennan hátt en ég trúi því samt að hið mannlega í okkar eðli geri þeim fært að sýna mér mikla samúð útaf þessum tengslum við fáfræði og segi ekki bara að við eigum þá að gleyma þessum gömlu hugmyndum og fordæma þær. Þá væri það alveg einsog það sem kristnin gerði allsstaðar s.s eyðileggja þekkingu.

Að ímyndin um Óðinsdýrkanda sem rasista haldi áfram að dreifast út er alveg voðalegt en samt alveg skiljanlegt þegar fólk veit yfirhöfuð bara að Óðinn var guð stríðs og dauða, ekki beint heillandi concept ;)


óðinsmær - 10/05/06 20:08 #

þegar ég var fyrst með netið lenti ég í rökræðum á einhverju spjalli, um það hvernig heimurinn hefði verið skapaður í trúnni, það var hrikalegt, bandaríkjamenn voru að rífast við mig um það hvort að Loki hefði elskað heiminn og skapað mennina, heiminn og fleira og fleira sem var svo hrikalegt bull að mig langaði að rífa í hár mitt og gráta.

svo komu þau með "rök" t.d hvar þau hefðu lesið þetta og það voru einhverjar USA bókmenntir frá 19.öld.... mjög óljóst, heimskulegt og pirrandi.

ég reyndi að benda á snorra eddu og slíkt en þau voru of heilaþvegin af einhverju vampíru-nýbylgju-Loka & paganism dóti að þau skildu ekki bofs. það getur sko enn allt gerst í þessu, einhver gæti gert kvikmynd um Loka og selt hann sem góðann, það er engu slíku fyrir að fara í ásatrú, hann er bara svikin og lævísin, ekkert annað. Ásatrúarfélagið íslenska verður að vera til staðar til að standa vörð um gildin, og íslenskir fræðimenn og þeir sem eru áhugasamir um forna menningu.


óðinsmær - 10/05/06 20:09 #

samt án fasisma ;)


rad@rad.is - 23/05/06 15:17 #

fáið Clarence E. Glad nýjatestamentisfræðing í viðtal. Hann kennir held ég í guðfræðideildinni í HÍ.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 23/05/06 16:42 #

Verð að segja að þetta er barasta nokkuð góð hugmynd hjá þér.


Einar ósiður - 19/03/07 18:16 #

Sæl öll!

Svar til Óðinsmeyjar, hér efst á síðunni.

Það má einu gilda, hve mörg nöfn Óðins maður kann. Það má einu gilda, hvaða kvæði hann hefir lært utan að.

Það sem skiptir máli er að eiga sér sið og fylgja honum. Vitur er ekki sá, sem getur þulið Eddurnar báðar. Sá er aðeins minnisgóður.

Sá er vitur, sem hagar lífi sínu samkvæmt sammannlegu siðferði.

Kveðja

Einar ósiður


Einar ósiður - 19/03/07 18:38 #

Sæl öll aftur!

Ábending til Óðinsmeyjar.

Ef þú vilt koma skoðunum þínum og trú á fornum sið á framfæri, væri þér ráðið heilt að skrifa íslenzku. "Kúl" er ekki íslenzka, svo að dæmi sé tekið, og auk þess þykir flestum lesendum gott, að há- og lágstafir, svo og greinarmerkjasetningar séu hér um bil á íslenzku. Trúuð ertu eflaust - en settu mál þitt fram, svo að hæfi efninu.

Kveðja

Einar ósiður


Einar ósiður - 19/03/07 19:51 #

PS: Óðinsmær, talað er um ragnarök, ekki ragnarökkur. Auk þess er ekkert mark takandi á Edgar Cacey (ef það er þá rétt stafað).

Má ég benda á L. Ron Hubbard sem andlegan leiðtoga í staðinn. Hann er að vísu ekki meðal vor sjálfur lengur, en "trúfélag" hans tekur fúslega við framlögum. Ekki vera feimin. Tom Cruise og John Travolta eru þarna báðir.

Kær kveðja

Einar ósiður

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.