Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þjóðkirkjan lýgur

Ótrúlegt en satt, sumir kristnir menn halda því fram að lög íslenska ríkisins byggi á boðorðunum tíu. Þrátt fyrir að hafa svona mikið álit á boðorðunum er sagan full af brotum kristinna manna og kirkna á þeim; þeir hafa sérstaklega verið duglegir við að brjóta áttunda boðorðið, sem bannar manni að ljúga.

Það getur verið erfitt að skilgreina lygar. Þær eru ekki endilega einungis það að segja vísvitandi rangt frá einhverju. Það má einnig kalla það lyga að segja aðeins frá staðreyndum en gefa með þeim ranga mynd af hlutunum. Hvað annað bæri að kalla sögubók sem að segði þetta um Hitler:

“Hitler var kanslari fyrir hönd Nasistaflokksins, sem vann yfirburðarsigur í lýðræðislegum kosningum árið 1933. Nasistaflokkurin vildi bæta stöðu aldraðra og verkamanna. Hitler kom á miklum umbótum í Þýskalandi, efldi þungaiðnað, byggði hraðbrautir og bætti sjálfsálit Þjóðverja með frábærri ræðumennsku sinni. Hann lést árið 1945”

Þó að ekkert sé ósatt í þessari umfjöllun, myndi lesandinn álykta að Hitler hafi verið góðmenni. Hvað er það annað en blekking af hálfu höfundarins? Þjóðkirkjan beitir nákvæmlega eins taktík. Biblían er full af viðbjóði sem að jafnast fyllilega á við verstu stríðsglæpi Hitlers. Þegar að guð myrðir allt mannfólkið í heiminum nema átta manneskjur, þá er talað um að hann hafi bjargað þessum átta. Þegar að hann drepur alla frumburði Egyptalands, þá er talað um að hann frelsi Ísraelsmenn. Þjóðkirkjan passar sig líka á því að taka bara “góðu” hlutana úr Biblíunni. Guðspjallið í dag er til dæmis Matteusarguðspjall 24:42-47:

Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. Það skiljið þér, að húsráðandi vekti og léti ekki brjótast inn í hús sitt, ef hann vissi á hvaða stundu nætur þjófurinn kæmi. Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi. Hver er sá trúi og hyggni þjónn, sem húsbóndinn hefur sett yfir hjú sín að gefa þeim mat á réttum tíma? Sæll er sá þjónn, er húsbóndinn finnur breyta svo, er hann kemur.Sannlega segi ég yður: Hann mun setja hann yfir allar eigur sínar.

Af þessum texta mætti halda að Jesús, alveg eins og Hitler, sé góðmenni. En þegar að maður les það sem Þjóðkirkjan vill ekki að fólkið lesi þá kemur hin hliðin á Jesú, Matt 24:48-51:

En ef illur þjónn segir í hjarta sínu: Húsbónda mínum dvelst, og hann tekur að berja samþjóna sína og eta og drekka með svöllurum, þá mun húsbóndi þess þjóns koma á þeim degi, sem hann væntir ekki, á þeirri stundu, sem hann veit ekki, höggva hann og láta hann fá hlut með hræsnurum. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Alveg eins og Hitler virðist Jesú vera illmenni þegar að allar staðreyndir málsins koma fram. Reyndar er margt líkt með þeim, báðir lofa fylgismönnum sínum draumaríki og báðir refsa þeim sem að eru á móti þeim, Hitler með útrýmingabúðum Jesús með helvíti.

Hvers vegna segir kirkjan ekki alla söguna? Skammast hún sín fyrir boðskap Jesú? Er hún vísvitandi að blekkja fólk? Ef að þeir eru á annað borð að vitna í Biblíuna ættu þeir að vitna rétt í hana. En hvers vegna ættir þú að vera meðlimur í kirkju sem að beitir blekkingum?

Hjalti Rúnar Ómarsson 23.12.2004
Flokkað undir: ( Klassík , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Aiwaz (meðlimur í Vantrú) - 23/12/04 11:05 #

Til hamingju með afmælið Jesúbarn, gerðu það ekki senda okkur til helvítis!

Ég skil ekki hvernig kristnir fá þá mynd til að ganga upp í huga sér að krúttlega algóða Jesúbarnið ætlar að kvelja til eilífðar trúleysingja og annað "vont" fólk í logandi helvíti. Fórnarlömb Hitlers dóu þó á endanum en Krosslafur ætlar að hlakka yfir eldsofnunum um alla eilífð!

93


Jón Ómar - 23/12/04 14:10 #

Jájá, þú ert ágætur er ekki svo lítið verið að bera saman epli og appelsínur! Ég alla vana sé ekki margt líkt með Jesú og Hitler. T.d. stóð gyðingum aldrei til boða annað en að fara í útrýmingarbúðirnar! Einhvern vegin finnst mér rauði þráðurinn í "Mein Kampf" ekki vera "Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra!"!

Er þetta ekki "False analogy"! (http://en.wikipedia.org/wiki/False_analogy)

Annars segi bara gleðileg jól ;-P!!!


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 23/12/04 14:19 #

Ég sameinaði athugasemdir þínar Jón Ómar, vona að það sé í lagi.

Er það virkilega "rauði þráðurinn" í Biblíunni að "það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulu þér og þeim gjöra" ? Getur ekki verið að það sé einfaldlega sá þráður sem menn einblína á, en hunsa um leið allt hitt sem ekki hentar málstaðnum?


Jón - 23/12/04 15:16 #

Reyndar býður Guð öllum þeim sem það vilja að iðrast og fá fyrirgefningu synda sinna, og skiptir þá engu máli hver syndin er, eða þetta hefur meður heyrt án þess að ég hafi kynnt mér það sérstaklega, og sleppa þannig við vist í helvíti. Stefna Hitlers var aðeins harðari, svo stóð líka öllum börnum jarðar til boða að ganga guði á hönd en ekki bara aríum.

Annars er þetta nú bara smá útúrdúr, ég velti nú þessum trúarbrögðum ekki mikið fyrir mér, en mér finnst þú vera farinn að teygja þetta ansi mikið þegar þú ert farinn að líkja Jesú við Hitler - ég myndi allavega alltaf taka Jesú framyfir, ekki ónýtt að halda partý og eiga vin sem getur breytt vatni í vín, spurning hvað hann gæti gert við hveiti ???? Ég hugsa allvega að altarisgangan væri mun meira spennandi hefði María mey heitið Consuela og komið frá Kólumbíu :)


Snær - 23/12/04 16:52 #

Jón skrifaði: "Reyndar býður Guð öllum þeim sem það vilja að iðrast og fá fyrirgefningu synda sinna, og skiptir þá engu máli hver syndin er, eða þetta hefur meður heyrt án þess að ég hafi kynnt mér það sérstaklega, og sleppa þannig við vist í helvíti."

Sem sagt: Ef þú trúir ekki því sem ég segi þér að trúa, færðu að kenna á því?

Rosalega fallegur ídealismi, eða hvað?


Jon - 23/12/04 17:21 #

Umm ... ég er nú ekkert sérstaklega "kristinn" þannig séð ... en eitthvað held ég að þú sért að misskilja það sem þú vitnar í (Matteusarguðspjall 24:42-51)

Þarna er einfaldlega verið að segja - hegðið ykkur vel - því þið vitið ekki hvenær þið verðið dæmd af verkum ykkar. Síðan kemur dæmisaga um þjón sem hegðar sér vel - og húsbóndi umbunar ... og önnur dæmisaga um þjón sem hegar sér illa - og húsbóndinn refsar. Það er ekki Jesú sem refsar í sögunni ... heldur húsbóndi vonda þjónsins.

Hvaðan þú hefur fengið þær hugmyndir að Jesú ætli að kvelja okkur í vítislogum um aldur og ævi þætti mér gaman að vita ;o) - amk hef ég aldrei náð að lesa það út úr neinu því sem ég hef lesið.

Hlutverk Jesú var einmitt að koma í veg fyrir að það myndi gerast. Sagan er á þá leið að án hans myndum við öll vera dæmd til helvítis - en þar sem hann lét líf sitt á krossinum (og blabla) þá séum við hólpin ... nema að við gerum eitthvað sérstakt til þess að tryggja okkur leið til helvítis.

(reyndar er ekkert sérstaklega minnst á helvíti í frum trúartextum kristinna ... það er seinni tíma tilbúningur ... helvíti er meira svona endlaus svefn í stað himnaríkis)

Hvort maður trúir þessu síðan - það er náttúrulega annað mál. Persónulega geri ég það ekki - gat hinsvegar ekki látið hjá líðast að svara ekki þessari grein þinni, því þó hún sé "vel" meint - þá ertu ekki einu sinni að bera saman epli og appelsínur. Þú ert að bera saman eppli og eitthvað sem þú heldur að sé ávöxtur ... ef þú skilur hvað ég á við - sennilega ekki ;o).

Jesús var aldrei vondur - Hitler var vondur. (það má rökræða það hvort Guð sé vondur ...)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/12/04 18:07 #

Hvaðan þú hefur fengið þær hugmyndir að Jesú ætli að kvelja okkur í vítislogum um aldur og ævi þætti mér gaman að vita ;o) - amk hef ég aldrei náð að lesa það út úr neinu því sem ég hef lesið.

Þetta er hin dæmigerða blinda trúaðra og hinna sinnulausu. Kirkjan hamast við að draga bara fram ásættanlegu versin og þar sem fáir eru yfirleitt að fletta þessu riti sjá menn ekki hvað geti hugsanlega verið athugavert.

Jesús tönnlaðist á þessu. Þetta var eiginlega uppáhaldsumræðuefni hans. Hér eru nokkur dæmi:

Jh 15: Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Mt 13: Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Mt 13: Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Mt 17: Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu, en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og í eld kastað.

Þetta æpir á hvern þann sem hefur snefil af réttlætiskennd.


ThorvaldurJo - 23/12/04 18:30 #

Ég tel það vera nú réttlæti fullnægt að allar þær milljónir manna sem hafa gert mönnum lífið leitt, með því að njóta þess að kvelja aðra og stunda viðbjóðslegan djöfulgang, fái að svara til saka hjá alheilögum Guði og hljóta refsingu fyrir sínar gjörðir. Það er kallað RÉTTLÆTI.


Bjoddn - 23/12/04 19:56 #

Ég er sammála því að samlíking við Hitler sé ekki sú besta.
Ef menn vilja finna einhvern á okkar tímum sem er sambærilegur Jesú, ættu menn að skoða Osama Bin Laden. Öfgamann sem safnar í kringum sig ofsatrúarmönnum og notar trú sem vopn í sínum málstað.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/12/04 20:52 #

Ég tel það vera nú réttlæti fullnægt að allar þær milljónir manna sem hafa gert mönnum lífið leitt, með því að njóta þess að kvelja aðra og stunda viðbjóðslegan djöfulgang, fái að svara til saka hjá alheilögum Guði og hljóta refsingu fyrir sínar gjörðir. Það er kallað RÉTTLÆTI.

Þarna opinberar þú siðleysi þitt. Enginn á skilið að kveljast í eldi að eilífu. Og taktu eftir því að til að hljóta þessa refsingu er nóg að trúa ekki á Guð og Jesú.

Ef afkáraleg heimsmynd þín reynist nú rétt verður maður bara að vona að til sé eitthvað handanheima Amnesty sem skrifar Guði og Jesú bréf fyrir okkur sem stiknum.


silllygilli - 23/12/04 23:38 #

Förum á fyllerí og gleymum öllu um stund!


Jon - 25/12/04 15:20 #

Ja hérna ... sennnilega er þetta í fyrsta skipti sem ég er vændur um að vera blindur og trúaður ... yfirleitt hefur það nú verið á hinn veginn - að ég hafi verið sakaður um að vera trúlaus !

Hinsvegar er ekki annað hægt en að svara þessu andsvari þínu aðeins. Þú verður nefnilega að passa þig á því, þegar þú ert að vísa í skrifaðan texta, að samhengið haldi. Þetta lítur ágætlega út ... þangað til maður les í hvaða samhengi orðin voru skrifuð.

Tökum sem dæmi:

Jh 15: Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Já, svo sannarlega má skylja sem svo af þessum texta að Jesú sé að segja að þeir sem ekki séu fylgjandi sínum skoðunum séu brenndir á báli. En Skoðum aðeins í hvaða samhengi þessi texti er:

Jh 15:5-6 "Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt."

Þetta er samlíking - dáldið harkaleg - sem gengur út á það (sést enn betur ef lesinn er textinn rétt á undan og eftir) - að við séum greinar í vínviði. Greinin ein og sér er máttlítil, en sem partur af vínviðnum ber hún ávöxt. Það sem víngerðar maðurinn (í þessu tilfelli GUÐ) gerir er að hann hugsar vel um þær greinar sem bera ávöxt en týnir hinar saman og losar sig við. Víngerðar maðurinn brennir greinarnar ... en segir að GUÐ ætli að brenna okkur ? ... þetta er dæmisaga.

Sama segir í hinum dæmisögunum. Það má alveg lesa það út að GUÐ ætli að brenna mann og annann. En Jesú var nú sendur til að bjarga okkur frá því (þ.e. ef maður trúir því - ég reyndar geri það ekki).

Reyndar gengur Jesú sjálfur svo langt að útskýra dæmisöguna sem þú vitnar í að ofan, útskýring hans er í Mt 13:37-40

"Hann mælti: "Sá er sáir góða sæðinu, er Mannssonurinn, akurinn er heimurinn, góða sæðið merkir börn ríkisins, en illgresið börn hins vonda. Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar. Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar."

Það er hálf glatað að segja að Jesú (stundum kallaður frelsarinn vegna hlutverk síns) sé vondur gæi - hann er einmitt góði gæinn - það er hann sem bjargar. Það má hinsvegar vel lesa út að pabbi hans er dáldið grimmur.

P.s. Þetta er ekki skrifað af trúuðum manni - frekar áhugamanni um trúabrögð.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 25/12/04 16:36 #

Já, Jesú útskýrir dæmisöguna og hérna er parturinn af útskýringunni sem að þú vitnaðir ekki í:

Matt13:40. Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar.41. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja,42. og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

Þarna segist Jesú(Mannssonurinn) ætla að brenna fólk.


kaldi - 26/12/04 01:19 #

Hversvegna er fólk að trúa á guð og jesú þegar þeir boða svona ófögnuð??? Var að blaða í kóraninum og þar er ekki gerður munur á þeim er trúa á allah eða hinum sem ekki trúa, allir eru jafnir fyrir honum...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 26/12/04 16:08 #

Enda er múslimatrú fullkomnari en kristni.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 26/12/04 19:13 #

Hvaða útgáfu ert þú eiginlega með af Kóraninum?


lalli - 28/12/04 04:10 #

Þetta var nú alveg skelfilega vondur pistill hjá þér hjalti, fullur af rökvillum og bulli.....sveiattann.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 28/12/04 04:14 #

Hvernig væri að koma með dæmi af rökvillum og/eða bulli.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 24/06/05 23:28 #

Jæja, fyrst að Þórdís er að kvarta yfir því að ég skuli líkja Hitler við Jesú, þá ætla ég aðeins að kommenta við málefnalegu athugasemd guðfræðinemans Jóns Ómars um líkinguna: þeas að fólk getur ekki skipt um kynþátt en það getur skipt um trú.

Vissulega er það rétt og að því leyti er þessi samlíking ekki fullkomin. En þrátt fyrir það velur maður ekki sér trúarskoðun, þú tekur þá skoðun sem þér finnst réttust. Ef að Indverjar myndu allt í einu ráða yfir heiminum og myndu senda alla í eldsofna sem tryðu ekki á tilvist fílaguðsins Ganesh, gætir þú þá bara gerst Hindúi eins og skot? Auðvitað ekki. Persónulega þá er tilvist hins kristna guðs álíka líkleg og tilvist giftra piparsveina, þannig að ég get ekki valið að trúa á hann ekki frekar en ég gæti skipt um kynþátt.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 24/06/05 23:48 #

Geturðu ekki gert greinarmun á því að 1. TALA UM að fólk skapi sér sjálft ill örlög með eigin illri breytni 2. Fremja sjálfur verstu mögulegu illvirkji, þ.e. þjóðarmorð
Jú, ég get vel gert greinarmun á þessu. En Jesús talar greinilega um að hann muni sjálfur henda fólkinu í eldsofninn:
Matt 13:40-42. Eins og illgresinu er safnað og brennt í eldi, þannig verður við endi veraldar. Mannssonurinn mun senda engla sína, og þeir munu safna úr ríki hans öllum, sem hneykslunum valda og ranglæti fremja, og kasta þeim í eldsofninn. Þar verður grátur og gnístran tanna.

omar - 23/12/05 03:34 #

Ef ég gæti farið með ykkur eins og hitler fór með gyðinganna mundi ég skafa af ykkur aumingjunum skinnið og brjóta hvert einasta bein í líkama ykkar. Og þú sem ert að líkja hitler við jesú gerðu það fyrir mig og stökktu fram af svölunum áður en að ég kem skafa úr þér þennan fáfróða heila þinn. Strákar það er svo til skammar að þið hafið ekkert betra við lífið ykkar að gera en að ofsækja kristið fólk. Og svo þessi minnimáttarkennd. Oh my...


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/12/05 03:43 #

Mikið var þetta nú kristilegt hjá þér, omar. Í alvöru.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.