Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Stríð gegn jólunum?

Á blaðsíðu 17 í Morgunblaðinu í dag er grein sem ber heitið “Stríð gegn jólunum?” Greinin fjallar um að “Íhaldssamir Bandaríkjamenn láta æ meir í ljós óánægju sína með að pólitísk rétthugsun krefjist þess að ekki megi nefna jólahátíðina sínu rétta nafni.”. Í greininni stendur einnig að þarna sé fólk á mótu því að kalla jólatré “jólatré” og það vilji kalla það “hátíðartré”

Raunin er sú að það sem veldur þessum ósáttum er enska orðið “Christmas”, sem útleggst kristsmessa á íslensku. Það sem við köllum jól kallar enskumælandi fólk Yule. En það er sérstaklega verið að mótmæla því að opinberar stofnanir taki þátt í trúarathöfnum, enda á að vera aðskilnaður ríkis og kirkju í Bandaríkjunum.

Þannig að Morgunblaðsgreinin missir algjörlega marks. Það er ekki verið að mótmæla því að jólatré séu kölluð jólatré, heldur því að þau séu kölluð kristsmessutré. Það er verið að mótmæla kristvæðingu jólanna. Sem betur fer hefur íslensk tunga sloppið að mestu leyti við þessa kristvæðingu og flestum þætti það ef til vill skrítið að kalla jólatré kristsmessutré, enda er ekkert samhengi á milli jólanna og Jesú. En þetta nafnavesen í Bandaríkjunum er mjög lýsandi fyrir það hvernig kristnin hefur reynt að stela jólunum.

Réttara væri því að kalla þetta stríð gegn kristsmessu en í rauninni er þessu öfugt farið, kristnir menn eru í stríði gegn jólunum! Þeir eru að reyna að breyta jólunum í kristmessu. Tönnlast á því að þetta snúist allt í rauninni um ævintýrin um fæðingu Jesú og reyna að tengja allar hefðir við þá frásögn.

Það er spurning hvort við hér á Íslandi ættum berjast gegn kristvæðingu jólanna.


Sjá einnig á vefitinu Múrinn: Ofsóknaræðið blómstrar á aðventunni

Hjalti Rúnar Ómarsson 13.12.2005
Flokkað undir: ( Jólin )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/12/05 15:38 #

Langar að vísa á tvær greinar á jólavakt Evangelical atheist sem tengjast þessari umræðu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/12/05 17:10 #

Meira í þessum dúr: Fuck christmas

That’s right, that Yuletide cheer you’re spreading? What exactly do you think Yule is? It's the fucking Pagan celebration of solstice. And those “Christmas” traditions? They’re not just like Pagan rituals, they fucking are Pagan rituals. Way before your Jesus got all magical with the bread and fishes, the Romans were celebrating the birth of Mithra on . . . guess? Go on – guess. December fucking twenty fifth. What a weird coincidence.


Ormurinn - 15/12/05 10:52 #

Það er verið að mótmæla kristvæðingu jólanna. Sem betur fer hefur íslensk tunga sloppið að mestu leyti við þessa kristvæðingu og flestum þætti það ef til vill skrítið að kalla jólatré kristsmessutré, enda er ekkert samhengi á milli jólanna og Jesú.

Það er ekki rétt að segja að það sé ekkert samhengi á milli jóla (Christmas) og Jesú. Þó svo að í fornöld voru haldnar sólstöðuhátíðir í desember þá hafa jólin verið tengd við fæðingu Jesu hin síðustu 2000 ár eða svo.

Þó svo að kirkjan hafi nýtt sér gamlar hefðir, þá er hér um að ræða langan tíma og ekkert sem segir að ný hefð geti ekki tekið við af gamallri.

Ef við tökum svo dæmi Bandaríkjanna þá voru þau numin af kristnum Evrópubúum og því hafa jólin þar ætíð verið afmælisveisla tengd Jesú en ekki sólstöðuhátíð.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 15/12/05 11:36 #

Ormurinn; Það sem ég er að segja að ekkert við jólin sjálf tengist fæðingu Jesú. Gjafirnar, trén, maturinn og allt þetta hefur ekkert að gera með Jesú. Samt hafa kristnir menn einmitt reynt að stela þessum hefðum með því að reyna að tengja þetta við ævintýrin af fæðingu Jesú í NT. Td segja þeir að við gefum gjafir af því að vitringarnir komu með gjafir. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að þeir reyni að halda upp á þessa hátíð eins og aðrir, en þegar þeir segja að hinir ókristnu séu að gleyma hvers vegna við höldum upp á jólin og að þetta snúist allt um Jesú, þá er það ekki allt í lagi.

Ef við tökum svo dæmi Bandaríkjanna þá voru þau numin af kristnum Evrópubúum og því hafa jólin þar ætíð verið afmælisveisla tengd Jesú en ekki sólstöðuhátíð.
Ég skil ekki hvernig staðsetning fólks skiptir máli þegar við erum að ræða menningarsögu. Hvaða máli skiptir það að fólkið var að nema land? Varla þurrkast öll sagan út við það.


Ormurinn - 15/12/05 16:33 #

Hjalti,

Ef jólin tengjast ekki fæðingu Jesú hverju tengjast þau þá??? Þó svo að jólin hafi tengst einhverju öðru fyrir langa löngu þá hefur sú hefð glatast og ný hefð tekið við. Og í dag er það einfaldlega þannig að í hugum fólks tengjast jólin (og allt í kringum þau) fæðingu Jesú. Markaðsetning kirkjunnar er alger!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/12/05 16:37 #

Vel getur verið að margir tengi jólin við fæðingu Jesús. Ég held samt að lang flestir landar okkar séu ósköp lítið að spá í feðgunum þegar þeir halda hátíð. Mér finnst meira fara fyrir jólamatnum, jólaskrautinu og jólapökkum hjá flestum. En það er kannski bara ég.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 15/12/05 17:16 #

Ja... mamma kveikir á messunni í útvarpinu meðan verið er að borða á aðfangadagskvöldi útaf margra áratuga vana, en ég man ekki eftir því að nokkurn tímann hefur verið hlustað á hana og lítið er minnst á Gvuð eða Ésú á mínu heimili. Heima hjá mér eru jólin ekki haldinn til að minnast Ésú Krizt, bara quality family time og gleði.


Ormurinn - 15/12/05 21:01 #

Það er alveg rétt að kaptítalisminn er búinn að ganga af jólunum dauðum, en takið 100 manna slembiúrtak og spyrjið fólk hvað það tengi jólunum og látið koma ykkur á óvart hversu margir nefna afmælið.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/12/05 21:05 #

Það kæmi mér alls ekki á óvart þó stór hluti myndi nefna afmælið, ég veit ekki af hverju þú gefur þér að við höldum annað. Ef trúariðkun um jólin væri könnuð hjá þessum sama hóp held ég að það kæmi engum á óvart hve lítil hún er í raun.

Fólk segist halda kristin jól (kristsmessu) en raunin er að það er ekkert kristilegt við jól langflestra íslendinga. Og þannig á það að vera.


Gilgames - 17/12/05 00:03 #

Niðurstaðan er sem sagt sú að Heiðingjar, Kristnir og Gyðingar geta haldið einhvers konar gleði-daga um jólin, en spurningin er þá, hvað um trúlausa?

Heiðingjar (Pagans) virðast hafa trúað á endurfæðingu sólarinnar sem einhvers konar guð (heiðin trúarbrögð) og Rómverjar talið sinn guð líka fæddan um svipað leyti og sólin tók að rísa á ný.

Trúleysingja er hvergi getið. Þeir eru að því er virðist -hinn þögli meirihluti- sem umber alla þessa breytilegu siði mannanna í gegnum aldirnar.


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 17/12/05 01:50 #

Trúlausir fagna því að daginn fer að lengja og því að eiga góða stund með fjöldskyldu og vinum. Er það ekki alveg nógu góð ástæða til að halda gleðileg jól?


Snæbjörn - 22/12/05 04:50 #

Ormurinn segir að það myndi koma gríðarlega á óvart ef við spyrðum fólk í könnunum út í hvað jólin snerust um og til hvers þau eru haldin. Það er rétt, það kom vísindamönnum mikið á óvart þegar þeir gerðu skoðanakönnun í Belgíu. Í ljós kom að þriðjungur þjóðarinnar "vissi" ekki að jólin snerust um fæðingu jesús krists. Svona könnun á Íslandi gæti komið ýmsum í opna skjöldu, og þá held ég ekki trúleysingjum. Enda er fólk almennt minna trúað heldur en trúaðir vilja vera láta.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.