Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Magnaðasta kjaftæðið

Í kjaftæðisdeildinni komast sölumenn ekki í hálfkvisti við hina geistlegu.

Ég verð bara að segja það hreint út. Þegar kjaftæði er annarsvegar, pípandi, kolruglað kjaftæði, þá verðum við hreinlega að taka ofan fyrir fyrir ævarandi heimsmeisturum falskra loforða og ýktra fullyrðinga, trúarbrögðunum. Þau eiga sér engan keppinaut. Ekki nokkurn. Trúarbrögðin. Þau eiga sér þá almögnuðustu lygasögu sem nokkurntíma hefur verið sögð. Spáið bara í það. Trúarbrögðin hafa í alvöru náð að sannfæra fólk um að það sé til ósýnileg mannleg vera sem býr í himninum og fylgist með öllum gjörðum okkar, hverja mínútu hvers einasta dags. Og þessi mannvera hefur útbúið sérstakan tíu atriða lista yfir það sem hann vill ekki að við aðhöfumst. Og ef við gerum eitthvað sem er á listanum hefur hann útbúið handa okkur sérstaka vistarveru fulla af eldi og reyk, bruna, pyntingum og angist og þangað sendir hann okkur til að hafast við og kveljast og brenna og kafna og gráta til eilífðarnóns.

En hann elskar okkur. Hann elskar okkur og þarfnast peninga. Alltaf skal hann þarfnast peninga! Hann er almáttugur og alvitur, en af einhverjum ástæðum kann hann ekkert með peninga að fara. Trúarbrögð afla tekna upp á milljarða og aftur miljarða og borga ekki neina skatta, en þurfa alltaf aðeins meiri peninga. Talandi um góða lygasögu. Andskotinn hafi það!

George Carlin

Ritstjórn 17.03.2005
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Erik Olaf - 17/03/05 16:53 #

Þetta er fyndið, en jafnframt eitthvað svo...satt.


Karl Birkir - 18/03/05 13:50 #

Já eins og Erik segir, þá er þetta helvíti fyndið. :)

Sannleikurinn getur verið sænilega skondinn.


Árni Bergþór Steinarsson - 23/03/05 22:10 #

Halelújafólkið og hræsnistrúaðir hvort sem þeir aðhyllast hræsniskristni eða önnur trúarbrögð virðast ekki einir um að staðhæfa án faglegra forsenda. Þessi ósýnilega mannvera kann að tengjast bókstafstrúarkristnum sem skilja ekki að maðurinn skapaði Guð í sinni mynd en ekki öfugt. Sumt fólk ímyndar sér Guð sem veru í mannsmynd, en sumir sem eru trúaðir, t.d. kristnir hafa ekki gert sér neina hugmynd um útlit Guðs, enda trúa þeir á almættið eða hina æðstu veru, án þess að gera sér neina hugmynd um útlit þess. Og hvað má segja um Buddisma og Taóisma? Hvað er Tao eða Nirvana? Nirvana er ástand,en Tao er fyrir trúleysingjanum kannski frummynd sannleikans,eða kennigar um farsæla skipan mannlífsins og hvernig viðgetum greint slíkt, sé um eðli hlutanna og alheimsins, en ekki Guð. En trúaður maður gæti skilið Tao sem almættið eða hina endanlegu visku. Nirvana í buddisma gæti verið fyrir sumum hin æðsta vera en ekki bara ástand algleymis. Sú vera er samt ekki í mannsmynd, frekar en annarri mynd, ekki frekar en Tao í taóisma eða Guð í kristni ef hann er skilinn þannig að hann sé hvorki í mannsmynd, né andi, né nokkuð annað, heldur bara sem endanleg vitund. En það væri mjög gaman ef einhver gæti komið með rannsóklnarniðurstöður á hugmyndum manna um útlit og verulega þætti Guðs, og hversu mörg prósent manna aðhyllist hræsniskristni í einhverri mynd þ.e. að trúi maður sé maðuyr í guðs náð og komist áfram og að ekki fari illt fyrir manni, ólíkt næsta manni, að helvíoti sé til og sumir fari þangað og jafnvel þannig að það sé fyrirfram ákveðið. Það má gefa sér að mikill meirihluti trúaðra sé hræsnistrúar t.d. hræsniskristnir og gyðingar og múslimar þar sem þessi trúarbrögð gera ráð fyrir að ástand og aðstæður manna beri vitni um náð eða fordæmingu Guðs. Því miður má gera ráð fyrir að um 90 % volg til heittrúaðra kristina hugsi þannig líka, en trúin sjálf fordæmir slíkt.

Ég ætla samt að biðja menn um að tala ekki á þessum vef með svipuðu orðalagi og Halelújafólkið. Það er með svona orðræðu. Og ég þykist sjá svipaða orðræðu hjá trúleysingum í þessum pistli.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.