Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Svo bregðast krosstré...

Það hefur lengi tíðkast að prestar séu fengnir til að blessa eitt og annað.

Það er í raun stórmerkilegt að nútímafólk sem telur sig þokkalega upplýst skuli taka þátt í þessari vitleysu, og sjá ekkert athugavert við hana.

Blessuðu brýrnar hrynja alveg til jafns við hinar, og blessuðu skipin sökkva jafnt og hin. Stundum sigla blessuð skip á blessaðar brýr, og allt sekkur í grængolandi djúpið. Blessaðar flugvélar fljúga á blessaða turna, og jafnt blessaðir sem óblessaðir farþegar og blessaðir og óblessaðir innbyggjarar farast af miklum jöfnuði.

Það er dagljóst að fánýti þessara særinga er algert.

Fyrirbænirnar er svo álíka gagnslausar. Ef beðið er fyrir dauðvona manni, og svo vill til að hann hjarnar við er það að sjálfsögðu talið merki um áhrifamátt bænarinnar.

Ef hann hinsvegar deyr þrátt fyrir bænakvakið er málinu bara eytt. Jæja, ....... alltaf í boltanum ?

Þegar Jóhannes Páll páfi lá fyrir dauðanum, og kardínálarnir báðu fyrir honum, til að auðvelda inngöngu hans í eilífðarsæluna og sígrænu grundirnar í himnaríki, spurði dóttir mín: “ Þarf þess ? Er hann ekki með passa? “

Jóseph Ratzinger, nú Benedikt 16di, upplýsti að hann hafi beðið til guðs um að verða ekki kjörinn Páfi. Það virkaði ekki, og þó er hann í klíkunni. Þá er nú varla von að bænir virki fyrir okkur sauðsvartan pupulinn.

Hvað skyldi annars kosta að fá prest til að blessa eins og eina virkjun? Ætli útseld blessun Biskups sé dýrari en prests? Ætli það sé hægt að fara fram á endurgreiðslu ef stíflan hrynur?

Bara svona datt þetta hug.

Árni Árnason 01.05.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja , Klassík )