Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kansasfylki endurskilgreinir vísindin

Nú hafa skólayfirvöld í Kansas komist að þeirri niðurstöðu að mýtan um greindarlega hönnun veraldar eigi fullt erindi inn í menntakerfið og vísindin skuli því endurskilgreind þannig að þau geti innihaldið þetta. Afgangurinn af heiminum veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta.

Birgir Baldursson 09.11.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Jón Frímann - 09/11/05 12:46 #

Bandaríkin hafa orðið sér til skammar með þessu og þetta mun valda því að rannsóknir sem annars hefðu gerst í Bandaríkjunum munu færast til Evrópu og Asíu í staðinn.


Steindór J. Erlingsson - 10/11/05 14:13 #

Rétt að benda ykkur á grein mína Vitshönnunartilgátan og lífvísindakennsla í Bandaríkjunum sem birtist í Lesbókinni 5. nóvmeber s.l.


Sævar Helgi - 10/11/05 14:52 #

Takk fyrir þetta Steindór, þetta er fín grein hjá þér.

Mér finnst þessi vithönnunartilgáta minna um margt á eter eða eitthvað því um líkt. Eitthvað sem við getum ekki útskýrt núna hlýtur að eiga sér guðlega orsök. Fyrir mér gerir sú hugmynd lítið annað en að draga úr fegurð og dulúðleika lífsins og heimsins í heild.

Ég vona innilega að lífið eigi sér aðeins náttúrulegt upphaf - sú útskýring er svo miklu stórbrotnari. Þegar öllu er á botninn hvolft vil ég alls ekki lifa í heimi sköpuðum af guði eða guðum. Það dregur úr fegurðinni.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 18:16 #

Glæsileg grein Steindór, gott að sjá skrifað um þessi mál af þekkingu.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 10/11/05 19:58 #

Þetta er fín grein, nema hvað að ég held að þú hafir misskilið Dawkins eitthvað:

Frumspekilegir natúralistar eru, eins og breski líffræðingurinn Richard Dawkins er gott dæmi um, sannfærðir um að framþróun raunvísindanna undanfarna áratugi hafi sannað að Guð eða aðrir yfirnáttúrulegri kraftar séu ekki til,...
Ég hef ekki lesið neina bók eftir Dawkins en ég hef heyrt hann segja það í útvarpsviðtölum að það sé ekki hægt að afsanna tilvist guðs, ekki frekar en álfa og þannig hluti.

Ef hann hefur einhvern tímann sagt að vísindin afsanni tilvist guðs, þá hefði ég gaman af því að sjá það.

Ég hef hins vegar heyrt hann segja að vísindin hafi gert guð óþarfan.


Steindór J. Erlingsson - 11/11/05 04:41 #

Ég held að þú hafir rétt fyrir þér Hjalti. Takk fyrir ábendinguna.


AndriÞ - 11/11/05 13:02 #

Flott og fræðandi grein hjá þér Steindór.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.