Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Lesendabréf frá Halldóri Carlssyni

Okkur á ritstjórninn barst á dögunum lesendabréf frá Halldóri Carlssyni. Rétt er að birta það hér í heild sinni og opna um leið fyrir fleiri slík skrif. Sumt er nefnilega of efnismikið til að eiga heima í athugasemdakerfinu. En gefum Halldóri orðið:

AÐ TRÚA EÐA EKKI - ÞARNA ER EFINN ...

Í Opnu bréfi til Egils Helgasonar á vantrú.net fjallar Vésteinn Valgarðsson um vin minn, efann, sem Shakespeare gerir ódauðlegan í Hamlet.

Þó Vésteinn fjalli um viðhorf biskups kirkjunnar til trúar öðru fremur, finnst mér þessi pæling varðandi efann einn þarfasti punktur þessarar greinar.

sá sem aldrei hefur efast, hefur aldrei verið til. orð og pælingar Sartre, Jesú, Kirkegaard, Russell, Camus, Orwell, Galileo, Sókrates, H. G. Wells, Mikolai Kopernik, - þetta eru orð efasemdarmannsins.

kirkjan er andsnúin tvennu:

  • heilbrigðri trú
  • heilbrigðu trúleysi

kristin kirkja elur á þrennu, til að bola mönnum frá því að gagnrýna völd hennar og daður við Mr Mammon, eignir og völd -

  • ótta
  • undirgefni
  • tortryggni

tortryggnin birtist í orðum biskups t. a. m. þegar hann talar um

,, ...að hamla gegn áhrifum sálardeyðandi og mannskemmandi guðleysis og vantrúar ... "

eða: ,, ... trúlaus maður er sá sem hefur slitið á það sem er manninum helgast ... "

efinn - þetta hreyfiafl sem gerir mig gagnrýninn - er náttúruleg leið okkar til að finna upp nýja hluti, breyta okkur og umhverfi okkar þegar það fer að úreldast, endurmeta okkur sjálf, viðhorf okkar, umhverfi okkar.

er vanþörf á?

  • sjáið bara hversu hratt 3ja heimsstyrjöldin gæti verið að nálgast okkur.

getum við þá stólað á nokkurn guð?

kristin kirkja hefur ekkert pláss fyrir efann.

kristin kirkja er logandi hrædd við vítisloga efans.

í heita pottinum í gær spurði mig kona úr Hvítasunnusöfnuðinum hvort ég hefði leitað guðs. ég sagði: já, nokkrum sinnum, á tímum þegar lífið var mér nánast ofviða.

og grimmd heimsins virtist lítil takmörk hafa.

eða magnleysi mitt ...

og það meinti ég svo sannarlega.

en svo bætti ég við: ég bara fékk aldrei samband. undarleg tilviljun: hann var alltaf utan þjónustusvæðis eða allar rásir uppteknar ...

ég beið. eftir svari. vissi samt hvað kæmi, eins oft og ég hef heyrt það í Síbylju Gvuðs Ehf, meðal hvítasunnímúslímanna og AA:

a) heldur þú að þú getir bara ákveðið sjálfur hvenær guð talar til þín? hvílík eigingirni!

b) þú hefur ekki opnað hug þinn rækilega

(þessu fylgir sjaldan útskýring, bara svipur heilagrar vandlætingar)

vantrúarvefurinn er hins vegar ekkert síður undirorpinn strangtrúarsannfæringarkrafbirtingarhljómi hins heilaga sakramentis -

í þetta sinn bara hinum megin frá ... e. k. spegill biskups.

stundum finnst mér vantrúarvefurinn minna mig ískyggilega á ofstækisleg viðbrögð manna kirkjunnar.

og ég efast sérstaklega um að eitthvert gagn geti verið í RÖKRÆÐUM UM TRÚ eins og birtist á þessum vef - ég tel það tímaskekkju og oft eru það árásir á helg vé hverrar manneskju.

Eins og þegar skrif frá fólki með andstæðar skoðanir eru kallaðar ,,lygar" á vef ykkar - þegar í raun er bara um sannfæringu annarrar manneskju að ræða.

það er gróf árás - raunar afar svipuð og birtist í orðum biskups, sem Vésteinn vitnar í í grein sinni.

hrein trú er þroskandi. og falleg. heilög þeim sem hana á.

búddismi er heimspeki hreinleikans.

trú getur verið uppbyggjandi, ekki síst fyrir fólk sem hefur misst fótanna í lífinu og á ekkert haldreipi nema í himnadraugum.

trú er hafin yfir rök, því hún er trú - ekki vissa.

trú hvers og eins hefur á hinn bóginn lítið eða ekkert að gera með viðhorf mín gagnvart hinni kristnu kirkju.

sem hræðist efann.

sá, sem aldrei spyr, verður alltaf fífl ...

kveðja -

Halldór Carlsson

Það kemur auðvitað í minn hlut að svara þessu með lygarnar. Þú hefur kannski ekki tekið eftir því, Halldór, að eftir ábendingu breytti ég fyrirsögn greinarinnar og hef því tekið lygaásökunina til baka. Ég gerði þau mistök að gefa mér það að Ingveldur hefði í grein sinni í DV talað gegn betri vitund þegar hún hélt því fram að trúleysingjar væru ekki trúlausir í raun, heldur eigi það fyrir þeim að liggja að biðja til Guðs þegar á bjátar. Mér hefur síðan verið bent á að sennilega sé þetta einlæg sannfæring hennar.

Ég fellst á þau rök. Ingveldur er að öllum líkindum ekki að ljúga þessu að þjóðinni, heldur er hún bara haldin algengum ranghugmyndum um trúlaust fólk. Kannski er hún einfaldlega á valdi samfélagseflis.

Er þetta eina dæmið sem þú getur tekið þegar þú sakar okkur um ofstækisfull skrif? Burtséð frá þessari óverðskulduðu fyrirsögn minni við greinina um Ingveldi stendur greinin sjálf fullkomlega sem leiðrétting á rangfærslu. Vantrúarvefurinn gengur nær alfarið út á að afhjúpa kjaftæði hvers konar þegar kemur að heimsmyndinni. Við erum ekki að úthrópa fólk sem vitleysinga fyrir trú sína, heldur einungis að taka fyrir órökstuddar fullyrðingar og dylgjur þær sem sífellt dynja á samfélaginu úr herbúðum trúmanna og sýna fram á rangindi þeirra með rökum. Og ofstækið er nú ekki meira en það að við höfum opið fyrir athugasemdir við hverja grein svo benda megi okkur á okkar eigin rangfærslur, ef einhverjar eru. Þegar það gerist drögum við þær til baka og viðurkennum að skoðun okkar hafi verið röng. Sérðu það oft gerast á vettvangi trúmanna eða á sviði stjórnmálanna?

Það getur ekki flokkast undir ofstæki að benda mönnum á villur í málflutningi sínum og afhjúpa með rökum fullyrðingar sem settar eru fram órökstutt. Miklu fremur mætti flokka það undir ofstopa að halda áfram fram staðhæfingum sem búið er að sýna fram á að eiga ekkert undir sér.

Ég skora á þig að tína til öll þessi dæmi um ofstopa sem þú segir þennan vef vera fullan af. Sýndu okkur fram á að við séum ósveigjanlegir í málflutningi okkar, en dragðu þessa fullyrðingu til baka ella.

Þú segir það líka hugsanlega vera gagnslaust að rökræða um trú, því hún sé einmitt það, trú, og því hafin yfir slíkt. Ef þú skoðar umræðurnar hér á Vantrú betur kemstu þó að því að hér er ekkert verið að rökræða um trú manna per se, heldur eru það hinar órökstuddu fullyrðingar sem frá trúmönnum koma sem eru helsta skotmark okkar. Þessar staðhæfingar eru í flestum tilvikum sannanlega rangar, burtséð frá því hvaða hugmyndakerfi er í höfðum þess fólks sem þær eiga. Við lítum á það sem borgaralega skyldu okkar að benda á þegar farið er með fleipur og kjaftæði, sér í lagi þegar það kemur frá embættismönnum á launaskrá ríkisins. Og þetta leyfum við okkur einfaldlega að gera með afdráttarlausum hætti. Enginn er undanskilinn, hversu heilagir sem menn gefa sig út fyrir að vera. Biskup Þjóðkirkjunnar (ekki Íslands), prestar, sprenglærðir guðfræðingar og leikmenn af báðum kynjum og öllum aldri, allt þetta fólk fær að heyra umbúðarlaust frá okkur þegar dylgjað er á svig við það sem sannanlega er satt og rétt.

Að lokum: Hvað er hrein trú? Og hvernig getur hún verið falleg og þroskandi? Er það einhverntíma þroskandi að taka bábiljur fram yfir það sem satt er og rétt?

Birgir Baldursson 22.03.2005
Flokkað undir: ( Aðsend grein )

Viðbrögð


Orri - 22/03/05 01:47 #

Úbbs. Hvað er að gerast með vinahóp Birgis. Ég sem hálfvegis skammaðist mín fyrir smávægilegar aðfinnslur við greinar Birgis. Svo kemur HC bara og bætir um "betur" og reynir að salla þetta allt niður.

Hvað er í gangi? Hvar er doktorinn? Er hann ekki næstur? :) Nú eða SSska... hehehe


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/03/05 09:31 #

Ekki vil ég að mér sé hlíft, ef skoðanir mínar þykja út í hött. Eða með orðum Páls Skúla:

[S]koðanir eru ekki einkamál þeirra sem þær hafa og þess vegna er manneskju ekki sýnd nein óvirðing þó að skoðanir hennar séu ekki virtar. Öðru nær, ein mikilvæg leið til að sýna fólki virðingu og tillitssemi í hinu daglega lífi er að gagnrýna hugmyndir þess og skoðanir, enda leitast vinir við að leiðbeina hver öðrum.

Halldór Carlsson - 22/03/05 19:26 #

  • sæll, Birgir. skoðanaskipti eru ,,heilög”. því fleiri teningar, því skemmtilegra er lúdó lífsins. ég vil fyrst að þú hafir mín viðhorf alveg á hreinu. ég er andsnúinn íslensku þjóðkirkjunni og hef verið frá því ég var ungur. og segi, - í anda ummmæla Carl Sagan á vefnum ykkar -
    ef viðhorf þjóðkirkjunnar breytast, gera mín það kannski líka .. en – ég hef ekki leyfi til að ráðast á trú sona minna. heldur ekki að reyna að sanna það – með rökum – hversu mikil þvæla trúin þeirra er. þó ég hafi ekki mætt í fermingu þeirra. þarna er eðlismunur á. ég hef rétt til minna viðhorfa. ég hef líka rétt til borgaralegrar óhlýðni þegar önnur vopn ekki duga lengur. öfgar ýmissa stofnana samfélags okkar – þ. m. t. kirkjunnar – neyða mig til óhlýðni þegar réttlætiskennd minni er ofboðið. Það er ekki sami hluturinn, siðferði og samfélagsreglur.

veistu hvers ég var að vísa til í skrifum ykkar, þegar ég sagði að vantrúarvefurinn sé undirorpinn strangtrúarsannfæringarkrafbirtingarhljómi ? hlustaðu á eigin orð hér að neðan - þ. e. þegar e - u er haldið fram sem STAÐREYND sem enginn getur sannað eða afsannað:

,, .. [eg tel] að mönnum sé þarna að yfirsjást ákveðin staðreynd .. Ef fólki væri ekki innrætt í æsku að nauðsynlegt sé að trúa, að mikilvægt sé að ákalla æðri máttarvöld og biðja um að halda yfir sér verndarhendi, þá hefði það ekki þessa þörf ..”

þetta er ekki STAÐREYND. þetta er sannfæring, hvort sem er eins eða fleiri. ákaflega hæpnar rökræður. nú skal ég raunar viðurkenna að ég er ekki þeirrar skoðunar að allir séu fæddir með trúarhugmyndir eða trúarþörf, en rétt eins og með ákallið til guðs almáttugs á ögurstundu, veit þetta enginn og menn ekki á einu máli. ég hef lesið um þann tíma sem trúin var úthrópuð og fyrirlitin af yfirvöldun í Sovét. og þar munu hafa verið tekin viðtöl við allmargt fólk sem hefur engar trúarhugmyndir. Veit bara ekkert hvað trú er í rauninni, sem vissulega styður fullyrðingar eins og þína hér. en hvort það er satt – það fer alveg eftir áreiðanleika heimilda. veistu um e – r rannsóknir sem afsanna trúarþörf fólks?

kveðja Halldór C.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/03/05 19:47 #

Börn fæðast trúlaus - það er staðreynd.

Börn öðlast trú við það að þeim er hún innrætt af þeim sem eldri eru - það er staðreynd.

Frá því að börn fæðast og þar til farið er að innræta þeim trú eru þau trúlaus - það er staðreynd.

Þar af leiðir að setning mín sem þú vitnar til er rétt. Ef börnum væri ekki innrætt trú hefðu þau ekki þörf fyrir að leita á náðir yfirnáttúruafla - það er staðreynd.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/03/05 23:57 #

ég hef ekki leyfi til að ráðast á trú sona minna.

Ef þú hefur þá sannfæringu að trú sé mein, sem trúarbrögðin breiða út með boðun ættirðu að endurskoða þessa afstöðu þína. Það er enginn að tala um að ráðast á neitt eins og einhver bigot, heldur uppfræða. Þekking sigrar alltaf og þótt ný vitneskja geti verið sár (eins og í tilviki trúmanns sem fær að heyra sannleikann um trú sína) þá standa menn betur að vígi eftir en áður. Fróðari, vitrari, hæfari.


Halldór Carlsson - 23/03/05 00:04 #

ég spyr aftur: veistu um e – r rannsóknir sem afsanna trúarþörf fólks? er hægt að sanna að ungbörn trúi ekki? og þó ekki sé líklegt að þau trúi, er ólíklegt, eða óeðlilegt, að fólk fái hugmynd um skapara einhvern tíma á lífsleiðinni, - án innrætingar?

um þetta eru að mínu viti bara til fullyrðingar. ekki staðreyndir.

e. t. v. hafa allir menn guðshugmynd að e - u leyti, - kannski er það bara skrifað í erfðaminnið okkar frá þeim tíma þegar við vorum enn minni og máttlausari (og fáfróðari) en við erum í dag .. ?
af hverju erum við enn logandi hrædd við meinlaus skordýr, og litlar sætar rottur?

vegna þess að þessi kvikindi voru skaðlegir sýklaberar fyrr á tímum.

kannski var guðshugmyndin okkur lífsnauðsynleg vegna varnarleysis okkar sem lífveru.

kannski á hún sér pláss einhvers staðar í heilanum.

af einhverjum ástæðum er þessi ofsasterka tilfinning - trúin, trúarþörfin, - eða andstæða hennar - mönnum eilíft umræðuefni og vangaveltur.

þó kirkjan geri trúarþörf manna að sinni eign - rétt eins og allar hátíðir og skemmtanir, sem henni tókst ekki að uppræta - táknar það ekki að trú sé búin til af kirkjunni.

þó þessi valdníðslustofnun opinberi hvað eftir annað hroka sinn og mannfyrirlitningu ( og ,,vantrú" eigi lof skilið fyrir að krefjast svara frá -) - þá sannar það ekki mikið um trú fólks almennt.

það er margt sem við vitum. og það er gott. það er líka margt sem við höldum að við vitum, - og það á líka við um trú eða trúleysi ungbarna. þar stendur orð gegn orði þangað til ungbörn fæðast altalandi.


Guðmundur I. Markússon - 23/03/05 00:12 #

Slíkar spurningar fæst hugræn trúarbragðafræði við. Reifa ég hér hugmyndir úr þessari fræðigrein.

Tungumál er mannlegur universal. Það gæti ekki verið það án sérstakrar aðlögunar taugakerfis mannsins (sem annars er dæmigert apaheilabú).

Trúarbrögð eru sömuleiðis mannlegur universal og gætu ekki verið það án þess að heilabúið, sem við öll deilum, komi þar við sögu.

Það að gefa sér að varasamar/sérstakar verur (oft ósýnilegar) séu í umhverfi okkar er arfur líffræðilegrar þróunnar sem við deilum með öðrum dýrum (þeir einstaklingar sem kíktu bakvið runnann sem hreyfðist eignuðust ekki afkvæmi).

Trúarhugmyndir brjóta gegn OG samsvara meðfæddum hugmyndum okkar um lifandi verur: draugur er ósýnilegur (brot) en persóna sem skynjar og hugsar (samsvörun), og eru því sérlega minnistæðar og grípandi fyrir mannshugann.

Ergo: trúarhugmyndir eru ekki svo útbreyddar sökum trúarþarfar, heldur vegna þess að þær eru sérlega grípandi.

Börn fæðast ekki með innbyggðar trúarhugmyndir. EN, sökum þess hvernig taugakerfi þeirra er uppbyggt frá náttúrunnar hendi er börnum (og fullorðnum) tamt að gera ráð fyrir tilvist varasamra/sérstakra vera og finnast hugmyndir um slíkar verur grípandi.

Trúarhugsun er í þessu ljósi ákveðin hliðarverkun hugrænna ferla sem eru til staðar á undan trúarhugmyndum.

Menn ættu ekki að týna sér í hugtökum eins og "trú" og "þörf". Trúarhugmyndir eru "grípandi" og byggjast á ákveðnum náttúrulegum "tilhneigingum".

Það hvort trúarbrögð séu fölsk eða óæskileg er hins vegar allt önnur spurning.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 00:27 #

þó kirkjan geri trúarþörf manna að sinni eign - rétt eins og allar hátíðir og skemmtanir, sem henni tókst ekki að uppræta - táknar það ekki að trú sé búin til af kirkjunni.

Það sagði ég aldrei, Halldór. Þú gerir mér þarna upp skoðanir.

Í þessum efnum hef ég dálítið að leiðarljósi niðurstöður Richard Dawkins, þróunarlíffræðings, sem segir trúgirnina vera orsök þess að við trúum á yfirnáttúrlegar verur. Sú ranghugmynd hefur einfaldlega borist frá eldri kynslóðum til þeirra yngri sökum þess eins að það er heppilegt í þróunarlegu tilliti að vera trúgjarnt barn. Já, þau eru grípandi, Guðmundur.


Orri - 23/03/05 02:22 #

Birgir segir:

"Börn fæðast trúlaus - það er staðreynd."

Ég sakna þess, Birgir, að þú viðrir hér ekki vitneskju þína um "gagnaugablaðsflogaveiki", sem þú hefur oft vitnað til í samtölum okkar.

Þar er annars líffræðilegt eliment á ferð. Og við hljótum að vera sammála um að slíkt lífræðilegt þróist ekki við andlegt uppeldi.

Og ef rétt reynist þá afsannar það fullyrðingu þína um að maðurinn hafi ekki trú sem eiginlegt upplag.

Annars hefur meintri trúarstöð í heila mannsins verið víða gerð skil.

Til dæmis hér:

http://www.peace-files.com/ALKATHRAS/01_Inngangur.html


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 10:01 #

Gagnaaugablaðsflogin eru ætíð í takt við þær trúarhugmyndir sem menn hafa fyrir. Hafi menn engar, framkalla flogin aðeins einhverja óskilgreinda nándarupplifun.

Þessi flog eru ekki partur af andlegu starfi hvers manns, heldur afbrigðileg heilastarfsemi, líkt og ofskynjanir geðsjúkdómanna. Trúarupplifanir gagnaugablaðsfloganna eru sjúklegar, en viðhalda um leið þeim trúarbrögðum sem fyrir eru í kolli þess sem upplifir.

Kannski eiga trúarbrögðin eftir allt sér bara forsendur og uppruna í afbrigðilegri heilastarfsemi. Er þá ekki ábyrgðarhluti að boða trú og beina með því hugarstarfi fólks inn á þær brautir að líklegra verði að þessi flogaveiki grasseri?


Guðmundur I. Markússon - 23/03/05 13:20 #

Samkvæmt hugrænni trúarbr.fræði (cognitive science of religion), sem er ein helsta greinin sem fjallar um trúarbrögð vísindalega, eiga megin straumar trúarbragða sér rætur í eðlilegri heilastarfsemi, ekki sjúklegri. Þetta útilokar ekki sjúklega þáttinn en hann er undantekningin.

Richard Dawkins er skemmtilegur og hugmyndir hans um menningu áhugaverðar. EN, hugmyndir hans um trúarbrögð eru ekki vísindalegar--hann hefur ekki stundað rannsóknir skoðunum sínum til stuðnings. Hann er því ekki áreiðanlegur vilji menn fjalla um trúarbrögð vísindalega.


darri (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 14:22 #

Tekið af The Archive for Religion & Cognition

...we claim that our approach is less "dangerous" to your religiosity than some post-Enlightenment approaches. We do not demonstrate why some religious systems, dogmas and rituals are irrational, counter-intuitive and unfounded (all these adjectives understood in a very negative sense, for we speak about a post-Enlightenment approach). In the opposite, the cognitive science of religion aims at showing why your irrational, counter-intuitive and unfounded believes, superstitions and practices are very deeply rooted in the human brain, and are thus unavoidable: if you are religious, you are not sick person, but you are a real human.

Mér sýnist í fljótu bragði hugræn trúarbragðafræði [Cognitive Science of Religion] snúast um fátt annað en að réttlæta trú á grundvelli þess að hún sé manninum eðlislæg.

Jói: "Trúir þú á guð?"
Kalli: "Já."
Jói: "Af hverju?"
Kalli: "Æ, ég er bara svo mannlegur."

Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 14:37 #

megin straumar trúarbragða [eiga] sér rætur í *eðlilegri* heilastarfsemi, ekki sjúklegri.

Gættu þín á að fara ekki að gera mér upp skoðanir. Ég var ekkert að tala um meginstrauma trúarbragða heldur einmitt gagnaugablaðsflogaveikina, eftir innskot um hana frá Orra. Sástu ekki að ég talaði um að flogin (sjúkleg) framkölluðu hugmyndir sem væru í takt við þá trú sem fyrir væri í hausnum (ósjúkleg)?


Guðmundur - 23/03/05 17:01 #

Til Bigga og Darra.

Biggi: Ég var svona almennt að kommentera á eftirfarandi hjá þér:

"Kannski eiga trúarbrögðin eftir allt sér bara forsendur og uppruna í afbrigðilegri heilastarfsemi (áherslu bætt við af mér)"

Hér vísar "trúarbrögðin" almennt í trúarbrögð, trúarhugsun og hegðun (megin strauma); "afbrigðilegri* vísar almennt í afbrigðilega (sjúklega) heilastarfsemi.

Ég var ekki að gera þér upp skoðanir heldur að kommentera á tilgátu sem þú varpaðir fram. Ég hélt að þetta væru skoðanaskipti en ekki bara prívat samræða ykkar Orra.

Darri: Þetta er svona "not with us=against us" lógík. Af því að hugræðin skrifar ekki upp á allt sem þið segið er hún á móti ykkur.

Þetta sem þú vísar í er ekki endilega dæmigert fyrir þessi fræði.

Hugfræðin segir að trúarhugmyndir komi á eftir kognítívum strúktúrum sem eru fyrir í heilabúinu (sb. fyrri póst minn að ofan.)

Einn frumkvöðlanna Pascal Boyer heldur því fram að trúarlegt siðferði sé "parasitic"/hliðarverkun af náttúrulegum siðfræði/félagslegum hæfileikum sem við fæðumst með (arfur þróunnar í samfélagi við önnur dýr).

Það ætti að vera augljóst að þetta tvennt er hægt að nota sem trúarkrítik í samræðum við kirkjunnar menn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 17:27 #

Guðmundur, ég tala um forsendur og uppruna. Kannski eiga trúarbrögðin ættir sínar þangað að rekja, en hafi fljótt öðlast viðurkenningu sem sú eðlilega hegðun og afstaða sem þau þykja.


darri (meðlimur í Vantrú) - 23/03/05 17:41 #

Rétt hjá þér Guðmundur, ég er búinn að kynna mér þetta betur og sé að þetta dæmi sem ég tók var ekki beint dæmigert. Mér sýnist þessi Boyer vera klár gaur, væri alveg til í að glugga í þessa bók hans, Religion Explained.


Guðmundur - 23/03/05 18:41 #

Fín bók. Má auðvitað deila um það hvort honum text að gera það sem titillinn gefur til kynna. En í það heila bitastætt verk og skemmtilegt aflestra.


Halldór Carlsson - 25/03/05 01:52 #

hugræn trúarbragðafræði - merkilegar kenningar þarna á ferðinni.

þarna er a. m. k. gengið út frá því að trúartilfinning geti verið dýpri, og ætt sér sterkari rætur, en bara með innrætingu í uppeldi.

vissulega er það líka rétt að orðið ,,trúarþörf´´, sem ég notaði, er meingallað og merkingarlaust (nema þegar sú þörf hefur þegar verið búin til ..) ég efast um að trú eigi sér bara uppruna í afbrigðilegum heila. en kenningar Guðmunds eru merkilegar. því með þeim væri hægt að velta því fyrir sér hvort trúartilfinning

(sem rök heilbrigðs manns vinna ekki á, svo sterk er hún ... jafnstek vímuefnum ...)

sé arfgengur hluti mekanisma sem var okkur mikilvægur á sama hátt og afneitun er okkur t. d.

ef við hefðum ekki hæfileikann til að neita að horfast í augu við ýmsar aðstæður sem við lendum í á lífsleiðinni, myndi þyrma yfir okkur.

stundum hugsa ég um trú sem mekanisma sem hefur virkað á sama hátt fyrir vanmáttugan mannapann, sem flýði í vonleysi undan glorhungruðum rándýrum og eldgosum og öllum hættum.

og .. auk þess: var manninum, sem var að fæðast gagnrýnin hugsun og um leið tungumál: útskýring á fullkomlega óskiljanlegum náttúrulögmálum.

vegna þess að kenningar Darwins um dýrin og Mendels um baunirnar birtust okkur, - einar þær allra mikilvægustu í hugsun mannsins í aldaraðir - getum við ekki útskýrt heiminn lengur á þann hátt sem okkur var tamt.

með bábiljum og bulli.

og þannig mun spilaborgin KYRKAN hrynja niður, og þar með kvarnast úr valdapíramída heimskapítalismans, grægðinnar, korporate geðveikinnar, þjóðarnauðgananna og valdníðslunnar sem ég sé í fréttum á hverjum degi.

en það táknar ekki endilega að þær trúarhugmyndir hafi ekki upphaflega haft tilgang ..

mannapinn er með ýmislegt sem hann burðast enn með, þó það séu bara leifar af fortíð:

tær (til hvers í dag, nema kannski helst til að halda jafnvæginu) hár (til skrauts, var áður til skjóls, ekki síst höfðinu og kynfærum) rófubein .. hugsanleg sundfit .. karlmenn eru með geirvörtur ..

var trú okkur kannski einhvern tímann jafn mikilvægt tól og umhyggja eða reiði?

vegna þess að efinn er einn af mínum bestu vinum (þó erfiður sé oft) - tek ég því ekki sem gefnu, án sannana, að trú spretti bara af innrætingu.

því þá værum við komin út í það sem Birgir gagnrýnir sjálfur:

,,hinar órökstuddu fullyrðingar sem frá trúmönnum koma ...´´

stundum hugsa ég um trúarupplifun á sama hátt og vímuefni, enda hef ég hitt fólk í svipuðu ástandi talandi tungum bæði undir áhrifum trúar og vímuefna.

hvort vímuefnið trú er náttúrulegt, eins og sveppir eða kannabis, eða fabríkerað eins og amfetamín og ecstasy, - þarna er (enn og aftur) efinn ...

=Hc=


Ásgeir Valur Sigurðsson - 06/07/05 12:52 #

Ég vil tjá Skeptíkusi að ég stend ekki í internet samskiptum við hægri öfgasamtök, það á engin andlega heilbrigð manneskja að vera að skipta sér af loddurum, sem svíkja peninga út úr öðrum, og ljúga að öðru fólki. Ég vill ekki að hægriöfgasamtök, sem ég er að gagnrýna, birti greinar eftir mig á vefsíður sínar, og biðji mig um að færa sér sannanir fyrir tilvist dulrænna fyrirbæra, gegn mínum vilja. Ég bið um að Skeptikus hætti starfsemi sinni þegar í stað, og að vitleysingarnir sem reka þessa síðu, leiti sér geðlæknisaðstoðar. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands, að lýða fordóma í garð annara, og ég er hér í Háskólanum til að læra heimspeki, og ég krefst afsökunarbeiðni fyrir að vera kallaður ufo nöttari. Þá krefst ég þess að liðsmenn Skepticus hætti að skipta sér af birtingu niðurstaðna á rannsóknum á bænum í fjölmiðlum, og hafi einfaldlega sína efahyggju fyrir sig, og ljúgi ekki oftar upp á mig,k eða aðra, sem hafa áhuga á FFH. Ég ætla ekki, að hætta að kalla fólk sem trúir því að dulræn öfl séu ekki til, geðveika rugludalla, nema þau geti sýnt fram á það fyrir mér, að þau séu ekki geðveikir rugludallar eða eitthvað annað sem skiptir mig ekki neinu sérstöku máli. Ég er spurður af hverju ég hlusta ekki á pabba minn, ég hlusta á margt sem pabbi minn segir, og Skeptikusi kemur málefni hans andskotans ekkert við, Svo er ég búinn að fá nóg af því hvernig látið er við fólk sem virkilega vill hafa frið í kringum sig, og talað illa um það úti í bæ, og úti um allar trissur, og allt gert til að gera því lífið leitt. Ég ætla ekki að bera neinar sannanir á borðið fyrir Skepticusi um að dulræn öfl séu til, því ég veit að Skepticus veit það og þetta vita allir og Skepticus er ekkert annað en stórhættuleg hræsnarasíða, sem ætti fyrir löngu síðan að vera bönnuð og lokuð ef stjórnarhættir í þessu landi væru eðlilegir. Háskóli Íslands, á ekki að vera vettvangur, fyrir starfsemi hægriöfgasamtaka, sem á skipulagðan hátt, reyna að gera lítið úr öðrum, og skemma fyrir öðru fólki. Ég ætla mér ekki að öðrum kosti að skipta mér frekar af íhaldssömum öflum í þjóðfélaginu, Skepticusi, Félagi Þjóðernissinna, Kommúnistaflokknum, Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum, eða öðrum ómerkilegum sértrúarsöfnuðum. Ef Skepticus vill vera ómerkilegur sértrúarsöfnuður sem samanstendur af lygurum, illskeyttum loddurum, og fólki sem lýgur og stelur peningum af öðrum, má það það mín vegna. Og hvað varðar rugludalla eins og Carl Sagan, þá stendur í bók sem heitir Disclosure, og er eftir Steven M. Greer, sem sjálfur er margreyndur vísindamaður, að Carl Sagan hafi verið lygari á launum fyrir CIA.

Og svo vil ég benda á, að ég sé ekkert eftir því sem ég sagði um fólk sem trúir ekki á FFH - það bara þarf að sýna mér fram á að FFH eða dulrænir hlutir, etc, séu ekki til, og ég skal trúa því. Sýnið mér einhverja efnisögn sem er ekki meira en 90% tóm, og ég skal trúa því að það sé til efnislegur veruleiki, en ef þið viljið ekki lifa á 21stu öld og viljið frekar lifa á dögum galdrafársins í Evrópu, þá megið þið það mín vegna, enda er til fullt af geðlæknum úti, sem ég get alltaf nefnt við einhverja af þeim sem ég sá að voru að fjalla um mig á þessum vef, með þessum hætti, til að sýna þeim, að ég er ekki hræddur við þá, og að þeir viti, að það er ekki hægt fyrir þá, að granda mér, eða neinum öðrum í þessu landi, sem trúir á álfa, FFH, eða aðra andlega hluti. Skepticusarrugluhausarnir, geta svo troðið lygum sínum og geðsýki, upp í rassgatið á sér sjálfum, og látið gáfað fólk eins og mig, í friði með sínar gáfur, þetta er það sem þið vilduð, þið báðuð um þetta, sem trúið þessu ekki, í 1260 ár - að við sem trúðum þessu skildum að þið hefðuð engan áhuga á að sjá neinar sannanir lagðar fram á borðið sem gætu gert öfgafullar nasista eða kommúnistaskoðanir ykkar að engu, gjöriði svo vel, verði ykkur að góðu, og skiptið ykkur ekki af mínum málum.

matrixs@mi.is


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/07/05 13:50 #

Hverjar eru lygarnar, Ásgeir, og í hverju felst loddaraskapurinn? Ef þú rökstyður mál þitt er kominn grundvöllur fyrir málefnalega umræðu um innihald þessara athugasemda þinna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 06/07/05 13:53 #

Og ertu ekki að gera þessar athugasemdir undir kolrangri umræðu? Ertu ekki til í að finna þráðinn þar sem þessi mál ber á góma og pósta þessu inn þar?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.