Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Afskrifum Guð

Ég rekst reglulega á fólk sem trúir ekki á guð en vill ekki segja að guð sé ekki til vegna þess að vísindin geti ekki sannað né afsannað tilvist hans. Ég held að þetta fólk gleymi að mikilvægum punkti. Grundvallaratriðið er að spyrja hvers vegna vísindin geti ekki afsannað tilvist guðs? Það er vegna þess að tilgátan um guð er of léleg til að geta verið tekin fyrir á vísindalegum grundvelli.

Á sama hátt og það er ekki hægt að afsanna tilvist guðs vegna þess að tilgátan er svo léleg þá er ekki hægt að afsanna tilvist ósýnilegra, óskynjanlegra bleikra einhyrninga. Það á ekki að sýna hugmyndinni um tilvist guðs meiri virðingu heldur en tilvist umræddra einhyrninga. Við hljótum að afskrifa báðar kenningarnar af því að þær mæta ekki þeim lágmarkskröfum sem vísindin, og almenn skynsemi, setja.

Um leið og guðshugmynd nær að verða nógu heilstæð til að tekið sé á henni á vísindalegum grundvelli þá er henni hafnað. Um leið og guð er skilgreindur þá hverfur hann. Vísindin hafa afsannað guðinn sem skapaði heiminn á sex dögum. Við sjáum að þessi tilgáta um guð passar ekki við heiminn og afskrifum við hana. Kenningin um að þrumuguðinn Þór sveifli hamri sínum og stjórni veðrinu hefur verið afsönnuð á vísindalegan hátt. Við sjáum enginn merki um skapstirðan rauðhærðan veðurguð. Fjölmargir guðir hafa verið afskrifaðir af vísindunum og þar á meðal eru ótal útgáfur af hinum kristna guði.

Sá guð sem ekki verður afsannaður á vísindalegan hátt er sá sem hefur verið búinn til með þann eiginleika að ekki sé hægt að afsanna tilvist hans. Með orðaleikjum og útúrsnúningum er alltaf hægt að búa til hugmynd sem ekki er hægt að afsanna beint. Grænsápuguðinn er svo sleipur að enginn nær taki á honum, ekki einu sinni grænsápuguðfræðingarnir sem varla skilja hver annan. Við ættum hins vegar ekki að sýna þessum guði virðingu því hann er í raun ekkert nema spariklædd útgáfa af ósýnilega bleika einhyrningnum.

Óli Gneisti Sóleyjarson 17.05.2005
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Guðjón - 17/05/05 09:55 #

Ástæðan fyrir því að vísindin geta hvorki sannað eða afsannað tilvist Guðs, að það er ekki hlutverk vísinda.

Hlutverk vísinda er að fjalla um veraldleg fyrirbæri og útskýra þau með veraldlegum skýringum.

Ein af reglum vísindanna er að allar handaheimsskýringar eru bannaðar.

Eitt af því sem vísindamenn læra í námi sínu er að þegar þeir heyra orðið Guð eiga þeir að taka til fótanna og hlaupa eins hratt í burtu og þeir geta, en ef þeir geta ekki hlaupið burt eiga þeir að loka augunum og halda fyrir eyrun.

Það er því ekkert skrýtið að vísindin hafi ekki fundið Guð, vegna þess að þau eru alls ekki að leita að Guði og ef vísindamenn fá áhuga á að leita að Guði verða þeir að gera á einhverjum öðrum vettvangi en innan vísinda.

Það er ekki rétt sem Óli segir að tilgáta um Guð sé léleg tilgáta innan vísinda, það sanna í þessu máli er að vísindamaður sem færi að blanda trúarlegum skýringum saman við fræði sín yrði samstundi útskúfaður úr samfélagi vísindamanna.

Þú lesandi góður er frjáls maður og getu leitað svara með þeim aðferðum sem þú kýst sjálfur og komist að niðurstöðu sem þér finnst skynsamleg.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 10:25 #

Ein af reglum vísindanna er að allar handaheimsskýringar eru bannaðar.
Hvað eru handaheimsskýringar


Haukur - 17/05/05 10:36 #

Já gleymum bara því að í trúarritum flestra trúarbragða, þar með talinni kristni, er ekkert sem bendir til að Guð eða goð séu EKKI hluti af heiminum.

Guðjón talar um að vísindin rannsaki hið „veraldlega“ en ef við viljum gera ráð fyrir að Guð sé til hlýtur hann að vera hluti af veröldinni. Trúmenn álíta ekki að Guð sé yfirnáttúrulegur, heldur óaðgreinanlegur frá veröldinni og náttúrunni, raunar grundvallist veröldin á tilvist hans.

Sé hann veraldlegur hlýtur að vera hægt að rannsaka hann. Sé hann órannsakanlegur er hann í órökréttu samhengi við allt annað í heiminum, sem hlýtur að teljast fræðilega fremur ólíklegt.

Skynsamleg niðurstaða er ekki skynsamleg vegna þess að einhverjum finnist heldur vegna þess að hún er styðjanleg með rökum. Rök eru vísindaleg. Ef ekki er mögulegt að rökstyðja tilvist Guðs þá er trúin á tilvist guðs óvísindaleg, og því óskynsamleg.

Þú Guðjón minn góður ert líka frjáls maður. Þú getur líka skoðað málin með þeim aðferðum sem þú kýst og komist að niðurstöðu sem þér „finnst“ skynsamleg. Þú getur líka borðað sveppi og fundist skynsamlegt að álykta að höfuðið á þér sé í raun tré Grants Offursta, það er samt ekki skynsamleg niðurstaða, og þú veist það.


ThorvaldurJo - 17/05/05 11:15 #

,, Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki, er sýnilegt frá sköpun heimsins, með því að það verður skilið af verkunum. Mennirnir eru því án afsökunar. ( Róm 1:20). Bersýnilega augljóst að Guð er til. Bara að opna augun. Svo einfalt er það nú.


Guðjón - 17/05/05 11:17 #

Matti þetta átti að vera handan heimsskýringar.

Ég sé að þú Haukur telur mig rugludall og þar með ónýtist allt sem ég segi og það er með öllu óþarft að hrekja rök mín.

En svo fyrir hina, einkunn fyrir ungmenni og einfeldninga sem enn gætu látið blekkast af loddaraskap mínum, getur þú ekki birt lista yfir einhverja af hinum fjölmörgu rannsóknum vísindamanna á tilvist Guðs?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 11:22 #

Matti þetta átti að vera handan heimsskýringar.
Ég var ekki að setja út á málfar í þetta skipti. Hvað eru handan heimsskýringar ?

getur þú ekki birt lista yfir einhverja af hinum fjölmörgu rannsóknum vísindamanna á tilvist Guðs?
Hvað er Gvuð ?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 11:39 #

Allar fullyrðingar um hvers konar yfirnáttúru standa ósannaðar. Ekki hefur tekist að sýna fram á tilvist drauga, framliðinna, álfa, guða, djöfla, illra anda og hvað þetta dót nú allt saman heitir. Allar fullyrðingar þessa efnis eru sprottnar af fáfræði manna en ekki þekkingu þeirra. Um leið og tekst að sýna fram á þótt ekki væri eitt þessara atriða væri komin sönnun fyrir yfirnáttúru og þar með hægt að gefa hugmyndinni um guði séns.

Ekki fyrr.


Haukur - 17/05/05 12:47 #

Eitthvað gengur mér illa að sjá orsakir ásakana Guðjóns á hendur mér. Hann ber mér á brýn að líta á sig sem rugludall sem ekki þurfi að hlusta á. Það er alls ekki tilfellið.

Hann biður mig líka að benda á rannsóknir vísindamanna á guðdómnum sem ég mun að sjálfsögðu ekki gera þar sem vísindalegar rannsóknir á honum eru ekki til.

Það sem ég sagði, og Guðjón virðist annað hvort ekki hafa skilið eða kosið að skilja ekki er að samkvæmt trú fólks á Guðdóminn, trú sem gerir ráð fyrir að guð sé jafn raunverulegur og ég, hlýtur guðdómurinn að vera náttúrulegur. Það sem er náttúrulegt er ekki órannsakanlegt nema að það sé ekki í rökréttu samhengi við allt annað, því ekki skynsamlegt og því ekki til.

Hann heldur því fram að menn geti leitað sannleikans öðru vísi en vísindalega og hvetur menn auk þess til þess. Ég bendi honum á að sannleikur sem ekki er syðjanlegur rökum er afstæður alveg eins og sá sannleikur sem maður í vímu þykist búa við. Þannig sé alveg hægt að komast að nýjum niðurstöðum án vísindalegrar hugsunar en hún sé ekki skynsamleg þar eð hún er afstæð, órökrétt og óraunveruleg.

Tala ég óskýrt? Þurfa fleiri en Guðjón rækilegri skýringar á máli mínu en þetta? Er þér Guðjón, fyrirmunað að líta á mín rök?

Ég hef hrakið þín, þú hefur hins vegar aðeins sakað mig um að sniðganga rök þín og borið mér á brýn að afskrifa þig sem fávita. Hér með ætti það að vera ljóst að ég geri það ekki, þú getur alveg verið gáfnapera mikil þrátt fyrir órökréttan þankagang, það hendir besta fólk að hugsa órökrétt annað veifið.

Með von um vinalegri samskipti í framtíðinni,

-Haukur


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 13:14 #

Ég ræddi trúleysi mitt við sóknarprest um daginn (einn af þeim ungu grænsápuprestum sem vilja bylta kirkjunni og nútímavæða).

Að hætti meistara grænsápufræðanna gat hann vikið sér fimlega undan flestum beinum spurningum um kristindóm (þetta eru víst allt ljóðrænar myndlíkingar og guð er kærleikur) en þegar ég spurði hann beint hvernig HANN gæti verið svo viss um tilvist guðs þá gaf hann það kostulega svar að þegar hann væri í kirkjunni sinni og við altarið að biðja bæn þá finndi hann fyrir torkennilegri "hlýju" sem streymdi um hann og að hans mati bar það vitni um "nærveru guðs" og þar með um tilvist fyrirbærisins. Þetta er það sem maður hefur heyrt trúmenn á erlendum spjallsíðum nefna "warm fuzzy feeling" og sennilega það sem maður hefur líka heyrt kallað gagnaugðablaðsflogaveiki.

Kannski erum við trúlausir bara fæddir án móttökubúnaðar fyrir hlýjar guðabylgjur?


Guðjón - 17/05/05 13:43 #

Haukur segir að Guð sé náttúrulegur og þess vegna ætti að vera rannsaka hann.

Ég tel að Guð sé veruleiki sem er þess eðlis eða engar samtíma vísindakenningar hafi möguleika á að útskýra hann.

Náttúrleg fyrirbæri sem vísindi geta ekki skýrt eru ekki hægt að rannsaka með vísindalegum aðferðum.

Áður en menn vissu hvað atóm voru var ekki hægt að rannsaka þau, en það þýðir ekki að atóm hafi fyrst orðið til eftir að fram komu vísindakenningar sem útskýrðu þau.

Þannig að þó Guð sé náttúrlegur í einhverju skilningi er ekki þar með sagt að hægt sé að rannsaka hann enn sem komið er og eðli guðs er þannig að vísindin eins og þau eru í dag geta aldrei rannsakað hann.

Ef vísindin get ekki rannsakað Guð hafa þau ekkert um hann að segja því vísindin geta ekkert fullyrt um atriði sem þau hafa ekkert rannsakað.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 13:46 #

Aðeins off-topic:

Gagnaugablöðin eru ekki bara aðsetur ofskynjana sem tengjast guðlegri návist, heldur er þarna að finna stöðvar málskilnings (Wernincke) og máltjáningar (Broca). Ég er óðum að komast á þá skoðun, eftir að hafa séð málfar og stafsetningu fjölda trúmanna sem skrifa á netið, að vafasamt sé að vera mikið að espa þessi svæði með bænakjökri og kalla fram flog, því líklegt er að það skemmi út frá sér og ræni menn máltilfinningu og getu til tjáningar.

Það væri þess virði að rannsaka fylgni trúarástundunar og valds á töluðu og rituðu máli. Ef einhver sálfræðingur les þetta...


Haukur - 17/05/05 14:54 #

Ég flissaði út um aðra nösina þegar ég las innlegg Birgis, en hann hefur þó lög að mæla.

Guðjón, ef þetta er það eina sem bendir til þess að tilvist Guðs sé annað en ofmetið ævintýri þá hef ég bara eitt um þá tilvist að segja, æ rest mæ keis.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 14:57 #

Gott fólk, vegir guðs eru órannsakanlegir. Þess vegna ættu vísindamenn með fræðilega sjálfsvirðingu að sleppa því að blanda guði saman við vísindi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 15:50 #

Vegir yfirnáttúrunnar eru ekki órannsakanlegir. Það má t.d. gera tilraunir með áhrifamátt bæna. Því miður fyrir trúmenn hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að bænir virki sem lækningameðal á þá sem beðið er fyrir, hvað sem líður fullyrðingum í nýrri BA-ritgerð Gunnjónu nokkurrar. Meira um það síðar.


Þórður Örn - 17/05/05 17:17 #

Ef vegir guðs eru órannsakanlegir, hvernig getur þá nokkur trúmaður trúað því að hann viti eitthvað um hann? Ég skil ekki hvernig mér hefur getað yfirsést þessi mótsögn.


Guðjón - 17/05/05 17:23 #

Af minni hálfu snýst þessi umræða um hvort vísindinn hafi eitthvað um tilvist Guðs að segja.

Ég hef svo sem engu að bæta við þá umræðu.

Umræðan um tilvist Guðs er allt annað mál.


Sævar Helgi (meðlimur í Vantrú) - 17/05/05 17:42 #

Ef vegir guðs eru órannsakanlegir, hvernig getur þá nokkur trúmaður trúað því að hann viti eitthvað um hann? Ég skil ekki hvernig mér hefur getað yfirsést þessi mótsögn.

Svo ekki sé minnst á hversu tilgangslaus guðfræðin er þá!


Jón Valur Jensson - 17/05/05 20:13 #

Tek undir með Páli postula og Þorvaldi kl. 11:15 í morgun. Er annars ekki búinn að renna í gegnum þessa fróðlegu umræðu og tjái mig ekki frekar að sinni.


Hrolfur - 11/06/05 00:05 #

Hverjur áorka menn ef þeir ná að fá menn til að "opna augun" og átta sig á að guð sé ekki til ? Það eitt að aðrir finni til öryggis og finni fullkominn tilgang með lífinu getur reitt menn til reiði.

Það hefur enginn náð til enda alheimsins, og það getur ekki einusinni neinn fullyrt að það sé endir á alheiminum. Og ef að heimurinn sé til fyrir "hann", hvernig geta þá menn, með sínum vísindum reynt að skilja hver hann er, eða hvað hann er ?

Vísindi urðu til því að Guð skapaði heiminn og menn með greind.

En hver er tilgangurinn með þessum skrifum?

Jesús lifir.


Hehaho - 11/06/05 00:07 #

Hverjur áorka menn ef þeir ná að fá menn til að "opna augun" og átta sig á að guð sé ekki til ? Það eitt að aðrir finni til öryggis og finni fullkominn tilgang með lífinu getur reitt menn til reiði.

Það hefur enginn náð til enda alheimsins, og það getur ekki einusinni neinn fullyrt að það sé endir á alheiminum. Og ef að heimurinn sé til fyrir "hann", hvernig geta þá menn, með sínum vísindum reynt að skilja hver hann er, eða hvað hann er ?

Vísindi urðu til því að Guð skapaði heiminn og menn með greind.

En hver er tilgangurinn með þessum skrifum?

Jesús lifir.


Ásgeir - 11/06/05 05:37 #

Neibb, alveg steindauður.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 11/06/05 17:28 #

En hver er tilgangurinn með þessum skrifum?

Ef þú veist ekki hver tilgangurinn með skrifum þínum þá er ekki hægt að ætlast til þess að við vitum það.


Gústi - 15/06/05 20:59 #

Þið trúleysingjar.Sama hvað það er hægt að blaðra um þetta fram og aftur,reyniði að finna hverja smugu til þess að reyna að telja ykkur trú um það að Guð sé ekki til.

Guð er til og hann hefur sett þá þrá í hvert hjarta að tilbiðja e-hvað sem er æðra en maður sjálfur. Hvers vegna finnið hann ekki? Vegna þess að þið leitið ekki. Af hverju dragið þið Guð sem elskar ykkur í efa án nokkurar ástæðu? Vegna fávisku á hans orði hafið þið enga afsökun á efsta degi. Trúin er öflugt fyrirbæri vegna þess að þú getur hvorki þreyfað á henni né séð þess vegna er trúin fullvissa um e-hvað sem að menn fá ekki séð.

Það er auðvelt að trúa á veraldlega hluti vegna þess að þú getur séð þá.Hversu mikla trú þarftu til að upplifa Guð? Hún þarf ekki að vera nema á stærð við fræ og ef að þú leyfir honum að vinna í þér gætirðu átt það mikla trú að hún gæti flutt fjöll! Þá er ég ekki endilega að tala um Náttunnar fjöll heldur líka hin andlegu fjöll.

Haldiði virkilega að langa langa langa....afi þinn hafi verið fiskur? Og svo hafi langa langa....afi þinn breyst í apa? Hvernig dirfist þið að segja það um Guð sem skapaði manninn í sinni mynd og kalla Guð sjálfan apa eða fisk? Eða að segja að Jesús sé dauður sem að getur bjargað þér frá dauða !

En fyrir ykkur trúleysingja er von ! Það sem þú þarft að gera er bara að tala við Guð af einlægni. Þú getur ekki dæmt það sem þú veist ekkert um, reyndar höfum við ekki vald til þess að dæma neitt,nema að dæma eftir lögum sem að Ríkistjórnin setur sem er í mannanna höndum..


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 15/06/05 21:40 #

Af hverju dragið þið Guð sem elskar ykkur í efa án nokkurar ástæðu?

Af hverju dregur þú ekki hugmyndir, sem byggja ekki á neinu öðru en bjánalegum og órökstuddum tilgátum, í efa? Er það ekki næg ástæða að staðhæfingarnar eru þess eðlis?

Trúin er öflugt fyrirbæri vegna þess að þú getur hvorki þreyfað á henni né séð þess vegna er trúin fullvissa um e-hvað sem að menn fá ekki séð.

Trúin er öflugt fyrirbæri því hún getur hneppt annars skynsamt fólk í ótrúlega sterka hugarfarslega fjötra. Þú sjálfur ert talandi dæmi.

Haldiði virkilega að langa langa langa....afi þinn hafi verið fiskur? Og svo hafi langa langa....afi þinn breyst í apa?

Já auðvitað. Ég man reyndar eftir afa mínum. Hann var rotta. Hann talaði um að afi sinn hafi verið leðurblaka.


Stebbi - 16/06/05 00:13 #

Ég vil skora á alla ykkur trúleysingjana að reina JESÚ KRIST. Ég mæli með að þið farið heim lokið ykkur inni herbergi og farið á hnén eða leggist flatir á magann. Segið upphátt við Jesú Krist... Fyrirgefðu mér,ég er búinn að vera að afneita þér og gera allskonar hluti sem styðjast ekki við orð þitt. Biðjið Jesús um að hreinsa hjartað ykkar og meinið það sem þið segið.! Ég mæli með að þið skrifið þessa bæn niður sem ég ætla að skrifa niður fyrir ykkur vegna þess að þessi bæn getur bjargað ykkur frá dauða og fætt ykkur inní hið eilífa líf.

Við getum talað og rökrætt endalaust um hvort Guð sé til eða ekki,en þið getið líka komist að því hvort hann sé til eða ekki með því að fara með þessa bæn og meina það sem þið segið af öllu hjarta og trúa líka að þið séuð að tala við Guð þegar þið biðjið. Jesús Kristur er vegurinn sannleikurinn og lífið engin kemst til Guðs nema í gegnum hann.. Sannleikur er alltaf sannleikur hvort sem ykkur líkar við hann eða ekki eða hvort þið séuð sammála honum eða ekki.. Guð er allsataðar og þið þurfið bara að opna hjörtu ykkar og Hann mun koma inn.

Bæn. Kæri Guð ég vil koma framm fyrir þig og iðrast fyrir misgjörðir mínar.Ég er syndari,ég er búinn að lifa í synd og ekki gera þinn vilja. Ég vil játa að þú Jesús Kristur ert sonur hins lifanda Guðs þú dóst og reist upp á þriðja degi og situr nú við hægri hönd Föðurins. Ég játa að ég hef haft rangt fyrir mér og þú hefur haft rétt fyrir þér. Hjálpaður mér að trúa því ég vil trúa. Ég býð þig velkominn inn í líf mitt og hjarta mitt. Ég vil fylgja þér í öllu og vera vinur Þinn.. Ég bið þessa bæn í nafni Drottins míns Jesú Krist frá Nasaret.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 16/06/05 00:16 #

Hvað er að gerast í kvöld? Má ég benda ykkur þarna krissasleikjunum á að þessum vef er ætlað að vera vettvangur málefnalegrar umræðu um trú og trúleysi. Svona bjánalegar predikanir eiga ekki heima hér. Meira af þessu og kommentum verður eytt.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/06/05 01:05 #

Stefán, ég þyrfti fyrst að drekka frá mér allt vit í svona tuttugu ár og fara síðan í AA-heilaþvottarkristnun áður en ég myndi íhuga að gera eitthvað jafn stórfenglega heimskulegt og þú stingur upp á. Ég bendi þér hiklaust á að reyna raunveruleikann, það er ágætur staður og þú getur lifað með þeirri vissu að þú sért ekki að eyða lífi þínu í að eltast við fáránleikann. Annars máttu líka liggja vælandi á maganum að hugsa um Jesús.


Stebbi - 16/06/05 08:23 #

[Þessi athugasemd tengdist ekki efni greinarnnar og var því færð á spjallborðið.]


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 16/06/05 15:29 #

[Þessi athugasemd datt út fyrir slysni:

stefan

Afsakið ef ég hef reit ykkur til reiði en ég var trúleysingi og reindi Guð og fann Hann. Þið getið spjallað endalaust um tilvist Guðs og þið munuð aldrei komast að sannleikanum hvort hann sé til eða ekki nema þið reinið Hann. Ég biðst afsökunar ef ég hef sært einhvern. En passið ykkur samt á að skrifa ekki illa um Guð vegna þess ef hann er til þá er Hann Guð sem skapaði þig. ég skal ekki skrifa meira á þessa síðu. En ég Bið samt Guð minn að blessa ykkur og fjölskyldur ykkar. ást og hamingja Stefán]

Það sem þú vekur hjá mér er fyrst og fremst vorkunn, hjálpi mér. En gerðu eina tilraun fyrir mig, farðu út og beindu miðfingrinum upp til himna og segðu "farðu til fjandans helvítis guð" eða eitthvað álíka. Notaðu hugmyndaflugið. Sjáðu hvort guð bregst nokkuð við. Og endilega hættu að biðja guð þinn um að bless okkur og okkar, ég veit að það vekur gríðarlega sjálfsréttlætingu hjá þér en það bara pirrar okkur.


Lárus Páll Birgisson - 18/06/05 02:12 #

[Athugasemdum Lárusar Páls Birgisson hefur verið eytt.]


Jón Magnús (meðlimur í Vantrú) - 18/06/05 02:38 #

Djöfull ertu ruglaður. Menn fá að svara greinum hérna vegna þess að við leyfum það. Ég bendi á að flest önnur vefrit leyfa ekki athugasemdir en þú kemur hérna inn með því hugarfari að vera með leiðindi, snúandi útúr greinunum sem hérna eru birtar.

Ekki að ástæðulausu að þú hefur verið bannaður hérna, þú hagar þér eins og fífl!


Gunnar - 26/09/05 18:54 #

Ég öfunda þá sem geta trúað, og ég vil ekki setja efa í neitt hjarta sem að trúir virkilega á guð og allt hið heilaglega. Sjálfur get ég ómögulega trúað á guð, guð sem er aðeins hugmynd sprottin upp af mönnum sem voru uppi fyrir meira en 2000 árum svo þeir geti reitt sig á eitthvað annað en sig sjálfa. Ég fæddist inn í kristna fjölskyldu, bað bænir á hverju kvöldi með ömmu og afa, en aldrei fann ég fyrir neinu. Bænir voru eins og heimalærdómur í skemmtilegasta faginu, maður kunni þetta og því tók það ekki langan tíma.

Hjarta mitt hefur aldrei samþykkt guð eða hugmyndina um hann. Ég var mjög auðtrúa sem krakki, en samt gat enginn fengið mig til að trúa á guð. Í biblíunni og nýjustu útgáfu af Íslenskri orðabók fæ ég út að guð á að vera andi. Hafa andar mynd? Menn breytast, þróun á sér stað. Það er ekki hægt að neita því. Fyrirgefðu Gústi en guð var hið fyrsta sem var til, ekkert sem líktist manninum var uppi viku eftir upphafið. Að þú skulir enn trúa að guð hafi skapað manninn í sinni eigin mynd. Biblían er aðeins skopleg skáldsaga fyrir mér.

Ég finn ekki fyrir guði, ég sé ekkert sem guð hefur gert, ég sé aðeins hóp af fólki sem talar og trúir á anda sem á að líkjast manninum sem varð til á einum af 7 fyrstu dögum upphafsins, sem var örugglega fruma. Svo að guð er aðeins ósýnileg fruma kærleikans. Guð er ekki í mannsmynd, við erum ekki í guðsmynd. nema að guð hafi þróast eins og við? óútskýranlegt! Og tímasóun líka, kirkjur eru hús sem sungnir eru söngvar um allt hið góða í lífinu, bjart hús sem tekið er á móti öllum, hús sem öllum getur liðið vel í, ómetanlegt.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.