Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mun Kristján Valur Ingólfsson leiðrétta rangfærslur sínar?

Í gær birtist grein á Vantrú sem fjallaði um svar sem Kristján Valur Ingólfsson lektor gaf fermingarbarni á vef kirkjunnar. Fermingarbarnið spurði: Hvaða sannanir eru (fyrir utan Biblíuna) um að Jesús hafi verið til? Kristján Valur opinberaði ótrúlega vanþekkingu sína og vísaði í falsað bréf sem átti að vera samtímalýsing á Jesú. Þetta svar Kristjáns Vals er nú horfið af vef kirkjunnar án athugasemdar. Google varðveitir samt eintak í einhvern tíma og að sjálfsögðu eigum við á Vantrú einnig afrit.

Nú er spurning hvort Þjóðkirkjan ætlar að birta nýtt svar við spurningu fermingabarnsins eða bara þegja um málið. Ég myndi veðja á þögnina enda hefur hún virkað vel fyrir kirkjuna. Ef fermingarbarnið vill ennþá fá svar við spurningu sinni þá vísa ég á grein sem birtist fyrir nokkru hér á Vantrú: Hann er ekki hér, hann er þjóðsaga.

Óli Gneisti Sóleyjarson 31.05.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 01/06/05 00:04 #

Ég býst ekki við því að einhver eigi eftir að svara fyrir hönd Þjóðkirkjunnar. Enda er axarskaft sem þetta gott dæmi um gagnleysi guðfræðimenntunar, þar sem menn læra enga fræðamennsku af gagni heldur eru aldir upp í trú á bábiljur.

Kristján Valur hefur að sögn stundað doktorsnám í guðfræði og maður spyr sig, hvað í ósköpunum eru menn að læra í fjöldamörg ár ef þekking þeirra á sjálfum grundvelli kristinnar trúar er ekki betri en þetta?

Keisarinn er nakinn sem aldrei fyrr en samt veigra kirkjunnar menn sér við að svara óþægilegum spurningum. Það hentar þeim jú betur að miðla fávisku sinni úr predikunarstólum þar sem ekki er nein hætta á því að fá andmæli frá kirkjubekkjunum.

Ég er orðinn verulega þreyttur á Þjóðkirkjunni sem lifir sífelldu sníkjulífi á íslenska ríkinu og tekur fjármagn frá velferðarmálum á borð við menntun og heilbrigðisþjónustu og eyðir því í söngskemmtanir, guðshús og annað þvíumlíkt.

Ég er sammála Bjoddni, (hvernig á maður að beygja þetta) trú er áhugamál og skattborgarar ættu ekki að líða fyrir áhugamál annarra.


Bjoddn - 01/06/05 12:03 #

Auðvitað er trú hobbí þó svo að til séu menn sem líti á trú sem alvöru mál.

Mér skilst að til séu menn sem missi ekki af leik í ensku og svona og telji fótbolta vera alvöru mál.

Íþróttaiðkun hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára, lengur en kristnin. Hvernig væri nú ef allir landsmenn væru skyldaðir til að vera skráðir í íþróttahreyfingu, ella greiða sín félagsgjöld til Kattholts? Öll börn sem fæddust væru sjálfkrafa skráð í íþróttafélag móður og svona... Um 14 ára aldurinn væri börnum síðan kennt hvernig bera skuli sig að því að styðja við meistaraflokk síns liðs í knattspyrnu og þau lærðu einhverjar leikreglur úr hinum ýmsu greinum. Þá loks væru þau komin í fullorðinna manna tölu.

Hreyfing er jú manninum eðlislæg...


Árni Svanur - 02/06/05 11:54 #

Þetta svar átti aldrei að fá að standa í þeirri mynd sem það birtist og af þeim sökum hefur það verið tekið af vefnum. Það var sett inn fyrir margt löngu til að prófa virkni kerfisins (þá hafði þessi hluti vefs kirkjunnar ekki verið opnaður) og fyrir mín mistök var það ekki tekið út aftur þegar þeirri tilraun var lokið.

Það vantaði töluvert upp á svarið, t.a.m. frekari upplýsingar um þessa tilteknu lýsingu og upplýsingar um áreiðanlegar heimildir.

Við eigum að sjálfsögðu eftir að birta fyllra svar við þessari spurningu fermingarbarnsins og munum hugsanlega slá því saman við fleiri spurningar sem hafa borist um sama efni. Þið fylgist örugglega vel með og getið þá vakið athygli á því þegar þar að kemur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/05 15:10 #

Ekki þykir mér þetta trúverðugt svar, Árni Svanur. Prófa vefinn? Margt löngu? En slóðin í svarið sem hvarf er http://kirkjan.is/svor/2005/04[...] (feitletrun mín). Þarna eru allmörg eldri svör, m.a. eitt sem hefur slóðina http://kirkjan.is/svor/2004/10/[...]. Og hvað á það að fyrirstilla að prófa vefinn með tilsvörum sem þið vitið sjálfir að eru bull? Átti þetta bara að vera djók? Er það þá líka bara djók að vitna til frægrar fölsunar eignaðri Jósefusi í nýju svari um sama efni?


Bjoddn - 02/06/05 15:18 #

Eru prestar ekki mikið til eina stéttin sem fær greitt fyrir að ljúga vísvitandi?

Þeir eru kannski bara farnir að gera það gratís líka...

Mér fannst þessi skýring líka furðuleg. Þegar ég bý til vefkerfi, þá prufa ég þau með bulli úr sjálfum mér. Held að þetta sé eina tilvikið í sögunni þar sem einhver fer til annars aðila og biður hann um að semja eitthvað sem er vitlaust til að prufa vefinn.


Sævar Már - 02/06/05 15:49 #

Þetta hlýtur að vera e-ð djók svar hjá Árna, trúi bara ekki öðru.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 02/06/05 19:05 #

Já einmitt, þetta er eitthvað grín. Nú væri gott að fá svar frá Árna sem er sannleikanum samkvæmt.


frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 02/06/05 21:24 #

Það sem mér þykir hvað sorglegast er að guðfræðingar útskrifaðir frá HÍ gangast upp í að segja að Jesú sé sagnfræðileg staðreynd og setja ekki nema í algjörum undantekninga tilvikum fyrirfara um mál sitt. Það kemur vissulega fyrir og er það vel, en yfirleitt er þetta bara hörmung og afneitun.


Jón Valur Jensson - 22/06/05 15:25 #

Afskaplega var þetta fáránleg fullyrðing – hve margir meðal heimsins mestu sagnfræðinga hyggur “frelsarinn” að fallist á þessar myrku efasemdir hans um tilvist hins sögulega Jesú? – Að öðru leyti vil ég hvetja lesendur þessarar vefsíðu til að lesa vissar varnir fyrir þann ágæta mann séra Kristján Val á Vantrúar-vefsíðunni Falsanir fyrir fermingarbörn. Gleðilegt sumar!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 22/06/05 15:36 #

Jón Valur, þess athugasemd þín er afskaplega ósannfærandi í ljósi þess að þú ert ófær um að svara grein frelsarans um hvort Jesús hafi verið til að þjóðsaga.


Jón Valur Jensson - 22/06/05 21:21 #

Ófær, ha ha ha.


Erik Olaf - 23/06/05 12:33 #

Þú reynir allavega alltaf að koma þér undan því. Berð við tímaleysi, en hefur samt nægan tíma til þess að skrifa þínar langlokur við aðrar greinar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/06/05 12:37 #

Sýndu fram á að þú sért fær um það í stað þess að hlægja eins og ritóður geðsjúklingur.


Jón Valur Jensson - 23/06/05 13:22 #

Þakka þér kurteisina, Matti. Annars geta geðsjúkir alveg farið fram úr okkur í skynseminni. Margir mestu hugsuðir heimsins hafa verið veikir á geði, þótt ég ætli ekki að fara að líkja mér við þá. En var þessi setning þín ekki annars dæmi um það, sem EKKI má segja hérna? Eða væri bara strikað yfir slíka setningu, ef andstæðingur þinn segði eitthvað slíkt? En réttara og hreinskilnara mat þitt á vefsíðunni Eins og illa gerður hlutur (um gömlu kirkjueignirnar og sanngirni þess, að Þjóðkirkjuprestar fái í staðinn framlag úr ríkissjóði), þar sem ég hef skrifað af krafti upp á síðkastið, er sennilega það, að ég hafi í því tilfelli borið sigurorð af ykkur andmælendum mínum. Því unirðu skiljanlega illa og lítur það ekki í raun ekki þeim augum, að ég hafi skrifað "eins og ritóður geðsjúklingur,"þótt þér sé skapi næst að orða það svo í dag.


Jón V.J. - 23/06/05 13:25 #

Fyrra orðið "ekki" í síðustu setningu falli burt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/06/05 13:34 #

Þú ert ritóður en forðast allar erfiðar spurningar, grein frelsarans er ekki sú fyrsta sem þú lofar að svara síðar en hunsar svo. Innlegg eins og "hahaha" verðskuldar lýsingu eins og þá sem ég gaf þér.

Þú hefur engann sannfært í umræðunni um kirkjueignir og enga rökræðu unnið. Fólk gefst upp á að ræða við þig Jón Valur því ritæði þitt er slíkt að enginn heldur í við þig. Samt kemur afar lítið af góðum rökum frá þér og fáar eða engar nýjar hugmyndir. Í þeirri umræðu hefur þú líka verið óskaplega dónalegur á köflum.

Satt að segja finnst mér jeremia hafa rústað þér í þeirri umræðu. Hann hefur komið hugmyndum sínum skýrt frá sér og hefur töluvert til síns máls.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 23/06/05 17:46 #

Að öðru leyti vil ég hvetja lesendur þessarar vefsíðu til að lesa vissar varnir fyrir þann ágæta mann séra Kristján Val á Vantrúar-vefsíðunni Falsanir fyrir fermingarbörn.
Einu "varnrnar" fyrir Kristján sem þú komst með þar var upptalning á nokkrum námsgreinum í guðfræðideildinni. Gríðarlega sterk "vörn".


Jón Valur Jensson - 23/06/05 21:10 #

Þessi svör ykkar eru aumkunarverð fremur en svaraverð. Ég vísa einfaldlega til beggja vefsíðnanna, sem ég nefndi í innleggi mínu í gær kl. 15:25 og í dag kl. 13:22 – og sanngjarnir menn og óvilhallari en þið munu sannfærast um – að þeim lestri loknum – að í báðum tilvikum hafði ég mjög sterk rök til míns máls og hrakti ýmsar villur Vantrúarmanna, að ég tali nú ekki um, hve miklu málefnalegri ég hef verið í innleggjum mínum en sumir ykkar (s.s. Matti). Tilraun Hjalta til að einfalda málið niður í það sem hann vill vera láta dæmist um leið og menn lesa innlegg mín á nefndri vefsíðu.

Svo ítreka ég spurninguna: Er sumum leyft hér að líkja mönnum við geðsjúklinga?

Hitt er líka sérkennilegt, að í öllum innleggjum ykkar síðan ég skrifaði í gær kl. 15:25 hafið þið forðazt það eins og heitan eldinn að svara spurningu minni þar: "hve margir meðal heimsins mestu sagnfræðinga hyggur “frelsarinn” að fallist á þessar myrku efasemdir hans um tilvist hins sögulega Jesú?" Ef þið hafið engin svör við því, getið þið allt eins látið það ógert að svara (nema sumir vilji biðjast afsökunar á vissu orðbragði sínu; það mundi ég líka gera, hefði ég nokkurn tímann sýnt ykkur dónaskap).


Jón Valur Jensson - 23/06/05 21:27 #

Svo má vera, að Matta þyki það henta honum sjálfum, nú um stundir, að telja hinn rangnefnda "jeremía" hafa "rústað'" mig í rökræðu um kirkjujarðirnar, en svar þess manns við rökstuddu svari mínu þann 21/06/05 kl. 15:10 á nefndri vefslóð, Eins og illa gerður hlutur , var vitaskuld alls ófullnægjandi – nema kannski honum sjálfum. Maðurinn sá er enginn sérfræðingur um þessi mál, svo mikið er víst. Með sama áframhaldi fara menn að geta tekið pósta Matta sem hverjar aðrar öfugmælavísur.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/06/05 21:30 #

Hættu þessu væli Jón Valur.

Er sumum leyft hér að líkja mönnum við geðsjúklinga?

Ég skrifaði "í stað þess að hlægja eins og ritóður geðsjúklingur" og er augljóslega að vísa í þetta svar þitt:

Ófær, ha ha ha.
Semsagt, vísun í hegðun/framkomu en ekki þig sem einstakling. Þú mátt snúa út úr þessu eins og þú villt, verði þér að góðu.

Þú verðskuldar ekkert svar við spurningu þinni fyrr en þú hefur komið með svar við grein frelsarans. Þessi síða er ekki prívat þjónusta við þig, þú hefur tjáningarfrelsi hér (innan ákveðinna marka) en við erum ekki í því hlutverki að eltast við séróskir þínar.

Þar til þú hefur svarað greininni tel ég fullkomlega réttlætanlegt að halda því fram að þú sért ófær um það. Þú hefur haft nægan tíma þannig að sú afsökun stenst augljóslega ekki. Sérstaklega í ljósi þess að þú hefur skrifað tugþúsundir orða í athugasemdir á Vantrú síðan greinin fór í loftið.


jeremía - 23/06/05 22:20 #

Mér finnst Jón vera farinn að vera dónalegur, svo sem ekki í fyrsta skipti. "Rangnefndur 'Jeremía'" Hvað í ósköpunum áttu við? Enginn sérfræðingur? Þarf maður að vera sérfræðingur til að fá að hafa skoðun á málum?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 23/06/05 22:40 #

Já jeremia, þetta eru undarlegir taktar hjá Jón Vali. Mér þótti t.d. undarleg sú árátta hans að þurfa sífellt að nefna þig með réttu nafni en ekki því viðurnefni sem þú notar hér í umræðunni.

Það eru einnig fleiri dæmi um að Jón Valur reyni að tala niður til fólks, t.d. þarf hann að taka fram pólitískar skoðanir Vésteins þó þær skipti engu máli í umræðunni.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 24/06/05 00:57 #

Hitt er líka sérkennilegt, að í öllum innleggjum ykkar síðan ég skrifaði í gær kl. 15:25 hafið þið forðazt það eins og heitan eldinn að svara spurningu minni þar: "hve margir meðal heimsins mestu sagnfræðinga hyggur “frelsarinn” að fallist á þessar myrku efasemdir hans um tilvist hins sögulega Jesú?"

Hér er t.d. smá yfirlit (heimildalisti neðst). Reyndar ekki margir sagnfræðingar en hægt er að finna um þetta efni á Google t.d.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 24/06/05 10:37 #

Jón Valur, fáránlegt að biðja um fjölda sagnfræðinga enda eru ekki margir sagnfræðingar sem eru sérfræðingar um efnið. Það sem ég get sagt fyrir víst að sagnfræðingum sem efast um tilvist Jesú fer fjölgandi. Held að prósentutalan sé reyndar hærri hjá þjóðfræðingum enda skilja þeir betur hvernig svona tröllasögur þróast.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.