Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúleysi og jólin

Fyrir mörgum árum vann ég með konu sem sagðist vera “með Jesú í hjartanu”. Ég játa að ég hef ekki alveg á hreinu hvað það er – enda án trúar á guð eða guði. Helst virtist mér þetta ástand konunnar birtast í því að hún átti í miklum erfiðleikum með að blanda eigin trúarskoðunum ekki inn í starf sitt. Þar sem við unnum með fólk sem margt hvert átti um sárt að binda og hafði lent í miklum erfiðleikum í lífi sínu hafði ég það stundum á tilfinningunni að hún notfærði sér hve veikir margir þessir einstaklingar voru. En það er önnur saga og ekki til umræðu hér.

Þessi kona reyndi oft að ræða við mig um hve dásamlegt það væri að hafa Jesú í hjartanu. Ég gaf lítið út á það og reyndi að leiða yfirlýsingar hennar hjá mér. Mér var þó nóg boðið þegar hún tók sem dæmi um hve hún væri miklu sælli manneskja en ég að hún ætti miklu betri jól en ég – af því að hún væri með Jesú í hjartanu. Þarna opinberaði umrædd kona hve fáfróð hún var um uppruna jólanna og á hve hrokafullan hátt hún afgreiddi tilfinningar annarra og upplifanir.

Hvað eru jólin? Jólin eru miklu eldri en sagnirnar um fæðingu Jesú. Jólin eru hátíð haldin um sólstöður til þess að fagna því að sólin tekur að hækka á lofti á ný. Að halda jól er að halda sigurhátíð ljóssins yfir myrkrinu. Og jól hafa menn haldið í þúsundir ára – löngu áður en tókst að “kristna” umræddar þjóðir.

Það var snjallt hjá kristinni kirkju, þegar hún gerði sig að stofnun, að yfirtaka þessa hátíð og gera hana að fæðingarhátíð Jesú. Það merkir þó ekki að kristnir menn eigi jólin einir. Við sem erum laus undan því að trúa því að yfirnáttúrulegar verur séu að hringla með líf okkar eigum jólin ekki síður.

GLEÐILEG JÓL – GLEÐILEGA HÆKKANDI SÓL!

Jórunn Sörensen 01.12.2004
Flokkað undir: ( Jólin , Kristindómurinn )

Viðbrögð


Helgi - 05/12/04 21:57 #

Thad er svosem rett ad haldid hafi verid upp a thennann arstima af ymsum astaedum medal ymissa thjoda adur en hatidin fekk hina "kristnu" merkingu. Thad vidurkenna thad langflestir sem til thekkja ad Jesus hefur sennilega faedst a odrum arstima, tjaldbudahatidinni sem er i september/oktober. Hvenaer hann faeddist er svo sem ekki adalmalid fyrir tha sem trua, heldur thad ad hann faeddist. Liklega snerti jolahaldid thessa konu mikid meira en thig, ekki vegna thess ad jolin seu Kristin hatid ad uppruna. Heldur vegna thess ad tilefnid snertir hana. Megi solin fa ad skina i hjarta thinu. Gledileg Jol


urta (meðlimur í Vantrú) - 06/12/04 13:51 #

Þakka góðar jólaóskir. En mér er spurn - hvernig er hægt að gleðjast meira yfir fæðingu manns sem lifði og dó fyrir rúmum 2000 árum - ef hann þá lifði einhvern tímann en þeirri staðreynd að sólin hækkar á lofti og flytur okkur mönnunum nýtt vor og nýtt líf?


áhugasöm - 09/12/04 02:08 #

Langaði aðeins að tjá mig um þetta mál hér. Það sem ég held að gleymist svolítið er að jól, þ.e. orðið jól hefur fengið merkingarbreytingu í tungumálinu en ekki merkingarbreytingu sem hefð í gerðum manna. Vissulega táknaði jól annað í heiðnum sið en orðið gerir í dag, enda held ég að meirihluti landsmanna viti ekki um uppruna orðsins. Hliðstætt þessu mæti taka orð eins og sími. Við lítum ekki á síma sem snæri eða spotta í dag, hann er tæki sem alltof margir hafa við hönd í nútímasamfélagi. En á sínum tíma þegar 'síminn' var fundinn upp og tekinn upp hér á landi vantaði landanum gott orð fyrir það tæki og ákvað að taka orð sem var gleymt og grafið í tungumálinu og tengdist þessu nýja tæki. Ekki má gleyma því að jól er bara orð í tungumálinu en það sem það táknar fyrir fer eftir samfélagi og tíma þess. Þegar kristin manneskja heyrir orðið jól, hugsar hún um Jesú og kærleika, frið og uppruna, en málvísindamaður gæti hugsað til uppruna þess í tungumálinu. Því finnst mér konan ekki hafa sínt fram á fáfræði sína, heldur kannski litla vitneskju um tungumálið og breytingar þess, en sammála er ég með hrokann, það er ekki víst að trúlaus maður upplifi verri jól en trúaður maður því hvað eru jól í dag fyrir meginþorra þjóðarinnar annað en peningaplot?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 09/12/04 03:09 #

egar kristin manneskja heyrir orðið jól, hugsar hún um Jesú og kærleika, frið...

Henni gæti allt eins dottið í hug jólasveinar, jólatré, góður matur, gjafir, jólaskraut...

Ég held reyndar að flestum detti þetta fyrst í hug.


urta (meðlimur í Vantrú) - 09/12/04 08:28 #

Þakka "áhugasamri" hugleiðingar um orðið "jól". Þarna er engu að síður um smá misskilning á ferðinni því ég var ekki að ræða mismunandi merkinug á orðinu jól. Jól eru fagnaðarhátíð - það er tilefnið sem er ólíkt hjá þeim sem eru kristnir og þeim sem eru án trúar á guð eða guði. Og við sem erum án þessarar trúar fáum nefninlega oft að heyra þessa spurningu: Hvernig getið þið haldið jól?


gloin - 10/12/04 15:26 #

Hvað er svona slæmt við trú? Mér virðist allir trúa og þeir sem kalla sig trúleysingja eru jafnvel trúaðri en þeir sem kalla sig trúaða. Það trúa ekki er orðið að trúarbrögðum. Eða er bara verið að veitast að kristinni trú eins og svo oft er raunin hjá þeim sem útvarpa trúleysi sínu. Þeir hinir sömu gera sig seka um nákvæmlega sömu hluti og þeir saka hina trúuðu um: að þeir séu með yfirlýsingar og reyni að troða skoðunum sínum og trú uppá aðra. Þetta nefnilega gera hinir "trúlausu" líka... bar á hinum endanum á línunni. Er ekki bara fínt að að við öll trúum hvort sem það er á Búdda, Ekkert eða Krist :) og skiptumst á skoðunum um það. Megið þig eiga góð jól hvort sem þið trúið á sigur ljóssins yfir mykrinu í bókstaflegri merkingu og/eða sigur ljóssins (Jesú) yfir myrkrinu.


darri (meðlimur í Vantrú) - 10/12/04 15:56 #

gloin, þú sýnir með þessum misskilningi að þú hefur ekki lesið neitt af því, sem er að finna á þessum vef. Byrjaðu á að kynna þér málin áður en þú gagnrýnir.


gloin - 11/12/04 00:07 #

Hmmmm, nei ég er ekki að misskilja neitt og reyndar heldur ekki að gagnrýna, þannig lagað. Meiningin var nú öllu heldur að benda á að báðir umræddir hópar haga sér eins og beita sömu aðferðum við tjá skoðanir sínar hvað hinir eru óalandi og óferjandi og óheppnir greindarfarslega. Það að ég minntist á að möguleiki væri á að aðallega væri veist að kristinni trú er að það er ríkjandi í allri svona umræðu, hvort sem hún er hér eða annars staðar. Það er reyndar athyglisvert í sjálfu sér og pæling út af fyrir sig. Bara svo það sé algjörlega á hreinu þá hef ég séð hér umfjöllun um ýmis önnur trúarbrögð og andans sprikl en kristni, sem mér finnst samt eins og áður er sagt ríkjandi.
Sömu kveðjur og áður, með vos á brös.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/04 00:26 #

Meiningin var nú öllu heldur að benda á að báðir umræddir hópar haga sér eins og beita sömu aðferðum við tjá skoðanir sínar hvað hinir eru óalandi og óferjandi og óheppnir greindarfarslega.

Kjaftæði. Við höfum aldrei kastað því framan í nokkurn mann hérna að hann sé „óalandi og óferjandi, eða óheppinn greindarfarslega. Og þessir hópar haga sér einmitt ekki eins þegar þeir gagnrýna hvor annan. Við rökstyðjum það sem við segjum, en trúmenn geta lítið rökstutt og halda sig því sumir mikið við rökvillumall og persónuárásir (ekki þú, Skúli).

Ég árétta orð Darra, lestu þér nú aðeins til á þessum vef áður en þú kemur með svona glórulausar staðhæfingar.


gloin - 11/12/04 01:33 #

Það var nú einmitt í gegnum flakk á þessum vef og lestur greina og viðbragða sem ég upplifði þessa hegðun þessara andstæðu fylkinga og hef rekist á svo oft áður. Þetta virðist nú fylgja skoðanaskiptum mannsins, hver sem trúarbrögðin eru: Trú-trúleysi, Windows-Linux, þessi megrunarkúrinn eða hinn og svo framvegis.
Ég er þess næstum (hef ekki komist yfir að lesa allt hér enn) fullviss að þið hafið aldrei kastað því framan í nokkurn mann hér að hann/hún sé óalandi... osfrv. í þeim orðum, en mér finnst nú látið liggja að því hvað eftir annað og þá ekkert frekar þeir sem segja sig vantrúaða heldur en hinir, heldur það sem ég hef verið að segja frá upphafi, skoðanaskiptin og tjáningin er eins.
Auðvitað geta trúaðir fært rök fyrir máli sínu, sjálfsagt í sama hlutfalli og vantrúaðir. Þið hafið greinilega bara ekki hitt marga þeirra hér, en alla vega einn eftir því sem fram kemur hjá þér Birgir, þegar þú kallar til einhvers Skúla í svari þínu.
Annars finnst mér áhugaverðast á þessum vef að sjá hegðun mannsins í skoðanaskiptum, ekki endilega efnið sem fjallað er um hverju sinni. Stórmerkilegt að sjá hvað fólk hneigist alltaf til að bregðast við eftir fastmótuðu hegðunarmynstri. Kannski það sé meðal annars skýring á hvers vegna fólk hneigist til trúar. Fastmótuð mynstur veita öryggi.
Alla vega hafið það sem best, ég er ekki viss um að ég gefi mér tíma til að rita mikið hér, á eftir að lesa heilmikið og spá í fólk :)
Góðar stundir


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/12/04 01:55 #

Já, haltu áfram að spá í fólk, fyrir alla muni. Og FYI, þá er Skúli prestur sem lagt hefur sig fram um að vera málefnalegur, þótt ekki gefi maður mikið fyrir röksemdir hans svona alla jafna.


skúli - 11/12/04 18:08 #

Og FYI, þá er Skúli prestur sem lagt hefur sig fram um að vera málefnalegur, þótt ekki gefi maður mikið fyrir röksemdir hans svona alla jafna.
Ég verð greinilega að fara að taka mig á, svo ég verði nú bæði málefnalegur og komi með röksemdir blífa. ;=) Hvað merkir annars "FYI"?

En sem betur fer stend ég ekki undir þessu skjalli - þ.e.a.s. margir vopnabræður mínir í rimmum okkar standa undir því að teljast málefnalegir.

Annars þykir mér það kúnstugt að kyrja þennan jóla-heiðingjasöng eins og við séum eitthvað að kæfa ykkur í kristindómi yfir jólin. Það er nú öðru nær. Eyðslan og hávaðinn sem því miður fylgja jólunum eru það sem þarf að verjast.

Það hvernig kirkjan gerði jólin að sinni hátíð er auðvitað eitt af mörgum dæmum þess hvernig hún auðgaði ríkjandi hefð í stað þess að ryðja henni á braut.

Jæja, má ekki vera að þessu. Jólahlaðborðið bíður. ;)


Snær - 11/12/04 18:47 #

"Það hvernig kirkjan gerði jólin að sinni hátíð er auðvitað eitt af mörgum dæmum þess hvernig hún auðgaði ríkjandi hefð í stað þess að ryðja henni á braut.

Ég hreinlega kem ekki auga á þessa "auðgun". Kristna kirkjan hefur líklega fyrst séð jólin sem ógn við sig, rétt eins og blót og hrossakjötsát. Í staðinn fyrir að reyna að ryðja þessum sið frá, tók kirkjan hann til sín, breytti eftir sínum þörfum, og tók að hamra í fólk lygum, s.s. þess efnis að Jesú hefði fæðst á Jóladag, og meiri vitleysu.

Hvar eru góðu hliðarnar?

Auk þess ætti það ekki að vera hlutverk kirkjunnar að "auðga" nokkurn ríkjandi sið.

Svo merkir FYI "For Your Information".


skúli - 12/12/04 12:33 #

Hvar eru góðu hliðarnar?
Stórt spurt! Hvað eigum við að segja? Jólasálmar, kirkjan hefur lagt sitt af mörkum við að boða kærleika og frið á jólunum, svona lagað á sér t.a.m. margar hliðstæður í ófriði í gegnum tíðina.
Auk þess ætti það ekki að vera hlutverk kirkjunnar að "auðga" nokkurn ríkjandi sið.
Nú af hverju ekki? Kirkjan er mótandi afl í menningunni.


darri (meðlimur í Vantrú) - 12/12/04 13:09 #

Kirkjan er mótandi afl í menningunni [og auðgar þar af leiðandi ríkjandi sið].

Kirkjan hefur ekki gert annað síðust þúsund ár en að hefta framfarir, bæði hvað varðar vísindaþekkingu og almenn mannréttindi.

Kristilegt siðgæði er alltaf seinna að taka við sér en hið almenna, vegna þess eins að það er svo tímafrekt fyrir guðfræðingana með biblíurnar sínar, að réttlæta alla þessa þróun, sem orðið hefur á mannlegu siðferði í gegnum tíðina, þeir verða alltaf eftirá. Sjáðu hvað Kirkjan er að rembast við að taka samkynhneigða í sátt þessa dagana, á meðan almenningur flykkist í Gay Pride skrúðgöngur.

Svo segir Kirkjan almennt siðgæði byggjast á hinu kristilega... þvílík fásinna.


skúli - 12/12/04 19:39 #

Af þögninni um meginefni aths. minnar að dæma álykta ég sem svo að þú hafir ekkert við hana að athuga.

Kirkjan hefur ekki gert annað síðust þúsund ár en að hefta framfarir, bæði hvað varðar vísindaþekkingu og almenn mannréttindi.
Þetta er einfaldlega úreld söguskoðun. Kirkjan hefur stuðlað að:

*lestrarkunnáttu (d. klaustrin, píetisminn) *fátækraframfærslu (d. tíundarlöggjöfin, orinansían) *samskiptum milli þjóða (d. fjölþjóðleg hreyfing) *Komið á og eflt rit- og bókmenningu (ótal dæmi hérlendis og ytra) *Framþróun í löggjöf (d. Tómas Akvínó) *Varðveisla menningararfs (d. fornritin skrifuð í klasutrum, prentverkið) *Hagnýt uppfræðsla (d. "kartöfluprestarnir"!) *Viðamikið mannréttindastarf (d. Frelsunarguðfræðin, Lútherska heimssambandið)


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 12/12/04 19:50 #

Fyrirgefðu að ég sé með snöggt svar og ekki við öllum atriðum, er að læra undir próf.

*lestrarkunnáttu - Byltingin sem átt börnin sín, ég er þakklátur Lúther fyrir þetta vegna þess að þetta dró gríðarlega úr kirkjuvaldi.

*samskiptum milli þjóða - Meira gott en slæmt? Held ekki.

*Komið á og eflt rit- og bókmenningu + Varðveisla menningararfs - Hvað eyðilögðu lútherskir réttrúnaðarmenn mörg handrit? Bæði sem vörðuðu kaþólskuna og heiðnina. Að þessu leyti var lútherskan menningarlegt slys.


skúli - 12/12/04 20:11 #

Sæll Óli og takk fyrir að fórna dýrmætum tíma þínum í mig. Sé að sitthvað af þessu tengist námi þínu svo kannske bætum við þér að einhverju leyti upp fjarvistir frá skólabókunum. ;)

*Komið á og eflt rit- og bókmenningu + Varðveisla menningararfs - Hvað eyðilögðu lútherskir réttrúnaðarmenn mörg handrit? Bæði sem vörðuðu kaþólskuna og heiðnina. Að þessu leyti var lútherskan menningarlegt slys.
. Lúther var reyndar umhugað um þennan arf eins og þú getur lesið þig til um í grein í Orðinu 1995: Phillipp Wittmann: "Siðbótin og listin - Viðhorf Marteins Lúthers til kirkjulistar"

En gott og vel, velflest menningarleg umskipti valda stórkostlegu tjóni á því sem þau leysa af hólmi. Íkonóklastið meðal sumra mótmælenda er dæmi um það - og jú, illu heilli fóru menn illa með sum miðaldahandrit í kjölfar siðbreytingarinnar enda þóttu þau einskis virði.

Þarna held ég að sé að finna sama hugsunarháttinn og kemur fram þegar fólk fer að hugsa með nýjum hætti. Franska stjórnarbyltingin og módernisminn eru tvö ágæt dæmi um þetta.

En samt: kíktu á ævisögu Árna Magnússonar e. Má Jónsson við tækifæri og skoðaðu hversu gríðarlega áhugasamir hann og vinir hans úr prestastétt voru við að "bjarga" gömlu handritunum (ok, ok við vitum hvernig það fór..!). Þau voru náttúrulega frá miðöldum og geymdu fróðleik um heiðinn átrúnað, auk erki-pápískra sagnabálka (byskupasögur, heilagramannasögur ofl.).

Samskipti milli þjóða - tjah - kirkjan var fjölþjóðleg stofnun og hugtakið "Evrópa" merkti lengstaf áhrifasvæði hennar. Hún stögglaðist líka við að skilgreina með hvaða hætti kristnir menn ættu að heyja stríð - Ágústínus, T. Akvínó og Lúther rituðu t.a.m. bálka um það. Þar reyndu menn a.m.k. að útbúa einhverjar leikreglur um þau mál - svipað og Genfarsáttmálinn í dag.

Jú, þetta er tvíbent, en ef þú íhugar athugasemd Darra sem ég er að bregðast við sérðu hvað ég meina.


urta (meðlimur í Vantrú) - 13/12/04 13:56 #

Mér sýnist umræðan komin út um víðan völl og lítið fjallað um trúleysi og jólin. Rakst þó á athugasemd sem sagði eitthvað á þá leið að kirkjan hefði auðgað innihald jólanna með því að segja að jesú/guð hefði fæðst þá. Ég sé nú ekki að það sé hægt að auðga innihald og tilgang jólanna meira en að fagna því að sólin hækkar á lofti.


urta (meðlimur í Vantrú) - 13/12/04 13:57 #

Mér sýnist umræðan komin út um víðan völl og lítið fjallað um trúleysi og jólin. Rakst þó á athugasemd sem sagði eitthvað á þá leið að kirkjan hefði auðgað innihald jólanna með því að segja að jesú/guð hefði fæðst þá. Ég sé nú ekki að það sé hægt að auðga innihald og tilgang jólanna meira en að fagna því að sólin hækkar á lofti.


skúli - 13/12/04 16:45 #

Já, ég benti nú á það í aths. minni við Darra sem hann hefur ekki séð ástæðu til að svara. Svo neyddist ég til að auka skilning hans á málinu.

Ég sé nú ekki að það sé hægt að auðga innihald og tilgang jólanna meira en að fagna því að sólin hækkar á lofti.
Hér á Ísafiriði hafa menn nú löngum fagnað því með pönnukökuáti í byrjun febrúar. ;)


darri (meðlimur í Vantrú) - 13/12/04 17:30 #

Ég steingleymdi þessu nú bara.

Auðvitað var ég að einfalda málin með eftirfarandi:

Kirkjan hefur ekki gert annað síðust þúsund ár en að hefta framfarir, bæði hvað varðar vísindaþekkingu og almenn mannréttindi.

Það sem ég meina er að það góða, sem kirkjan hefur fært manninum er ekkert í samanborið við hið slæma.

Þú hlýtur að skilja að ástæðan fyrir því að öll þessi góðu verk kirkjunnar skrifast á hana, er einfaldlega sú að kirkjan var með einokunarstöðu á markaðnum.

Það að fólk kunni að lesa í löndum þar sem kristin kirkja hefur ekki náð að læsa greipum sínum um kverkar þjóðarinnar, segir mér að það sé nákvæmlega ekkert við hina kristnu kirkju, sem leiði til þess að einhver innan hennar raða fari að kenna fólki að lesa.

Hvað af þessu sem þú telur upp, heldur þú að hefði aldrei gerst ef kirkjunnar menn hefðu ekki byrjað á því?

Heldurðu að Íslendingar væru upp til hópa ólæsir, fátækir, óupplýstir, löggjafar- og menningarsnauðir ef landið hefði ekki kristnast fyrir rúmlega 1000 árum?

Svo var ég aðallega að tala um auðgun á siðgæði. Þú mátt endilega koma inn á það hvernig kristnin hefur auðgað almennt siðgæði í gegnum tíðina, þ.e.a.s. hvenær hefur kirkjan haft frumkvæði að siðbótum?


skúli - 13/12/04 18:32 #

Þú hlýtur að skilja að ástæðan fyrir því að öll þessi góðu verk kirkjunnar skrifast á hana, er einfaldlega sú að kirkjan var með einokunarstöðu á markaðnum.
Já, hún hafði ákveðið vald og beitti því í mörgum tilvikum til góðs.
Það að fólk kunni að lesa í löndum þar sem kristin kirkja hefur ekki náð að læsa greipum sínum um kverkar þjóðarinnar, segir mér að það sé nákvæmlega ekkert við hina kristnu kirkju, sem leiði til þess að einhver innan hennar raða fari að kenna fólki að lesa.
Nja, ritmál og læsi hefur verið meðal þess sem kirkjan hefur lagt hvað mesta rækt við þar sem hún hefur fengið að blómstra. Fjölmörg tungumál fengu ritmál vegna áhrifa kirkjunnar, þ.m.t. þau germönsku.
Heldurðu að Íslendingar væru upp til hópa ólæsir, fátækir, óupplýstir, löggjafar- og menningarsnauðir ef landið hefði ekki kristnast fyrir rúmlega 1000 árum?
Við værum a.m.k. ekki að skrifast svo gáfulega á með þessum hætti ef sú hefði orðið raunin..! ;)

Nú veit ég ekki hvernig siðferði þú kýst en sjálfur tíndi ég sitthvað til í dæmaruninni sem ég taldi þig hafa samþykkt með þögninni.

Ýmislegt hefur nú verið um þetta ritað, í bókinni: Den nordiske protestantisme og velfærdsstaten (Århus 2000), er t.a.m. að finna áhugaverð tengsl norræna velferðarmódelsins og lútherskrar ríkiskirkju. Um tengsl lúthersku og löggjafar, geturðu kíkt á Berman, Harold J. Law and Revolution, II. The Impact of the Protestant Reformations on the Western Legal Tradition. (2003 Camebridge & London.), en hann reyndar lætur eins og Norðurlöndin séu ekki til. Knudsen bætir úr því.

En þetta er auðvitað flókin stúdía og margbreytileg. Ég er farinn að hallast að því æ meir á síðari árum að maðurinn sé oftast nær fremur samur við sig - breyskur og syndugur hversu göfugan boðskap hann þykist hafa fram að færa. M.a.s. sá öðlingur Brynjólfur biskup Sveinsson - sem hafði barist gegn galdraofsóknum og óréttlæti í sinni tíð - fór svo heitarlega út af sporinu í málum dóttur sinnar Ragnheiðar.

Jæja, er þetta ekki orðið ágætt?


darri (meðlimur í Vantrú) - 13/12/04 19:08 #

Jújú, þetta er orðið ágætt :).


Árni Árnason - 27/12/04 16:36 #

Kærleikurinn markaðssettur.

Þá eru Jólin gengin í garð og menn geta fagnað því að dag tekur að lengja á ný. Biskoppurinn litli, erfðaprinsinn, sem nú er langt kominn með að gera kristna trú á Íslandi að fjölskyldufyrirtæki sínu hefur engu tækifæri sleppt til að hamra á því að Jólin meigi ekki snúast um kaupmennsku og veraldleg gæði, því að eina leiðin til að öðlast sálarró og sanna hamingju sé sú að hlusta á og trúa 2000 ára gamalli lygasögu frá Miðausturlöndum. Hann lætur sem Kristin kirkja hafi fundið upp kærleikann, mannúðina og mildina, og því hefur hann slegið eign sinni og kirkjunnar á þessi hugtök. Svo éta þeir Séra Helgi Slepjan 1) og hinir prestarnir þetta upp eftir honum í hugvekjum í öllum fjölmiðlum athugasemdalaust. Þeir líta þægilega fram hjá því að kristnun lands og lýðs er auðvitað útsmognasta sölutrikk markaðsfræðinnar fyrr og síðar. Það er ekki nóg með að kirkjan eigi engan einkarétt á kærleika, mannúð og mildi, heldur á hún ekki einu sinni jólin. Jólin eru miklu eldri kristninni, en þegar kirkjan í sinni markaðssókn sölsaði undir sig allt hugarfar fólks var auðvitað gráupplagt að taka hátíðir þjóða herfangi og gera að sínum, og planta fæðingardegi trésmiðsins frá Nasaret niður á vetrarsólstöður þannig að allt liti út slétt og fellt. Stór hluti markaðssetningar kristninnar er reyndar sá að telja fólki trú um að þessi margtuggna mannúð og mildi ásamt réttlæti, hófsemi, hógværð, sannleika og samúð séu kristin gildi, og ekki annars staðar að finna. Annar stór hluti markaðssetningarinnar eru svo hátimbraðar kirkjur, tröllsleg orgön og stórfengleg tónverk, ( þó að texti sálmanna sé oft á tíðum leirburður sem ekki liðist í öðrum kveðskap) og allt skal þetta kristið heita. Svo hart gengur kirkjan fram í að eigna sér útlensk tónverk að þau má aðeins nota til markaðssetningar kristni og kirkju, enn alls ekki síma. Var ekki sagt að þeir skyldu ekki kasta steinum sem í glerhúsum búa ?

1) Séra Helgi er fenginn að láni frá Davíð Þór Jónssyni ( Vísur handa vondum börnum )


urta (meðlimur í Vantrú) - 27/12/04 16:49 #

Við í Vantrú getum ekki verið meira sammála...


Dísa - 24/12/09 02:30 #

Árni hvernig geturu sagt að þessi saga sé lygasaga? Þegar það er ekki vitað með vissu sem þýðir að það getur vel verið að þetta sé sönn saga! Fyrir mig sem trúi á Guð finnst mér þið vera að drulla yfir Kristna trú og reyna að halda því fram að það eina rétta sé að trúa ekki á neitt sem er bara nákvæmlega sama hegðun og hjá öllum öðrum trúarbrögðum! Fyrir mér snýst þetta bara ekki um hvað er rétt og hvað ekki heldur bara hvað hver og einn kýs að trúa á! Hvort sem það er Búdda eða Allah eða Guð eða bara ekkert! Það er sagt að Jesúbarnið hafi fæðst á jólunum! Ég lýt á það sem fallegan hlut! Gerir þennan tíma bara fallegan!Ég meina hvað er fallegra en nýfætt barn? Það er góður hlutur þegar barn fæðist! Skil ekki akkuru þetta virðist vera svona mikið mál fyrir suma! Svona er þetta bara! Vildi bara segja mitt álit á þessu!


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 24/12/09 13:12 #

Vil fyrst byðjast velvirðingar á því að vera að pönkast þetta í þér svona yfir þann allra heilagasta en hera goes.

"Árni hvernig geturu sagt að þessi saga sé lygasaga? Þegar það er ekki vitað með vissu sem þýðir að það getur vel verið að þetta sé sönn saga!"

Ef einhver kemur að þér og segir þér að ninjasjóræningjar á risaeðlum hafi brotist inn til hans og stolið tímavélinni sem hann var að endavið að klára.... myndiru þá ekki kalla það (allavega í huganum) lygasögu. Þó geturu ekkert vitað með vissu um það hvort að þetta sé satt. Það er þannig séð fræðilegur möguleiki, er það ekki?

Ef svo þá ættiru að geta skylið að við lítum þessa lygasögu allveg sömu augum. Gæti verið en engar sannanir og stangast á við margt af því sem við þykjumst vita um heiminn. Ef ekki þá ertu nú varla viðræðuhæf svona á vitrænu nótunum.

"Fyrir mig sem trúi á Guð finnst mér þið vera að drulla yfir Kristna trú og reyna að halda því fram að það eina rétta sé að trúa ekki á neitt sem er bara nákvæmlega sama hegðun og hjá öllum öðrum trúarbrögðum!"

Við "boðum", ólíkt öllum trúfélögum, gagnrýna hugsun og það að henni sé beitt á allt. Þar með talinn okkar málflutning og okkar skoðanir.

"Fyrir mér snýst þetta bara ekki um hvað er rétt og hvað ekki heldur bara hvað hver og einn kýs að trúa á! Hvort sem það er Búdda eða Allah eða Guð eða bara ekkert!"

En er þér alveg fyrirmunað að sumu fólki sé ekki allveg sama um sannleiksgildi þeirra staðhæfinga sem milljarðar manna leggja að stórum hluta til grundvallar lífi sínu?

Restin er svona, varla quote-hæf. En já öll börn eru falleg, það er ekkert nema fallegt að barn fæðist. En veistu hvað það fæddist líka barn 26. des árið 1. Líklega mörg hundruð. Og svo aftur 27. og í raun alla daga síðan. Það hafa fæðst tugir ef ekki hundruðir milljarða barna síðan þá og enn höldum við upp á þetta eina afmæli.

En þakka þér innilega fyrir að tjá þig.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 24/12/09 13:12 #

Gleðileg jól BTW. :D

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.