Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Jón Gnarr og farlama krossfararnir

Á föstudaginn langa stýrði Glúmur Baldvinsson þætti á NFS, þar sem Jón Gnarr var meðal viðmælenda. Jón lét þar hafa eftir sér meðal annars að fólk sem gerði ljótt í nafni trúar væri ekki trúað í raun, því illvirki samræmdust ekki trú. Auk þess að ef einhver væri svo langt leiddur að vera trúleysingi, þá væri hann rúmliggjandi. Jón hafði lengi atvinnu af því að vera fyndinn og hefur greinilega engu gleymt, ef hann vill það við hafa. Þarna er nefnilega á ferðinni hin fyndnasta þversögn: Ef sá sem fremur illvirki í nafni trúar er í raun trúleysingi og trúleysingi er rúmliggjandi, þá leiðir af því að enginn fremur illvirki í nafni trúar nema hann sé rúmliggjandi. Ætli krossferðirnar hafi þá til dæmis verið farnar af rúmliggjandi mönnum?

Vésteinn Valgarðsson 28.04.2006
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Khomeni - 28/04/06 11:22 #

Ég hlustaði á þennan þátt og fannst hann góður. Ég er ekki sammála Vésteini um að JG sé þversagnamaður. Mér fundust athugasemdir JG afar góðar og skýrði afstöðu hans mjög vel. Hann talað reyndar um að hann trúði ekki að neinn gæti verið GUÐLAUS. ekki trúlaus.

JG er að klifa á atriðið sem ég hef reyndar alltaf verið ósammála. Hugmyndinni um mismun á guðleysi og trúleysi.

Margir trúaðir sem ég þekki segja að það sé ekki hægt að vera guðlaus. Það sé hinsvegar hægt að vera trúlaus. (Þeir segja að allir fæðist með trúarþörf og ef það er ekki kristinn guð sem fylli "tómið" þá er það bara e-ð annað. Það getur verið tækni, fótboltaáhugi eða hvaðeina).Þetta er nú bara orðhengilsháttur og bull sem færir umræðuna frá aðalatriðinu, hinni einföldu lífsafstöðu sem fellst bæði í guðleysi og trúleysi.

ég fullyrði að besta fólkið sem býr þessa jörð fyllir þennan flokk. Er s.s bæði guðlaus og trúlaus.

Ég held að það sé alveg hægt að vera guðlaus og trúlaus. Ekkert mál. Það er eiginlega hið eðlilega ástand mannsins.

Þetta er dæmigert fyrir orðræðu sem einkennir kristna fólkið. einfaldur hlutur er gerður flókinn, upphafinn og fjarlægur. Kristindómur í dag snýst mikið til um að gera einfalda hluti flókna. Heilt hugmyndakerfi hefur meir að segja orðið til í þessum tilgangi. Hver kannast ekki við þegar hlutur er skýrður út "í ljósi krists"...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 11:58 #

Kirkjunar menn hafa stundum haldið þeirri skoðun á lofti að menn geti verið guðlausir en aldrei trúlausir, því trú tákni traust. En þú segir að Jón Gnarr snúi þessu alveg við og segi að menn geti verið trúlausir en aldrei guðlausir. Var það þetta sem hann sagði?


Khomeni - 28/04/06 12:12 #

Æji ég get ekki verði fullviss hvort var á undan guðleysi eða trúleysi. Ég gæti hafað snúið þessu við.

-o-o-o-o-

Mér finnst það orðhengilsháttur að segja að trú tákni traust og fólk geti ekki þrifist án trúar /trausts.

Þetta er bara vitleysa. Margir þrífast án trausts og trúar. Þrífast bara vel.

Það er bara svo auðvelt að setja sig í virðulegar stellingar og fullyrða að enginn geti þrifist án trúar....


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 12:19 #

Nákvæmlega. Þetta trix nota þeir til að geta haldið því fram, eins og Jón Gnarr, að enginn sé í raun trúlaus. En á sama tíma heldur biskup því fram að trúlesi ógni mannlegu samfélagi. Ætli það séu þessir rúmliggjandi menn hans Jóns?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 13:24 #

Þetta pikkaði ég inn þegar ég horfði á þáttinn endursýndan um daginn og er nokkuð viss um að þetta er orðrétt það sem Jón Gnarr sagði.

"Þetta fólk sem er að gera ljóta hluti í nafni trúarbragða er ekki trúað fólk ... þetta samræmist ekki trú."

og svo síðar í þættinum

"Ef maður er í alvörunni trúleysingi, ef það er manneskja sem er í alvörunni trúleysingi, þá er hún bara rúmliggjandi"


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 14:02 #

Ég horfði á þetta líka og ég er 99% viss að hann sagði "trúleysingi" ekki "guðleysingi"


Khomeni - 28/04/06 14:17 #

Khomeni þakkar fyrir sig. hann fór með rangt mál og ruglaði saman "guðleysi" og "trúleysi".

Þökk fyrir leiðréttinguna kæru vantrúarmenn.

-o-o-o-o-

Jon Gnarr ætti að kíkja á Vantrúnna. Það er meira líf á henni en á öllum kirkjuvefjum á íslandi til samans. Betri pælingar. Betri mannskapur. Betri heimur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 17:04 #

En samkvæmt Jóni Gnarr þá eru þeir sem illvirki fremja í nafni trúarinnar semsagt trúlausir. En hvað þá með að hvetja til ljótra verka? Hvað með t.d. Martin Lúther og gyðingana sem hann vildi láta níðast á og jafnvel drepa?

Var Lúther kannski ekki sannkristinn? Var hann kannski trúleysingi sem talaði svona í nafni trúarinnar til að sverta hana?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 17:13 #

Mér finnst stundum að við trúleysingjarnir ættum að reyna að endurskilgreina trúleysi sem góðmennsku....svona til þess að leyfa trúmönnum að kynnast eigin bragði.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 28/04/06 22:36 #

Það væri nokkuð skondin hugmynd. T.d. þegar að menn byrja að koma með sömu gömlu tugguna um að Hitler, Stalín og Maó formaður hafi verið vondir trúleysingjar að segja bara að þeir hafi ekki verið sannir trúleysingjar og málið er dautt.


Olina - 29/04/06 01:47 #

Já ég er auðvitað á rangri slóð hérna að þykjast vantrúuð. Ég er bara vantrúuð á trúabrögð en ekki á Guð (Æðri mátt) Sko þetta með að fólk geti ekki lifað án trúar er alveg rétt hjá JG. Þá er hann bara að meina að ef þú tryðir ekki að þú gætir farið á fætur myndirðu ekki gera það. Að treysta er flóknara og mjög fáir treysta í raun. Þar á ég við að fólk treysti því að allt fari eins og það á að fara. Að lífið(Eitthvað þér æðra) sjái um þig. Fólk sem er trúað gerir oft slæma hluti jafnvel í nafni trúarinnar. En það er ekki í einhverri blekkingu? Var JG ekki bara að tala um það? Ég held það bara...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 29/04/06 02:12 #

Hvað kemur það trú á æðri máttarvöld og önnur hindurvitni við að fara á fætur á morgnana?


Þorsteinn - 30/04/06 00:03 #

Sælir Vantrúarmenn. Er eitthvað email annað en umsokn@vantru.net sem virkar til að sækja um í félagið? Kemur alltaf aftur til mín með meldingu frá póstmaster skímu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/04/06 00:41 #

ritstjorn.vantruar@gmail.com

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.