Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heilagur hryllingur III: Villutrú

Mynd af fjöldamorðum þegar tvö þúsund Valdensar voru teknir af lífi í suður Ítalíu árið 1560 af kaþólskum her undir stjórn Michele Chislieri sem síðar varð Píus Páfi V og á endanum dýrlingur.

Á fyrstu öld kirkjunnar voru aftökur vegna villutrúar afar sjaldgæfar en árið 385 var umbótabiskupinn Priscillianus og menn hans teknir af lífi fyrir villutrú í Trier, Þýskalandi. Síðan var fræðikonan og yfirbókasafnsvörður Hypatia í Alexandríu tekin af lifi ásamt starfsmönnum hennar fyrir villutrú. Henni var misþyrmt af St. Cyrilianus munkum sem drápu hana ásamt því að brenna bókasafnið. Jústiníanus keisari lét heldur ekki sitt eftir liggja árið 550 þegar hann tók fólk af lífi fyrir villutrú. Árið 1022 voru 13 brenndir lifandi fyrir villutrú af Róbert konungi trúaða. Árið 1051 var fjöldin allur af íbúum í Goslar Þýskalandi tekin af lífi fyrir villutrú. Prestur að nafni Abelard var árið 1141 dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir bók sem hét Já eða Nei, um mótsagnir í kenningum kirkjunnar.

innocentIII.jpg

Innósentíus III Páfi

Árið 1200 byrjaði svo villutrúarfárið fyrir alvöru. Fyrstu fórnarlömb þess tímabils var kristinn söfnuður sem kallaður var Albigensar í Albi Frakkalndi. Þeir efuðust um útfærslu biblíunnar um sköpun heimsins. Í fyrstu voru nokkrir af helstu frammámönnum þeirra teknir af lífi, en allt kom fyrir ekki því sífellt fjölgaði í söfnuði þeirra. Þriðja Kirkjuþingið í Lateran ákvað árið 1179 að hefja krossferð gegn þeim fyrir villutrú. Ekki gekk sá leiðangur vel þannig að árið 1208 fyrirskipaði Innósentíus III Páfi meiri háttur herferð gegn Albigensum. Um 20.000 manna herlið var kallað saman í herferðina. Fór herliðið milli þorpa og drapþúsundir barna, kvenna og karla. Mjög margir máttu þola hroðalegan dauðdaga þar sem augun voru fyrst stungin úr fórnarlambinu og útlimir skornar af áður sjálf aftakan fór fram. Þegar loks sterkasti vígi Albigensa bærinn Beziers féll gladdist páfinn mjög og sagði “Refsing Guðs hafi á dásamlegan hátt birst þeim”

Næstu fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar í hundruða vís voru Valdensar í Frakklandi sem fylgdu Pétri Waldo af Lyon. Kirkjunni þótti það algjör óhæfa að Valdensar predikuðu fagnaðarerindið á strætum úti og voru ekki prestlærðir. Þeir voru því yfirlýstir trúvillingar á kirkjuþinginu í Veróna árið 1184. Kaþólska hernum var sendur á söfnuðinn og stóð sá hernaður í 500 ár. Þeir flýðu til Þýskalands og svo síðar til Ítalíu þar sem þeir voru brenndir á báli ef til þeirra náðist. Árið 1487 lýsti Innósentíus VIII stríði gegn Valdensar reglunni sem endaði í skelfilegum fjöldamorðum Savoy svæðinu í Frakklandi.

Amalric frá Bena predikaði að allar manneskjur væri heilagar og engin þörf væri kirkju. Fljótlega eftir að hann lést var líkið af honum grafið upp og það brennt. Ekki þótti það nægja þannig að fylgjendur hans fóru á bálið um árið 1200. Sömu örlög hlaut reglan postula Brethren en hún predikaði og söng fyrir fjöldann utan kirkjuveggja. Safnaðarleiðtogin Gerhard Segarelli var svo brenndur árið 1300. Eftirmaður hans Dolcino flúði ásamt söfnuðinum á víggirt svæði til að verjast herjum kirkjunnar. Her biskupsins af Mílanó vann svo á vígi þeirra sem endaði með því að Dolcino var brenndur og aðrir í söfnuðinum voru drepnir árið 1307.

Gott dæmi um grimmdina var þegar Jóhann Húss gagnrýndi þá kenningu að páfinn væri óskeikull. Hann var umsvifalaust brenndur fyrir villutrú árið 1415. Árið 1527 var baptistinn Michael Sattler brenndur í Rottenburg fyrir villutrú. Viku seinna var konan hans og helstu fylgjendur líflátin fyrir sömu sakir. Flestir þekkja Giordano Bruno sem vogaði sér að hafa aðrar skoðanir um gangverk jarðar en kaþólska kirkjan. Hann var brenndur fyrir villutrú árið 1600 eftir að hafa dúsað 7 ár í fangelsi.

tomasaquinas.gif

Tómas frá Aquinas

Segja má að listinn sé endalaus yfir einstaklinga og hópa sem dæmdir voru af lífi fyrir trúvillu Páfar og heilagir menn voru þar fremstir í flokki að hvetja hreinsanna á villutrú. Oftast var vitnað í gamla testamentið þar sem ritað er: “Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd. Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn” Látum Tómas frá Aquinas (1225-1275), kirkjulæknir og síðar dýrlingur, hafa lokaorðin. “Ef peningafalsari eða aðrir svikahrappar eru dæmdir til dauða þá er aftaka trúvillings fullkomlega réttlætanleg

Heimildir: Holy Horrors: An Illustrated History of Religious Murder and Madness eftir James A. Haught og Vefsíðan: Christianity's History and Heritage

Frelsarinn 15.10.2005
Flokkað undir: ( Heilagur hryllingur )

Viðbrögð


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 01:01 #

Þetta voru ekki SANNkristnir menn.

(djók:)


Guðmundur Jónsson - 15/10/05 01:27 #

Gleymum því aldrei að fórnarlömb kirkjunnar var fólk af holdi og blóði - fólk eins og ég og þú. Gleymum því aldrei við hvers konar öfl eigum í höggi við enn þann dag í dag.


Sævar Már - 15/10/05 08:52 #

Hvernig er hægt að vera kaþólskur öðru vísi en að skammast sín þegar svona texti er lesinn.

Var Kópernikius ekki brenndur fyrir að átta sig á því að allt draslið snýst í kringum sólina?


jeremía - 15/10/05 12:27 #

Skammast mín fyrir að vera kaþólskur? Nei, þetta gefur mér ekki ástæðu til þess. Syndir manna á miðöldum eru þeirra syndir en ekki syndir kaþólsku kirkjunnar, jafnvel þótt þar hafa verið prestar, biskupar, páfar eða dýrlingar.


jeremía - 15/10/05 12:29 #

Ennfremur syndir manna í nútímanum eru þeirra syndir, þótt þar séu prestar, biskupar eða páfar. Ekki mínar syndir og enn síður syndir kaþólsku kirkjunnar.


Sævar Már - 15/10/05 12:49 #

Hefur kóþólska kirkjan sem sagt að þínu mati aldrei í sögunni framið syndasamlegt athæfi?

Það má þá kannski segja að kóþólska kirkjan hafi alltaf verið æðisleg stofnun en það voru bara svo vondir menn sem tilheyrðu henni.


Sævar Már - 15/10/05 12:50 #

Kaþólska en ekki kóþólska, fyrirgefiði :)


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 13:09 #

Ég held að þessi saga sýni fyrst og fremst að gott siðferði er hvorki einkaeign trúaðra né sjálfsagður fylgifiskur trúar. Sama hvort þessi voðaverk voru framin vegna trúar, í nafni hennar eða að einhverjum allt öðrum ástæðum þá virðist trúin ekki hafa leiðbeint vel þarna.

Það er mikilvægt að hafa þetta í huga í dag þegar allt þetta tal er í gangi í um guðleysi=vonleysi, guðleysi=hættulegt mannlegu samfélagi, trú = kærleikur, trú = gott ......


jeremía - 15/10/05 13:27 #

Sævar, það er nákvæmlega þetta sem ég er að segja.


jeremia - 15/10/05 13:33 #

þ.e. já, kóþólska kirkjan hefur sem sagt að mínu mati aldrei í sögunni framið syndasamlegt athæfi.

Það má þá kannski segja að kóþólska kirkjan hafi alltaf verið æðisleg stofnun en það voru bara svo vondir menn sem tilheyrðu henni.


jeremia - 15/10/05 13:36 #

úps koppípeistaði prentvilluna. Kaþólska en ekki kóþólska.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 13:46 #

Jeremía, þú ert ótrúlegur í afneitun þinni. Ertu semsagt að segja að þetta sama fólk hefði beitt samborgara sína svipuðum meðölum þótt það hefði ekki verið á valdi þessa ranghugmyndakerfis?

Fæddist þá kannski líka bara svona mikið af „vondu“ fólki í Þýskalandi síðustu áratugina fyrir seinna stríð?


jeremia - 15/10/05 14:09 #

Við erum öll vond í þeim skilningi að við erum öll syndarar. Það er alltof mikil einföldun sem fellst í því að segja að vegna þess að einhverjir syndguðu vegna mistúlkunar á kristinni trú og höfðu kannske ekki framið þær sömu syndir (ef við gefum okkur það) ef þeir hefðu ekki trúað, þá hljóti það að vera vegna þess að trúin sé gölluð. Það er það ekki, heldur erum það við sem erum gölluð. Ég er ekki að dæma þá sem lifðu á þessum tíma og brenndu villutrúarmenn á báli og segjast vera betri en þeir. Við erum öll syndug og höfum öll galla. Hins vegar þarf hver og einn að standa skil á sínum syndum en ekki öll kirkjan og ekki trúin.


Jón Frímann - 15/10/05 16:21 #

Skammast mín fyrir að vera kaþólskur? Nei, þetta gefur mér ekki ástæðu til þess. Syndir manna á miðöldum eru þeirra syndir en ekki syndir kaþólsku kirkjunnar, jafnvel þótt þar hafa verið prestar, biskupar, páfar eða dýrlingar.

Syndin er fundin upp af kirkjunni til að hafa stjórn á fólki, ef það er hægt að orða þetta þannig. En "syndin" er í raun ekkert annað en gerviskömm á náttúrulegum hlutum, eins og t.d kynlífi, að blóta osfrv.

Þú verður einnig að átta þig á því að kirkjan í dag er afrakstur þessara morðóðu mann sem réðu henni á sínum tíma. Og sagan segir að þetta hefur ekkert breyst, nema sú staðreynd að kirkjan er orðin að mestu valdalaus í dag. Sem betur fer segi ég bara.


Lárus - 15/10/05 16:22 #

Synd eða ekki synd, þetta er eitthvað sem þú lest úr bók. Ég trúi ekki á syndina, enn trúi heldur ekki á ofbeldi og mannabrennur. Það að reyna að gera einhverjum alheimsskpara til geðs með þvi að fylgja e-h reglum sem eiga að vera boðskapur kærleiks og friðar er algjört rugl. Hvernig ættum við að geta gert hann reiðan? Við erum ekki nema brotabrot af þessari alheimssúpu og hvernig ættum við að geta farið á móti vilja hans? Það væri bara fáránlegt. Og þessir "gvuðsmenn" sem stunduðu þessar brennur, og þeir sem reyna að lifa samkvæmt syndinni eru alveg jafn langt afvegaleiddir.


Þór Melsteð - 15/10/05 20:53 #

Jeremía skrifaði: já, kóþólska kirkjan hefur sem sagt að mínu mati aldrei í sögunni framið syndasamlegt athæfi.

Hvað með nýjustu fréttir frá kirkjunni í Bandaríkjunum, nú síðast hér í Los Angeles, þar sem Kaþólska kirkjan viðurkennir að hafa hylmt yfir barnaníð prestanna og haldið áfram að leyfa þeim að umgangast börn og hundsað allar kvartanir þess efnis, nema í mesta lagi að færa þá í annan söfnuð, þar sem þeir svo halda iðju sinni áfram.

Þú þarft að vera andskoti mikið blindaður af ást þinni á bákninu til að neita að horfast í augu við svona staðreyndir. Það er engin leið fyrir nokkurn mann að réttlæta þessa hegðun kirkjunnar, sem þó óhugguleg sé, er samt smávægileg í samanburði við fyrri voðaverk.

Hvað þarf þessi afbrigðilega kirkja að gera af sér til að þú álítir það syndsamlegt? Er kynferðisleg misnotkun barna ekki syndsamlegt athæfi? Er ekki jafn syndsamlegt að hylma yfir það með skipulögðum hætti eins og kirkjan hefur gert? Þetta eru ekki bara einstakir menn, þetta er rotið batterí allt upp í topp, því menn vissu af þessu allt frá biskupum upp í Vatíkanið en á meðan þeir þverneituðu þessu útávið héldu þeir áfram hlífisskyldi yfir "sínum mönnum" sem þeir töldu mikilvægari en velferð barnanna sem þeim var treyst fyrir. Þú getur reynt að halda því fram að þetta séu mennirnir sem tilheyra kirkjunni en ekki kirkjan sjálf, en hvað er kirkjan annað en mennirnir sem henni tilheyra? Það er ekki hægt að afsaka þetta með því að segja að það hafi verið mennirnir, en ekki kirkjan, því það er hér verið beinlínis að ala á þessum ósóma með því að hylma svona yfir hann. Kirkjan var í raun kerfisbundið að hjálpa barnaníðingum að halda áfram iðju sinni. Þegar það er orðinn hluti af kerfinu, þá er ekki lengur hægt að afsaka "kirkjuna" með því að segja að það hafi verið mennirnir. Kirkjan ER mennirnir, en ekki eitthvað ósýnilegt huglægt fyrirbæri.

Að mínu mati ætti að handtaka alla þessa menn sem nálægt þessu komu og láta þá sæta dómi fyrir skipulagða glæpastarfssemi. En því miður myndi það ekki laga hugsanaháttinn sem svona hegðun byggir á, sem er í raun ekkert annað en yfirgengilegur hroki og mikilmennskubrjálæði. Hvað annað er hægt að segja um stofnun sem metur ímynd sína meira en velferð barnanna sem þeim er falið að annast?


jeremia - 15/10/05 22:07 #

Ég tel mig hafa sett mínar skoðanir nokkuð skírt fram. Ef kirkjan er mennirnir eins og þú segir verða það þá ekki að vera allir meðlimir í kirkjunni sem hafa tekið sig saman um að hafa framið þessa glæpi til að hægt sé að segja að kirkjan hafi framið þá? Er nóg að einn prestur fremji glæp, og einn biskup hylmi yfir til að hægt sé að segja að kirkjan hafi framið þá? Eða 10 prestar og 10 biskupar? Auk þess er kirkjan stofnuð af Guði samkvæmt okkar trú og sé hluti af Guði, og getur því ekki syndgað. Hún er ekki bara einhver tölulegur fjöldi af fólki. Og þótt hún væri það er samt ekki hægt að klína glæpum sumra úr fjöldanum á hópinn í heild. Það er einfaldlega ekki hægt.


Þór Melsteð - 16/10/05 03:28 #

Við erum ekki að tala um einn prest eða eitt fórnalamb. Við erum að tala um þúsundir fórnarlamba og tugi, jafnvel hundruð presta, sem nutu verndar Kaþólsku Kirkjunnar á skipulagðan hátt. Mér er skítt sama hvort um er að ræða tvo eða tíu. Um leið og það eru fleiri en einn, er það samkvæmt skilgreiningu orðið samsæri. Þar sem þeir notuðu bákn kirkjunnar til að hylma yfir þetta, þá er kirkjan sjálf sek. Kerfi það sem kirkjan hefur komið upp á mörgum öldum, í nafni Guðs, er kerfið sem þessi ómenni notfærðu sér. Kirkjan er því risastór þáttur í málinu og er útilokað að hreinsa orðspor hennar bara með því að úthýsa mönnunum og fordæma atferli þeirra. Kerfinu þarf að breyta. Kirkjan verður að hætta að halda hlífisskyldi yfir sínum mönnum og verður að virða landslög og mannréttindi annarra á sama hátt og við hin. Annað er einfaldlega ekki ásættanlegt. Þú syndgar sjálfur með þögninni. Með því að rembast við að afsaka stofnunina sem gerði mönnunum kleift að hegða sér svona, ertu í raun að réttlæta gjörðir þeirra og það er mjög skammarlegt og er á engan hátt fyrirgefanlegt. Á meðan þú ekki fordæmir bákn sem elur glæpamenn, ertu sjálfur hluti af vandamálinu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.