Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

"...með mönnum, sem hann hefur velþóknun á"

Á aðfangadagskvöld sat ég og borðaði svín (það er bannað í Biblíunni). Í útvarpinu hljómaði messa frá Dómkirkjunni (ekki mitt val á útvarpsefni). Að sjálfssögðu hlustaði ég á messuna og nokkur atriði stóðu þar uppúr. Í lok messunnar sagði presturinn "Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum." Mér svelgdist á enda kann ég jólaguðspjallið vel.

Reyndar er textinn sem Jakob notaði til, hann er úr sálminum Gloria in Excelsis Deo. Hingað til hefur sá sálmur ekki verið mikið notaður af þjóðkirkjunni, hann er ekki að finna í Sálmabók kirkjunnar. Undarlegt að val á tilvitnun?

Texti guðspjallsins er svona:

Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:
Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.

Nú er hægt að spyrja hvers vegna í ósköpunum sér Jakob ákvað að vitna í þennan sálm en ekki guðspjallið sjálft. Svarið liggur í augum uppi, upphaflegi textinn inniheldur ekkert sérstaklega fallegan boðskap. Í honum er tekið fram að þessi friður sé einungis ætlaður þeim mönnum sem Guð hefur velþóknun á en hinir geta bara farið til Helvítis (bókstaflega). Þessi útilokunarboðskapur er ekki lengur ásættanlegur í eyrum Íslendinga, þeir vilja ekki heyra þetta meðan þeir eru að borða jólamatinn.

Ef fólk vill velta aðeins fyrir sér boðskapnum sem er að finna í jólaguðspjallinu þá væri gott að byrja á því að spyrja hvað "friðarsinninn" Guð er að gera með hersveitir. Kannski eru þær til að berjast við Satan, hugsanlega eru þær til að slátra þeim mönnum sem Guð hefur vanþóknun á, hver veit? En aldrei hef ég heyrt prest tala um herinn hans Guðs.

Líklega þætti mörgum prestum þægilegast að skrifa Biblíuna upp á nýtt og sleppa þá óþægilegu köflunum. Og hver veit nema þeir geri það í nýju Biblíuþýðingunni.

Óli Gneisti Sóleyjarson 28.12.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


urta (meðlimur í Vantrú) - 28/12/04 09:58 #

Já - maður sér það og heyrir á öllu sem frá prestunum kemur að þeir reyna að "mýkja" kristnina. Það sem er predikað úr stólnum eða sagt í viðtölum er eitthvað allt annað en stendur í "Játningunum" sem er grundvallar rit þjóðkirkju Íslands. Það yrðu ekki margir eftir í þjóðkirkjunni ef prestarnir legðu það sem þar kemur til grundvallar í ræðum sínum.


darri (meðlimur í Vantrú) - 28/12/04 12:53 #

Hér er að finna jólapredikun séra Sigurðar Árna, sem hann endar einmitt á því að vitna í guðspjallið sjálft en ekki sálminn.


Carlos - 29/12/04 14:34 #

Líklega þætti mörgum prestum þægilegast að skrifa Biblíuna upp á nýtt og sleppa þá óþægilegu köflunum. Og hver veit nema þeir geri það í nýju Biblíuþýðingunni.

Þú getur fylgst með þýðingunni. Og svarið við fyrri spurningunni er nei. Allt of mikil ábyrgð.


Eðvarð - 25/12/05 17:53 #

Til að byrja með þá er ekkert til sem heitir helvíti, og það er ekkert líf eftir dauðan. Helvíti er mistúlkun og er dauðinn sjálfur helvíti, þar sem Adam og Eva syndguðu þá voru þau dæmd til dauða en það er það versta sem getur gerst og því er það helvíti. Loganir og eldurinn er kominn af ruslarhaugum fyrir utan jerúsalem en þangað var mönnum hent sem ekki fengu virðurlega útför og síðan kveikt í haugunum, þessi staður kallaðist gehna eða eitthvað í þeirri líkingu en jeg man það ekki alveg. Velþóknun manna er að sjálfsögðu misjöfn en ekki skal taka öllu sem prestar segja því þeir eru í raun loddarar, og sem dæmi þá felur kirkjan nafn Guðs (Jahve eða Jehóva ekki alveg vitað. Einnig felur kirkjan eitt af boðorðunum og býr til tvö úr einu, en það boðorð sem kirkjan felur er: Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkurar myndir ef himnum, eða því sem er á jörðu niðri eða í vötnum o.s.frv. Enn jeg gæti nefnt fullt af öðrum dæmum, þannig að ekki er vert að hlusta á presta þjóðkirkjunar. En með velmegun Guðs á mönnum þá er ekki öll sagan sögð og í því fellst langur fróðleikur og ber mönnum að kynna sér biblíuna áður en svona skotum er skotið. Velmegun Guðs er ekki misjöfn því Guð elskar alla jafn mikið og honum líður mjög illa að sjá okkur mennina þjást. Þeir menn sem gera illt eru að sjálfsögðu að gera verk satans og vita ekki betur og Guð veit það og satan hann felur snörur sýnar útum allt og það er auðvelt að falla í þær og gera mistök því öll erum við ófullkominn. En Guð fyrirgefur mönnum og því er hægt að snúa við blaðinu og gera honum til velmegunar og því skal ekki alltaf dæma fólk sem hefur gert eitthvað af sér því það er alltaf hægt að breyta því sé því sint nógu vel og fái það réttu hjálpina.


Dipsí - 25/12/05 19:10 #

Ertu vottur Eðvarð?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 25/12/05 19:31 #

Aumingja Eðvarð, að vera á valdi þessara öflugu ranghugmynda. Mikil er ábyrgð þeirra sem sá ranghugmyndum í hugi barna og fullorðinna.


Eðvarð - 14/02/06 11:01 #

Reyndar er jeg ekki vottur, en jeg mætti þrisvar í viku á samkomur þeirra, og það sem þið áttið ykkur ekki á er að þið eruð á móti þjóðkirkjuni, en vandamálið er einfaldelga að hún kennir ekki rétt úr biblíuni. Hins vegar þá ætti ekki að segja aumingja jeg, því jeg hef það nú bara ágætt, eftir að hafa kynnst vottunum þá líður manni miklu betur, þannig að þið ættuð ekki að segja aumingja Eðvarð. Jeg hef svolítið lesið á vantrú.is og þar á meðal „kann alvaldur Guð ekki að telja“, á þeirri síðu er fullt af rugli sem er ekki bara satt, ásamt því að það er ekki bara einn maður sem skrifar bilbíuni heldur eru þeir 66 og kallast þeir biblíuritarar, það var að sjálfsögðu Guð sem veiti þeim innblástur og sýnir ásamt draumum, en þegar talað er um mannfjölda þá er því þannig háttað að þetta voru menn sem voru viðstaddir sumt og auðvitað gátu þeir ekki sagt nákvæmlega upp á hvern mann hve mikill mannfjöldinn var, fariði niður í bæ á menningarnót í reykjavík nokkrir saman og segið mér svo mannfjöldan þar, við skulum rétt vona að þið komið með sömu töluna.

Einnig hatar Guð ilsku og það sem tengist satan, en hann fyrirgefur, ásamt því að hann tekur vi ðöllum inn í sitt ríki, en þeir sem gjöra ill, þá hatar hann ekki beint, heldur hatar hann verknað þeira, og ekki ætti því að refsa þeim heldur ætti að refsa satan, því það er hann sem elskar allt sem er í mótsögn við Guð, og Guð reiðist mjög mikið þegar við gerum alvarleg mistök, en hann er miskunarsamur, hann fyrirgefur og refsar okkur ekki í reiði sinni.

Kv. Eðvarð.

Njótið.


Sævar - 14/02/06 12:31 #

úff, Aumingja Eðvarð!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.