Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðlast

Ekki hefur farið framhjá neinum reiði íslamstrúarmanna vegna skopmynda sem birtar voru Jyllandsposten. Sem betur fer hefur blaðamannastéttin staðið í fæturna og ekki látið kúga sig til að gefa eftir tjáningarfrelsið í þessu máli. Nú vill svo til að á Íslandi eru lög sem banna myndbirtingu eins þá sem var í Jyllandsposten. Þannig geta íslamstrúar hér á landi farið í mál við DV fyrir að birta þessar myndir, því eitt Íslamskt trúfélag er nú þegar löglegt trúfélag á Íslandi. Þarna skilur á milli Íslands og annarra Evrópulanda. Því hér ríkja ennþá lög sem vernduðu á sínum tíma bæði Danska kónginn og ríkiskirkju hans.

Þessum lögum var svo breytt þannig að Danska kónginum var hent út og lögin taka núna til allra löglegra trúfélaga á Íslandi en ekki bara ríkiskirkjunnar. Þegar lögin voru sett var ríkistrúin eina löglega trúfélagið á Íslandi. Voru þau samin til að vernda ríkistrúna og ömmuprestana fyrir öllu spaugi. Löggjafinn gerði sér ekki grein fyrir því ári 1940 að fleiri trúfélög en kristni fengu löglega skráningu. Þannig mátti draga dár af múslimum árið 1940 en alls ekki opinberri kristinni trú. En í dag er samkvæmt þessum lögum algjörlega bannað að gera gys að Múhameð spámanni. Þessi lög eru 125 grein hegningarlaga og hljóma svona:

  1. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 3 mánuðum].1) Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara

Það hljómar kannski fáránlega, en á Íslandi gildir ströng miðaldalöggjöf kristninnar sem myndi sóma sér vel á meðal landa þar sem sharíalög kóransins gilda . Bæði blaðamenn og spaugsamir íslendingar hafa fengið að finna fyrir þessum lögum. Þegar Spegillinn gerði grín af alþingiskonu árið 1983, voru þessi lög notuð sem skálkaskjól til að fá upplag blaðsins gert upptækt. Ritstjórinn var svo dæmdur fyrir guðlast árið 1984 sem málamynda gjörningur. Blaðamenn mótmæltu þá í hástert en það hafði engin áhrif. Lögin standa óhögguð.

Nú liðu nokkur ár og herra Ólafur Skúlason varð biskup ríkiskirkjunnar. Ekki leið á löngu að á hann rann óskaplegt miðaldaræði. Hann bannaði landsmönnum að horfa á kvikmynd á RÚV og gera grín að helgihaldi ríkiskirkjunnar. Þetta endaði svo með heljar fári með opinberi rannsókn á Spaugstofunni fyrir meint guðlast. Niðurlæging tjáningarfrelsisins var algjör, því að í Íran hafði æðsti klerkur þess lands dæmt Rushdie til dauða fyrir guðlast. Þannig voru æðstu klerkar Írans og Íslands í sameiginlegri herför gegn guðlösturum. Sem betur fer var svo málinu á Íslandi hent á sorphauga, en lögin standa samt óhögguð. Það er í raun alþingi til ótrúlegrar skammar að þessi óskapnaður ennþá skuli vera til árið 2006.

Það er því mjög brýnt að blaðamenn og aðrir unnendur málfrelsis taki höndum saman og fái alþingismenn til að henda út 125 gr. hegningarlaga sem allra fyrst.

Frelsarinn 03.02.2006
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Rafauga - 03/02/06 11:18 #

Þetta eru fjarska vitlaus lög. Sýna samt vel fram á ósamkvæmni íslenskra álitsgjafa sem vilja gera allt til að verja tjáningarfrelsi "okkar". (Sem er þá ekki til staðar eftir allt saman.)

ps. Þessum lögum hefur verið beitt (eins og fram kemur í greininni) en skyldi þeim verða beitt núna á t.d. DV sem birti myndirnar af Múhameð. (Sennilega ekki - og ég er alls ekki að leggja til að svo verði gert.)


frelsarinn@vantru.is (meðlimur í Vantrú) - 03/02/06 12:35 #

Félag Múslima hér á landi geta kært og fengið ritstjóra DV dæmda í 3 mánaðafangelsi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/02/06 14:30 #

Skemmtilegt þetta nýyrði álitsgjafi. Tók fyrst eftir þessu þegar DV-málið kom upp fyrir skömmu. Þetta var notað sem skammaryrði, hlaðið fyrirlitningu, svipað og kaffihúsaspekingur.

Er eitthvað slæmt við álitsgjöf? Er ekki einmitt bara fínt að sem flestar skoðanir birtist á hverju máli til að hægt sé að kljást við hlutina díalektíst. Ég hefði haldið að slíkt væri kjörin leið til framfara.

En þetta er auðvitað út fyrir efnið hjá mér og ætti best heima á spjallinu. :)


Rafauga - 03/02/06 14:37 #

Ég ætlaði að sjálfsögðu ekki að gagnrýna álitsgjafa almennt, því fleiri því betri.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/02/06 12:05 #

En það er rosalegt að hugsa til þess (eftir að hafa virt fyrir sér myndina hér að ofan) að við skulum á okkar tímum í vestrænu samfélagi þurfa að dragnast með svona æðstuklerka eins og þennan kjólklædda karl þarna, samansúrraðað miðaldamann og ranghugmyndaboðanada með átorítet.


Svanur Sigurbjörnsson - 09/02/06 12:09 #

Takk fyrir að leiða í dagsljósið þetta mál með RÚV og afturköllun sýningar á "The Last Temptation of Christ". Ég var búinn að gleyma þessu máli. Það er með ólíkindum að biskupinn hafi getað notað lögin sem hótun gagnvart RÚV til að hætta við sýningu á erlendri kvikmynd. Nú er ekki víst að innihald myndarinnar sé gott hvort sem það er skoðað af trúuðum eða trúlausum en það er ekki neins að banna birtingu hennar. Hver maður verður að dæma innihaldið fyrir sig. Arabískar sjónvarpsstöðvar birta hatursfullar ræður Osama Bin Laden og annarra hryðjuverkamanna og sýnist sitt hverjum en við verðum að virða rétt þeirra til að koma fram með þetta efni. Ekki förum við út í það að sniðganga vörur frá þessum ríkjum í kjölfarið.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.