Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ísland kirkjum skorið

Þá er ekki laust við að hrollur fari um mann þegar myndirnar hér fyrir neðan eru skoðaðar. Aðeins eru nokkrir metrar frá Alþingi Íslendinga á Austurvellinum í næstu kirkju kennda við dóm. Það sama gildir um forseta lýðveldisins sem hefur kirkju nánast ofaní forsetabústaðnum á Bessastöðum. Samkvæmt lögum á að ríkja trúfrelsi á Íslandi en sannarlega er þeim sem ekki eru kristnir ögrað á hverjum degi með kyrkjandi kirkjum og gráðugum sjóðasukks klerkum um allt stjórnkerfið. Á fágaðan en öfgafullan hátt er nafni Þjóðkirkjunnar troðið út um allt stjórnkerfið þar sem kirkja og ríki eru eitt. Hér ríkir ekki trúfrelsi nema að nafninu til heldur ríkir hér trúhelsi í anda þess sem verst gerist í heiminum.

Hér njóta allir alþingismenn kirkjulegrar blessunar í upphafi hvers þings.

Blessaður sé forseti vor sem skipar í nafni allrar þjóðarinnar biskup í embætti.

Frelsarinn 25.01.2005
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


lalli - 27/01/05 04:34 #

Helsarinn segir: "Hér ríkir ekki trúfrelsi nema að nafninu til heldur ríkir hér trúhelsi í anda þess sem verst gerist í heiminum."

Skammastu þín! Fyrir þeim sem virkilega líða ofsóknir fyrir sakir trúar sinnar hljómar þú eins og fávískt barn. Fyrir okkur hinum sem búa á Íslandi hljómar þú eins og lygari.


frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 27/01/05 09:05 #

Já, lalli orðljóti. Hér er stunduð víðtæk fjárplógstarfsemi þar sem ég auk allra landsmanna þurfa að greiða á hverjum mánuði milljónir til launa og í sjóði fyrir jesú starfsmenn. Þannig þarf ég að vinna aukalega nokkra klukkustundir fyrir klerkaveldið. Síðan er stjórnarskráin og lög landsins þannig gerð að ein trú hefur forréttindi. Trúin nauðgar lýðræðinu og kjörnum fulltrúum. Skoðaðu nokkrar ofsóknir kirkjunnar http://vantru.net/gudlast/

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.