Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heilagur hryllingur

Það fer yfirleitt leynt að milljónir barna, kvenna og karla voru tekin af lífi í nafni Jesú Krists. Kristnir trúmenn kunna yfirleitt ekki að skammast sín frekar aðrir helfaraafneitarar. Fjöldamorðin, misþyrmingarnar og ómennska kristninnar er afsökuð sem mistök eða yfirsjón. Að kristnir gerendurnir voru ekki “rétt” kristnir eða afvegaleiddir syndarar. Þessi afsökun er jafn heimskuleg og af sama toga og sú sem fórnarlömb kirkjunnar voru oft dæmd fyrir. Ekki “rétt” kristinn eða villutrú voru orð böðulsins forðum. Í dag, sunnudag, streyma atvinnugóðmenni út til að boða fagnaðarerindið sem tók líf svo margra. Þeir styðjast við sömu bókmenntir og böðlarnir. Yfirburðastaða kirkjunnar í lífi hvers Íslendings var fengin með ofbeldi. Það er undarlegt að geta lifað sáttur við hlutverk sitt sem prestur í dag, það er svipað eins og að aka um á stolnum bíl þar sem eigandinn var myrtur.

Greinarflokkur minn hér á vantru.is sem mun birtast næstu vikurnar hefur fengið nafnið Heilagur hryllingur. Þar er sögu kristni og glæpaverka hennar í Evrópu gerð stutt skil. Aldrei verður hægt að tæma með stuttum greinum þessa glæpi gegn mannkyni. Fyrstu þrjár greinarnar um þetta efni eru aðeins byrjunin og margar greinar munu birtast hér næstu vikurnar.

Kirkjan boðar fyrirgefningu meintra synda, þó verð ég að segja að engum hefur hún fyrirgefið meira en sjálfum sér. Vonandi eiga þessar greinar eftir að vekja sem flesta til umhugsunar um þær hættur sem heimtufrek trúarbrögð geta áorkað. Ég get lofað ykkur því að ef við töpum lýðræði og málfrelsi á morgun þá mun kirkjan taka upp fyrri iðju. Hún er sofandi talibanatröll með krumlur sínar um allt samfélagið. Þó að ofstækið sé að mestu í felum hér á íslandi á okkar dögum leynast hætturnar víða. Kristnir öfgatrúmenn í Afríku og Bandaríkjunum halda núna uppi merki Krists sem er sverðið. Hegðun þeirra ætti okkur öllum að vera víti til varnaðar. Ég vil að lokum votta virðingu mína öllum fórnarlömbum kristni í heiminum.

Bandaríska frelsishetjan Robert Green Ingersoll skrifaði svo tæpitungulaus, en svo satt um kristni og kirkju:

Hafi Kristur í raun og veru sagt, "ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð," er það eini spádómur nýja testamentisins sem hefur bókstaflega ræst. “... Og til þess að neyða mannlegan skilning til þess að beygja á kné fyrir þessari takmarkalausu fásinnu hafa þúsundir þúsunda liðið dauðaþjáningar, þúsundir þúsunda veslast upp í fangelsum og brunnið á báli, og ef við gætum safnað saman öllu því, sem eftir er af öllum fórnum Kaþólsku kirkjunnar mundi af því verða köstur hærri en nokkur pýramídi, sem jafnvel prestarnir gætu ekki litið þurrum augum. Þessi kirkja státaði kirkjum og fangelsum um alla Evrópu og rændi dýrgripum sálarinnar frá mönnum. Þessi kirkja vegsamaði fáfræðina. Þessi kirkja gerði sáttmála við krýnda kúgara. Og þessir vargar, hásætið og altarið, rifu sundur hjörtu mannanna ... “

Frelsarinn 16.10.2005
Flokkað undir: ( Heilagur hryllingur , Hugvekja )

Viðbrögð


Sindri Guðjónsson - 16/10/05 20:40 #

"Kristnir trúmenn kunna yfirleitt ekki að skammast sín frekar en aðrir helfaraafneitarar."

Ég held í fullri hreinskilni að þetta sé ekki endilega rétt. Ég hef oft heyrt um sérstakar samkomur þar sem kirkjan gerir iðrun fyrir að hafa ofsótt gyðinga, múslima, o.s.frv. gerir iðrun á hinu og þessu... Hinar og þessar kirkjudeildir hafa oft beðist opinberlega afsökunar á hinu og þessu, og stundum vegna synda framdar af kirkjunni fyrir mörgum öldum.

Hér er bútur úr bréfi frá einum af helstu leiðtoga hvítasunnumanna("ónákvæm skilgreining") í suður-Bandaríkjunum, skrifað í febrúar 2004:

We also need to understand that the Jewish people have been even more persecuted by Christians than any other religion—beginning with Peter the Hermit who led the first crusade, and formulated the diabolical doctrine that the Jews should be killed to atone for Christ’s death. For nearly a thousand years they were under a continuous threat of annihilation from those who called themselves Christians. They had their children and property taken from them, they were forcibly baptized, and if they refused, they were killed by those who called themselves Christians. Many credit the doctrines of Martin Luther for the Holocaust they experienced under the Nazis.

For this reason it is understandable that the Jewish people would have a knee jerk reaction to anything Christian, and especially anything that might again in any way incite the kind of persecution they suffered for nearly a thousand years. What Christians did to the Jews in the Middle Ages was far worse than the threats they now suffer from Islam, and in many ways worse than even what happened to them under the Nazis.

...there is a need for understanding and repentance on the part of Christians for the way the Jewish people have been treated in the past...


Sindri Guðjónsson - 16/10/05 21:18 #

Ég hefði kannski mátt hafa tilvitnunina styttri.

Þetta væri nóg:

"What Christians did to the Jews in the Middle Ages was far worse than the threats they now suffer from Islam, and in many ways worse than even what happened to them under the Nazis.
...there is a need for understanding and repentance on the part of Christians for the way the Jewish people have been treated in the past..."


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 17/10/05 15:02 #

Sæll Sindri, þessari grein er meira ætluð þeim kirkjudeildum sem lengsta hafa söguna í Evrópu. Síðar mun ég skrifa um ástandið í Bandaríkjunum. Þ.e.a.s. afsprengi hina "frjálsu" safnaða sem vissulega viðkenna stundum glæpi kaþólikka og mótmælenda í Evrópu en geta ekki horfst í augu við eigin fortíð og vandamál.


Sindri Guðjónsson - 17/10/05 20:15 #

Ég lýt þannig á málið að þessar kirkjudeildir séu "fyrirverar" þeirrar deildar sem ég tilheyri sjálfur. Allir þeir sem trúa á Jesú, mynda eina alheims kirkju, sem kiptist niður í greinar eins og t.a.m. Kaþólsku kirkjuna, Meþódista, Hvítasunnumenn, o.s.frv. Ég get t.a.m. fullyrt að Jón Valur sé sömu trúar og ég, þó að ég sé ekki Kaþólskur, og syndir Kaþólsku kirkjunnar koma mér við.

Eftirfarandi er úr bókinni "Overcoming the Accuser" eftir Rick Joyner (skrifað 1996)

"The Crusaders are only one example in the history of the church’s tragically misguided religious zeal. No Muslim despot or Ayatollah in history has been as ruthless and cruel during the Inquisitions. We may protest that they were the works of Roman Catholics, but Protestants were guilty of all the same errors, only to a lesser degree because they had less political power.

AS EVANGELICALS WE MAY POINT AT CATHOLICS AND PROTESTANTS AND DECLARE THAT WE ARE DIFFERENT, BUT WE TOO ARE GUILTY OF THE SAME SINS. …We can become indignant as we read about the Catholic practice of selling indulgences…Even so, for almost a decade one could hardly turn on an evangelical television or radio program without hearing promises of blessings if we would just give to their ministry…"


Sindri Guðjónsson - 17/10/05 21:49 #

Frelsarinn skrifar: Síðar mun ég skrifa um ástandið í Bandaríkjunum. Þ.e.a.s. afsprengi hina "frjálsu" safnaða sem vissulega viðkenna stundum glæpi kaþólikka og mótmælenda í Evrópu en geta ekki horfst í augu við eigin fortíð og vandamál.

Hér er tilvitnun úr annarri bók eftir Rick Joyner (Overcoming Racism, 1996). Ég vil taka það fram að Rick er “hvítur” og einn af virtari leiðtogum “frjálsra safnað” í suðurríkjunum, og þekkter Bush stuðningsmaður:

“The white church in the south was one of the bastions that gave birth to demented theologies and philosophies that justified and perpetuated slavery. The Southern Baptist Convention was actually born in an attempt to justify and perpetuate the institution of slavery… There are still bastions of racism in the Southern Baptist Convention, and most other denominations and movements within the church… We must recognise that the church today is still one of the most powerful bastions of racism… There are some notable exceptions to this, but generally this is true…”

Þegar að Rick talar um “kirkjuna” (the church) á hann við kristna söfnuði sem eina heild – alla þá sem eiga “lifandi trú” á Jesú. Slíkt fólk finnst innan allra kirkjudeilda, og í öllum fríkirkjum og fjrálsum söfnuðum.

Efni bókarinnar, eins og nafnið gefur að skilja, er það að kirkjan þurfi að horfast í augun á eigin “innanhúss” vandamálum, og taka til í eigin ranni, (face this problem of overcoming racism within our own ranks)


Sindri Guðjónsson - 18/10/05 13:13 #

"John Paul II also took the remarkable and unprecedented step of apologizing for the Catholic Church’s persecution of Protestants and Jews, as well as its historic role in oppressing other people groups. This was done with unquestioned sincerity as it could have caused major political and legal problems for the church, but he did it because it was true and the right thing to do."


Matti (meðlimur í Vantrú) - 18/10/05 13:18 #

but he did it because it was true and the right thing to do.

Í framhaldi hélt stofnunin sem hann stjórnaði áfram að hylma yfir kynferðisglæpamönnum.

Nei, það eina rétta í stöðunni hefði verið að biðjast afsökunar, leggja svo stofnunina niður og gefa verðmætin til fátækra. Allt annað er almannatengslablöff!


Árni Árnason - 19/10/05 10:23 #

Saga kristinnar kirkju sem valdastofnunar er blóði drifin frá upphafi. Kirkjan hefur látið lífláta heiðingja, Gyðinga, galdramenn og konur, vísindamenn og alla aðra sem ekki voru kenningum hennar hliðhollir. Öldum saman hafði kirkjan þvílík tök á öllum almenningi að líf fólks var meira eða minna bundið á klafa einhverra manngerðra kenninga sem birtust í formi einhvers prumps upp úr gamalli bókarskruddu. Með aukinni þekkingu hafa allar þessar kenningar tapað merkingunni, prelátar kirkjunnar keppast við að afsaka og iðrast gjörða sinna, og flestir hnútar kirkjuvaldsins eru raknaðir upp. Eftir stendur prumpið eitt. Er ekki kominn tími til að lofta út?


Sindri Guðjónsson - 19/10/05 18:33 #

Frelsarinn segir: "Kristnir trúmenn kunna yfirleitt ekki að skammast sín frekar aðrir helfaraafneitarar. Fjöldamorðin, misþyrmingarnar og ómennska kristninnar er afsökuð sem mistök eða yfirsjón. Að kristnir gerendurnir voru ekki “rétt” kristnir eða afvegaleiddir syndarar."

Árni Árnason skrifar: "prelátar kirkjunnar keppast við að afsaka og iðrast gjörða sinna"

Þannig að þeir sem viljast ekki kannast við afbrot sín eru farnir að keppast við að iðrast gjörða sinn?


Sindri Guðjónsson - 19/10/05 19:02 #

sinna?


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 20/10/05 08:28 #

Sindri, þarna tekur þú setningar frá tveimur einstaklingum og blandar saman. Það er ekki góð aðferð en mín upplifun er sú að kristnir reyna yfirleitt að draga úr eða afneita grimmdarverkum sínum. Mjög margir í Þjóðkirkjunni og Biskupinn tönglast sífellt á því hversu góður hinn nýi kristni siður hafi verið fyrir landið í 1000 ár. Of fylgja með neikvæð orð um heiðni á Íslandi til forna. Yfirleitt tala prestar þjóðkirkjunnar í hálfu hljóði þegar fortíðin er nefnd í óskiljanlegu orðaflaumi. Sama fas á ekki við minni söfnuði hér á landi sem eiga rætur í hvítasunnuhreyfingunni í Bandaríkjunum. Þar stíga menn úr og í með allskonar upphrópunum. Það er þó sammerkt að þeir söfnuðir tala illa um kaþólsku kirkjuna og sumir af þeim telja hana sataníska. Það verður því oft ansi ruglings að átta sig á þessum söfnuðum. En engu síður telja menn þar á bæ að "rétt" kristni leiða gott af sér þó að einstaka menn í fortíðinni hafi gert rangt. Kannski liggur þar hræsnin.


Árni Árnason - 20/10/05 09:38 #

Það er þó rétt hjá Frelsaranum að kirkjunnar menn reyna í lengstu lög að þagga niður og hylma yfir misgjörðir sínar, hengja sig á að einstaklingar hafi staðið fyrir þeim en ekki kirkjan, og að misgjörðirnar hafi verið unnar af öðrum kirkjudeildum, þó allt hafi þetta verið gert í nafni trúarinnar og margt af því með stoð í biblíunni. Það er ekki fyrr en þeir eru komnir út í horn og finna viðbjóð almennings á sér sem þeir neyðast til að biðja afsökunar. Það sem mig undrar þó mest er að upplýst nútímafólk skuli láta þetta afdankaða bábilju kennivald stýra lífi sínu og yfirleitt reyna að bera blak af ruglinu og viðbjóðnum sem það stendur fyrir.


Sindri Guðjónsson - 20/10/05 10:59 #

Frelsarinn segir: "Sama fas á ekki við minni söfnuði hér á landi sem eiga rætur í hvítasunnuhreyfingunni í Bandaríkjunum. Þar stíga menn úr og í með allskonar upphrópunum. Það er þó sammerkt að þeir söfnuðir tala illa um kaþólsku kirkjuna og sumir af þeim telja hana sataníska."

Mér þætti gaman að vita hvers vegna þessir söfnuðir taka ásamt Kaþólikkum þátt í sameiginlegum bænavikum og sameiginlegum bæna og samverustundum árlega?

Á Akuryeri mættu Hvítasunnumenn, Aðventistar, Þjóðkirkjumenn, (KFUM og Hjálpræðisherinn, + einhverjir prestar/djáknar) Kaþólikkar og fólk frá Bræðrasöfnuðinum á sameiginlegar bænastundir hver hjá öðrum í heila viku... Þetta hafa menn gert í nokkur ár. Auk sameiginlega funda forstöðumanna og presta safnaðanna.

Ég á um 200-250 bækur um kristni og trú, eftir Calvinista, Baptist, Hvítasunnumenn, menn utan kirkjudeilda ofl... (stærri hlutinn er eftir menn í minni söfnuðum sem tilheyra engum kirkjudeildum) Ég hef sótt samkomur og kirkjur í nokkrum löndum, á fullt af predikunum á myndbands og hljóðsnældum - og þú ætlar að uppræða mig um hvað söfnuðir standa fyrir?

Er þín "uppfærðsla" ekki aðallega kominn frá skeptista síðum á netinu? (að ógleymdri sagnfræðinni, sem ég ætla ekki að gera lítið úr)

Hvaða álit heldur þú að þú myndir hafa á gyðingum, ef að þú byggðir vitneskju þína á þeim í skrifum nasista? Eða á Marxisma, ef þú byggðir alla þína þekkingu á honum á greinum kapítalista, eða allar upplýsingar þínar um Sjálfstæðisflokkinn kæmu frá VinstriGrænum...?

Menn í "söfnuðunum" (Vegurinn, Krossinn, Frelsið sáluga, Kefas, Orð Lífsins sáluga, Omega til að nefna einhverja af þeim stöðum þar sem ég hef kíkt við), og Hvítasunnukirkjan, telja æði margt í kenningum Kaþólsku kirkjunnar slæmt - hinsvegar hef ég engan hitt sem trúir því ekki að til séu sannkristnir menn meðal Kaþólikka, og flestir sem ég þekki töldu Jóhannes Pál Páfa t.a.m. sannkristinn mann. Ég hef lesið í bókum eftir ameríska predikara um bænheitar og góðar kaþólskar nunnur ofl, þó að enga bók eigi ég eftir Kaþólskan mann.

Það eru til söfnuðir sem segja svart á hvítu að Kaþólikkar séu satanískir, og Páfinn sé antíkristur, en hefur þú gert einhverja tölfræðirannsókn á því hversu margir þetta eru?

Eins og ég sagði hér að ofan einhversstaðar, að þá eru sameiginlegar "iðrunarsamkomur" býsna algengar útum allan heim.

Ég vil einnig benda þér á að þó að hægt sé að skrifa langan og óhuggulega pistla um glæpi kirkjunar í nútíð og fortíð, sem eigi rétt á sér, þá er hægt að skrifa langa og mikla pistla um þau góðverk og hjálp sem menn hafa veitt heiminum í nafni kristinnar trúar.


Sindri Guðjónsson - 20/10/05 11:56 #

Ef mér skjátlast ekki taka Kaþólikkar, Þjóðkirkjan, Hvítasunnumenn og litlusöfnuðirnir (Krossinn, vegurinn...), Aðventistar ofl þátt í þessum árlegu sameiginlegu bænastundum í Rekjavík (fyrst ég minntist einungis á sam-bænastundirnar á Akureyri í innlegginu hér fyrir ofan)


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 20/10/05 12:14 #

Sindri minn, lestu betur það sem ég skrifa og hættu að snúa út úr. Í fyrsta lagi er það algengt hjá hinum "frjálsu" söfnuðum að tala illa um gömlu kirkjunnar til að fá til sín nýtt fólk. Það þarf ekki nema að horfa á Omega til að sjá að það er gert. Í öðru lagi skrifaði ég að "sumir" söfnuðir líta á páfann sem antikrist, þetta er einfaldlega satt enda vitna menn í ákveðin vers til þess að sanna mál sitt í US. Við þekkjum vel núninginn á milli safnaða hér á landi þó að menn reyni að mæta saman í bænavikur, það er nú lágmark. En það breytir engu um það sem ég skrifaði. Opinberlega reyna gömlu kirkjunnar að gleyma fortíðinni á meðan hinir reyna að þvo hendur sínar og jafnvel nota sér ástandið. Stöku skrif kristinna manna breyta ekki heildar myndinni.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 20/10/05 12:30 #

Sindri, þú verður í fyrsta lagi að greina á milli safnaða og meðlima, td skil ég ekki hvað þetta kemur málinu við:

...hinsvegar hef ég engan hitt sem trúir því ekki að til séu sannkristnir menn meðal Kaþólikka,...

En þú þarft bara að gúggla "kaþólska kirkjan dýrið" til að sjá að Aðventistar og Boðunarkirkjan líta á kaþólsku kirkjuna sem "sataníska"


Sindri Guðjónsson - 20/10/05 13:52 #

Hjalti skrifar: "Sindri, þú verður í fyrsta lagi að greina á milli safnaða og meðlima."

Það ætla ég ekki að gera. Kirkjan (eða söfnuðurinn) er fólkið og fólkið er kirkjan (eða söfnuðurinn). Þetta er eitt og hið saman.

Varðandai Aðventista og Boðunarkirkjuna (sem eru aðventistar einnig), að þá ber að hafa í huga að þeir eru engan veginn afsprengi hvítasunnuhreyfingarinnar í Bandaríkjunum með neinum hætti, en við vorum sérstaklega að tala um þá sem það eru. Það er margt í kenningum þeirra (aðventista) mjög fjandsamlegt öllum öðrum kirkjudeildum (ekki einungis Kaþólikkum). Þetta er ástæða þess að Aðventistar eru hugsanlega ein einangraðasta krikjudeild í heimi. Hins vegar er þetta augljóslega að minnka hjá þeim þar sem að þeir eru alltaf taka meira og meira þátt í starfi með öðrum kirkjudeildum og hreyfingum innan kirkjunnar. Samkvæmt traditional kenningum þeirra er það "satanískt" að messa eða halda samkomur á sunnudögum... enn þeir eins og allir aðrir kristnir menn opna á endanum augun fyrir því að þeir eiga trúsystkin í öðrum kirkjudeildum og hreyfingum innan kirkjunnar.

Frelsarinn skrifar: "Opinberlega reyna gömlu kirkjunnar að gleyma fortíðinni á meðan hinir reyna að þvo hendur sínar og jafnvel nota sér ástandið. Stöku skrif kristinna manna breyta ekki heildar myndinni."

Þetta er kannski rétt upp að vissu marki... menn geta jú ekki endalaust velt sér upp úr hinu liðna, og ekki er alfarið "bannað" að gagnrýna önnur trúfélög.

Þú veist hinsvegar ekkert um það hvernig "heildarmyndin" lítur út, og ættir að fullyrða sem minnst um það.


Tóti - 16/03/06 01:55 #

Jú, jú. Grimmasta og voldugasta dýrið á jörðinni er hvítur mótmælandi. Og vegna þess að þessi dýrategund er toppurinn í grimmd og ofbeldi þá er það voldugast. Við erum öll afkomendur fjöldamorðingja.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.