Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Barnaklám

Kirkjan sækir stöðugt í sig veðrið við að klæmast á hugum ófullveðja einstaklinga. Ætti þetta ekki að varða við lög?

Birgir Baldursson 09.03.2006
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 09/03/06 17:08 #

Sjá atvinnutrúmennirnir virkilega ekkert athugavert við að stunda trúboð í opinberum skólum?


Dvergurinn - 10/03/06 00:20 #

Nú er ég fyllilega sammála því að trúboðið á ekkert erindi í skólana, en er það ekki fullmikil gengisfelling á orðinu barnaklám að nota það í þessu samhengi?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 03:14 #

Takk fyrir að spyrja. Prestarnir eru í þessu tilviki að níðast á hugum barnanna og taka svo myndir af öllu saman. Þetta eru því ekkert annað en klámmyndir og ég tek það nærri mér að horfa upp á þetta.


Sævar Már - 10/03/06 08:01 #

Ég er sammála Birgi. Ég tek þessu einnig nærri mér að horfa upp á þetta.


Guðmundur I. Markússon - 10/03/06 11:41 #

Come on Birgir!

Sammála að trúarboðskapur á EKKERT erindi inn í skólastofnanir. Jafnframt tek ég undir með Dvergnum: að kalla þetta barnaklám er að klæmast á hugtökum.

Það fer vissulega í taugarnar á mér þegar 7 ára sonur minn kemur heim úr skólanum talandi um Jesú, en að bera það saman við að honum hafi verið nauðgað er FULLKOMLEGA absúrd.

Gengisfelling hugtaka sem þessara er vanhugsuð svo jaðri við óvirðingu við þá sem verða fyrir því viðbjóðslega og sálardrepandi ofbeldi sem hugtakið felur í sér. Jafnramt eru yfirkeyrð slysaskot sem þessi EKKI til þess fallin að vekja ganglega umræðu um þessi mál, umræðu sem kannski á endanum gæti leitt til úrbóta og breytinga á trúarbragðakennslu í skólum landsins.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 12:14 #

Ég tel þvert á móti að það sé mjög hugvekjandi að líkja hegðun sem hingað til hefur verið talin sjálfsögð og eðlileg við eitthvað sem er það sannarlega ekki. Ætti að fá fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt. Auk þess er margt líkt með þessu tvennu, nema hvað þarna er herjað á hugann, meðan aðrir barnaníðingar herja á líkamann.


Gudmundur I. Markússon - 10/03/06 12:51 #

Fyrir utan hversu hversu ópassandi þessi samlíking er verður hún að teljast gagnslaus.

Hvert er takmarkið? Jú, að breyta trúarbragðakennslunni. Til þess þarf samræðugrundvöll. Þú færð ENGAN til samræðna með því nota samlíkingar sem þessar.

Þetta er á DV plani. Sá bleðill hefur einmitt staðið í því að gengisfella hugtök í nafni hugvakningar. Staðreyndin er hins vegar sú að yfirkeyrð orðræða stuðlar að hugdeyfð þegar til lengdar lætur.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 12:59 #

Ég er sammála því að það sé óþarfi að nota orðið "barnaklám", því fólk tengir það við kynferðislega misnotkun. Samt er rétt að þarna er verið að notfæra sér trúgirni barna til þess að boða ríkistrúnna í opinberum skólum.

Mér finnst skrýtið að svona skuli viðgangast. Það þyrfti að setja pressu á Þjóðkirkjuna svo að skýr svör fráist frá henni hvað hún telji ásættanlegt og hvað ekki. Þannig að hún þyrfti að refsa þeim trúboðum sem gerast brotlegir um trúboð í opinberum skólum.

Fyrir utan það að það þyrftu að vera reglur um þetta á leikskólunum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 13:00 #

Til þess þarf samræðugrundvöll. Þú færð ENGAN til samræðna með því nota samlíkingar sem þessar.

Guðmundur, við höfum rætt þetta við erindreka kirkjunnar ótal sinnum. Staðreyndin er sú að þeir sjá ekkert athugavert við kristniboð í leikskólum og hafa ekkert viljað ræða þetta frekar.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 13:23 #

Það er til annars konar klám heldur en kynferðislegt.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 13:26 #

Já, Guðmundur, þú talar sjálfur um að klæmast á hugtökum. Ekki meinarðu það í kynferðislegu tilliti, er það?

Prestar klæmast á börnum, fá þau til að taka þátt í hugarfars- og tilfinningaklámi. Mig langar mikið til að valda þeirri hugarfarsbreytingu samfélagsins að þetta þyki ósiðlegt athæfi og prestum verði einfaldlega bannað að herja á börn, að þarna gildi það sama og í kynlífi, upplýst samþykki beggja aðila.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 13:35 #

Væru menn sáttari við orðið "Barnamisnotkun"?

Þessar myndir finnst mér vera skelfilegar, sumt fólk horfir þá þetta og hugsar með sér "ohhh hvað þetta er sætt, lítil börn að biðja til gvuðs" en ég hugsa bara "Djöfull er þetta sick að fylla hausana á litlum börnum af hugmyndum um ósýnilega anda og taka svo myndir af þeim eins og einhverja andlega fróun sé um að ræða".

Og eins og Matti segir þá höfum við það ágætlega vel staðfest að fólk innan Þjóðkirkjunnar finnst þetta í fínu lagi. Fyrir það er það ótrúlega auðvelt hve börn eru mótækilega fyrir þessu :-S .Á meðan getum við ekki gert neitt annað en að vekja fólk til umhugsunar svo það fáist til að kvarta undan þessu við skólayfirvöld.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 15:09 #

Auðvitað er þetta barnaklám og ekkert annað!

Einhverjir sveittir krípí prestar með eitthvert smeðjutal við börnin, tæla þau í bænastellingar og læðast svo að þeim með myndavél til fá sér mynd í safnið. Kommon ef þetta er ekki barnaníð þá veit ég ekki hvað. Heilaþvottur og vibbi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/03/06 15:19 #

Jafnramt eru yfirkeyrð slysaskot sem þessi EKKI til þess fallin að vekja ganglega umræðu um þessi mál, umræðu sem kannski á endanum gæti leitt til úrbóta og breytinga á trúarbragðakennslu í skólum landsins.

Þessi umræða hér er t.d. gagnleg, svo ekki er þetta nú alls kostar rétt. Stundum þarf að sjokkera til að fá fram gagnlega umræðu.


Sverrir Ari - 10/03/06 23:56 #

Manni bregður vissulega við þessu. Þetta vissi ég svo sannarlega ekki að viðgengist í leikskólum. Að eitra svona fyrir mótanlegum manneskjum er siðlaust. Ekki eru kaþólsku prestarnir margir hverjir góð fyrirmynd heldur sem hafa misnotað aðstöðu sína til að misþyrma á börnum kynferðislega. Já það er nú eins gott að kirkjunnar menn sé hérna til að kenna okkur "hið sanna siðferði" og hvernig eigi að lifa lífinu. Amen.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.