Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Niður með ofríkið!

Er engum þarna úti nóg boðið að þurfa að velkjast um í leiðindum heilan sólarhring af því að einhver andskotans trúflokkur þarf að hæpa upp heilagleika og slepju?

Þessi undarlega sátt manna við að láta berja þannig á puttana á sér á sér eingöngu fosendur í því að fólk er vant þessu. Ísland hefur um aldir verið fullkomlega laust við fjölbreytni í lífsskoðunum, allir verið undir hatti einnar tiltekinnar költreglu og lært að taka henni sem hverju öðru hundsbiti. Vanahugsunin skapar það sem í atferlisfræðinni hefur verið kallað lært úrræðaleysi.

En kirkjan hefur reyndar slakað aðeins á klónni á síðustu árum. Í fyrra bárust okkur fréttir af því að tilteknar matvöruverslanir mættu vera opnar á föstudaginn langa og einnig gátu túristar smokrað sér inn á kaffihús. Það var líka tími til kominn, því þeir sem ekki höfðu sýnt fyrirhyggju og keypt inn voru dæmdir til að svelta meðan hinir sannkristnu syrgðu falskan dauðdaga hins ódrepandi gúrús.

Við skulum ekki láta staðar numið þarna, heldur krefjast réttar okkar til að halda bíósýningar, drekka brennivín og skemmta okkur á allan þann hátt sem við erum vön. Lagabókstafur sem bannar bíósýningar fyrir klukkan eitthvað á föstudaginn leiðinlega er auðvitað svo fáránlegur að jaðrar við súrrealisma. Í dag ætlum við Vantrúarfólk að storka honum og brjóta lög. Og myndin? Auðvitað sú sem sjónvarpinu var bannað að sýna á sínum tíma - guðlast. Þetta verður tvöfaldur glæpur.

Hinir kristnu geta bara verið heima hjá sér ef þeir þurfa helgidagafrið. Bíósýning eða bjórsötur annarra kemur þeim ekki við. Eða hvernig ætti bænakjökrandi krysslingurinn í heimahúsi að vera truflaður þótt aðrir skemmti sér án þess að hann sjái eða heyri til?

Birgir Baldursson 14.04.2006
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


jonfr - 14/04/06 05:39 #

Ég tek undir þessi orð. Þetta er heill dagur það sem ekki má gera neitt vegna þess að einhverjum trúarköllum (sem telja sig betri en allra aðra vegna þess að þeir eru svo "vel tengdir þangað upp") að banna fólki að haga lífi sínu eins og því sýnist. Að fara á kvikmyndir og fleira og fleira.

Ef mig misminnir ekki, þá er eitthvað svipað rugl í gildi varðandi páskadag.

Það er kominn tími til þess að fella þessa forneskju úr íslenskum lögum.


Guðmundur - 14/04/06 12:41 #

Vildi bara benda ykkur á að fara út undir bert loft - skríða útúr moldarkofunum og litast um; ykkur stendur allt til boða sem hugurinn girnist í dag (föstudaginn langa) þið getið farið í bíó og þið getið drukkið ykkur fulla, og þið getið sameinað þetta tvennt og farið fullir í bíó. Þið hafið greinilega ekki litast um í þjóðfélaginu í mörg ár - kannski af ótta við að rekast á Krist - það hefur flest gengið til batnaðar hvað varðar opnanir á föstudaginn langa. Og mátti líka alveg gera það.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/04/06 13:12 #

Guðmundur, ef við losnum ekki við lögin þá höfum við ekki frelsi.


kinko - 14/04/06 15:59 #

Óli, þú veist ekki hvað frelsi er og ef þú heldur að það sé verið að brjóta á mannréttindum þínum ,búandi á Íslandi, ertu að skíta yfir þá sem virkilega hafa það slæmt. Skammastu þín.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 14/04/06 16:04 #

Svo skal böl bæta að benda á annað verra.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 14/04/06 16:28 #

Kinko, ég kallaði þetta ekki mannréttindabrot, ekki oftúlka orð mín til þess að geta gagnrýnt mig. Taktu orð mín í samhengi við pistilinn hér að ofan og komment Guðmundar. Það er aumur málflutningur að halda því fram að við séum að setja okkur í sama flokk og þeir sem eru til dæmis fangelsaðir fyrir skoðanir sínar.


Elías Jón - 14/04/06 16:46 #

kinko:

Hvernig í ósköpun er Óli að skíta yfir fólk sem hefur það verr en hann með því að berjast fyrir sínum mannréttindum?

Þú gætir all eins sagt: "Óli, þú veist ekki hvað KULDI er og ef þú heldur að það sé KALT heima hjá þér ,búandi Í BREIÐHOLTI, ertu að skíta yfir þá sem búa VIÐ ALVÖRU KULDA. Skammastu þín."

Með þessum rökum mætti áli ekki setja á sig húfu ef honum væri kalt á eyrunum, vegna þess að einhversstaðar í heiminum er einhver sem er kaldara á eyrunum.

Gæti ekki einmitt verið að ávöxtu barátta Óla muni skila sér til þeirra sem hafa það verra? Hver einasti áfangasigur í mannréttindabaráttu skapar fordæmi og gagnast öðrum.


Khomeni - 16/04/06 02:06 #

Ég má til með að segja eina sögu af mér þegar ég var krakki í pössun hjá ömmu og afa. Afi minn var frekar trúaður maður. Ég man t.d að hann hækkaði alltaf mikið í útvarpinu á sunnudögum til að hlusta á útvarpsmessuna.

Svo brá til að ég og bróðir minn vorum í pössun hjá afa karlinum á föstudaginn langa. Við höfum verið svona 7 -9 ára eða eitthvað þar um bil. Við lékum okkur í stofunni að bílum.

Afi kom alveg brjálaður og bannaði okkur það. Jesu dó á krossinum þennan dag og við áttum að kveljast líka. Þá fórum við að spila Olsen Olsen.

Afi kom að okkur spila Olsen Olsen og varð alveg brjálaður. Bannað að spila á föstudaginn langa. Bannnað.. Við vorum við það að fara að grenja yfir þessu fjandans óréttlæti. en hugguðum okkur við að leggja kapal

Afi kom inn og sá okkur steinþegjandi í sitthvoru horninu að leggja kapal og varð alveg brjálaður. Bannnað að leggja kapal! Jesú dó á krossi og þið eru að leggja kapal. Guðlestingjar!!!

Síðan hefur trú mín ekki borði sitt barr.


Maggi - 16/04/06 07:08 #

Mér skilst að þetta séu mest auðnuleysingjar og niðurrifsöfl sem standa að baki Vantrú. Þeir kóa hvern annan upp í þessu hatri á samfélaginu og einstaklingum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/04/06 20:14 #

Ansi þægileg afgreiðsla á okkur, til að þurfa ekki að svara málflutningi okkar, eða hvað?


jonfr - 16/04/06 22:22 #

"Mér skilst að þetta séu mest auðnuleysingjar og niðurrifsöfl sem standa að baki Vantrú. Þeir kóa hvern annan upp í þessu hatri á samfélaginu og einstaklingum." - Maggi

Trúin er víst svo veik að það má ekki blása á hana. Þá er hún fallin um sjálfan sig.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.