Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Segulskóinnlegg

Við höfum áður minnst á lithimnulestur David Calvillo hér á vaktinni. En David þessi er hvergi sérhæfður í sölu sinni á hindurvitnum, eins og nafnspjald hans gefur til kynna:

IRIDOLOGY

David Calvillo
Ráðgjafi
s:586-1463

-Lithimnulestur,einkatímar
-Vitamín og bætiefnaráðleggingar
-Segul og kristal skóinnleg
-Ný tegund af heilun(Divine) -30 ára reynsla

Munið þið eftir segularmböndunum sem seld voru hér í stórum stíl fyrir svona 10 - 15 árum? Skynsamasta fólk skartaði þessu á úlnlið sínum og brást reitt við ef maður vogaði sér að minnast á að sennilega væri verið að hafa það að fíflum.

Hvað ætli margir samborgarar okkar gangi um með segulinnlegg í skóm sínum?

Nú, eða á kristal-innleggjum? Þetta nýjaldargengi þarf ekki annað en nefna töfraorðið kristall til að trúgjarnir rífi upp veskið í stórum stíl.

Eina vörnin við því að láta hafa sig að fífli er að ástunda gagnrýna hugsun, lesa sér til um báðar (eða allar) hliðar málsins og móta sér svo skoðun byggða á skynsemi. Gagnrýnið lestrarefni má t.d. nálgast hér og hér.

Birgir Baldursson 13.07.2005
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


urta (meðlimur í Vantrú) - 13/07/05 14:40 #

Já - ég man eftir segularmböndunum - einnig þegar átti að koma þeim í endurnýjun lífdaga. Þá kenndi ég auglýsingasálfræði við framhaldsskóla og nemendur hringdu inn og spurðu hvað armböndin entust lengi? Hvort hægt væri að mæla orkuna í þeim. Hvort þau gætu látið "gamalt" segularmband upp í nýtt. Það varð fátt um svör.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/07/05 17:06 #

Penn og Teller afgreiða segulstálakjaftæðið stórkostlega í einum Bullshitt þættinum. þetta er algjört kjaftæði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.