Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Nálgunarbann á Jesú Krist

Á heimasíðu Krossins er að finna þetta bréf frá Jesú. Við lestur þess hlýtur maður óneitanlega að velta fyrir sér hvers lags karakter þessi Jesús er:

Kæri vinur,

Hvernig hefur þú það? Ég varð að senda þér línu til að segja þér hversu mikið ég ann þér.

Ég sá þig á tali við vini þína í gær. Ég beið þess allan daginn að þú yrtir einnig á mig. Ég gaf þér sólsetur til að ljúka deginum og kvöldsvala til að veita þér hvíld - og ég beið. Þú komst ekki. Það særði mig - en ég elska þig enn því ég er vinur þinn.

Ég sá þig þegar þú svafst í nótt og mig langaði til að snerta brá þína svo ég varpaði mánaskini yfir andlit þitt. Enn beið ég og mig langaði til að flýta mér niður svo við gætum ræðst við. Ég á svo margar gjafir handa þér! Þú vaknaðir og flýttir þér í vinnuna. Tár mín voru í regninu.

Ef þú myndir aðeins hlusta á mig! Ég elska þig! Ég reyni að segja þér það með bláum himni og í kyrrð grænna engja. Ég hvísla það í laufi trjánna og anda því í litadýrð blómanna, ég hrópa það í vatnsföllum fjallanna og ég legg fuglunum ástarljóð í munn. Ég klæði þig il sólarinnar og fylli loftið af ilmi náttúrunnar. Elska mín til þín er dýpri en hafið og stærri en æðsta löngun hjarta þíns!

Biddu mig! Talaðu við mig! Gleymdu mér ekki. Ég á svo mikið til að deila með þér!

Ég ætla ekki að angra þig meir. Þetta er þín ákvörðun. Ég hef valið þig og ég mun bíða.

Ég elska þig.

Þinn vinur

Jesús.

Finnst ykkur þetta ekkert óhugnanlegt? Þarna er höfðað til sektarkenndar smælingjanna með því að láta sér sárna það að fá ekki næga athygli. Svo er eitthvað pervertískt og stalkerískt við þetta líka. Ég hef valið þig og ég mun bíða. Maður hefur semsagt sjálfur ekkert val um það hvort maður vilji gera þetta fyrirbæri að vini sínum. Hann er búinn að velja og beitir svo svona lúalegum þvingunum til að fá sitt í gegn.

Ef manneskja hefði sent mér svona bréf myndi ég velta fyrir mér að fara með það til lögreglunnar. Fá nálgunarbann.

Ef til vill finnst krossurunum þessi texti bæði fagur og djúpvitur. Það hlýtur að segja okkur ýmislegt um þankagang þeirra. Þetta fólk hefur beygt sig undir yfirvald ævintýrapersóna og í krafti þess er hægt að beita það þvingunum eins og þessum til að halda því við efnið.

Svei mér þá ef þetta er ekki fullkomlega fasískt.

Birgir Baldursson 10.04.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 00:35 #

Þetta fólk hefur beygt sig undir yfirvald ævintýrapersóna

Heyrðu mig nú, það má segja ýmislegt um Gunnar Þorsteinsson, en ævintýrapersóna er hann nú ekki!


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 00:47 #

Ég átti auðvitað við Jesú Krist. En auðvitað er það Gunnar sjálfur sem þetta fólk beygir sig undir, það er rétt.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 01:43 #

Jesús gleymir að minnast á það að þeir sem ekki taka skilyrðislaust við þessari ástarjátningu eiga það á hættu að vera kastað í eldsofninn. Þar er víst stöðugur grátur og tannagnístur.

Hvernig fengu þeir í Krossinum þetta bréf í hendur annars? Fengu þeir tölvupóst frá Kristi eða blés heilagur andi þessu inn í Gunnar?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 02:25 #

Það er líka merkilegt að þessi æfintýrapersóna er að eigna sér náttúruleg fyrirbrigði eins og rigningunna, sólarlag, fossa og hljóð í fuglum. Ætli guð noti rör til að blása í fólk? :p


Gísli - 10/04/05 07:54 #

Ekki hjálpar að þessi sjoppurómantíski texti virðist þýddur hrár úr ensku. Maður veltur sér ekki akkúrat í grænum engjum eða yli sólarinnar á Íslandi. Annars furðulegt hvað þið endist í þessu trúarstússi á Vantrú. Þetta er tiltölulega einfalt mál. Það er ekki hægt að sanna eða sýna fram á tilvist Guðs. Þetta er spurning um metafýsik. Án skilgreiningar á hver Guð er, er ekki hægt að vita hvað eigi að sanna. Þar með er heldur ekki hægt að halda því fram að Guð sé ekki til. Sváfuð þið í rökfræðitímanum?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 11:23 #

Gísli, það eru til ótal skilgreiningar á guðum (til að mynda "almáttugur, algóður og alvitur") og því er hægt að hafna tilvist þeirra.


Sævar - 10/04/05 11:28 #

"Þar með er heldur ekki hægt að halda því fram að Guð sé ekki til. "

Þetta er sennilega heimskulegasta komment sem ég hef lesið hér á vantrú í þessi ár sem ég hef verið á þessari síðu. Auðvitað er hægt að halda því fram. Ég er mikið að spá í að gera það núna.

Guð er ekki til.


ThorvaldurJo - 10/04/05 12:04 #

Ég er fullviss að Guð er til Sævar. Annar hvor okkar er lygari. Hver er það? Muhahahahahahahaha


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 13:05 #

Annar hvor ykkar hefur rangt fyrir sér (án þess endilega að vera lygari). Og öll rök hníga að því að það sért þú, ThorvaldurJo


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 13:12 #

Þorvaldur, fullyrðing þín um að annar hvor ykkar hljóti að vera lygari stenst ekki. Ég er nokkuð viss um að þú ert einlægur í þinni trú á Guð og ég veit hver sannfæring Sævars í þessu máli er. Ég tel hins vegar augljóst að annar ykkar hefur rangt fyrir sér, semsagt þú. Ég tel samt ekki að þú sért að ljúga.


ThorvaldurJo - 10/04/05 14:59 #

Jú Sævar er strong Atheismisti,þ.e.a.s. telur sig vita tilvistarleysi Guðs. En ég er þá alger andstæða Sævar,þ.e.a.s. Strong Theismisti, ég er fulviss að Guð er til. Annar hvor okkar er óhjákvæmilegur lygari.(Law of Non-Contradiction krest þessara).


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 15:06 #

Nei, Thorvaldur, þú ert bara að endurtaka það sem logið hefur verið að þér. Það gerir þig ekki að lygara, því þú heldur í alvöru að sá guðdómur sem búið er að skrökva upp á þig sé til.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 15:15 #

Ef þetta væri raunveurlegt lögmál þá væri kannski eitthvað vandamál en þar sem svo er ekki þá er hvorugur ykkar lygari. Það eitt að þú hafir rangt fyrir þér gerir þig ekki að lygara.


ThorvaldurJo - 10/04/05 16:00 #

Þetta er raunverulegt lögmál, LAW OF NON- CONTRADICTION.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 10/04/05 16:19 #

Ég sé ekki vandamálið hér. Haldið er fram tveimur fullyrðingum sem stangast á. Annar þeirra sem fullyrðir hlýtur að hafa rangt fyrir sér. En við getum því miður ekkert vitað hvor það er, því spurningunni um tilvist skapara hefur ekki verið svarað.

Rök hafa þó verið færð fyrir ólíkindum þess að veröldin eigi sér gáfaða frumorsök, auk þess sem framþróun lífsins hegðar sér í samræmi við lögmál orsaka en ekki samkvæmt tilgangi.

Þetta nægir mér til að halda því fram að ThorvaldurJo hafi að öllum líkindum rangt fyrir sér.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 09/06/05 13:03 #

Nema Þorvaldur sé bara að atast í okkur og sé í alvöru lygari og villi á sér heimildir. Við getum svosem ekki útilokað þann möguleika.


oliver - 10/04/06 16:47 #

Þetta er nú dæmigert fyrir Gunnar á Krossinum að þröngva sér inn í líf fólks sem á erfitt með því að nota þennan texta. Enda er þess maður fæðingarh* og óvirkur alki sem heldur áfengisfíkn sinni í skefjum og sefjar aðra um leið.


Alex - 11/04/06 13:13 #

þetta bréf er í samkynhneigarði kantinum þótt ég veit að flest samkynhneigt fólk færi varla að skrifa svonas kjánaleg bréf nema til að valda klígju hjá fólki


Alex - 11/04/06 13:16 #

verð nú að segja þetta bréf gaf mér klígu þetta hljómaði eins og eitthvað úr lélegri ástarsögu frá 40s

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.