Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Bannað að gera grín að páfa

Fréttavefur Moggans skýrir frá því í dag að pólski blaðamaðurinn Jerzy Urban hafi verið dæmdur í rúmlega 400.000 kr. sektargreiðslu fyrir að gera grín að páfanum árið 2002. Bent hefur verið á að þessi dómur hafi hættulegt fordæmisgildi, enda er Pólland í Evrópusambandinu.

Ritstjórn 25.01.2005
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 26/01/05 05:32 #

Ég legg til að á Íslandi verði bannað að gera ekki grín að páfa, svona til að vega á móti þessari slagsíðu.


Árni Árnason - 26/01/05 15:04 #

Flaggskip fáránleikans.

Af öllu því rugli, hræsni og yfirdrepskap sem einkennir kristnar kirkjur er Páfadómur kathólsku kirkjunnar svo sannarlega flaggskip fáránleikans. Farlama karlskar dressað upp í kjól, með stromphúfu, staf og kross og sem þröngur hópur álíka afdankaðra gamalmenna hefur útnefnt umboðsmann guðs á jörð Nr.1 Svo falla menn fram á knén og kyssa hringinn á hönd hans í lotningu. Svei mér þá ef það að ganga saunglandi 17 hringi í kring um bænahúsið í Mekka er ekki skömminni minna fíflalegt.

Það er nú ekkert skrítið þó að það sé nauðsynlegt að banna að gert sé grín að þessu, því að það þarf alveg steindautt skopskyn til að gera það ekki.

Kveðja Árni


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/01/05 20:56 #

Vel mælt.


G2 (meðlimur í Vantrú) - 27/01/05 11:01 #

Biskup og Páfinn í Róm boða staðleysur, lygar og hjóm. Ljóst er því öllum, konum og köllum að höfuðskel beggja er tóm.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.