Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Enginn er trúlaus í sjávarháska

Þessu hélt biskup Þjóðkirkjunnar fram í útvarpsþætti í dag, þrátt fyrir að hann eigi að vita betur. Þessi mál hafa verið rædd hér á Vantrú.

Ritstjórn 26.10.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 26/10/05 21:30 #

Voðalega er þetta ómerkilegur einstaklingur.


Turkish - 26/10/05 22:00 #

Mun seint skilja þennan einstakling en það var ekki laust við að maðu glotti þegar hann sagði að kirkjan ætti að vera með báðar fætur á jörðinni, það er þá eitthvað nýtt.


Árni Árnason - 07/11/05 13:30 #

Í þessu sambandi rifjast oft upp fyrir mér gömul bíómynd eða sjónvarpsmynd, sem ég sá fyrir mörgum árum,( áratugum) og get enganvegin munað hvað hét eða yfirleitt neitt nánar um hana. Ég held hún hafi verið bresk frekar en amerísk, og fjallaði um líf fólks í litlum námubæ, þar sem allt lífið snerist um námuvinnu djúpt í iðrum jarðar. Það verður sprenging eða hrun í námunni og fjöldi námumanna lokast inni. Að sjálfsögðu fer af stað mikil björgunaraðgerð, þar sem hetjur myndarinnar fá að njóta sín, á meðan eiginkonur og börn bíða milli vonar og ótta. Fögnuðurinn yfir hverjum þeim sem tekst að draga með lífsmarki upp úr námunni er mikill, en sorgin magnast eftir því sem líkurnar minnka með hina sem ófundnir eru. Að lokum er ljóst að nokkur fjöldi manna ( 10-15 að mig minnir hafði farist í slýsinu, og eitthvað annað eins komist lífs af.

Þetta hljómar allt eitthvað voðalega staðlað, og sjálfsagt til ótal svona myndir, en þá kemur að því óvanalega, sem ég man ekki eftir að hafa séð fyrr eða síðar, en gerir þessa mynd eftirminnilega.

Þorpsbúar koma saman í kirkjunni og presturinn keppist við að þakka guði fyrir þá sem lifðu af. Stendur þá ekki einn björgunarmannanna upp og hefur upp raust sína aftarlega í kirkjunni og andmælir prestinum kröftuglega, og segir að það hafi verið ósérhlífni og dugnaður björgunarmannanna sem varð þeim til lífs, en ef endilega eigi að fara að blanda guði inn í þetta mál þá hafi hann drepið hina sem fórust.

Svona getur eitthvað setið í manni í áratugi, sem heimsspeki sem hittir naglann beint á höfuðið. Ef einhver kannast við þessa fátæklegu lýsingu, og veit hvaða mynd þetta er má sá sami láta mig vita.


Erik Olaf - 07/11/05 13:50 #

Leitaði að plottinu á IMDB.com og þetta var það sem ég fann hef ekki hugmynd um hvort þetta sé rétta myndin.

http://imdb.com/title/tt0075846/maindetails


Árni Árnason - 07/11/05 16:25 #

Þakka ábendinguna Erik, þó hringir þetta ekki alveg bjöllunum. Við frekari íhugun hallast ég að því að myndin hafi verið bresk, af þeirri ástæðu að Ameríkanar eru allt of miklir hræsnarar til að opinbera svona skoðun í kvikmynd. Ennfremur minnir mig að þessi mynd hafi verið svart/hvít, eða kannski var bara allt svo dimmt og skítugt. Eitthvað rámar mig í endalausa rigningu. Kannski var það vatn sem flæddi í námuna. Atvikið í kirkjunni er það eina sem hefur greypt sig í minninguna, enda sterkt og óvenjulega fram sett.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.