Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Súrrealískur óhugnaður

Jæja, þá er allt orðið „heilagt“ og verður það í sólarhring. Af einhverjum ástæðum þykir sanntrúuðum kristsmönnum það sjálfsagt og eðlilegt að allir landsmenn, hvaða lífsskoðanir sem þeir hafa, skuli þreyja langan leiðindadag svo þeir sjálfir verði ekki á einhvern dularfullan hátt truflaðir í því syrgja 2000 ára gamalt dauðsfall sem reyndist svo ekki vera neitt dauðsfall.

Nei, þvert á móti er sá sem syrgdur er enn sprelllifandi, ef eitthvað er að marka fullyrðingar syrgjendanna, og ekki nóg með það, heldur situr hann í næst æðsta embætti alheimsins og mun gera um eilífð. Og allt þetta fyrir tveggja stunda hangs á priki vordag einn í Palestínu.

Hversu mikil fórn er það að pínast dagstund negldur á kross? Nú eru þjáningar fjöldamargra gegnum veraldarsöguna, og meira að segja í nútímanum, mun meiri. Hverja klukkustund deyja þúsundir ungra barna úr ýmsum kvalarfullum pestum, svo sem niðurgangi og alnæmi. Kvalir þessa Jesú verða léttvægar í samanburði við alla þá eymd. Þeir sem á Fillipseyjum láta krossfesta sig í dag, sökum trúarbrjálæðis og firringar fatta ekki að þeir eru með því að gera frelsara sínum grikk. Þeir sýna okkur nefnilega fram á að það sem hann gekk í gegnum til að hljóta aðdáun og tilbeiðslu kristinna manna í þúsundir ára gera þeir árlega sér til skemmtunar og lifa það af.

Þessi performans Jesú var framinn til að aflétta syndum af okkur hinum, segja hinir kristnu. Hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Hvers vegna var nauðsynlegt að hengja hálfguð á prik til að syndinni væri aflétt? Var ekki nóg fyrir guðinn að segja bara við mannfólkið „syndir yðar eru yður fyrirgefnar“? Hverslags súrrealisti er þessi guð? Og afhverju þarf hann að aðhafast með þessum óhugnanlega hætti?

Gæti það verið sökum þess að hér er enginn guð að verki heldur mannverur aftur í fornöld, uppfullar af trúarbrjáli og forneskju? Og þá er nauðsynlegt að spyrja sig um leið hvort slíkt og þvílíkt eigi eitthvert erindi við okkur í upplýstu nútímasamfélagi. Hvað á þetta rugl eiginlega að þýða, þið þarna prestar landsins?

Hið sjálfskipaða andlega átoríet þjóðarinnar, prestastéttin hefur ekki enn áttað sig á því að svona fornaldarrugl er of heimskulegt til að ganga í upplýsta nútímamenn. Því til að minnast þessarar stuttu og ómerkilegu pínu skurðgoðsins hefur þessi dagur um langa hríð verið tekinn úr sambandi við raunveruleikann. Það dugir ekki hinum kristnu að leggjast í tilbeiðslukjökur sjálfir, heldur hafa þeir krafist þess að allt þjóðfélagið taki þátt með þeim í drunganum, nauðugt viljugt.

Okkur er gert með lögum að taka nótis af þessum súrrealíska óhugnaði.

En í seinni tíð hefur fólki almennt látið sér boðskapinn einu gilda og notað fríið í eitthvað uppbyggilegt, farið á skíði og stundað fjalla- og snjósport af miklum móð. Því er upp til hópa skítsama um þvaðrið í kirkjunum. og kannski eru óhugnaðarsúrrealistarnir sjálfir farnir að átta sig á því að þetta eymdarkjökur þeirra truflast ekkert þótt annað fólk sitji inni á kaffihúsum í öðrum bæjarhlutum og stundi þar jafnvel hljóðfæraslátt og björsötur, því nú stendur til að rýmka þetta allt saman. Ég fagna því auðvitað og legg um leið til að helgidagalöggjöfinni verði breytt á þann hátt að hver og einn velji sér sína frídaga sjálfur.

Birgir Baldursson 25.03.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


e - 25/03/05 11:18 #

já..það er svo hræðilegt að fá frí í 1 dag...hver er að tala um heilagt? það eru allir bara að gera það sem þeir vilja eins og á venjulegum frídegi. Sættu þig bara við það að þetta er þjóðfélag byggt á kristinni arfleið sem er ekkert slæm, ég meina ég er dauðfegin að vera ekki fædd í t.d íslömsku samfélagi. Ég skil ekki afhverju þið eruð svona bitrir. Og þetta með að hver eigi að velja sína frídaga sjálfur, ég meina við gerum það með sumarfríið okkar, það er gaman og stemming þegar (flest)allir fara saman í frí nokkra daga á ári, og hverjum er ekki sama um ástæður frísins?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 11:24 #

Alltaf koma einhverjar heimskulegar athugasemdir í kjölfar vísana frá b2.

Enginn kvartar undan því að fá frí. Þú getur sjálf verið bitur og reyndu næst að fjalla um efni greinarinnar sem þú kommentar við.


Brynja - 25/03/05 12:50 #

Það er vissulega rétt að daglegt líf er í lamasessi þessa daganna. Allt er lokað, strætó gengur varla osfr. Ég er yfirlýstur trúleysingi og ætti því að geta sýnt kristnum það umburðarlyndi að taka þátt í hátíðarhöldum þeirra og sleppt mótmælum í garð þeirra.


Þórður Sveinsson - 25/03/05 14:00 #

Frábær hugmynd að hver og einn velji sér sína frídaga sjálfur! Á miðnætti í gærkvöldi, þegar verið var að fara að henda mér út af vínveitingahúsi svo að ég færi að syrgja dauða frelsarans, fékk ég einmitt hálfgerða hugljómun og datt þetta sjálfum í hug. Ég hélt að ég væri jafnvel fyrsti maðurinn til þess að fá þessa hugmynd og væri því eins og hver annar snillingur. Og ég las þessa grein iðandi í skinninu með að koma henni inn í athugasemdakerfið. En svo – akkúrat í síðustu línunum – kemur í ljós að þú varst á undan mér að láta þér detta þetta í hug. Æ, hvur andskotinn! :)


Gunnar - 25/03/05 14:55 #

Mér sýnist þið ekki horfa á björtu hliðar lífsins kannski þið ættuð að horfa á Live of Brian tvisvar í dag. Voðalega miklar klisjur og frasar í gangi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 16:24 #

Hinn stóri punktur fer framhjá athugasemdaskrifurum hér. Hann er þessi: Geta kristsmenn ekki ástundað sína seremóníur án þess að flækja öllu og öllum inn í þær galdraathafnir? Það er enginn að ætlast til þess að þeir láti af þessu, en þeir ættu að láta aðra í friði og sleppa því að hefta persónufrelsi þeirra sem vilja ekkert með þetta kukl hafa.


Halldór - 25/03/05 16:44 #

Mér finnst allt sem þið segið alveg fínt, en það má ekki ganga of langt því þá eruði ekkert skárri en þeir sem þið ofsækið. Hvað með það þó Guð sé ekki til, hvað með það þó menn fundu þetta allt upp! Það sem fólk á að einbeita sér að er að þetta er gert fyrir fólk af fólki, náungakærleikur er hinn eini heilagi sannleikur fyrir mér. Útrýmum umburðarleysi og fáfræði, amen.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 17:12 #

Og ef þú skoðaðir starf kristinna söfnuða kæmistu að því að náungakærleikurinn er voða mikið í nösunum á þeim. Mannhatur fær þarna meiri útrás. En auðvitað ertu á valdi þeirrar uppstillingar kristinna að þeir hafi einhvern einkarétt á náungakærleikanum og að ekki sé hægt að ástunda slíkt nema vera trúaður á hindurvitni í leiðinni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 17:17 #

Í þessari athugasemd Halldórs hér að ofan holdgervist hið almenna viðhorf hins sinnulausa og ignorant Íslendings. Þarna sést vel hvernig kristinn trúaráróður hefur gegnumsýrt samfélagið, því menn fara átómatískt í varnargír fyrir hönd kristinna safnaða af því þeir gefa sér, án allrar gagnrýninnar hugsunar, að þar innan veggja ríki svo mikill mannkærleikur eitthvað.

Djöfuls rugl.


thorvaldurJo - 25/03/05 18:58 #

Jæja Gleðilega hátíð allir hér sem koma á þessa síðu. Megi Drottinn Jesús Kristur opinbera sig til ykkar sem Frelsari eins og hann er í mínu lífi. Megi hann sýna ykkur að hans þjáningar og pína var gjörð vegna ykkar synda. Hann er Drottinn allra. Megi Orð krossins vera kraftur Guðs í ykkar lífi. Jesús lifir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 19:10 #

Étt'ann sjálfur.


Halldór - 25/03/05 22:36 #

Ég er ekki kristinn sjálfur, þetta er nú bara persónuleg heimspeki. Var nú soldið skot á ykkur vantrú gaura. Birgir varstu misnotaður af kristnum sem barn eða? bara spyr, rosalegt hatur maður. Ég vil endilega að þið haldið áfram að gagnrýna kristna menningu því hún er fjarri því að vera fullkomin. Það er ágætt að vera með "balance", fyrir mér er ykkar heimspeki ekkert betri en þeirra. Þetta er allt saman ein allsherjar kaos súpa sem mun sjóða uppúr einhverntíma.

Hmmm kannski er besta vopnið gegn kristni eða hverju sem er, sinnuleysi, hmm já mér líkar það, ahhh leti líf nenni ekki að rífast...


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 25/03/05 22:59 #

Hér er við hæfi að vísa á faq-ið.


mofi - 25/03/05 23:00 #

Hinn stóri punktur fer framhjá athugasemdaskrifurum hér. Hann er þessi: Geta kristsmenn ekki ástundað sína seremóníur án þess að flækja öllu og öllum inn í þær galdraathafnir? Það er enginn að ætlast til þess að þeir láti af þessu, en þeir ættu að láta aðra í friði og sleppa því að hefta persónufrelsi þeirra sem vilja ekkert með þetta kukl hafa.

Ekki hægt að kenna kristinni trú um þetta, þetta er arfur þess þjóðfélags sem við búum í. Í raun er þetta aðeins frídagur og get ekki séð hver þörfin er að væla svo mikið yfir því. Að minnsta kosti er ég mjög sáttur að fá smá frí.

Þessi performans Jesú var framinn til að aflétta syndum af okkur hinum, segja hinir kristnu. Hvað á það eiginlega að fyrirstilla? Hvers vegna var nauðsynlegt að hengja hálfguð á prik til að syndinni væri aflétt? Var ekki nóg fyrir guðinn að segja bara við mannfólkið „syndir yðar eru yður fyrirgefnar“? Hverslags súrrealisti er þessi guð? Og afhverju þarf hann að aðhafast með þessum óhugnanlega hætti?

Tvennt verður mjög skýrt á krossinum en það er alvarleiki lögmálsins, þ.e.a.s. brot á lögmálinu og síðan kærleikur Guðs til okkar. Lögmálið krafðist lífs og Guð borgaði það. Svar Guðs við því hvort lögmálið og Hann gæti verið bæði réttlátt og kærleiksríkt.


Þórður Sveinsson - 25/03/05 23:13 #

Hvernig getur sinnuleysi verið besta vopnið – eða vopn yfir höfuð – í baráttu? Í ritinu Um frelsið benti John Stuart Mill, sá mikli húmanisti, á að við ættum aldrei að líta á réttindi borgaranna sem sjálfsagðan hlut og, í ljósi þess, að hætta að berjast fyrir viðgangi þeirra; slíkt sinnuleysi leiddi til þess að unnt væri að skerða þau án þess að nokkur æmti eða skræmti. Ég lít svo á að mikið sé til í þessu hjá Mill. Einnig lít ég svo á að slíkt sinnuleysi, sem hann varaði við, sé ef til vill orðið að ákveðnu vandamáli; umtalsverður fjöldi fólks sýni þjóðfélagsmálum engan áhuga og hugsi um það eitt að lifa þægilegu lífi – nokkuð sem við viljum auðvitað öll en á ekki að yfirskyggja allt annað í lífi okkar. Því segi ég skál! fyrir öllum þeim sem nenna að halda uppi umræðu, þ. á m. Vantrú. Svo vil ég líka þakka fyrir mig; það var vel til fundið hjá ykkur að sýna Life of Brian nú í kvöld og ég skemmti mér vel.


Dóri - 25/03/05 23:15 #

Takk fyrir skemmtilega umræðu. Auðvitað er Guð ekki til það vitum við öll. En mér finnst samt allt í lagi að taka þátt í þessu trúar stússi til að fá frí og svona og gjafir og páskaegg. Þetta er tilbreiting á hversdagleikanum ef kirkjan væri ekki til hefðum við þurft að fara í vinnuna í dag. Það er óþarfi að æsa sig yfir þessu mér líður ágætlega með þetta og sumar hefði eru bara fínar.

P.s.

Ég er ekki þessi Halldór


Þórður Sveinsson - 25/03/05 23:42 #

Síðasta færslan mín var svar við færslu frá Halldóri þar sem hann segir: „Hmmm kannski er besta vopnið gegn kristni eða hverju sem er, sinnuleysi, hmm já mér líkar það, ahhh leti líf nenni ekki að rífast...“

Ég tek þetta fram svo að samhengi orða minna sé ljóst. Færslan mín átti að koma strax á eftir færslunni hans Halldórs, en menn eru svo duglegir við að skrifa inn á þennan vef að áður en mér gafst færi á að birta færsluna voru tvær nýjar komnar. :)

En Dóra vil ég benda á að kynna sér betur þá frábæru hugmynd Birgis – en þetta er líka mín hugmynd; ég fékk hana bara síðar :) – að hver og einn velji sér sína frídaga sjálfur. Verði slíku fyrirkomulagi komið á, Dóri, geturðu farið í frí þegar þér best hentar. Væri það ekki munur? Ég bara spyr.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/03/05 00:38 #

Það ætlar enginn að fara að taka af mönnum möguleikann á að eiga smá frí, borða góðan mat og éta páskaegg. Skárra væri það nú. Vinsamlegast ráðist á raunverulegan málflutning minn í staðinn fyrir að búa ykkur til skrípamyndir af honum til að salla niður.


Baldvin - 30/03/05 16:39 #

éttann sjálfur? efast um að hann hafi persónulega verið að ráðast á þig Birgir. En kristin trú er jú persónulegt val eða upplifun.og þar sem við búum í lýðveldi þar sem fjöldinn (haha?)ræður og fjöldinn er ehm "kristinn" þá eru náttúrulega frídagar til að iðka þá trú að ganga yfir alla því að sá stærsti ræður á þessari plánetu allavega. Svo eru litlir menn og hugrakkir einsog Birgir að kalla yfir fjöldann hvurslags fáviska þetta er, og er nú mikið til í því hjá honum, og ég myndi alveg sleppa öllum frídögum kristinna og vinna bara. Annars finnst mér þetta minnstu máli skipta svona persónulega, þetta hefur svo lítil áhrif á mitt daglega líf að ég ætti eiginlega ekki einu sinni að hafa skoðun á því, allavega ekki þannig að ég móðgi fólk eða krefjist þess að frídagurinn sé hrifsaður í burt frá þeim. Málamiðlun væri kanski ein að þeir sem ekki eru kristnir myndu vinna. Nema hvað að Hagkaup myndi ekki fúnkera vel eða fleiri fyrirtæki á einhverjum örfáum starfsmönnum,svo það lítur út fyrir að valdið liggji hjá þeim kristnu.Nema maður flytji bara út í sveit og gerist bóndi.þá ætti maður nú sína eigin daga einsog maður vildi-sjálfsþurftar-búskapur bara!


Baldvin - 30/03/05 16:56 #

Nú já og svona aðalmálið einsog þú segir vera að dýrka einhvern gaur sem að þjáðist eiginlega ekki neitt eftir að vera barinn og niðurlægður í nokkra klukkutíma,sem ég efast ekki um að þú myndir gera fyrir heilindi manna, þá áttiru kanski að sjá eitthvað annað en að guð sé súrrealískur.Og hvað gæti það nú verið? mér dettur ýmislegt annað í hug en að guð sé sadisti með lélegan húmor. Ekki það að þú myndir hlusta þar sem þú ert búinn að ákveða að guð sé ekki til svo þú færð náttúrulega aldrei svarið við einhverju sem þú kýst ekki að heyra. En syndir manna voru víst orðnar það slæmar og fólk svo langt frá guði að hann ákvað að taka manneskju sem fólk fann að var réttlát og láta hana þjást og deyja fyrir alla hina og einsog við vitum þá er samviskubitið besti kennarinn í tilfellum þar sem fólk færir ábyrgð sína yfir á aðra eða í þessu tilfelli einhvern almáttugan guð sem átti að vera dýrkaður.þar sem guð átti aldrei við þetta samkvæmt orginal biblíunni-sem ekki eru til mörg eintök af víst,þá stendur að guð sé innra með öllum eða að allir séu guð og við erum öll ábyrg fyrir öllu sem gerist í kringum okkur og þar með stjórnum öllu og jésú vissi þetta víst og var að setja fordæmi með því að fylgja þessari sannfæringu sinni þrátt fyrir að vilja það ekki, en það var það rétta að gera. Nú og hverju þjónaði þetta svo? árangurinn lét allavega ekki á standa og maðurinn er enn þekktur í dag og hefur eflaust bjargað mörgum frá villigötum hvernig svo sem það á sér stað. en kirkju og trú talaði jésu heldur ekki um heldur innri sannfæringu á sjálfan sig,samkvæmt þessari biblíu sem ég hef séð og heyrt um, og að musterið sé líkaminn og svona fleira eitthvað og guð sé í öllu og öllum ekki í kirkjum og ráðendum þeirra.svo að jésu var kaski einhver allt annar gaur en biblían segir hann hafa verið. ég gæti ímyndað mér að hann hafi verið sniðugur kall með fullt af skemmtilegum hugmyndum og hafi verið ósköp tjillaður á þessu öllu saman.ég styð það sama hvað öðru líður.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.