Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Gervivísindi

Skeptíkus sýnir tvo fyrirlestra sem fjalla um gervivísindi

Sýningarnar verða í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, þann 1. mars.

20:00 Phil Plait - The Search for planet X ca. 45 mínútur.
21:00 Dan Garvin - Adventures in Scientology ca. 25 mínútur

Fyrirlestrarnir eru á ensku. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Phil Plait er stjörnufræðingur og hefur verið iðinn við að hrekja undarlegar kenningar um eðli heimsins. Í þessum fyrirlestri ræðir hann sérstaklega um einn spádóm sem gengur út á að pláneta muni rekast á jörðina og eyða jarðlífi eins og við þekkjum það. Phil blandar húmor saman við fræðin, sem gerir fyrirlesturinn líflegan og skemmtilegan.

Dan Garvin segir frá reynslu sinni af vísindaspekikirkjunni (scientology) sem er fræg fyrir að hafa innan sinna raða ótal fræga leikara (s.s. Tom Cruise). Garvin gekk í kirkjuna eftir að hafa verið sannfærður um að þessi trúarbrögð byggðu á vísindalegum staðreyndum. 25 árum seinna slapp hann.

Skeptíkus 26.02.2005
Flokkað undir: ()

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.