Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af hverju höfum við siðferðiskennd?

Skeptíkus og Vantrú kynna:

"Af hverju höfum við siðferðiskennd?"

Skeptíkus sýnir fyrirlestur Michael Shermer um siðferði og þróun þess í gegnum tíðina frá sjónarhóli trúleysis og vísinda. Í fyrirlestrinum fjallar hann um hvernig siðferði trúarbragða hefur orðið til og talar um hvað er líkt og ólíkt í siðfræði ólíkra menningar- og trúarhópa. Fyrirlesturinn kemur inn á mörg svið, til að mynda heimspeki, sálfræði, félagsfræði, líffræði og guðfræði. Fyrirlesturinn er um 60 mínútur og eftir hann fara fram umræður um efnið.

Michael Shermer er með doktorspróf í vísindasögu og masterspróf í tilraunasálfræði. Hann stofnaði tímaritið Skeptic og skrifar greinar í Scientific American. Hann er framkvæmdarstjóri Skeptic Society.

Sýningin fer fram í stofu 132 í Öskju (náttúrufræðahús Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni) fimmtudaginn 18. nóvember kl: 20:00

Skeptíkus er nýstofnuð hreyfing ótrúaðra stúdenta í Háskóla Íslands. Félagið stefnir á að sýna fleiri fyrirlestra á næstunni. Hægt verður að ganga í félagið fyrir og eftir sýninguna.

Skeptíkus 16.11.2004
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.