Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Væntanleg bók : The Messiah Myth

Af nokkrum þunga koma nú út bækur eftir sagnfræðinga og biblíufræðinga um goðsögnina Jesú Krist. Síðasta áratug hefur mjög ákveðin breyting átt sér stað í þeim fræðum, hún er sú að líta á Jesú Krist nýja testamentisins sem hverja aðra goðsögn. Ekki vegna þess að sagan um hann ber öll merki ýkju- og lygasögu sem ekki stenst almenna rökhugsun heldur benda öll fræðileg rök að sama brunni. Að Jesú Kristur er goðsögn sem fylgir í öllum aðalatriðum goðsögnum um syni guða í heimspeki þess tíma um slíkar verur.

Um langan aldur hefur slík framsetning móðgað ríkiskirkju og forsvarsmenn hennar. Þannig hafa menn vart mátt mæla annað en réttmæta kirkjulegu útgáfu af Kristi og strangri guðfræðilegri útgáfu kirkjunnar nema að fá heljar skömm fyrir. Hér á landi eru til dæmis litlar líkur að fræðimaður með sjálfstæðar skoðanir í aðra átt en þá kirkjulega eigi möguleika að stöðu í Guðfræðideild HÍ, slík er forneskjan. En sem betur fer heldur lífið áfram og breytingar eru í aðsigi. Öll vitneskja okkar um Krist er meiri en kirkjan vill halda sig fasta í. Jesú Kristur er afkvæmi stríðshrjáðra grískumælandi Gyðinga undir oki Rómarveldi. Meiri líkur eru fyrir því að sagan um Krist sem messías hafi fyrst orðið til utan Ísraels, en meira um það síðar í öðrum greinum hér á Vantrú.

Nú hafa margar ágætar bækur komið út á síðustu árum um þetta efni. Mig langar núna að vekja athygli á bók sem kemur núna út í apríl, The Messiah Myth. Hún er eftir Thomas L. Thompson sem kennir Biblíufræði við Kaupmannahafnarháskólann. Hann hefur áður ritað vandaða og góða bók sem heitir The Mythic Past: Biblical Archaeology and the Myth of Israel. Miðað við styrk höfundar má búast við góðri bók sem á eftir að vekja umtal í fræðiheiminum um goðsögnina Jesú Krist. Sú umræða hefur verið kæfð niður hér á landi með óvönduðum málflutningi kirkjunnar manna, en tími er kominn á að slík umræða fái pláss í íslensku samfélagi. Bókin verður örugglega fáanleg á Amazon og fleiri netverslunum.

Frelsarinn 30.03.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


ThorvaldurJo - 30/03/05 11:04 #

Kemur enn ein heimskusamsærisbókin. Face the Facts: AÐ Jesús lifði og hann lifir í dag. ,, Ekki fylgdum vér uppsönnum skröksögum er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krist´´. 2 Pét 1´16 Biblían Er Guðs Orð. Það er heavy að vera ,,trúarnöttari ´´eins og þið orðið það. Byrjun Lúkasarguðspjalls er gott að lesa.


frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 30/03/05 11:22 #

Því miður fyrir þig, þá snýst þetta ekkert um samsæri. Heldur er hafa margar virkilega góðar bækur opnað lesendum sýn í þá þjóðfélagsgerð og þann jarðveg sem sagan um son guðs sprettur upp úr. Ef til er samsæri þá er það að eingetinn sonur guðs hafi sprangað á plánetunni jörð.


Gunnar - 31/03/05 20:46 #

Það eru til alveg heilu bókasöfnin af trúarefnum og fræðum, hvort sem þau gagnrýna trúna eða eru hliðholl henni. Ágætt fyrir ykkur að kíkja á bækur eftir góða guðfræðinga eða heimspekinga sem hafa haft margar skoðanir á þessum málefnum. Fyrir vikið hefur þróunin verið sífelld í margar aldir. Því miður þá er þetta ekkert nýtt á nálinni og breytir akkúrat engu.


frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 31/03/05 22:31 #

Því miður Gunnar þá eru til heilu bókasöfnin um lítið sem ekkert. Oftast þref um einhver smáatriði og guðfræðileg deiluefni. Hins vegar ef þú hefðir fylgst með þá er mjög ákveðin og mjög þung undiralda sem byrjaði fyrir rúmum áratug síðan. Þar sem höfundar gefa lesendum betri innsýn í goðsögnina um Jesú Krist. Vissulega hefur alltaf verið slíkt efni á reyki en það hefur oftar en ekki verið nægjanlega fræðlegt eða vel rökstutt. Mikil breyting á sér stað í þeim efnum og framundan eru virkilega skemmtilegir tímar í bókalestri um þetta efni.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 31/03/05 23:30 #

Félagi minn tjáði mig um bókina God´s Funeral, ætla mér að fá hana lánaða við kjörið tækifæri.


Gunnar - 01/04/05 19:01 #

Í kringum 1800 kom þessi kenning fyrst fram sem þessi bók fjallar um. Höfundurinn er ekki að finna upp hjólið, því miður fyrir hann.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.