Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Graði Jesús á föstudaginn langa

Vantrú sýnir bíómyndina „The Last Temptation Of Christ“ í Snarrót, í kjallara Kaffi Hljómalindar á horni Laugarvegar og Klapparstígs, klukkan 12 á hágdegi föstudagsins langa. Ókeypis inn.

Skv. lögum um helgidagafrið er bannað að sýna kvikmyndir fyrir kl. 14 á föstudaginn langa, en að þessu sinni þessum lögum storkað og ókristnu fólki áskilinn réttur til að þurfa ekki að haga lífi sínu eftir kristnum helgidögum. Oblátur verða seldar á 100 krónur, ásamt annarri hressingu. Vænst er húsfyllis.

Birgir Baldursson 12.04.2006
Flokkað undir: ()

Viðbrögð


Kalli - 12/04/06 18:53 #

Verður hægt að fá ídýfu með oblátunum? Þessi andskoti vill vera svo þurr. Messuvín væri í lagi en góður púrtari er auðvitað betri.


Smári McCarthy - 14/04/06 03:16 #

Smá athugasemd. Ég var að fletta þessu upp í lögum, og eins og sjá má í lagasafninu þá gildir þessi regla til kl. 15:00, en ekki 14:00. Það er margt annað mjög sérkennilegt í þessum lögum sem fólk ætti að kynna sér.

Annars sjáumst við bara hress öllsömul á morgun!


jonfr - 14/04/06 05:42 #

Ég styð ykkur í þessu. Þessi helgidagalög eru fáránleg.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 14/04/06 17:48 #

Jæja ég kærði þetta á meðan á lögbrotinu stóð. Og viti menn ekkert var gert.

Annars var góð mæting og ein skráði sig utan trúfélaga.


Jón Valur Jensson - 15/04/06 14:37 #

Þið ættuð að breyta yfirskrift þessara skrifa. Þetta er ykkur til skammar.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/04/06 14:47 #

Nú Jón, var Jesús ekki graður í Last Tempation of Christ?


Ingólfur Arnar - 16/04/06 23:04 #

ÉG furða mig á þessari fyrirsögn og lögbroti. Hér er sannarlega um ásetning að ræða og augljósan brotavilja að ræða. Vona ykkar vegna og mín að þið lítið ekki öll lög landsins á sama hátt. Tillitssemi við það sem náunganum er heilagt skiptir ykkur engu að því að virðist og tilfinningar sannkristins og trúaðs fólks eru fótum troðnar og svívirtar í orði og verki. Bið Guð um að fyrirgefa ykkur.


jonfr - 16/04/06 23:30 #

Guð er ekki til, þannig að hann getur ekki gert neitt.

Og þessi helgidagalög eru fáránleg og ættu með réttu ekki að vera við lýði í dag.


Þór Melsteð - 17/04/06 02:00 #

Þessi "Helgidagalög" eru brot á trúfrelsi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/06 02:10 #

Vona ykkar vegna og mín að þið lítið ekki öll lög landsins á sama hátt.

Hvernig dettur þér það í hug?


Jón Valur Jensson - 17/04/06 15:56 #

Tek undir orð Ingólfs Arnars hér á undan. Svar Óla Gneista til mín var útúrsnúningur. Fyrirsögnin sem slík, sem vísar til Jesú, Drottins okkar kristinna manna, varðar við lög. Viljið þið ekki gæta bæði hófs og skynsemi og breyta yfirskriftinni? (grípið nú tækifærið). Eða á það að vera ykkur til vegsauka og frægðar að hæða þannig Jesúm Krist í kringum minningardag krossfestingar hans? Er hægt að leggjast öllu lægra?

Ég get ekki sagt, að mér sé illa við ykkur, alls ekki. En raunkristnir menn þola ekki svona óhroða – þetta er andlegur sóðaskapur og blettur á þessu vefsetri, rétt eins og táknmerkið ykkar ósvífna á forsíðunni. Svo ætlizt þið til þess, að menn taki ykkur alvarlega!!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/06 16:04 #

Teprugangur er þetta. Hafi þessi Jesús verið til á annað borð verðum við að strippa hann goðsögunum sem klínt var á hann úr eldri trúarbrögðum. Eftir stendur venjulegur maður og væntanlega með kynhvöt eins og annað fólk. Ertu að halda því fram að þessi einstaklingur hafi verið náttúrulaus?

Myndin sem um ræðir sýnir hann sem kvenhollan og hallan undir kynlíf. Hann ríður Magdalenu, og systrunum Maríu og Mörtu. Og hvað er þá rangt við fyrirsögnina?


Jón Valur Jensson - 17/04/06 20:02 #

Birgir, ég hef alveg misst álit á þér. Nú í 1. lagi fyrir óheyrileg ummæli þín hér fyrir ofan, skammarlegri en flest eða allt annað sem áður hefur sézt hér. Værirðu að tala um upphafmann Islams, bara manninn Múhameð, hefðu vinir þínir fengið þig til að þurrka slík ummæli út af vefnum (ef þú hefðir þá þorað að setja þau á blað), þín sjálfs vegna. En nú talarðu svona um Drottin sjálfan, hann sem var Guð og maður á jörðu. Hvílík ofdirfska, hvílíkur kjánaháttur!

Og í 2. lagi: Gerðirðu þetta í grundvelli nokkurra heimilda? Að sjálfsögðu ekki. Þú, sem jafnan þykist geta vefengt heimildir kristindómsins frá 1. öld – sumar jafnvel skrifaðar innan við 25 ár frá krossfestingunni – og lætur sem einungis verði að byggja á öruggum sagnfræðiheimildum, setur nú þetta hér á netið, þar sem allir geta séð til þín, og skeytir þá ekki hið minnsta um þínar eigin "fræðilegu kröfur" til öruggra heimilda! Var þá sú yfirlýsta afstaða þín áður fyrr hræsnin einber? Eða ertu haldinn þvílíkri Schadenfreude nú um páskana, að ekkert getur haldið aftur af löngun þinni til að meiða og særa trúartilfinningar kristinna manna?

Gerðu iðrun í stað þess að æsa þig enn meira upp.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 17/04/06 20:11 #

Jón Valur, Birgir er að tala um kvikmyndina The Last Temptation of Christ, eftir leikstjórann Martin Scorsese og hvað gerist í þeirri mynd. Sú mynd sýnir Jesú sem mann sem sefur hjá konum og þar fram eftir götunum. Þessi mynd var til sýningar hjá Vantrú.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/04/06 20:21 #

Værirðu að tala um upphafmann Islams, bara manninn Múhameð, hefðu vinir þínir fengið þig til að þurrka slík ummæli út af vefnum (ef þú hefðir þá þorað að setja þau á blað)

Hmm, ertu að tala um graða pedófílinn?


Frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 17/04/06 22:17 #

Jón Valur minn, ég vona heimildirnar séu ekki úr kaþólskum kennslubókum frá því um seinna stríð fram til ársins 1970. Svona eitthvað leiðinlega úrelt og ofsalega kristilega ritað. Það er eins og þú hafir staðnað í fræðunum miðað við öll þau skrif og heimildir sem ég hef séð frá þér. Ég held að við ættum að styrkja þig til að endurnýja bókasafnið.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 19/04/06 16:28 #

Afsakið ég sagði

Jæja ég kærði þetta á meðan á lögbrotinu stóð.

Til leiðréttingar þá benti ég á þetta. S.s ég kom með ábendingu en kærði ekki. Var aðeins of fljótur á mér. Þetta var það eina hvað þetta varðar.


Ingólfur Arnar - 23/04/06 18:50 #

Ég geri mér svo sem grein fyrir að það þýðir lítt að munnhöggvast við ykkur sem hér skrifið reglulega. Trú (andleg trú) verður ekki rökrædd eða skilgreind með vísindum eða rökhugsun og því tilgangslaust að eyða tíma og krafti í slíkt. Eina sem ég bendi ykkur á er að gæta orðavals þegar þið fjallið um kristna trú til upphafningar á ykkar trúleysi. Minnist þess að páskar eru meðal tveggja helgastu hátíða kristinna manna og því algjörlega óþolandi að tjá skoðanir sínar með slíkum gífuryrðum og hér er gert. Birgir Baldursson! Ég hef ekki hugmynd um hvað þér er heilagt í lífinu. Eitthvað hlítur það að vera og ég efast um að þú viljir láta svívirða það á sambærilegan hátt og þessi svívirða er. Kallaðu það tepruskap ef þú vilt. Mín fyrirmynd í lífinu er Jesús Kristur, ef einhver er sannur og heilsteyptur karlmaður þá er það hann. Ef að hann hefði gert það sem þessi kvikmynd segir frá þá væri krossfestingin og upprisan til einskis og trúin dauð bókstafstrú (lögmálstrú).


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 18:56 #

Og sannir karlmenn ríða ekki?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 19:18 #

Óttaleg viðkvæmni er þetta. Er hugsanleg gredda Jesú Jósepssonar eitthvað sem trúmenn almennt veigra sér við að hugleiða?

Nei Ingólfur, ég held hreinlega að mér sé ekkert heilagt. Ég aðhyllist að sjálfsögðu fullt af hlutum og ber virðingu fyrir ýmsu, en tek að sjálfsögðu vel í hvers kyns árásir á það alltsaman, sér í lagi ef það verður til þess að auka þekkingu mína á því og eyða fordómum.

Penn & Teller hafa t.d. að undanförnu upprætt hjá mér alls kyns bábiljur, t.d. um endurvinnslu og byssueign. Og núna hef ég vitneskju um það að einn þáttur þeirra, sem ég hef ekki séð, fjalli um dýr í útrýmingarhættu. Við það að lesa þann titil spyr ég mig: „Þarf ég nú að falla frá viðteknum hugmyndum mínum um þetta málefni.“

Að sjálfsögðu líst mér bara vel á að þurfa að kljást viðteknar hugmyndir mínar, öfugt við marga trúmenn sem fyrtast við og heimta vægð.

Þú og fleiri trúmenn mættuð slaka aðeins á gagnvart því sem þið hafi gert að einhverju heilögju í huga ykkar. Margar slíkar „heilagar“ hugmyndir geta beinlínis verið hættulegar til viðbótar við að vera sannanlega rangar. Hugleiddu það.


Gunnar - 23/04/06 23:41 #

Nei Ingólfur, ég held hreinlega að mér sé ekkert heilagt. Ég aðhyllist að sjálfsögðu fullt af hlutum og ber virðingu fyrir ýmsu, en tek að sjálfsögðu vel í hvers kyns árásir á það alltsaman, sér í lagi ef það verður til þess að auka þekkingu mína á því og eyða fordómum.

En hvað með þekkingu, rökhyggju, efahyggju? Er það þér ekki heilagt í þeim skilningi að það sé frumsenda þín að leiðin til að auka við þekkingu þína sé í gegnum efahyggju/rökhyggju? Svo er a.m.k. um mig. Ég minni á mótsögnina sem væri fólgin í því að hafna rökhyggju með rökum. Að sama skapi er "begging the question" að færa rök fyrir því að rökhyggja sé leiðin til þekkingar. Ég tel mig ekki geta sýnt fram á gildi rökhyggju án þess að beita henni, en það er bjargföst sannfæring mín (frumsenda) að hún sé leiðin til þekkingar. Svo má alveg deila um hvort við séum sáttir við að nota lýsingarorðið "heilagt" um þetta.

Smásmygli hjá mér.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/04/06 23:54 #

Nei, af hverju ætti ekki að vera hægt að sýna fram á það með rökum að rök- og efahyggja sé ekki málið? Er slík rök væru nógu góð myndi maður að sjálfsögðu falla frá slíkum aðferðum.

Eins er alveg hægt að færa rök fyrir rökhyggjunni, t.d. með því að sýna yfirburði hennar með hagnýtum dæmum, hvernig mannfélagið hefur hagnast á beitingu hennar VS skaðast af trúarhugmyndum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.