Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Forheimskun í Vesturheimi

Nú virðist sem hið óhugsandi ætli að verða raunin, að bandarískum nemendum verði í framtíðinni kennt að þróunarkenningin sé „aðeins kenning“ og að þar með sé ekki loku fyrir það skotið að goðsögur Gamla-testamentisins séu raunsönn lýsing á tilurð heimsins.

Hvað fór eiginlega úrskeiðis í landi tækifæranna? Hvað gerðist eiginlega í þessari forystuheimsálfu vísinda og tækniframfara? Hvað veldur því að 60% Bandaríkjamanna leggja ekki trúnað á þróunarkenninguna í neinni mynd? Hvað veldur því að helmingur þessarar þjóðar heldur að meyfæðing Jesú sé sagnfræðileg staðreynd?

Þótt ekki sé þjóðkirkja í Bandaríkjunum hefur ætíð verið sterk hefð fyrir kirkjusókn og trúrækni. Þennan ávana tóku vesturfararnir með sér frá upprunalöndum sínum, viðhéldu og þróuðu, oft í átt að mun meiri hreintrú og ofstopa en tíðkast hafði í heimalandi þeirra.

Segja má að megnið af bandarískum börnum hafi fram til þessa dags alist upp við kirkjusókn og fullyrðingar presta um eðli og gerð heimsins. Þetta þvaður hafa þau svo á öllum tímum þurft að vega og meta til samræmis við þá þekkingu sem skólakerfið hefur látið þeim í té. Sumir hafa við við það kastað trúnni alfarið, en flestir aðrir sett hana til hliðar, kallað sig áfram kristna og notast við einhverja frasa úr Biblíusögunum til að telja sér trú um að siðferði þeirra sé í lagi.

Svona hefur þetta alltaf verið, skólakerfið og kirkjan að segja hvort sinn hlutinn og við öll hömumst svo við að taka afstöðu og fá í þetta botn.

En nú er þetta allt að breytast. Hið forheimskaða og heilaþvegna kirkju- og safnaðarlið hefur stigið fram til orrystu í krafti afkáralegra hugmynda sinna um heiminn, hugmynda sem prestar þess hafa plantað í höfuð barna og fullorðinna í aldaraðir. Nú skal skólakerfinu breytt á þann hátt að fræðileg rök þurfi ekki lengur að liggja til grundvallar kennsluefninu.

Nei, allt er núna afgreitt sem trú. Þróunarfræðin eru bara trú og því ekkert rétthærri en barnalega draugasagan um hann Jesú.

Þessu fólki er vorkunn. Það hefur ekkert gert af sér annað en vera trúgjarnt og því heppilegt skotmark költleiðtoga með annarlegar hugmyndir uppá vasann. Já gott fólk, þeir sem bera ábyrgð á þessari hroðalegu þróun í menntastefnunni vestra eru prestar og trúarleiðtogar.

Hér heima eru hlutirnir ekki komnir á svona hættulegt stig, en þessar raddir eru þó farnar að heyrast. Og sannfærður er ég um það að prestum þjóðkirkjunnar þykir þróunin vestra alveg jafn ferleg og mér sjálfum. En skildu þeir fatta að það eru þeir sjálfir sem stuðla að þessu með störfum sínum? Sjá þeir ekki að það eru þeir sjálfir sem hafa gert menn eins og mofa okkar að því sem hann er? Hvaðan koma honum til að byrja með hugmyndir um sköpun, syndaflóð og ungan aldur jarðar?

Innræting Þjóðkirkjupresta er smitið sem gerði mofa að því sem hann er, hugarfarslegt flak eftir hryðjuverk trúarvírusins. Þjóðkirkjufólk ætti að líta alvarlega í eiginbarm, nú þegar hver trúarbrjálæðisfréttin af annarri dynur á okkur úr Vesturheimi.


Sjá einnig: Sköpunarsinnar, fársjúkt fólk

Birgir Baldursson 16.08.2005
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Finnur - 16/08/05 09:22 #

Það að kenna prestum og trúarleiðtogum um þessa forheimskun er álíka rökrétt og að kenna kaupmanninum á horninu um eiturlyfjavandann. Hann er jú búinn að vera ota tóbaki að viðskiptavinum sínum í árhundruði.
Annars eru þessi viðbrögð mofa athyglisverð (seinni málsgreinin). Ef hann hefði setið prúður undir kristinfræði þá væri hann ekkert að rugla í þessari forheimsku núna. Og hann styður aðskilnað ríkis og kirkju og bann á trúboð í skólum, sem er mjög eðlilegt þar sem það er jú kerfið vestanhafs þaðan sem þessi forheimska er upprunnin.


eggert egg - 16/08/05 13:02 #

Hvernig ætlarðu að tengja þjóðkirkjuna við ákvarðanir strísæsingamannsins Bush?

Trúarhópur gerir eitthvað af sér annars staðar í heiminum og þá á þjóðkirkjan að líta í eigin barm?

Er þjóðkirkjan ábyrg fyrir hryðjuverkaárásum eða trúarbrjálæði erlendis?

Finnst þér líklegt að íslenska þjóðkirkjan fari út í hryðjuverkaárásir?

Afhverju á þjóðkirkjan að líta í eigin barm??? Ertu til í að útskýra þetta fyrir mér? Ég bara spyr.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/08/05 14:25 #

Sjáið þið ekki samhengi hlutanna? Það að innræta börnum vísvitandi ranga heimsmynd, þar sem goðsaga um guðaveru sem stjórnar tilurðinni á mettíma er lögð til grundvallar, hlýtur að leiða til þess að hin trúgjörnustu á meðal vor geti ekki metið staðreyndir málsins í rökréttu samhengi. Svo lengi sem ekki er beinlínis hamrað á því í kristinfræðinni, fermingarfræðslunni og öllu æskulýðsstarfi kirkjunnar að sköpunarsaga Gamla-testamentisins sé goðsaga, er verið leynt og ljóst að forheimska börnin.

Finnur, hversu rangt væri að áfellast kaupmanninn ef hann beinlínis otaði vörunni að kúnnanum (sem er rangt)? Ég veit um einn sjoppueiganda sem fyrir áratug eða tveimur neitaði að selja tóbak í sjoppunni sinni. Hann fór auðvitað á hausinn.

Eggert, þú dregur rangar ályktanir af grein minni. Ég er ekkert að tengja Þjóðkirkjuna við stefnu Bush, enda væri það algert rugl. Aftur á móti sjáum við sama ferlið hér heima og veldur því vestra að nú er farið að kenna sköpunarsögu Biblíunnar til jafns við þróunarkenninguna - sama hugarfarslega smitið. Og hér eru menn á launum hjá ríkinu við þessi andlegu hryðjuverk.

Þetta smit kallast trúarinnræting og þar er því haldið fram að yfirnáttúruverur á borð við guði og guðssyni eigi sér skjalfesta tilvist, að guðavera hafi skapað heiminn og meyfætt sjálfan sig til að geta tekið á sig syndi mannanna með hangsi á krossi eina dagstund. Og mannkynið stendur eftir jafnsyndugt sem fyrr.

Þessi boðskapur stenst engin rök og er á skjön við þekkingu okkar á heiminum. Og ef til þess kemur að þetta goðsagnarugl verður komið inn í skólakerfið hérlendis, til jafns við námsefni runnið undan vísindaþekkingu mannkyns, þá kenni ég þessum ríkisreknu lygurum um það fyrst og fremst.


Þórður Sveinsson - 16/08/05 16:09 #

Mér datt eitt í hug. Getur verið að það sé skárra að vera með þjóðkirkju en öfluga, óháða kirkju – vegna þess að þjóðkirkja, sem er nátengd veraldlegu ríkisvaldi en um leið undir það sett, sé líklegri en ella til að gæta ákveðinnar hófsemi í kennisetningum; hún verður jú – einmitt vegna þess að hún er þjóðkirkja – fyrir meiri þrýstingi en ella frá almenningi og stjórnmálamönnum til að færa sig nær nútímanum? Sú staðreynd að til hennar rennur fé úr sameiginlegum sjóðum dregur úr sjálfstæði hennar og veldur því að hún getur ekki til lengdar skirrst við að viðurkenna til dæmis réttindi samkynhneigðra og viðurkenndar vísindakenningar eins og þróunarkenninguna. Og þá grípur hún til þess sem hér er iðulega nefnt grænsápuguðfræði og mikið er amast við.

En eitt er víst: grænsápuguðfræði er mun skárri en bókstafstrú. Og ríkisreknar trúarstofnanir virðast mér oft vera mun frjálslyndari en þær sem njóta fullkomins sjálfstæðis – eins og til dæmis Kaþólska kirkjan og margir söfnuðir í Bandaríkjunum. Tekið skal fram að þetta á þó ekki við þar sem trúarstofnanir fara í raun með ríkisvald. Vart er hægt að hugsa sér meira afturhald en í löndum á borð við Íran og Sádi-Arabíu þar sem stjórnskipanin er í raun byggð á trúarlegum grunni. Til gamans má geta þess að æðstiklerkurinn í Sádi-Arabíu, hinn áhrifamikli Sjeikh ‘Abdúllah bin Baz (d. 1999), gaf árið 1982 út bók þar sem hann setti fram þá kenningu að jörðin væri kyrrstæð og í miðju alheimsins og að ekki aðeins máninn heldur einnig sólin (!) snerust í kringum hana (titill bókarinnar er Hreyfing sólar og mána og kyrrstaða jarðarinnar (Jarayan al-shams wa’l qamar wa-sukun al-ard), sjá bók Malise Ruthven: A Fury for God – The Islamist Attack on America, bls. 148).


Jón Frímann - 16/08/05 16:28 #

Ef það væri ekki ríkiskirkja á Íslandi, þá væri kristin trú fyrir margt löngu útdautt fyrirbæri hérna á landi.

En aftur af kristna ruglinu í Bandaríkjunum. Það er einnig staðreynd að þessi "sköpunarsaga" er í útbreiðslu í gegnum sjónvarp, enda eru kristnar sjónvarpsstöðvar sem boða þetta alla daga að biblían sé hið eina rétta rit. Ég er með gervihnattadisk, þannig að ég næ þessum sjónvarsstöðvum mjög vel, en þar eru einnig auglýstar bækur sem boða meint fall þróunarinnar og fleira í þeim dúr. Bandaríkin hafa hægt og rólega orðið trúarríki fyrir framan nefið á fólki og án þess að það fattaði það. Ég vona það að þessi öfgakristni verði ekki langlíf, en það er hætt við því að hún muni verða ansi dýrkeypt fólki.


Sigurður Ólafsson - 16/08/05 17:04 #

Nú eru sköpunarsinnar í Bandaríkjunum að byggja sköpunarsögusafn þar sem ungdómurinn getur kynnst "sannleikanum". Börnin þurfa því ekki lengur að fara á Smithsonian safnið eða önnur slík, þar sem þróunarvitleysan og annað vísindabull er kennt.


Jón Frímann - 16/08/05 22:39 #

Það er væntanlega hægt að kalla þetta hinar nýju myrku miðaldir.


Finnur - 16/08/05 22:47 #

Ég er fyllilega sammála þessari hugdettu Þórðar hérna að ofan.
Til þess að halda trúarbrögðum innan skynsamlegra marka þá er nauðsynlegt að þau séu undir eftirliti lýðræðislegra kosinna stjórnvalda.
Þetta er viðkvæmt jafnvægi þar sem passa verður uppá að trúarbrögð fari ekki útí vitleysu eins og vestanhafs og jafnframt að þau blandist ekki inní pólitík (reyndar virðast forheimskandi trúarbrögð alltaf blandast inní pólitík fyrr eða síðar).
Íslenska þjóðkirkjan er prýðilegt dæmi um þar sem tekist hefur að halda þessu jafnvægi.



Helgi Briem - 17/08/05 11:03 #

Þegar ég var í líffræði fyrir uþb 20 árum kynntist ég lítillega þessari herferð sköpunarsinnanna. Í þá daga var hún kölluð "Scientific Creationism", eins fáránlega og það kann að hljóma.

Þessi nafngift varð fljótlega ótæk með öllu, enda morgunljóst að bull og rugl sköpunarsinna var ekki hægt að forma í neins konar vísindalegar (afsannanlegar) tilgátur. Allar slíkar tilgátur sem unnt hefði verið að forma voru að sjálfsögðu jarðaðar með það sama.

Í þá daga var það stefna sköpunarsinna að fá kennda sköpunarsögu biblíunnar og að aldur jarðar væri innan við 10 þúsund ár til jafns við þróunarkenninguna. Þessi útfærsla var margsinnis sett í dóm á ýmsum dómsstigum og jafnan lýst andstæð stjórnarskrá og lögum.

Eftir þessi áföll skiptu sköpunarsinnar um nafn á fyrirbærinu og kölluðu nú "Intelligent Design". Hinum augljósu Biblíutengingum eins nokkur þúsund ára jarðsögu var fórnað og í stað þess einbeittu menn sér alfarið að því sem þeir og fáfróður almenningur sér sem veikleika þróunarkenningarinnar. Þ.e. að flóknar lífverur geti orðið til fyrir "tilviljun".

Auðvitað er þetta fáránleg einföldun á þróunarkenningunni, en hann fellur einföldu og ómenntuðu fólki vel í geð sem sér sífellt fleiri vondar fréttir í fjölmiðlum, ímyndar sér að heimurinn fari síversnandi og kennir um vonda menntafólkinu sem vilji taka völdin af guði.

Við skulum vona að þessi forheimskandi viðbjóður nái ekki völdum hér eins og hann virðist vera að gera vestra undir stjórn Bush.


gvendur - 17/08/05 13:18 #

Það er villandi að tala um ID sé eingöngu trúarleg árás á þróunarkenninguna.

Það ætti einnig að koma fram að Bush vill ekki að ID sé kennt í staðinn fyrir þróunarkenninguna, eins og sagt hefur verið í sumum fjölmiðlum, heldur vill hann einungis að gagnrýni ID á Darwinisma sé kynnt, sem og að sjálfsögðu þau svör sem þróunarsinnar telja sig hafa...

Vilja menn ekki opna umræða? Vilja menn að sjónarmið þeirra sem telja að þeir hafi vísindaleg rök gegn þróunarkenningunni séu þöguð í hel? Afhverju má ekki kynna allar hliðar málsins?

Hér eru helstu atriði úr grein “copy peistað” á ensku: [allt of löng vefslóð fyrir síðuna - vinsamlegast fellið svona langar slóðir frekar inn í linka, bæði html og Markdown virka í kommentum - vefstjóri]

SEATTLE — More than 400 scientists have signed onto a growing list from all disciplines who are “skeptical of claims for the ability of random mutation and natural selection to account for the complexity of life.”

In the last 90 days, 29 scientists, including eight biologists, have signed the “Scientific Dissent From Darwinism.” The list includes over 70 biologists.

The most recent signatories are Lev V. Beloussov and Vladimir L. Voeikov, two prominent Russian biologists from Moscow State University. Dr. Voeikov is a professor of bioorganic chemistry and Dr. Beloussov is a professor of embryology an Honorary Professor at Moscow State University and a member of the Russian Academy of Natural Sciences.

“The ideology and philosophy of neo-Darwinism, which is sold by its adepts as a scientific theoretical foundation of biology, seriously hampers the development of science and hides from students the field’s real problems,” said Professor Voeikov.

Other prominent biologists who have signed the list include evolutionary biologist and textbook author Dr. Stanley Salthe, Dr. Richard von Sternberg, an evolutionary biologist at the Smithsonian Institution and the National Institutes of Health’s National Center for Biotechnology Information, and Giuseppe Sermonti, Editor of Rivista di Biologia / Biology Forum. The list also includes scientists from Princeton, Cornell, UC Berkeley, UCLA, Ohio State University, Purdue and University of Washington among others.

Hér er listinn: [annað of langt URL - vefstjóri]

Eins og sjá má er hér ekki um að ræða fólk með einhverjar b.s gráður í tölvunarfræði, heldur prófessora og aðstoðarprófesora, menn með doktorsgráður o.þ.h.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/08/05 13:38 #

Þetta lúkkar eins og rökvillan Appeal to authority. Sköpunarkennigar verða ekkert líklegri þótt einhverjir vísindamenn dissi Darwin. Eða hvaða góðu rök hafa þessir menn sem sannfært geta restina af vísindaheiminum og okkur hin að þróunarkenningin sé prump?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/08/05 13:54 #

400 vísindamenn ósáttir við þróunarkenninguna? Ég toppa það með 540 vísindamönnum sem styðja kennslu þróunarkenninguna, þeir heita allir Steve. Sjá Project Steve.

Þessi listi sköpunarsinnasamtakanna Discovery er bara kjánalegur, þessir vísindamenn sem eru þar eru óendanlega lítið hlutfall af vísindasamfélaginu í Bandaríkjunum.

Það er enginn ágreiningur um að þróunarkenninguna í grunnatriðum (það eru endalausar deilur um ýmsar hliðar kenningarinnar).

"Vitræni hönnuðurinn" er hins vegar ekki kenning sem er tekin alvarlega af líffræðingum nema sem árás trúarbragða á vísindin. Ef það ætti að kenna um "deilurnar" þá myndi það fela í sér kennslu um það hvernig trúarbrögð geta eyðilagt heilastarfsemi fólks.


gvendur - 17/08/05 14:09 #

Ég veit mæta vel að þetta er gríðarlega lítill hluti vísindasamfélagsins. Það hefur hinsvegar marg oft verið tuggið í mann að það sé "ENGINN ágreiningur um að þróunarkenninguna í grunnatriðum" (Óli Gneisti hér að ofan, áherslan er mín) og stundum fylgir sögunni að ALLIR vísindamenn viti að ekki er neinn vafi á því að þróunarlögmál darwins útskýri tilurð lífsins og fjölbreytileika, til vara er allveg öruggt að um algerlega náttúrlegar ástæður er að ræða.

Birgir Baldursson segir: "Þetta lúkkar eins og rökvillan Appeal to authority. Sköpunarkennigar verða ekkert líklegri þótt einhverjir vísindamenn dissi Darwin. Eða hvaða góðu rök hafa þessir menn sem sannfært geta restina af vísindaheiminum og okkur hin að þróunarkenningin sé prump?"

Óli Gneisti segir: "enginn ágreiningur um að þróunarkenninguna í grunnatriðum"

Þetta er appeal to authority, og ekkert annað. þar sem að "Þeir" (lesist líffræðingar með Ph.D) greinir ekkert á, þá ætti það að segja mikið.

Annars vil ég hrósa ykkur fyrir að reka skemmtilegan og áhugaverðan vef.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/08/05 14:18 #

Nei "Gvendur", þetta er ekki vísun í yfirvald hjá mér. Þú heldur því fram að það sé einhvers konar deila í gangi innan vísindasamfélagsins og bendir á einhvern lista, ég benti bara á lista sem sýnir að þinn listi er kjánalegur.

Ég er ekki að halda fram að þróunarkenningin sé rétt af því að svona margir vísindamenn sem heita Steve segja það. Ég er að segja að deilan sem þið sköpunarsinnar haldið fram að sé í gangi er í raun bara stormur í vatnsglasi.


gvendur - 17/08/05 14:20 #

Birgir Baldursson segir: "hvaða góðu rök hafa þessir menn sem sannfært geta restina af vísindaheiminum og okkur hin að þróunarkenningin sé prump?"

Ég er hrifin að ID-mönnum og hef lesið margt eftir þá, þeir segja fæstir að þróunarkenningin sé prump, enda útskýrir hún margt, hins vegar telja þeir hana ekki ná að útskýra allt það sem flesitr vísindamenn vilja meina að hún geri. Þeir vilja bara að sýnar kenningar séu bornar saman við hefðbundinn materíalískan darwinisma, og fái kynningu í skólum. (nota bene, ekki endilega jafn mikla athygli og darwinismi, einungis kynningu)

"Comparison is at the center of all serious inquiry and learning."

Norman Dorsen, Comparative Constitutionalism: Cases and Materials, blaðsíða 1


Gvendur - 17/08/05 14:29 #

Óli Gneisti: "Ég er ekki að halda fram að þróunarkenningin sé rétt af því að svona margir vísindamenn sem heita Steve segja það. Ég er að segja að deilan sem þið sköpunarsinnar haldið fram að sé í gangi er í raun bara stormur í vatnsglasi."

Það er allveg rétt að það er mikill samhljómur meðal "níutíu og eitthvað prósent" vísindaheimsins um þróunarkenninguna. Það þýðir ekki að það ætti að vera algert "kapút" að kynna hlið þeirra sem ekki eru sammála. Hins vegar verður að tryggja að það komi skýrt fram að þetta sé micro minnihluti o.s.frv.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/08/05 14:30 #

Þökkum hrósið.

Ég stend við það sem ég segi. Það er ekki fjöldi efasemdarmanna sem ræður úrslitum heldur eru það rökin sem þeir hafa fyrir efasemdum sínum. Um leið og þessir 400 geta hrakið hina vel rökstuddu þróunarkennigu, með einhverju öðru en efasemdunum einum saman, þá mun heimurinn leggja við hlustir.

Ástæðan fyrir því að stærstu hluti vísindasamfélagsins dregur þróunarkenninguna ekki í efa er sú ein að kenning þessi er svo vel rökstudd. Ég vil sjá þau rök hrakin áður en hægt er að bera á borð einhverjar tilgátur um ID á einhverju formi.


Sigurður Ólafsson - 17/08/05 14:37 #

Ekki má rugla saman "vísindamönnum" og "vísindum". Fólk sem menntað er til vísindastarfa er ekkert frábrugðið öðru fólki hvað varðar mannlegan breyskleika. Í röðum þess má finna morðingja, barnaníðinga og fólk sem stundum brýtur umferðarlögin. Þar má líka finna kristið fólk og jafnvel stöku sköpunarsinna. So what?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 17/08/05 14:40 #

Sindri, er það í alvörunni þannig að þú fattar ekki að ég vísaði í Stevelistann til að hæðast að þér en ekki til þess að sigra rökræður?

Stevelistinn er brandari (eða eins og stendur á síðunni sem ég vísaði á: 'Humorous Testing of the Scientific Attitudes Toward "Intelligent Design"') til að sýna fram á hve heimskulegur listi Discovery stofnunarinnar er.

Það er til fólk sem heldur því fram að Jörðin sem flöt, í alvörunni (ég þarf einmitt að bæta þessu "í alvörunni" við þegar ég er að segja fólki að það séu til sköpunarsinnar á Íslandi). Skólar eyða ekki tíma í að kynna deilur flatjarðarsinna og kúlujarðarsinna.


gvendur - 17/08/05 18:57 #

Óli Gneisti, ég fattaði það að Steve listinn væri háð. (hver ætti svo sem ekki að gera það?) Ég las einnig hvað þeir þeir höfðu að segja um listann. Háð er hins vegar ekki það samræðu form sem að ég nenni að standa í núna.

Ég veit að ef til vill ert þú ekki sammála mér, en það er ekki hægt að bera saman jarðmiðju kenninguna, kenninguna um að jörðin sé flöt við ID. Ég ætla ekki að leggjast á það lágt plan að útskýra hvers vegna.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 18/08/05 00:33 #

Háð er eina samræðuformið sem ég nenni að standa í við sköpunarsinna, það er það sem þeir eiga skilið.

ID er nákvæmlega einsog flatjarðarkenningin, sættu þig við það (þetta er ekki brandari heldur útlistun á staðreyndum).

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.