Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Skeptical Inquirer

sking.jpgÍ gegnum rafrænan landsaðgang er hægt að nálgast fjöldann allan af tímaritum og blöðum. Meðal þessara tímarita er The Skeptical Inquirer sem er gefið út af CSICOP, Committee for the Scientific Investigation of Claims of the Paranormal. Blaðið fjallar um ýmis efni frá sjónarhóli efahyggjunnar, undirtitill þess er The Magazine for Science and Reason.

Í nýjasta tölublaði SI er meðal annars fjallað um það hvort að fréttir af offitufaraldri í Bandaríkjunum sé byggð á vísindalegum grunni. Einnig er fjallað um ógnvænlega þróun hjá Alþjóðaheilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna.

Landsaðgangurinn bíður upp á gömul tölublað af SI allt frá árinu 1989. Það er óhætt að mæla með því að lesendur Vantrúar nýti sér þessa stórgóðu þjónustu.

Óli Gneisti Sóleyjarson 13.10.2005
Flokkað undir: ( Bókaskápur efahyggjunnar )

Viðbrögð


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 13/10/05 00:26 #

Svo skora ég bara á fólk til þess að gerast áskrifendur að þessu frábæra tímariti. Kostar 20$ og kemur út á tveggja mánaða fresti. Alveg þess virði.


Guðjón - 13/10/05 16:01 #

Nú er ég sammála Gneistanum. Guðjón


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 13/10/05 17:33 #

Það er svona ef maður röflar nógu mikið þá hlýtur eitthvað vit að koma út að lokum ;)


Guðjón - 15/10/05 10:46 #

Þið vantrúarmenn hefðuð gott af því að lesa þessa síðu með athygli. Ekki síst Proper Criticism eftir R. Hyman

http://amasci.com/weird/wskept.html

Kveðja Guðjón


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 12:10 #

Eitt sérstakt þarna sem við ættum að skoða? Þetta er nefnilega töluvert af efni. Ray Hyman er hins vegar okkur að góðu kunnur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 14:17 #

Þarna segir:

Some 'Skeptical' sources are filled with shameless emotional bias and intolerance of dissenting opinion. They adopt a stance of hostile apriori disbelief, they fill their arguments with logical fallacies, and they cultivate an attitude of sneering disgust for their so-called 'gullible' opponents. At the same time they hop on the coattails of science by presenting themselves as the voice of "reason." And despite their constant use of fallacies and rhetoric, they are convinced that they're supporting rationality. In a word, they display behavior which is the very definition of "pseudoscience."

Ertu að segja að þetta eigi við um þetta vefsetur? Með því að spyrja þessarar spurningar er ég ekki að vísa því á bug að svo sé, heldur langar mig til að þú bendir mér á staði hér þar sem þessi vinnubrögð eru í gangi, svo við getum lært af mistökum okkar.

Dragðu nú fram rökvillur okkar og gervivísindalegar yfirlýsingar. Við verðum öll fróðari og vitrari við slíka yfirhalningu.


Guðjón - 15/10/05 15:50 #

Many well-intentioned critics have jumped into the fray without carefully thinking through the various implications of their statements. They have sometimes displayed more emotion than logic, made sweeping charges beyond what they can reasonably support, failed to adequately document their assertions, and, in general, failed to do the homework necessary to make their challenges credible.

Ray Hyman

Ég var að vísa í orð Hymans sem er einn af forystumönnum efahyggjumanna með mikla reynslu. Hann væri ekki að segja þetta ef það væri ekki full ástæða til þess.

Ég er einfaldlega að hverja til hófsamari umræðu t.d. að menn virði almenna kurteisi.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 15/10/05 16:10 #

Ég verð að játa að ég sé ekki að Hyman sé að hvetja til sérstakrar kurteisi, veit ekki alveg hvað þú átt við með hófsemi vs. óhófsemi.

En svona umræða á heima á spjallborðinu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.