Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Heimsmynd heimskunnar

Mikið hefur verið rætt um ákveðna setningu í nýrri Stjörnustríðsmynd George Lucas. Orð Svarthöfða í myndinni hafa farið fyrir brjóstið á mönnum Bush forseta Bandaríkjanna þegar hinn illi Svarthöfði segir “Ef þú er ekki með mér ertu óvinur minn” samanber orð Bush “Annaðhvort eru þið með okkur eða með hryðjuverkamönnunum”. Kristnir bíómyndaspekúlantar hafa látið ljós sitt skína í íslenskum fjölmiðlum með allskonar kristilegar útleggingar á myndinni. Allt hefur þetta ákveðið skemmtanagildi (eins og myndir hér fyrir ofan) en samt hefur eitt mjög mikilvægt gleymst í hasarnum.

Jesú segir “Hverjum sem er ekki í mér, verður … varpað á eld og brennt.” eða “Sá sem hafnar mér og tekur ekki við orðum mínum, hefur sinn dómara”

Í hvaða liði ert þú?

Nei, er ekki komið nóg af einfeldnipólitík þar sem allir verða að vera í sama liði. Eigum við ekki að ástunda lýðræði og skiptast á skoðunum. Er ekki komið nóg af Jesúum og Svarthöfðum þessa heims?

Frelsarinn 24.05.2005
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 24/05/05 13:00 #

Svo má ekki gleyma þessum orðum Jesú: "Hver sem er ekki með mér, er á móti mér,..." Ætli Svarthöfði sé núna orðinn kristgervingur? :)


Snæbjörn - 16/06/05 17:28 #

Svarthöfði er klárlega kristsgervingur. Eins og kemur fram í episode 1 þá á hann engan föður heldur er eingetinn sonur "the force".

Svo er hann líka "the chosen one"


Rúnar - 08/07/05 03:56 #

Biblían er fínasta skáldsaga. Ef vitað væri hver rithöfundurinn var þá myndu forfeður hans vinna nóbelsverðlaun fyrir bestu barnabókina.


Tommi - 04/10/05 13:44 #

Það er kannski auðveldara að troða þessu rugli inn í hausinn á krökkunum en biblían er of ógeðsleg og brútal til að vera barnabók..

Bjarni Karlsson prestur viðurkenndi sjálfur að fyrst þegar að hann hefði lesið dómarabókina þá hefði hann vaknað á næturna vegna martraða...

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.