Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ef einhverja bók ætti að banna...

Svo sannarlega er kominn tími til að hinir kristilegu kalli eftir banni á umdeildri bók sem slegið hefur sölumet um víða veröld. Bók þessi er uppfull af ofbeldi, nauðgunum, fjölkvæni, þjóðernishreinsunum, slóttugum metnaði, hórdómi og morðum fromdum með köldu blóði. Aðalsöguhetja bókarinnar, sem kemur þó ekki við sögu fyrr en seint í bókinni, gerir lítið úr hefðbundnum fjölskyldugildum. Svo víðfræg er þessi bók að það þarf ekki einu sinni að lesa hana áður en hægt er að steðja út á stæti til mótmæla. Þessi bók heitir Biblía - heilög ritning.

Ron Ferguson

Ritstjórn 26.01.2005
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Svanur Sigurbjörnsson - 26/01/05 01:12 #

Þetta hefur sést áður en mátti alveg sjást á ný. Hins vegar er erfitt að banna bækur en ég næ meiningunni. Biblían er bara fantasía sem að læðir inn siðaboðskap öðru hvoru. Spennu- og morðsögur seljast vel í dag og hafa alla tíð gert. Þá hefur dulspeki alltaf vakið forvitni og dramatískar ævisögur sömuleiðis. Formúla biblíunnar er því nokkuð pottþétt. Svona líkt og miðill (eða talnalesari) sem hendir út sæg mögulegra atburðarrása eða túlkanna eru nokkuð góðar líkur á því að biblían fullnægi þörfum margs fólks. Það var nóg rými í henni til að hýsa þrælahald, kúgun kvenna, galdrabrennur, syndaaflausnir, úrkynjað munnka og nunnulíferni svo eitthvað sé upp talið. Það er tími til að taka það nothæfa úr biblíunni og hafa það með í þeim siðareglum sem nútímamaðurinn hefur í farteski sínu. Biblían er forngripur.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/01/05 02:00 #

Hins vegar er erfitt að banna bækur en ég næ meiningunni.

Kristnir menn hafa á öllum tímum bannað og brennt bækur. Hér er verið að vísa til þeirra, en ekki okkar hinna sem sjáum ekki tilgang í bókabrennum. Fyrsta setningin segir Svo sannarlega er kominn tími til að hinir kristilegu kalli eftir banni....

Hinir kristilegu. Ef einhverja bók skyldi banna þá ættu þeir að banna þessa :)


afbökun - 26/01/05 12:36 #

Allir hafa rétt á sinni trú eða vantrú. En mér þykir samt dapurlegt að sjá svona grunnan skilning á bókmenntum.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 26/01/05 12:47 #

Vinsamlegast fræddu mig um hvað gerir biblíuna að bókmenntum. Ég hef aldrei skilið margnefnt bókmenntagildi biblíunnar. Helst sýnist mér það felast í því að hún er gömul. Annars er hún mest uppfull af þurri upptalningu á hinu og þessu, endurtekningum og mótsögnum, þótt vissulega séu þokkalegir sprettir inn á milli.


lalli - 27/01/05 04:29 #

"Og hún brann af girnd til friðla þeirra er voru eins hreðurmiklir og asnar og gusan úr þeim sem úr stóðhesti."

G2, það þarf bókmenntalegan snilling til að semja svona :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.