Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guð hentugleikans

Guð er skrýtin fígúra og vegir hans eru órannsakanlegir. Stundum. Kannski að maður þurfi guðfræðimenntun til að geta skilið þetta, mér finnst þetta allavega afar ruglingslegt. Er Guð góður? Er hann vondur? Getur hann haft áhrif á líf okkar? Stundum?

Þegar einhver bjargast giftusamlega þá er fólk ekki lengi að dásama Guð sem reddaði málunum. Mér skilst að á sínum tíma þá hafi það verið Guð sem persónulega bjargaði Vestmanneyingum frá eldgosinu. Hann er greinilega góður gæi. Hann tekur sér líka tíma til að hjálpa fólki til að vinna í íþróttum og einsog ég hef bent á áður þá hefur hann einstaklega mikinn áhuga á því hver vinnur Survivor.

Hér ræður hentugleikinn öllu. Ef það hentar prestum þá er það verk Guðs, ef það hentar ekki þá kom hann hvergi nálægt og gat ekki gert neitt. Þetta minnir óneitanlega á aðferðir stjórnmálamanna.

  • Hagvöxtur? Mín áhrif.
  • Verðbólga? Óhagstæð utanaðkomandi áhrif.
  • Fannstu lyklana þína? Guð er að hjálpa þér.
  • Flóðbylgja drepur mörg þúsund manns? Náttúrunni að kenna.
  • Bjargaðist einhver? Guð reddaði honum.

Það er enginn góður atburður sem er of stór né of ómerkilegur til þess að Guð geti ekki tekið ábyrgð á honum en um leið og eitthvað slæmt gerist þá er hann farinn í felur. Er Guð aumingi sem getur ekki tekið ábyrgð á eigin gjörðum eða er hann bara ekki til?

Óli Gneisti Sóleyjarson 09.01.2005
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Óskar - 09/01/05 15:13 #

Talaðu við Carlos. Hann er guðfræðimenntaður. Taktu svo speldin frá augunum og njóttu heimsins eins og hann er og hættu þessu svartsýnisrausi. Þeir sem að vita of mikið þegja oft þunnu hljóði. T.d. núna með veðurfræðingana í Tælandi sem vissu af bylgjunni en létu engann vita sökum hræðslu við yfirboðara sína.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 15:37 #

Ég veit ekki hvar þú finnur svartsýni hjá mér, kannski að þú ættir að prufa að opna augun.


Óskar - 09/01/05 15:40 #

Ekki taka þessu svona illa. Þetta var ekki illa meint. Sorrý!


Snær - 09/01/05 15:42 #

Óskar, kannski að það væri áhrifaríkara að hrekja staðhæfingar okkar með rökum, frekar en að koma einfaldlega með mót-staðhæfingar?

Prófaðu að nýta þér hreinskrifuð og hnitmiðuð rök í samræðum við okkur, og vittu til hvert það leiðir þig.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 15:46 #

Fyrst heldurðu því fram að ég sé svartsýnn og segirðu að einföld ábending frá mér sé að "taka þessu illa". Komdu með athugasemdir um greinina eða hættu að kommenta.


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 19:04 #

TROLL VIÐVÖRUN! TROLL VIÐVÖRUN!

"Óskar" er trollari. Nú eða bara nöttari. Það er ekkert samhengi eða sens í neinu sem hann segir. Ekki láta hann vinda uppá ykkur.

93


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 09/01/05 21:20 #

"njóttu heimsins eins og hann er"

Það er nú einmitt það sem trúleysingjar reyna að gera, að njóta heimsins eins og hann er en ekki eins og hann er ekki.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.