Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Manngæska á hæsta stigi

Trúleysi, sé það rétt skilið, táknar hvorki eintóma vantrú né kalda og náttúrulausa neikvæðni, heldur er það þvert á móti glaðvær og frjósöm staðfesting alls þess sem satt er og felur í sér eindreginn vilja til manngæsku á hæsta stigi.

Charles Bradlaugh

Ritstjórn 03.02.2005
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 02:33 #

Ég verð nú að vera ósammála þessu. Að mínu mati gerir það að eiga ekki ósýnilega vini engan að ofurgóðum manni.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 03:39 #

Ég bjóst alveg við þessari athugasemd. En eins og ég hef fjallað um, t.d. í þessari ritgerð, tel ég það að einhverju leyti innbyggt í trúleysið að menn finni til ábyrgðar og vilji svolítið passa upp á heiminn, einmitt vegna þess að trúlausir vita sem er að það er engin guðleg forsjón.

En kannski er ég að rugla trúleysi saman við siðrænan húmanisma, eða er haldinn þeim misskilningi að trúleysi leiði óhjákvæmilega til húmanisma eða fagurhyggju. Þessi Bradlaugh er greinilega sammála.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 12:01 #

Ég sé ekki betur en þetta sé "enginn sannur Skoti" rökvillan. Trúleysingjar, rétt eins og trúmenn, eru eins misjafnir og þeir eru margir. Ég þekki þónokkra trúleysingja sem eru lítið snortnir af manngæsku.


Snær - 03/02/05 13:29 #

Vésteinn, ég hef aldrei áður heyrt um þessa rökvillu. Ég tel mig skilja hvað þú átt við, en gætirðu samt sem áður annað hvort útskýrt hana fyrir mér, eða vísa mér einhvert þar sem hún er útskýrð?

Það er að vísu rétt að allir þeir sjálfyfirlýstu trúleysingjar sem ég hef hitt hafa verið skemmtilegir, sæmilega bjartsýnir og hugsandi, og hafa venjulega raunhæfa sjón á heiminum, en það segir mér nú lítið. Fyrst og fremst það að ég hef verið heppinn með að hitta rétta fólkið ;)

eða [ég] er haldinn þeim misskilningi að trúleysi leiði óhjákvæmilega til húmanisma eða fagurhyggju. Þessi Bradlaugh er greinilega sammála.

Hmm... þegar þú segir þetta fer ég líka að íhuga andstæðuna við fagurhyggju að verki í trúleysi, og kemur þá helst í hug níhilismi. Að nokkru leyti kemur níhilismi mér einnig til hugar sem einskonar svartsýnn póstmodernismi.

Hvað finnst ykkur um þetta?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 16:21 #

"Enginn sannur Skoti"-rökvillan er semsagt að setja fram fullyrðingu um að einhver eiginleiki eigi við öll stök í mengi. Þegar bent er á undantekningar er sagt að þetta sé þá ekki alvöru stak í menginu.

"Allir Skotar spila golf." "Hvað meinarðu, hann Ian McGregor spilar ekki golf." "Þá er hann ekki sannur Skoti."


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 16:21 #

Aha, vitað er að tómhyggja er gjarna fylgifiskur þess að ganga af trúnni. Menn geta að sjálfsögðu festst þar, en aðrir byrja að sjá fegurðina í tilgangsleysinu. Ætli Bradlaugh eigi ekki við það þegar hann talar um „rétt skilið“ trúleysi.

Enginn sannur Skoti rökvillan hljómar eitthvað á þessa leið:

Angus: „Enginn sannur Skoti borðar paté.“ Duncan: „En Malcolm vinur minn borðar paté í hverri viku.“ Angus: „Malcolm er heldur ekki sannur Skoti.“

Hin kirstna útgáfa:

Krissi: „Sannkristnir menn eru hógværir, blíðir og ástunda gott siðferði.“ Þossi: „Nú, en hvað með öll drápin í gegnum aldirnar, þar sem kristnir menn slátruðu múslimum, trúvillingum, nornum og þeim sem efuðust um heimsmynd kristninnar?“ Krissi: „Þeir voru ekki sannkristnir.“

Ég veit ekki hvort orð Bradlaugh eru Skotarökvilla. Hann segir hvergi að sá sem svamlar um í tómhyggju sé ekki sannur trúleysingi, heldur frekar að sá hafi kannski ekki náð að skilja allt það jákvæða sem falist getur í þeirri afstöðu. En þetta dansar þarna á barminum, ég get fallist á það.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 16:23 #

Það er kannski betra að setja dæmið upp sem svo:

"Enginn Skoti eyðir peningum í vitleysu." "Ég sá nú hann Ian McGregor eyða peningum í vitleysu." "Þá er hann ekki sannur Skoti. Enginn sannur Skoti eyðir peningum í vitleysu.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 03/02/05 16:24 #

Síðasta innlegg mitt átti að vera viðbót við þarsíðasta innlegg mitt, ekki svar við innleggi Birgis....


ThorvaldurJo - 16/07/05 20:15 #

,,If there were no God, there would be no atheist´´ G.K. Chesterton


Matti (meðlimur í Vantrú) - 16/07/05 22:43 #

Þetta meikar engan sens Þorvaldur. Þú gerir þér grein fyrir því.

Það er enginn Gvuð. Það er til fullt af trúleysingjum.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.