Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Moþþerfökkíng Dísus

Online Atheist Dictionary er hin ágætasta lesning. Til dæmis er útlistun hennar á hinni heilögu þrenningu hugvekjandi:

Í íslenskri þýðingu er hún einhvern veginn svona:

Hin heilaga þrenning

Ein af undirstöðum kristindómsins. Til að teljast kristinn þarf maður að viðurkenna eftirfarandi:

María er móðir Jesú. Hún varð þunguð fyrir tilstilli „heilags anda“, en þar sem bæði Jesús og heilagur andi eru Guð, hljóta Jesús og María að haft kynmök. Og þar sem Guð er faðirinn sem skapað hefur allt mannkyn er María augljóslega dóttir Jesú. Og af því að María er sköpun Guðs og Jesús er guðssonurinn, hljóta þau líka að teljast til systkina.

María er þannig móðir, ástmey, dóttir og systir Jesú. Jesús var maður og þar með tilbað hann sjálfan sig, enda sjálfur Guð. Og Jesús er líka faðir sjálfs sín, bæði sem Guð, því Guð er faðirinn, og einnig sem heilagur andi, því bæði Jesús og heilagur andi eru Guð og heilagur andi gerði Maríu þungaða.

Jesús er einnig sinn eigin sonur, því Guð er faðirinn, Jesús er sonurinn og Jesús, sem er Guð, er sonur Guðs og sökum þess að heilagur andi, sem er Jesús, þar sem Jesús og heilagur andi eru Guð, gerði Maríu þungaða.

Nú getur mönnum virst, eftir að hafa tekið ofantalið til athugunar, að Guð/Jesús/Heilagur Andi hafi í sameiningu framið sifjaspell, hjúskaparbrot, hórdómsbrot og nauðgun. En þar sem hin heilaga þrenning er „herra alheimsins og reglumeistarinn mikli“, þá einfaldlega undanskildi hún sjálfa sig og Maríu frá syndahugatakinu og reynist þannig hrein og syndlaus.

Ályktunin sem við drögum af þessu er sú að Jesús sé alvöru moþþerfökker.

Skemmtilegt. Þetta minnir dálítið á texta eftir Ladda, Ég er afi minn.

Birgir Baldursson 02.10.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Karl Gunnarsson - 03/10/05 00:27 #

Mér finnst það hrós hvernig Jan Mayen kalla Nick Cave „real motherfucker“. Í tilfelli Jesú er það bara fríkí.


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 03/10/05 14:31 #

Ekki má gleyma einu mikilvægu.

Guð er augljóslega æðri vera en við mannfólkið og einnig húsbóndi okkar. Þar sem við lítum oft á tíðum á okkur sem æðri verur en t.d. hunda og við erum augljóslega húsbændur þeirra þá má líkja sambandi guðs við okkur eins og sambandi okkar við hunda.

Af þessu má draga þá rökréttu ályktun að heilagur andi hafi verið að hafa samfarir við "óæðri" veru og þar með verið að dýrka einskonar dýrakynlíf (animalsex).

Kær kveðja.

ps, þetta er sett upp í gríni, þessu ber ekki að taka alvarlega.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/10/05 14:45 #

Aha, guðinn er ekki mennskur nema að einum þriðja. Hann er einhver önnur tegund.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.