Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúarneitunin

Ég afneita guði, föður ímynduðum, sem er hvorki skapari himins né jarðar. Ég trúi ekki á Jesú hinn kryssta, hans meinta son, drottin-norn, sem ekki er getinn af neinum anda, fæddur af Maríu ei, ekki píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, hvorki krossfestur, dáinn né grafinn. Steig ekki niður til heljar, reis því heldur ekki á þriðja degi aftur upp frá dauðum, steig því síður upp til himna, situr hvergi þar, nærri nokkrum guði böðli almáttugum, drottni ímynduðum, og mun ekki þaðan koma að dæma einn eða neinn. Ég afneita heilögum anda, heilagri almennri kirkju, samfélagi heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilífu lífi, amen.

Ritstjórn 11.12.2005
Flokkað undir: ( Grín )

Viðbrögð


Alex - 11/12/05 16:46 #

snilld væri ekki móti því að fá bol sem þetta stendur á


bennab - 11/12/05 16:47 #

Til stjórnarinnar og annara sem lesa trúarneituninna og telja mikið vit í. Fræðimenn hafa lengi og mikið velt sér upp úr því hvernig biblían og þetta varð allt saman varð til og margar kenningar komið upp. Allt frá þeim ofsatrúarmönnum sem telja hana hinn heilaga sannleikog til þeirra sem telja hana uppspuna frá upphafi til enda. Þar inná milli eru kenningar sem að mínu mati eru aðeins betur hugsaðar en þessar 2 áðurnefndar. Þar á meðal að Jesú hafi sennilega verið til, hafi gert marga góða hluti. En að hann hafi bara verið maður, fræðimaður og kennari og svo sannarlega ekki sonur guðs og að fylgjendur hans hafi ekki litið á hann sem slikan. Þeim ber nú ekki saman um hvenær menn hafi byrjað að hugsa um Jesú sem guðlega veru. Í guðsspjöllunum er svo sannarlega litið þannig á málið. Talið er (ég tek framm að ég tel mig ekki hafa lesið nóg til að vita hvort þetta er the popular opinion meðal þeirra sem mest vita) að Markúsar guðspjall sé fyrst skrifað og sé þá jafnvel skrifað innan við hundrað árum eftir lát Jesú en menn eru ekki sammála um hvort þá hafi allir verið orðnir á þeirri skoðun og sumir vilja meina að það hafi ekki gerst fyrenn um 300 árum eftir dauða Jesú. Ég ættla nú ekki að rekja þessa kenningu eins og hún leggur sig en langar að spurja stjórnina sérstaklega hverjar hennar skoðanir eru á þessu var Jesú aldrei til og einhverjir aðilar setjast niður við að skrifa biblíuna og lugu bara blákalt.


Jón Frímann - 11/12/05 17:18 #

bennab, þó svo að ég komi nú ekkert nálægt vantrúar félaginu þá er það nú samt þannig að ekkert sem bendir til þess að Jesú hafi verið til. Það eru til greinar hérna á vantrú sem rökstyðja hversvegna Jesú hefur líklega ekki verið til.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/05 21:56 #

Já Alex við af okkur sem sömdum þetta vorum einmitt að hugsa um að setja þetta á bol. Við sjáum til hvað verður af því. Það sýnir allaveganna að það sé ekki það galið að fara í framleiðslu þegar góðar undirtektir koma.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/05 22:05 #

Bennab hér eru nokkrar greinar sem ég held að snerta á þessum atriðum;

http://www.vantru.is/2005/05/19/00.01/

http://www.vantru.is/2004/12/17/03.00/


bennab - 11/12/05 22:09 #

það er ekki ekkert sem bendir til að jesú hafi verið til vil ég þá nefna stærsta ritið sem bendir til þess að hann hafi hugsanlega verið til, Biblíuna og það eru margir sem hafa kafað djúpt í þetta og telja að Jesú hafi verið til, margir þeirra líka trúleisingjar. En að sjálfsögðu eru til rök sem segja annað og ég er ekki manneskjan til að segja hvað er rétt og hvað ekki. það sem mig langar að heyra frá strákunum og bara öllum er hvort þið teljið Jesú bara aldrei hafa verið, hvernig biblían hafi þá orðið og allt annað merkilegt sem þið hafið til málanna að leggja.

Mér finnst trúarneitunin svolítið hljóma eins og hún hafi verið sett saman undir sama yfirskini og "faðir bakkus" útfæringin á faðirvorinu... en kannski hef ég þar rangt fyrir mér og biðst þá afsökunar á því


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/05 22:21 #

Þú ættir að starta spjallþráð um þetta á spjallvefnum. Það er þægilegra að setja in svona html-tag þar.

En þess utan þá held ég að það sé frakar vafasamt að byggja vissu sína um að einhver ein persóna hafi verið til út frá trúarlegu fornriti sem stenst enganvegin nútíma sagnfræðilegar kröfur um vísun í heimildir eða nákvæmni. Þó svo að maður sé trúlaus.


bennab - 11/12/05 22:34 #

Kári ég sá ekki komentið fyrren ég var búin að senda.

Ég var nú aðeins búin að kíkja á þessar greinar og það er mjög mikið vit í þeim og vel skrifaðar. Í annari kemur fram að merkilegt sé að engar sannanir hefi fundist fyrir tilvist Jesú þar sem hann hafi verið lofaður af þúsundum. Hafi/hefði hann verið dáður af þúsundum væri það mjög enkennilegt aðengar stittur eða annað slíkt væri til en ef að hann hefði bara verið fræðimaður sem sögur fóru af er kannski ekkert skrítið að ekkert finnist þar sem eru nú rúm 2000 ár síðan hann dó kallinn. samkvæmt þeirri kenningu sem mér finnst síðan meika mest sens af þeim sem ég hef lesið er svo ekkert skrítið að æfi Jesú eins og biblían skrifar hana svipi til annara trúbragða. Þar sem biblían hafi hugsanlega verið sett saman með það að leiðarljósi að sameina trúarbrögð og gera eitt sterkt afl sem hentaði yfirvöldum, þar var ímsum "smáatriðum" breitt. Valin úr þau guðspjöll sem voru talin henta og annað


bennab - 11/12/05 22:37 #

verður bara að viðurkennast að ég kann það ekki


Snæbjörn - 11/12/05 23:24 #

Það þykir mér gera lítið úr málstað ykkar að gera trúleysi að trúarbrögðum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/12/05 01:36 #

En það er bara ekkert verið að því, heldur eru menn bara að snúa út úr trúarjátningunni. Í því felst engin trúarleg yfirlýsing.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 12/12/05 02:28 #

Já þetta er frekar ætlað til skemmtunnar. Við erum ekki einhver trúarbrögð heldur baráttufélag gegn hinurvitnum.


Snæbjörn - 12/12/05 21:54 #

Já, ég er sjálfur trúleysingji og kíkji mjög oft á þessa síðu. Mikinn áhuga á trú, les goðsögur mér til skemmtanagildis. En mér þykir þið gefa andstæðingum ykkar vopn í hendurnar með svona yfirlýsingum.

Bara álit. Þið lítið út eins og það sem þið gagnrýnið.


Sævar Már - 12/12/05 22:17 #

Er hjartanlega sammála Snæbirni.


Ari - 12/12/05 22:39 #

Ekki ber að taka allt svona há-alvarlega. Ég hafði gaman af þessu.


Árni Árnason - 13/12/05 10:18 #

Þeir sem vilja halda því fram að trúarneitunin hér að ofan jafnist á við trúarjátninguna frægu, með öfugum formerkjum, feila hrapalega.

Þeim yfirsjást nokkur grundvallaratriði.

Í fyrsta lagi er trúarafneitunin ekki yfirlýsing um neinskonar átrúnað.

Í öðru lagi fest ekki í henni neinskonar viðurkenning á kennivaldi.

Í þriðja lagi er hún ekki inngönguskilyrði í neinskonar söfnuð eða samtök.

Til þess að geta verið speglun trúarjátningarinnar þyrfti hún að uppfylla öll ofangreind skilyrði.


Gilgames - 13/12/05 19:58 #

Nú, svo getum við trúaðir á bjórinn sett þessa bæn á einhvern bolinn líka.

Bjór minn vor,
þú sem ert í flösku,
frelsist þinn tappi,
tilkomi þín froða,
freyði þínir humlar,
svo í glasi sem í munni.

Svalaðu í dag mínum daglega þorsta,
og skeyttu ei um vísaskuldir,
svo og líka hjá þyrstunautum mínum.

Heldur ei á Nasa,
því að þitt er valdið,
gleiðin og stuðið,
að eilífu, Carlsberg


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/05 02:39 #

Þessi var góður Gilgames. Ekki samdur'ann sjálfur?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.