Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Prestur = töfralæknir?

Nýlega lét ég þau orð óbeint falla í grein hér á Vantrú að setja mætti samasemmerki milli hugtakanna prestur og töfralæknir. Fyrir þetta fékk ég bágt mikið, var sakaður um lygar, einelti og ofbeldi.

Samt var ég aðeins að gera tilraun til að lýsa prestsstarfinu með sem réttustum skilgreiningum.

Kristnir kraftaverkalæknar eru jafnmiklir skottulæknar og allt þetta heilunar/hómópata/árulesaradót sem auglýsir þjónustu sína í smáauglýsingum blaðanna. Þjóðkirkjuprestar eru jafnvel með okkur í liði þegar kemur að því lýsa vanvirðingu og fyrirlitningu á glæpaverkum þessa hyskis.

Öll færsla síðustu helgar hjá James Randi fór í að svipta leyndarhjúpnum af brasilískum loddara sem með svindli sínu kostar veikt fólk út um allar trissur stórar upphæðir. Sjúklingar fljúga jafnvel til hans frá öðrum heimsálfum og kosta til þess fé og tíma sem betur hefði farið í raunverulegar lækningar.

Einn þeirra sem horfði upp á kraftaverkamessu þessa Brasilíumanns hafði á orði að nú skildi hann loksins starf Randi. Honum ofbauð að sjá allt þetta aumingjans fólk fylla heilu farþegaþoturnar til að ná á fund manns sem enga læknaði en rakar saman aurum fátækra og sjúkra.

Þessir kallar, John of God, Charles Ndifon og Benny Hinn eru aðeins ýkt útgáfa af íslensku þjóðkirkjuprestunum. Þeira færa með atferli sínu okkur heim sanninn um í hverju prestastarfið raunverulega felst. Þessir menn eru bókstaflega að gefa sig út fyrir að lækna með töfrum og ákalla til þess sömu goðmögn og íslensku þjóðkirkjuprestarnir.

Það var svolítið merkilegt að sjá það hvernig einstaka þjóðkirkjuliðar brugðust við grein Matta Á. um kraftaverkahyskið. Það er aðallega áhugavert sökum þess að Þjóðkirkjufólk sem úthúðar Benny Hinn og Charles Ndifon er í raun og veru að sakfella sjálft sig með þessum sömu orðum - svona þegar málin eru skoðuð í stærra samhengi.

Þeirra eigin gúrúar, prestar Þjóðkirkjunnar, eru nefnilega í sama djobbi, aðeins með öðrum og vægari áherslum.

Þeir eru töfralæknar.

Birgir Baldursson 25.02.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


frelsarinn@vantu.net (meðlimur í Vantrú) - 25/02/05 11:28 #

Í kristnifræði fyrir börn sem kennd er í skólum landsins eftir séra Sigurð Pálsson er því lýst hversu kristnir trúboðar í Afríku eru betri en töfralæknar. Þannig viðkenna menn að Það er greinilega samkeppni á milli töfralækna og presta.


Karl Birkir - 25/02/05 16:18 #

Tja, spurning hvort það eigi að gagnrýna presta fyrir starf öfgakristinna.

T.d. þegar öfgamenn múslima fremja hryðjuverk, er maður þá ekki með fordóma ef maður gagnrýnir múslima fyrir það? Þeir hafa vissulega sömu trú og eru af sama þjóðerni, en við eigum að gagnrýna öfgamennina en ekki þá sem eru "venjulegir". :)

Er það ekki annars?


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 25/02/05 16:31 #

Er samt ekki aðalaðtriðið að starf prests og töfralæknis er eins að því leyti að bæði snúast um þjónustu sem tengist yfirnáttúru?

Hver er annars munurinn á því þegar prestur vígir byggingu eða þegar græmlenskur töfralæknir gerir það?

Enginn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.