Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvort er eldra?

Birgir, oftar en einusinni hefur þér verið bent á að þú ert sjálfur eftirlegukind gamaldags, kreddufulls materíalisma sem gekk sér til húðar undir seinni heimsstyrjöldinni.

[Carlos Ferrer á annál sínum]

Það er nú meira hvað maður er gamaldags og lítið í tísku þessa dagana.

Þær hugmyndir sem Carlos er þarna að gagnrýna eru um 200 ára gamlar og lögðu grunninn að því almesta framfaraskeiði sem mannkynið hefur gengið í gegnum frá upphafi vega. Hugmyndirnar sem hann er að verja með þessum orðum eru 10 sinnum eldri.

Aftan úr fornöld.

Ég held að þessir guðfræðingar sem gera svo lítið úr rök- og raunhyggjunni á þeim forsendum að hún sé gömul ættu að setjast niður og velta því fyrir sér hvort verið geti að gömlu pósitívistarnir hafi kannski bara haft rétt fyrir sér. Það er í það minnsta alveg fáránlegt að afskrifa hugmyndakerfi á þeim einum forsendum að það sé gamalt, sér í lagi þegar tilgangurinn með því er að verja hugmyndakerfi sem er svona miklu eldra.

En á póstmóderntímum má svosem með góðum vilja halda því fram að blóðfórnartrú Krosslafs sé nútímaleg. Ég ætla þó ekki að taka þátt í þeim skrípaleik.

Hinn nútímalegi Carlos má halda áfram að borða og drekka foringja sinn, ákalla anda og hafa yfir galdrasæringar frammi fyrir trúgjarnri hjörð sinni. Allt saman er það mjög módern, þótt ég, í þvermóðsku minni, sjái þar aðeins örgustu villimennsku. Heimsenda- og mannátskölt eiga að mínu mati einfaldlega ekkert erindi við nútímann, hversu mjög sem reynt er að horfa fram hjá uppruna þeirra og eðli.

Birgir Baldursson 15.02.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 00:39 #

Mér finnst nú athyglisvert þegar guðfræðingar telja sig þess umkomna að brigsla öðrum mönnum um kreddur. Er það til vitnis um kreddufestu, að vilja ekki ganga út frá tilveru yfirnáttúru sem forsendu?


Guðjón - 15/02/05 16:18 #

Kreddufullur materíalismi er ágæt lýsing á mikið af þeim boðskap sem er hér boðaður. Ég get ekki skilið hvernig hægt að halda slíkum sjónarmiðum á lofti nú um stundi. Heimsmynd nútíma eðlisfræði er einfaldlega í andstöðu við slíkar kenningar. Meðan klassísk eðlisfræði var og hét var vel hægt að halda fram hugmyndum um einfalda vélræna efnishyggju. Þeir gömlu og góðu dagar eru einfaldlega liðnir og ný þekking hefur skapað nýja heimsmynd þar sem er ekkert pláss fyrir kreddufulla efnishyggju af gamla taginu.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 16:36 #

Kreddufullur materíalismi
Hvað er það?
Heimsmynd nútíma eðlisfræði er einfaldlega í andstöðu við slíkar kenningar.
Hvernig þá?

Passaðu þig á að fara ekki að tala um skammtafræði, nýaldarsinnar eru iðulega komnir út á hálan ís þegar þeir fara út í þau fræði.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 15/02/05 17:41 #

Ég árétta spurningu Vésteins: Hvernig getur það verið kreddufullt að aðhyllast aðeins það sem sannanlega er satt og rétt miðað við bestu fáanlegu vitneskju á hverjum tíma?


Karl Birkir - 15/02/05 21:56 #

Guðjón, værirðu til í að segja okkur hvernig "eðlisfræði nútímans" stangast á við materialisma? Ég hef oft heyrt þetta, en enginn hefur getað útskýrt neitt fyrir mér, enda ekki með minnstu hugmynd um hvað þeir eru að alhæfa.


Guðjón - 22/02/05 09:01 #

Sæll Karl, ég vil útskýra betur það sem ég á við. Ég tel síður en svo að eðlisfræði nútímans útiloki efnishyggju. Ég hef sjálfur lesið nokkrar bækur um eðlisfræði s.s. Afstæðiskenninguna eftir Einstein og Sögu tímans og fleiri bækur. Niðurstaða mín er þessi nútíma eðlisfræði er torskilin, skrýtin. Það er alveg ljóst að vísindin hafa ekki uppá að bjóða einfalda mekkaníska heimsmynd sem útskýrir í einstökum smáatriðum hvernig efnisheimurinn er. Það sem meira er skammtakenningin sem útskýrir hvernig atómin er og fleira í þeim dúr er ósamræmanleg afstæðiskenningun sem stærstu fyrirbæri heimsins s.s. sólir og plánetu og hegðun þeirra. Það er líka ljóst að fyrir daga sammtafræði og afstæðiskenningar voru eðlisfræðingar með einfaldar mekkanískar skýringar á efnisheiminum. Það sem eftir stendur eru einfaldar mekkanískar skýringar á þróun lífsins. Nú er lífið margfallt flóknara en efnið, hvernig í fjandanum geti þið vera svo vissir um að þessar einföldu mekkanísku skýrinar á þróun lífsins haldi. Ég skora á ykkur að lesa t.d. afstæðskenninguna eftir Einstein og pæla í því sem hann er að segja. Hann talar um fjórar víddir heimsins og sýnir þannig framá að venjuleg hverdagsleg reynsla og hugsun dugar engan vegin til þess að útskýra hvernig heimurinn er.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 13/03/05 00:08 #

Það er alveg ljóst að vísindin hafa ekki uppá að bjóða einfalda mekkaníska heimsmynd sem útskýrir í einstökum smáatriðum hvernig efnisheimurinn er.

Og þar af leiðandi dregurðu þá ályktun að það sé yfirnáttúra? Hvað með flóknar mekanískar skýringar?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.