Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvað er svona skrýtið við DNA-heilun?

Þeir sem sáu ekki Kastljósið síðastliðinn fimmtudag og misstu af viðtalinu við DNA-heilarann ættu ekki að láta það fram hjá sér fara. Enn er hægt að horfa á þáttinn á netinu. Þeir sem sáu þetta fannst líklega kjánaskapur DNA-heilarans fyndinn. Vonandi voru líka flestir ánægðir með harðorða og málefnalega gagnrýni Magnúsar Karls Magnússonar læknis. Ég held að flestum finnist það allt í lagi að hlæja að og gagnrýna svona vitleysu.

En hvernig getur nokkur manneskja verið svona út úr heiminum að telja sig geta læknað fólk með því að ná sambandi við einhverja alheimsorku?

Mér hefði ekki brugðið ef hún hefði farið að kalla alheimsorkuna (eða kannski stofnfrumuna) sína einhverju nafni og halda því fram að hún væri persóna með vilja og kysi stundum að lækna fólk og stundum ekki. Í staðinn fyrir að kenna fólkinu um að hafa litla trú, enda ekki mjög gott fyrir almannatengslin að kenna sjúklingnum um misheppnaða lækningu, þá gæti hún sagt að alheimsorkan hefði af einhverjum ástæðum valið að lækna sjúklinginn ekki. Mörgum fyndist þetta jafnvel enn klikkaðra.

En hvers vegna finnst okkur DNA-heilun og bara heilun almennt skrýtin? Hvers vegna er það klikkað að telja sig geta náð sambandi við alheimsorku? Líklega af því að konan getur engan veginn rökstutt það.

Ég fæ kjánahroll miklu oftar. Það er nefnilega til félagslega samþykkt afbrigði af DNA-heilun á Íslandi. Ég að tala um hina kristnu bæn.

Í staðinn fyrir DNA-heilarann, þá er hægt að ímynda sér venjulega trúmenn eða atvinnutrúmenn biðja fyrir einhverjum með erfðasjúkdóm. Þar er fólk að biðja guð um að breyta DNA-inu. Myndi nokkur prestur segja að með bæninni væri ekki hægt að breyta erfðaefni mannsins?

Ef hún myndi segja alheimsorkuna vera persónu sem sjálfstæðan vilja þá væri heilunin orðin bæn. Þetta er eini munurinn.

Er það kjánalegt að trúa því að alheimsorka geti læknað fólk en ekki kjánalegt ef maður heldur að alheimsorkan sé persóna sem getur talað við mann?

Kristið fólk trúir því nefnilega.

Báðir þessir hópar telja sig geta náð sambandi við æðra afl sem getur læknað erfðasjúkdóma. Hvorugir geta svarað hvernig aflið gerir það, heilarinn bullar og presturinn kallar það leyndardóm. Báðir hóparnir virðast trúa í blindni stofnanda hópsins, Víanna og Jesús. Báðir hóparnir tala við persónu sem við sjáum ekki, stofnfrumu og guð. Hjá báðum hópunum er trú nauðsynleg. Hvorugur þessara hópa getur rökstutt þessar ímyndanir sínar og því eru þessar skoðanir jafnklikkaðar.

Kíkjum síðan á gagnrýni Magnúsar á heilun og prófum að setja bæn inn í staðinn fyrir heilun og sjáum hvort það passi:

Magnús:"Með því að gefa það í skyn að við séum á einhvern hátt að grípa inn í ferli eða breyta DNA eða breyta genum eða breyta einhverju sem að er eðlislægt í sjúklingi eða einstaklingi með þessum aðferðafræðum þá held ég að það sé verið að blekkja sjúklinga já."

Sigmar:"Útskýrðu hvers vegna."

Magnús:"Þetta brýtur gegn öllum lögmálum lífvísinda, náttúruvísinda og við skulum ekki fara í grafgötur með það við breytum ekki DNA-inu með því að horfa á fólk eða hugsa um það. Maður verður að kalla hlutina réttu nöfnum. Ég veit ekki hvað [bæn] er og ég ætla ekki að taka afstöðu til þess, það kann vel að vera að það hjálpi mörgum. En [bæn] breytir ekki DNA-sameindum líkamans og það er mjög alvarlegt held ég það eru sjúklingar sem hafa alvarlega sjúkdóma. Það eru erfðasjúkdómar til dæmis þar sem eru gallar í DNA-inu og ég held að það sé ábyrgðarhluti að segja það að við getum með [bæn] breytt þessum genum eða breytt genasamsetningu þessa sjúklinga og það tel ég vera blekkingu ef verið er að gefa það í skyn."

Vonandi sáu sem flestir þennan þátt og hlógu að DNA-heilaranum og vonandi voru flestir ánægðir með það að Magnús hafi gagnrýnt DNA-heilarann.

Því þá getur þetta fólk ekki kvartað þegar hlegið er að bænum og þá ætti það að vera ánægt með gagnrýni okkar á kristna trú.

Hjalti Rúnar Ómarsson 14.11.2005
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin , Kristindómurinn , Nýöld )

Viðbrögð


Lala - 14/11/05 00:15 #

hehe... það er nú eitt að fussa yfir gjörðum annara, svo þegar maður uppgötvar að maður gerir sama hlutinn sjálfur, þá hættir fólk að fussa og fer að réttlæta.

Ég held að svona grein afli nú DNA heilurum bara samúðar ef eitthvað er. Þú bendir bilaða liðinu á að það er að gera sömu hlutina og hvað?... býstu við því að fólk líti í eigin barm eða býstu við því að fólk fari að réttlæta DNA heilara? Ég býst einhvernvegin við því síðarnefnda...

Málið með ykkur vantrúarmenn er að þið haldið að fólk séu skynsemisverur. En fólk er bara eigingjörn svín sem leita eftir hagstæðum samanburði við náungann. Flest rifrildi eru tilkomin vegna þess að allir vilja hafa rétt fyrir sér.

Siggi fussar yfir Palla af því að hann mígur í sturtunni. Þegar Siggi er síðan gripinn við að míga í sína sturtu, þá er það af því að það er ammoníak í hlandi sem losar um stíflur í niðurfallinu.

Þannig er fólk bara...


Nadia - 14/11/05 23:07 #

Það er ekki til tilgangslausari vefur en vantrú.is.Það er í lagi að vera trúlaus en þager fólk setur eitthvaðð á netið eins og:

skyggn=geðveikur þá er verið að ganga of langt.

Hér er sönnun fyrir að það finnast ekki "eðlilegar skýringar" á öllu.

(of löng slóð fyrir breidd síðunnar - vefstjóri)


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 14/11/05 23:32 #

Þetta er nú eitt tilgangslausasta comment sem hefur komið lengi og þú telur að giska á rétt úrslit í Idol er að vera skyggn!?!

Fólk sem vinnur í Lottóinu er þá "skyggnt" að þínu mati. Innsægi og tilviljanir er það sem þú ert að lýsa þarna - það er enginn skyggn!


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 15/11/05 00:07 #

Lala, ég vona samt að þetta hafi einhver áhrif á trúmenn og fái kannski einhverja til þess að sjá trúnna sína í nýju ljósi. Síðan er þetta auðvitað skemmtileg pæling sem aðrir trúleysingjar geta notað ef að einhver kvartar yfir gagnrýni.

nadia, ég hef ekki séð neinn hérna halda því fram að "skyggn=geðveikur".


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 15/11/05 00:35 #

Þetta komment frá Nadiu, þótt það sé tilgangslaust, sýnir að vefur eins og Vantrú er nauðsynlegur, svo fólk eins og Nadia fái mótvægi gegn öllu kjaftæðinu sem finnst í þessum heimi.

Og bæ ðe vei, ef það er einhver íslenskur vefur sem ég tek EKKERT mark á er það Hugi.is


Stefán - 01/12/05 10:36 #

Og er það ekki það sem Quackwatch segir líke eða. quackpots eins og er talað um þá, þeir eru einmitt hlynntir því að kvikasilfur sé áfram innihald í bóluefnum! Steven Barnett sem er höfuðpaur qackpots síðunnar sem er fjármögnuð af ríkinu eftir að Bill Clinton setti af stað á sínum tíma herferð gegn nátturunni eða óhefðbundnum meðferðum. þess má geta að Steven Barnett sem de-licensed MD eða læknir sem hefur misst réttindi sín og er með um 50-60þús dollara í árslaun en samt getur hann verið með eins og í dag eitthvað um 10 málsóknir í gangi sem eru mettnar á um 14 míljon dollara. Þetta er allta saman eitt samsæri að ríkis hálfu en þeir þora ekki að gera þetta sjálfir af því þeir vita að þetta eitthvað sem koma skal. Annað í þessu er að lækna og lyfja útgjöld í bandaríkjunum eru einhverjar þó nokkrar millur og rúmlega helmingur af þeim millum fer í óhefðbundnar meðferðir!! þess vegna er verið að reyna steyp þessu af stóli, af því yfirvöld eru að tapa þessum millum. Einnig er verið að taka fyrir óhefbundnar meðferðir inn í medicare og aðrar sjúkratryggingar og þegar það gersist verður heimurinn strax að betri stað. http://www.quackpotwatch.org/


Matti (meðlimur í Vantrú) - 01/12/05 11:09 #

Aðrar athugasemdir Stefáns (sem kallar sig líka Kolbein) má finna hér, hér og hér.

Er nokkru við þetta að bæta?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.