Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Menntunarskortur

Bókstafstrú stafar af menntunarskorti.

Andy Rooney

Ritstjórn 04.12.2004
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Hreinn Hjartahlýr - 04/12/04 10:52 #

Ha? Vekur upp spurningar um hvað sé menntun. Er Bush ekki með próf frá Yale? Er ekki háskóli í Tehran?


frelsarinn@vantru.net (meðlimur í Vantrú) - 04/12/04 11:32 #

Bush er hefðbundið fórnarlamb áfengis og vímuefnameðferða þar sem fólk er heilaþvegið af heilögum anda í stað vínanda. Þessi meðferð er þegar orðin af félagslegu vandamáli hér á landi, sífellt fleiri falla þar í tómt rugl og þvælu. Eru jafnvel verri menn eftir þessar meðferðir en fyrir.

Ef ég man rétt þá er mesta andstaðan við klerkaveldið í Íran upprunnin í háskólunum þar í landi, nema þá í sérstökum trúardeildum svipað og í guðfræðideildinni í HÍ er Þjóðkirkjan lofuð og prísuð. Menn jafnvel skrifa þar lærðar greinar um gott ástand og vægar refsingar á tímum siðaskiptanna. Að siðaskiptin séu upphaf alls góðs fyrir íslenska menningu o.s.frv.


Snær - 04/12/04 13:28 #

Hreinn Hjartahlýr:

Vera í skólahúsi tryggir ekki menntun.

Og það að vera menntaður tryggir það ekki að vitneskjan samræmist raunveruleikanum.

Er það svo óljóst?


Hreinn Hjartahlýr - 04/12/04 15:18 #

Skólavist ekki menntun? Reyndu að segja menntamálaráðherra það, svo ég tali nú ekki um kennarasambandið.

Augljóslega veit ég að skólaganga er ekki menntun.

Mín spurning er frekar um þetta: hvað er menntun, og öllu heldur, hvað á Rooney við með "menntun". Það er fullt af fólki sem telur sig vel menntað en er samt bókstafstrúar. Hvernig kemur það heim og saman við orð Rooneys um "menntunarskort"? Athugið að menntun hlýtur að merkja það sem átt er við með orðinu "menntun". Skilningurinn á orðinu, eins og öðrum orðum, er félagslegur: þú getur ekki ákveðið að "menntun" þýði eitthvað annað en það sem fólk skilur almennt með orðinu.

Ég er bara ekki viss um að þessi orð Rooneys séu mjög gagnleg. Ef ég væri hann, hefði ég frekar sagt eitthvað eins og "Bókstafstrú stafar af hugsunarleysi" eða eitthvað þess háttar.


Fundamentalistinn - 04/12/04 16:25 #

Fyrsta bókstafstrúartrúfélag sem ég starfaði með hét Orð Lífsins. Forstöðumaður þess var læknir.

Í Veginum (kristið samfélag) var kona sem lærði líffræði í mörg ár í Svíþjóð. Hún er með a.m.k. master-gráðu, og kennir Líffræði á háskólastigi. (og afneitar þróunarkenningunni að hluta - í hljóði)

Svo eru auðvitað mörg þúsund Íslendingar í Hvítasunnusöfnuðum - og svipuðum, sem eru viðskiptafræðingar, búfræðingar, tannlæknar, sagnfræðingar, lyfjafræðingar o.s.frv.

Áhrif menntunar gegn bókstafstrú er ofmetinn.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 04/12/04 16:59 #

Er það já? Og heldurðu að dugi að tína til einstök dæmi því til sönnunar?

Hér er verið að tala um almenna tilhneigingu. Þótt einstaka menntaðir læknar og líffræðingar kjósi að aðhyllast Biblíulega heimsmynd (sem er mér alveg óskiljanlegt), af einhverjum undarlegum ástæðum, má vera ljóst að þar sem menntunarstigið er hærra eru færri á kafi í fundamentalisma.

Það að fundamentalismi skuli vera í sókn hér og á meginlandi Evrópu, eftir marga sekkjúlar áratugi, verður að skrifast á ákveðnar þjóðfélagsbreytingar sem felast fyrst og fremst í fráhvarfi frá rök- og raunhyggju. Póstmódernismi gegnumsýrir fræðigreinar sem fram til þessa hafa verið hávísindalegar og gæti ég sem best trúað því að það hafi jafnvel smitast niður í framhaldsskólana.

Menntun felst ekki í þeim samanlagða tíma sem fer í skólagöngu heldur því sem kennt er. Hafi slaknað á fræðilegum kröfum líður samfélagið að sjálfsögðu fyrir það.


Hreinn Hjartahlýr - 04/12/04 17:22 #

Ég held að póstmódernismi hafi ekkert með uppgang bókstafstrúar að gera. Hvorki Bush né Björn Bjarnason eru póstmódernistar. Enda snýst póstmódernismi um það að taka engu sem gefnu, og alls ekki annarra manna orð eða helga texta.


Fundamentalistinn - 04/12/04 17:47 #

Birgir, ég tók ekki einungis einstök dæmi því til sönnunar, heldur benti á að það eru gríðalega margir í hvítasunnusöfnuðunum (Krossinn, Vegurinn, Hvítasunnukirkjunar, o.fl.) sem eru menntaðir.

Ég nefndi fyrst tvö einstök dæmi, og bætti svo við að þetta ætti við heilan haug af fólki.

Líklega er talan þúsundir ýkjur af minni hálfu þar sem virkt fólk í þessum söfnuðum eru ekki mikið fleiri en þúsund. - svo ég ætla að umorða: Það eru a.m.k. hundruð Íslendinga í hvítasunnusöfnuðum sem eru vel menntaðir - með hinar og þessar gráður. (Líklega hærra hlutfall en á mörgum öðrum stöðum)

Lögfræðingurinn


Davíð - 04/12/04 20:55 #

Póstmódernisminn gengur nú út á að enginn sannindi séu algild svo ég held að trúleysi líkt og þið boðið sé fremur tengt honum en bókstafstrúinn. Annars er flókið að draga samtímann í dilka og flokka í stefnur. Ég held að hlutfall menntaðra sé hærra í söfnuðum á Íslandi en almennt í þjóðfélaginu. Það er enginn flott skýring á því held ég. Davíð


Árni - 04/12/04 20:59 #

Svo er líka alltaf spurning hvort kom á undan hænan eða eggið. Stafar bókstafstrú af menntunarskorti eða hafa bókstafstrúaðir frekari tilhneigingu til að leita sér minni menntunar en aðrir? Kannski vegna þess að skoðanir þeirra eru ekki viðurkenndar í menntakerfinu.


Fundamentalistinn - 04/12/04 22:13 #

Árni, mín reynsla er sú að "bókstafstrúarmenn" (þeir sem eru í hvítasunnusöfnuðunum, í víðri merkingu) séu mjög gjarnir á að vilja framhaldsmenntun, m.a. í greinum sem ögra trúarskoðunum þeirra. -

Eina trúfélagið sem ég þekki til, sem hvetur fólk til þess að fara ekki mentaveginn, a.m.k. er það tilhneygin þar, eru Vottar Jehóva - Enda standa þeir á brauðfótum kenningalega séð, og smá skammtur af sagnfræðiþekkingu t.d. getur valdið þeim skaða.


johannes - 04/12/04 23:17 #

Afhverju skrifar þessi frelsari ekki undir réttu nafni en skýlir sér þess í stað bak við dulnefni eins og aumingi. Hvað hafið þið að fela. Og þú líka Fundamentalistinn. Við hvað eruð þið hræddir. Komið bara hreint fram. Asnalegt þegar menn eru að skrifa á vefinn undir dulnefni. Kveðja Davíð Oddsson.


Snær - 04/12/04 23:53 #

Jóhannes:

Það eru til fjöldamargar ástæður fyrir því að vilja ekki gefa upp nafn sitt á vefjum opnum almenningi. Stundum hafa þeir sem kjósa að gera svo eitthvað sérstakt að fela, jafnvel stundum að leyndin sé til þess gerð að fólk verði ekki fyrir leiðinlegum ad hominem rökum frá fólki sem þekkir til manns.

Ég finn ekki með mér neina sérstaka þörf fyrir að þekkja til nafna ofanskrifaðs Fundamentalista, né Frelsarans, enda kemur leyndin ekki í veg fyrir að hægt sé að eiga í skemmtilegum og uppbyggilegum umræðum við fólkið.

Fundamentalistinn og Davíð:

Ég tel fullyrðingar ykkar um hlutfall menntaðs fólks í bókstafstrúarsöfnuðum hér á landi ekki marktækar, nema þá að þið viljið benda á einhverjar kannanir þess efnis.

Ég er ekki að fara að taka til greina persónulega reynslu hvað svona hluti varðar, enda á m.a. staðfestingartilhneygingin það til að lita mat fólks á líkindum og hlutföllum sem ekki er vísindalega unnið.

Mér finnst ég stöðugt vera að sjá töluna 13 mjög víða, talsvert oftar en aðrar tveggja stafa tölur, og hef ég alltaf kallað hana happatöluna mína upp á grínið. Finndist ykkur það út frá þessu marktækt mat á birtingarhlutfalli tveggja stafa talna að gera þess vegna ráð fyrir því að talan 13 komi margfalt oftar fyrir en aðrar?


Johannes ( Hannes Hólmsteinn ) - 05/12/04 00:15 #

"ad hominem rökum " vinnsamlegast talaðu íslensku við mig, ég skil ekki latínu.

Ég finn svo sem ekki til sérstakra tilfinninga til að þekkja til þeirra sem skrifa undir dulnefnum mér finnst það bara hallærislegt eða ad hominem, hvað sem það þíðir.

"Ég tel fullyrðingar ykkar um hlutfall menntaðs fólks í bókstafstrúarsöfnuðum hér á landi ekki marktækar"

hvað ertu að herma þessar setningu upp á mig, ég var ekkert að tala um hana.

Og töluna 13 ræðuna. Ég skil ekki hvað þú ert að tala um.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 01:36 #

Hvorki Bush né Björn Bjarnason eru póstmódernistar.

Þú snýrð upp á orð mín, ég var ekki að segja að bókstafstrúarmenn væru póstmódern. Það eru þeir auðvitað ekki.

Það er hins vegar í gangi ákveðið fráhvarf frá rök- og raunhyggju, einhver tíska sem birtist t.d. í póstmódernisma innan veggja háskólanna. Greindasta fólk hættir að kaupa vel rökstuddar vísindakenningar og byrjar að hlusta á þvælu á borð við uppsuðu sköpunarsinna. það ríkir póstmódernísk upplausn í þessum málum og hún skapar jarðveg á ný fyrir allar gömlu bábiljurnar.

Þegar menn fara allt í einu, einn góðan veðurdag, að hætta að taka mark á hinu röklega, eins og nú hefur gerst, opnast dyr fyrir alls konar þvælu. Og í því partíi er t.d. guðfræðin hrókur alls fagnaðar með allar sínar úreltu kenningar af öskuhaugum sögunnar. Biblíuþömparar ná líka að vaða upp í upplausninni og veiða illa upplýst grey með sefjandi talanda og sannfæringarkrafti. M.a.s. einn og einn menntaður lætur glepjast af þessum ræðuhöldum sem innihalda töfraorð á borð við frið, hjálpræði, kærleika og lausn.

Það þarf að setja kúrsinn aftur. Koma fólki í skilning um að eina færa leiðin er leið framfara og það er hin vísindalega aðferð sem ryður þá braut.

Vísindin þykja hallærisleg í dag, en þetta ástand mun fjara út, rétt eins og tíminn þegar allir keyptu útvíðar buxur. En eftir stendur reyndar heil kynslóð sem menntaði sig í kjaftæði. Sprenglærðir bullfræðingar.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 10:57 #

Jóhannes: Hann var ekki að herma þetta upp á þig, hann ávarpaði Frelsarann og Davíð. Og ad hominem er það sem á íslensku kallast persónuárás.


Hreinn Hjartahlýr - 05/12/04 11:59 #

Ég ætlaði nú ekki að snúa út úr neinu Birgir. Ég held bara að póstmódernismi komi bókstafstrú eða uppgangi hennar ekkert við.

Þeir sem eru hvað "póstmódernískastir" í Háskólum eru yfirleitt í bókmenntafræði, heimspeki og sumum félagsvísindagreinum. Ég sé ekki hvað er við þá að sakast. Ég hef ekki heyrt að þeir séu að kenna sköpun í stað þróunnar. Ég held meira að segja að þeir í guðfræðinni samþykki vísindalegar kenningar, telja frekar að Biblíuna skuli túlka og ekki taka bókstaflega.

Ég er alveg tilbúinn að fallast á að það sé almenn tilhneiging til að menntaðra fólk sé síður trúað á yfirnáttúru, það hljómar amk. ekki ólíklega. Ég held að það sé staðfest, að í háskólaborgum Bandaríkjanna eru færri trúaðir en í hinum minna menntuðu sveitum. Engu að síður er "menntun" engin trygging fyrir því.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 12:12 #

Þú heldur áfram að gera mér upp þá skoðun að póstmódernistar kalli eftir bókstafstrú. En allt sem ég er að segja er að fráhvarf frá rök- og raunhyggju (dæmi: póstmódernismi), skapi jarðveg fyrir hvers kyns bábiljur (dæmi: bókstafstrú). Bæði eru þessi fyrirbæri því hluti af stærra vandamáli sem gert hefur menntunina minna fræðilega og hugsunina minna gagnrýna.


Hreinn Hjartahlýr - 05/12/04 12:47 #

Ég er ekki að gera þér upp eitt eða neitt. Ég er að halda því fram að póstmódernismi og bókstafstrú séu algerlega ótengd. Sérílagi skapar póstmódernismi engan jarðveg fyrir bókstafstrú. Hvar er sá jarðvegur? Ekki þar sem póstmódernistar halda til. Ekki í söfnuðunum. Ekki á vantrú.net. Ekki í aðalnámskrá. Hvort eru fleiri eða færri bókstafstrúar nú eða fyrir 50 árum, þegar orðið póstmódernismi var ekki einu sinni til? Ertu með tölur? Áhrif póstmódernisma á skólakerfið eru nánast engin, nema í sumum deildum háskóla. Er jarðvegurinn þar? Ég er ekki að gera þér upp þessa skoðun: póstmódernismi skapar jarðveg fyrir bókstafstrú.

Nefndu svo dæmi um það að menntunin sé minna fræðileg og hugsunin minna gagnrýnin en einhvertíma áður. Ekki nóg að segja "póstmódernismi".


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 13:10 #

Nei, póstmódernisminn skapar engan jarðveg undir bókstafstrú. Um það erum við sammála. Hins vegar má ekki hunsa hina sameiginlegu orsök sem kallar eftir báðum þessum hlutum, þessa tilhneigingu í nútímanum til að finnast rök- og raunhyggja asnaleg og hallærisleg. Þú finnur ótal dæmi um slíkt tal í kommentakerfinu hér, menn eru t.d. iðulega kallaðir öfgafullir fyrir það að hafa ekki umburðarlyndi fyrir að önnur tæki séu notuð til þekkingar á veröldinni en hin strangvísindalegu.

Nefndu svo dæmi um það að menntunin sé minna fræðileg og hugsunin minna gagnrýnin en einhvertíma áður. Ekki nóg að segja "póstmódernismi".

Prófaðu að horfa til Bandaríkjanna. Þar er á fullu verið að deila um hvort kenna eigi þróunarkenningu eða sköpunar- í grunnskólum. Í Evrópu hefur heimspekin verið undirlögð þeirri hugmynd að margir sannleikar geti verið á sveimi og niðurstöður runnar undan aðferðafræði rök- og raunhyggju þurfi ekkert að vera sannari en aðrar niðurstöður. Ég er alveg handviss um að þessi ranghugmynd hafi smitast með „nútímalegum“ kennurum niður í lægri stig skólakerfisins. Það kemur mér í það minnsta alltaf jafn óþægilega í opna sköldu að hlusta á framhalds- og langskólagengið fólk dissa vísindalega aðferðafræði og jafnvel gagnrýna hugsun.

Ekkert segir okkur að nútíminn sé alltaf fullkomnastur allra skeiða sögunnar. Ríkjandi nútími hefur mörg einkenni hnignunar, ásókn í bókstafstrú í Evrópu, um leið og heimspekin tekur fókusinn af gagnrýninni hugsun og eníþíng gós. Ég vona að þetta sé aðeins stutt tískubylgja og að vestrænt skólakerfi snúi sér sem fyrst aftur að því sem máli skiptir, raunverulegri þekkingaröflun með viðeigandi tólum.


útlenska - 05/12/04 14:58 #

Afar áhugaverðar umræður. Ég get tekið undir sumt af því sem þú segir, Birgir. Miklar breytingar hafa átt sér stað innan heims fræða og vísinda undanfarna áratugi, sem sumir vilja kenna við póstmódernisma. Það sem mér virðist fyrst og fremst felast í þeirri þróun er síaukin gagnrýnin hugsun, sem m.a. felst í þeirri hugmynd að hægt sé nálgast veruleikann út frá fleiru en einu sjónarhorni. Þessi hugmyndafræði getur vissulega gengið út í öfgar og leitt til n.k. tóm- eða efahyggju, þ.e. að öll þekkingarsköpun sé gildishlaðin og engin ein framsetning á veruleikanum sé annarri æðri; vísindin séu þannig t.d. í engu frábrugðin trúarbrögðum (sem ég er vel að merkja ósammála!).

Eins og hreinn benti á þá hefur þessi bylgja ekki síst birst í félags- og hugvísindum nú undir það síðasta, en að mínu mati þá á hugmyndin um marga "sannleika" sér eldri rætur. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort að raunvísindin hafi ekki gengið í gegnum álíka tímabil fyrir um 80-100 árum með nýjum uppgötvunum í líf- og ekki síst- eðlisfræði. Þá virðist hafa átt sér stað stór breyting á hugmyndafræði og menn áttuðu sig á því að kenningar Newtons og Descartes voru ekki nægjanlegar til þess að skýra eðli veruleikans.

Nóg um það í bili, en varðandi staðhæfingu Rooneys, þá lít ég einmitt oft svo á að öfgar af hverju tagi réðust fyrst og fremst af skorti á upplýsingu, sem sé einhvers konar vanþekkingu eða fávisku. Þrátt fyrir að sú hugmynd sé mikil einföldun þá getur hún vakið fólk til umhugsunar, eins og klárlega sést hér að ofan.


darri (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 16:45 #

Má ég stinga upp á:

Menntunarskortur stafar af bókstafstrú.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 16:51 #

Sú yrðing er líka sönn. Þetta tvennt fylgist að og ekki alltaf auðvelt að sjá hvort kemur á undan. Þessa yrðingu þína, Darri, orða ég stundum með orðastrengnum „Meðvituð ásókn í fávisku“.

Benda má á sköpunarsinna í þessu samhengi. Og reyndar guðfræðinga líka, þótt ekki séu þeir nema að hluta til bókstafstrúar.

En eftir stendur sú staðreynd að þekkingin er besta vopnið í baráttunni við hindurvitnin, hvort sem þau heita bókstafstrú eða grænsápuguðfræði.


útlenska - 05/12/04 20:38 #

Hvaða þekking helst?


Fundamentalistinn - 05/12/04 21:04 #

Sæll Snær.

Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að taka upp hanskan fyrir okkur sem kjósum að skrifa hér undir "dulnefnum".

Þú sagðist ekki geta tekið mark á fullyrðingum mínum og Davíðs um hlutfall menntaðs fólks í "bókstafstrúarsöfnuðunum."

Ég minnist þess ekki að hafa fullyrt neitt í þeim efnum, nema þá það segja að hlutfallið væri líklega hærra en í mörgum öðrum hópum.

Ég sagði að mín reynsla væri sú að menn væru "menntafúsir" og að ég þekkti mjög marga aðila með margskonar "æðri" menntun sem tilheyra þessum hópi.

Ég þekki nokkra lækna, tannlækni, hagfræðinga, líffræðing, lyfjafræðinga, jarðfræðing, félagsfræðing, viðskiptafræðinga, o.fl. sem sótt hafa fundi ásamt mér. Ekki spurði ég hvern og einasta um nafn, menntun og fyrri störf, og ekki hef ég í höndunum nákvæmar tölur, og samanburð við menntun félagsmanna í siðmennt heldur :-)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/04 21:06 #

Komm on útlenska, þekkingin á heiminum, eðli og innviðum hans. Þekking sem fengin er með sólíd aðferðum en miðast ekki við upplifanir manna og innsæi.

Ég sé að ég þarf að fara að klára að þýða „Orðabók hins nútímalega“. Originall hennar er hér.


útlenska - 05/12/04 21:38 #

Skil þig, Birgir. Þú ert sem sé að ræða um þekkingu sem byggir á aðferðum raunvísinda. Vissulega hefur sú þekking skilað okkur langt og hún hefur iðulega hagnýtt gildi.

Orðið sjálft, "þekking", er nokkuð gildishlaðið og eins og því er beitt í daglegu tali þá gefur það til kynna ákveðinn endanleika. Að mínu mati- ég veit ekki hvort þú ert sammála- þá snúast vísindi um að finna n.k. nálgun til þess að lýsa heiminum og jafnvel skýra hann. Þetta ferli, sem vísindin vissulega eru, tel ég vera langt frá því að vera "sólíd." Það tekur sífelldum breytingum. M.ö.o. þá er "veruleiki" sá er vísindin lýsa aldrei endanlegur og aðferðir vísinda duga oft skammt til þess að skýra reynslu og upplifun fólks.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.