Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Veðmál dauðans

Það ætti að vera orðið löngu ljóst að ég trúi ekki á tilvist sálarinnar, frekar en annarrar yfirnáttúru. En þar sem vítalistarnir sem þennan vef lesa eru svo vissir í sinni sök um að ég hafi rangt fyrir mér langar mig að gera þeim tilboð:

Sál mín er hér með til sölu. Ég óska eftir tilboðum að lágmarki 500 þúsund krónur í sálartetur mitt. Sé líf eftir dauðann og sálin staðreynd mun ég viljugur verja eilífðinni sem aumur skósveinn þess er kaupir. Reynist þetta hins vegar svikin vara og í ljós kemur (hvernig sem það er nú hægt) að ekkert fylgi í kjölfar dauðans, er einfaldlega ekkert hægt að gera, órökstudd vissa kaupandans fyrir tilvist vörunnar er á hans eigin ábyrgð. Þið getið því litið svo á að um eins konar veðmál um vítalíska tilveru sé að ræða.

Jæja, trúmenn. Fái ég ekki tilboð í sál mína verð ég að líta svo á að í gangi séu hjá ykkur efasemdir um að þessum peningum sé vel varið. Látið nú reyna á trúarvissu ykkar. Ef þið leggið saman, segjum 20 manns, í púkk verður þetta ekki nema 25 þúsund kall á kjaft.

Fjárplógsstarfsemi? Það er ykkar að dæma um það.

Birgir Baldursson 21.01.2005
Flokkað undir: ( Rökin gegn guði )

Viðbrögð


Arnþór Jónsson - 21/01/05 00:49 #

Ertu kominn á fit-ið Birgir minn? Væri ekki betra að nurla saman einhverjum aurum til að verða sér út um uppbyggilega menntun svo þú getir eftir það fært umræðuna hér upp á hærra plan og kannski bjargað lífi vefjarins;-)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 01:02 #

Hvaða óskhyggja er þetta að vefurinn sé í dauðateygjunum. 10 komment komin á grein gærdagsins, 10 á Sverri í fyrradag og 2 - 34 á greinar síðustu daga. Aldrei núll.

Þessi vefur er frískur og fjörugur, en ég gæti alveg þegið góð tilboð í sálarleysi mitt.

Er þetta hærra plan sem þú saknar eitthvað í stíl við það innihaldslausa moð sem þú dælir hér inn reglulega?


Sævar - 21/01/05 01:09 #

Ef einhver hefur fært umræður niður á lágt plan á þessum vef þá ert það þú danskur


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 01:09 #

Nú er tækifærið fyrir krysslinga að efna til samskota til að kaupa sálina þína og forða henni frá hreinsunareldinum með því að gefa hana gvuðsa sínum. Ætli þjóðkirkjan, kaþólska kirkjan, hvítasunnumenn og fríkirkjumenn keppist ekki við um að "bjarga" einni sál úr logum vítis?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 01:44 #

Ég held nú að þessu fólki sé nokk sama hvað verður um sál mína, enda höfða ég til þess að rassinn á kaupandanum verði sleiktur til eilífðarnóns.


Nonni - 21/01/05 04:10 #

Óskaplega seturðu háan verðmiða á sálina, er þetta ekki einskisvert drasl, bara hugtak sem er ekki til í alvöru? Hvers vegna viltu þá fá svona mikið fyrir þetta? Ég er alveg til í að spandera 500kalli fyrir sálina þína, ef svo ólíklega vill til að við þurfum að verja eilífðini hinum megin þá er svosem ágætt að hafa einhvern til að þræla fyrir sig þó það sé nú ekki nema bara til þess að kveikja reglulega á loftkælingunni þarna niðri(en það ku vera heitt þar)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 14:19 #

Uppsett verð reynir á trú trúmannsins. Það eru allir til í að reiða fram 500 kall, eins og þú ert sjálfur lifandi dæmi um.


Úlfurinn - 21/01/05 14:29 #

Miðað við lífið er dauðinn ekki flókinn:Hjartað hættir að slá og skömmu síðar pakkar heilinn saman af súrefnisskorti.Við tekur EKKERT,hvorki englasöngur né púkablístrur.Ekkert,nada,schilch. Að líf sé eftir dauðann er bull.Það stenst ekki gagnrýna hugsun.Samt er svosem meinlaust af minni hálfu að fáráðar hangi í sínu hálmstrái.Ég skipti mér lítið af trúarvingli annarra ef ég fæ örugglega frið með mitt trúleysi.Ég er nefnilega miklu sælli í trúleysinu en þeir í trúnni.


Ormurinn - 21/01/05 14:51 #

Afhverju býðurðu sálina þína ekki upp á Ebay? Ég er viss um að þú færð gott verð þar.


Svanur Sigurbjörnsson - 21/01/05 17:11 #

Já, athyglisvert.
Má ég spyrja í hvaða umbúðum ætlarðu Birgir að selja sálina? Kannski glærum plastpoka eða í fallegum gjafapappír? Verður hún hrá eða vel unnin samanborið við það lúxus verð sem sett er upp?

Sumir trúa á alheimssálina. Etv geturðu fangað hana og selt á nokkra milljarða. T.d. í loftbelg.

SS


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 17:20 #

Afhending fer ekki fram fyrr en eftir dauðann. Þá mun sál mín bíða kaupandans auðsveip, en þó gamansöm, eins og Sansó Pansa.


Siggi Örn (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 17:34 #

Já, Ebay það er málið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 17:52 #

Það er reyndar eins og mig minni að þetta hafi verið reynt á eBay en verið stoppað af. ætli sálin flokkist ekki undir lífssýni á þeim bænum ;)

En takið eftir að þetta er ekki spurning um viðskipti og peninga, heldur er ég hér að koma ákveðnum punkti á framfæri, neyði trúmanninn til að horfast í augu við hve djúpt trú hans ristir og hve mikið í alvörunni hann trúir á tilvist sálar og eftirlífs.

Séu þessir þættir augljósir í huga hans er þetta of gott tilboð til að vera hafnað. Ef hann telur sig á hin bóginn vera að kasta peningum sínum á glæ bendir það eindregið til þess að trú hans er byggð á óskhyggju og von frekar en að hann haldi í alvöru að þetta sé satt.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 18:02 #

Þetta var stoppað af meðan þetta var bara sálin. Það var sagt að hún væri ekki hlutur. Þannig að ég held að seljandinn hafi í staðinn boðið til sölu afsal fyrir sálinni og að sálin fylgdi með í kaupunum. Sálar afsal. Afsál?


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 18:02 #

Þetta var stoppað af meðan þetta var bara sálin. Það var sagt að hún væri ekki hlutur. Þannig að ég held að seljandinn hafi í staðinn boðið til sölu afsal fyrir sálinni og að sálin fylgdi með í kaupunum. Sálar afsal. Afsál?


jogus (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 18:13 #

Ég held að ástæðan fyrir viðbragðsleysi trúmanna sé sú að þeir telja sig fullvissa um að sál þín sé þeim ekki aðgengileg í næsta lífi. Þú, fastur í víti, þeir, blissfully happy, í himnahæðum mestum. Þú borgar ekki baun meðan díllinn er þannig upp settur. Það hugsa ég meira að segja að þeir trúi upp á þig að reyna að lauma þér bakdyramegin inn í Partýið - þótt í þrælsbúning sért.


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 20:43 #

Þetta er frekar langsótt Birgir. Helduru í alvörunni að einhver hafi áhuga að kaupa sál þína? Og þar fyrir utan er það eingin afsönnun á 'vítalista' ef 'þeir' - hverjir svo sem þeir gætu nákvæmlega verið - vilja ekki kaupa sál þína. Þeir hafa eflaust mikið annað mikilvægara við peningana sína að gera. Sem sannar ekki að þeir taki skoðun sína ekki alvarlega. Það gæti einfaldlega verið allt önnur forgangsröð í hvað ætti að nota peninga vítalísks einstaklings í, annað en að sannfæra mekanískan einstakling um að líf væri eftir dauðan, nóta bene, þegar hann væri dauður. Sem mundi ekki meika sens því líf eftir dauðan mundir þú hvort eð er fá staðfest (eða hrakt) þegar þú deyrð.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 21/01/05 21:02 #

Það gæti einfaldlega verið allt önnur forgangsröð í hvað ætti að nota peninga vítalísks einstaklings í, annað en að sannfæra mekanískan einstakling um að líf væri eftir dauðan...

Það stóð aldrei til að ég myndi láta sannfærast við þetta. Ég er aðeins að gera þeim sem trúa á líf eftir dauðann einstakt tilboð. 500 þúsundkall er enginn peningur fyrir þjón til eilífðar. Trúi menn þessu raunverulega hljóta þeir að sjá hvílíkt happ er hér komið upp í hendur þeirra :)


Lárus Páll Birgisson - 22/01/05 03:58 #

Nú tel ég að þú hafir skotið framhjá Birgir. Mér virðist sem svo að hugmyndir þínar um trúað fólk sé enn á leikskólastiginu. Það er nú býsna skondið að sjá þig fara mikinn yfir eigin visku..... hvað þú ert nú djöfull sniðugur að "afsanna" barasta trú fólks í ekki fleiri orðum en þetta :)

Birgir, það er enginn sem trúir því að manneskja geti keypt sál annars. Það eru reyndar sárafáir sem trúa því að við getum tryggt sálinni einhvern verustað eftir okkar vilja. Þetta var afgreitt í siðaskiptunum.... málið að fara að uppfæra trúarbragðasöguna Biggi minn.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 22/01/05 12:16 #

Var þetta afgreitt í siðaskiptunum? Þá getur Birgir kannski verslað við kaþólikkana, nóg er af þeim á Íslandi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 22/01/05 12:22 #

Já, ég var ekkert frekar að tala um kristna. Það eru til nýaldarsinnar sem aðhyllast t.d. nýal Helga Pje. Þjóðkirkjan er búin að afnema Andskotann og Helvíti hans, auk þess sem margir þeir sem innan Þjóðkirkjunnar þrífast trúa ekki á himnaríki eins og það birtist í kenningum hennar, heldur einhver óskilgreind önnur tilverusvið. Er ekki rétt að þú uppfærir þína eigin trúarbragðasögu og hættir að einblína svona á gamaldags evangelísk-lúterska kristni?


Kári Svan Rafnsson (meðlimur í Vantrú) - 25/01/05 09:36 #

Birgir. Ég held að þú sért að ganga út frá röngum forsendum. Það sem þú ert að bjóða í greininni þinni er að færa sannin um ,að með því að bjóða sálinna þína upp fyrir 500.000 krónur (plús eilifa auðmjúka þrælkun við kaupandan), þá sanni það á einhvern hátt hve lítið alvarlega vítalistar taka hugmyndir sínar um eilífð sálarinnar. Þarna ertu að skjóta örlítið framhjá. Það sem þú gerir í staðin fyrir að sanna hvað vítalistar taka hugmyndinni um eilífð sálarinnar óalvarlega, ertu frekar að sína fram á að þeir taka ekki ÞESSA hugmynd um eilífð sálarinnar sem þú kemur fram með. Þ.e.a.s það að þú hafir vald til þess að gefa sjálfstæði sálar þinnar á vald einhvers að elífu fyrir veraldlega peninga.

Þetta er spurning um skipulag eða hugmyndir um það fyrirkomulaga á hlutunum sem fólk hefur af lífinu eftir dauðanum. Sem getur verið ENGIN,sú að að það sé EITTHVAÐ líf eftir dauðan. Eða þá EINHVER ÁKVEÐIN sem eru til dæmis hugmyndir ésú-sinna,spíristista,hindúa o.s.fr. Sem eru mjög fjölbreytar, stundum mótasagnakenndar og ósammála Sem þýðir að þú ert að vinna aðeins út frá einni ÁKVEÐINNI hugmynd um lífið eftir dauðan sem er ekki sambærileg við hugmynd allrar flóru af vítalískum viðhorfum. Sem þyðir að þú höfðar ekki til allra kristna, nýaldarsinna og 'allt það pakk'.

Þannig að ekki láta þér koma á óvart að fáir sem engin er tilbúin að fallast á tilboðið þitt. Þetta gæti einfaldlega verið mismunur í hvaða hvaða krók af hugmyndafræðilegu skema um eðli lífs eftir dauðan þú tekur fyrir. Af þessu leiðir að maður getur ekki ályktað að það sem e.t.v ´fælir' fólk frá er óalvarleiki um hugmyndafræði um framhaldslíf.


Lárus Páll Birgisson - 27/01/05 04:40 #

Eða þá að fólk gerir sér grein fyrir takmörkunum sínum, gerir sér grein fyrir því að það veit ekki allt.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/01/05 06:23 #

Trú er andstæða þess að gera sér grein fyrir takmörkunum sínum. Af hverju trúa flestir trúmenn? Jú, vegna þess að þeir hafa upplifað eitthvað - þeir neita að horfast í augu við eigin takmarkanir og trúa af því þeir hafa fundið fyrir einhverju - þeir eru hinn endanlegi dómur, efast ekki um upplifanir sínar.

Trúleysingjar hafa margir, þar með talið ég, upplifað eitthvað sem kalla mætti dularfullt. En ég geri mér grein fyrir því að mannshugurinn (hugur minn) er meingallað fyrirbæri og gerir sífelldar tilraunir til að blekkja eigandann.

Trúmenn neita að horfast í augu við takmörk sín.


Össi - 28/01/05 02:32 #

500.000 kall er full mikið fyrir eitthvað sem er einskis virði. Ég býð tíkall og einn turkish pepper sleikjó.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.