Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nokia gabb

6210.jpgEf það er of gott til að vera satt þá eru allar líkur á að það sé ekki satt. Langar þig í Nokia síma? Það eina sem þú þarft að gera er að áframsenda tölvupóst til 20 manns og þá færðu spánýjan Nokia síma. Eða ekki. Tölvupóstur sem lofar Nokia síma gengur núna manna á millum hér á landi. Þetta er um það bil tveggja ára gamalt gabb sem af einhverjum ástæðum er nú farið að láta á sér kræla hér á landi. Ekki láta blekkjast af svona gylliboðum og ekki angra vini og kunningja með því að senda póstinn til þeirra.

Hér að neðan er dæmi um svona svona tölvupóst.

Hæhæ allir !!
Langar þig að fá tækifæri til þess að skipta um farsíma Ef svo er þá er þetta tækifærið!! Nokia er að testa hvaða verðgildi leiðin hefur fyrir markaðssettningu á vörum þeirra.
Sem þakklætifyrir þitt framlag við að auglýsa þá færð þú ókeypis síma Ef að þú sendir e-mailið til 8 manns færðu Nokia 6210. En ef þú sendir það til 20 mans færð þú Nokia Wap Ath ekki gleyma að senda líka eitt eintak til anna.swelan@nokia.com
Ókeypis síman þinn færðu sendan innan tveggja vikna, nokia hefur svo einnig samband við þig í gegnum e-mailið þitt
Kveðja
Anna Swelan
Óli Gneisti Sóleyjarson 20.08.2005
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Jón Frímann - 20/08/05 11:23 #

Þetta er eitt elsta gabb þarna úti og það er merkilegt að fólk skuli vera ennþá að falla fyrir þessu.


Össi - 20/08/05 13:14 #

Dennis Leary á mjög gott „stand-up“ þar sem hann tekur þessi farandbréf. Ég man bara því miður ekki hvað það heitir.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 20/08/05 15:46 #

Kærastan mín fékk svona bréf í gær og frænka mín líka.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 20/08/05 15:52 #

Og rétt áðan var kærastan mín að fá annað eintak af þessu. Það stafar reyndar af því að hennar tölvupóstfang hefur verið í notkun áður og vinir þeirrar sem hafði það þá eru greinilega nokkuð trúgjarnir.

Þjóðfræðingurinn í mér hefur svo gaman að þessu að ég verð að láta fylgja upprunalegri útgáfu af póstinum:

Íslenska fyrir neðan!!

Hej allihop! Har du behov av att byta ut din mobiltelefon?? Då ha du chansen här!! Nokia testar värdet av "mun till mun" metoden vid marknadsföring av deras produkter. Som tack för din reklam får du en gratis mobiltelefon. Skickar du mailet vidare till 8 personer får du en Nokia 6210. Skickar du det vidare till 20 personer får du en Nokia Wap.Glöm ej att skicka en kopia till anna.swelan@nokia.com Din gratis telefon blir skickad till dig inom 2 veckor, Nokia kontaktar dig via din e-mail adress.

Mvh Anna Swelan

hér kemur íslensk þýðing á þessu :

Hæhæ allir !! Langar þig að fá tækifæri til þess að skipta um farsíma?? Ef svo er þá er þetta tækifærið!! Nokia er að testa hvaða verðgildi "munn til munn" leiðin hefur fyrir markaðssettningu á vörum þeirra. Sem þakklæti fyrir þitt framlag við að auglýsa þá færð þú ókeypis síma!

Ef að þú sendir e-mailið til 8 manns færðu Nokia 6210. En ef þú sendir það til 20 mans færð þú Nokia Wap

Ath ekki gleyma að senda líka eitt eintak til anna.swelan@nokia.com

Ókeypis símann þinn færðu sendan innan tveggja vikna, nokia hefur svo einnig samband við þig í gegnum e-mailið þitt

Kveðja Anna Swelan

Takið eftir að einhver hefur fengið þennan illa þýdda póst sem er fullur af stafsetningavillum og tekið hann alvarlega. Sá hinn sami hefur lagfært stafsetninguna og málfarið og síðan sent hann áfram.

Það er líka áhugavert að síminn sem er nefndur er hundgamalt módel og ég held að "Nokia Wap" sé ekki símategund, væntanlega hefur þetta upphaflega þýtt að maður fengi síma með Wap tækni.


kristín - 21/08/05 17:23 #

fyndnasta svona mailið sem ég hef fengið hingað til sagði frá því að bill gates myndi deila peningunum sínum með þeim sem áframsendu það.


Lovísa - 28/02/06 20:22 #

þetta er þvílíkt bull ég er búin að fá 3 svona e-mail, ég féll samt næstum því fyrir þessu en svo fattaði ég nú bara hvers vegna ætti nokia að gefa öllum sem mundi senda þennan tölvupóst síma, plús það hvernig eiga þeir að geta vitað hvort við sendum þetta til 10 eða 100 manns og hvernig eiga þeir að vita hvar við eigum heima ?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.