Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hvers áttu svínin að gjalda?

Nýja testamentið geymir margar frásagnir af því að Jesú hafi læknað alls kyns sjúkdóma bæði andlega og líkamlega og eru margar þeirra í Matteusarguðspjalli.

Í 4. kafla 24. versi segir:

Orðstír hans barst um allt Sýrland, og menn færðu til hans alla, sem þjáðust af ýmsum sjúkdómum og kvölum, voru haldnir illum öndum, tunglsjúka menn og lama. Og hann læknaði þá.

Í 8. kafla sama guðspjalls segir í 1-3 versi:

Nú gekk Jesús niður af fjallinu, og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig.“ Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: „Ég vil, verð þú hreinn!“ Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni.

Í sama kafla er sagt frá því þegar Jesús læknar son hundraðshöfðingja eins með því einu að hugsa til hans þar sem hann lá veikur heima og einnig að sama dag rak hann einnig út illa anda úr mörgum er til hans voru færðir.

Í 9. kafla læknar Jesús lama manninn – sagði honum einfaldlega að standa upp, taka rekkju sína og ganga. Þar segir einnig frá að hann gefur blindum sjónina og mállausum málið.

Það er ekki nóg með að Jesús lækni sjúka heldur lífgar hann við látna eins og skýrt er sagt frá í 9. kafla þegar hann tók í hönd dóttur forstöðumannsins sem hafði nýlegar skilið við en þá reis hún upp.

Þegar við lesum um öll þessu góðverk – unnin af svo mikilli hjartagæsku rekur okkur í rogastans þegar við lesum eftirfarandi frásögn í 8. kafla guðspjallsins í versunum 28-32:

Þegar hann kom yfir um, í byggð Gadarena, komu á móti honum frá gröfunum tveir menn haldnir illum öndum svo skæðir, að enginn mátti þann veg fara. Þeir æpa: „Hvað vilt þú okkur, sonur Guðs? Komstu hingað að kvelja okkur fyrir tímann?“

En langt frá þeim var mikil svínahjörð á beit. Illu andarnir báðu hann og sögðu: „Ef þú rekur okkur sendu okkur þá í svínahjörðina.“ Hann sagði: „Farið!“ Út fóru þeir og í svínin, og öll hjörðin ruddist fram af hamrinum í vatnið og týndist þar.

Hvers áttu svínin að gjalda að falla fram af hamri og drukkna? Af hverju var Jesús svona vondur við dýrin? Af hverju gat hann ekki einfaldlega rekið illu anda út eins og hann hafði gert svo marg oft áður?

Jórunn Sörensen 09.11.2004
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


úlfurinn - 09/11/04 08:39 #

Gengur ekki upp.Samkvæmt trú júða og annarra íbúa Mið-austurlanda eru svín óhrein og má hvorki snerta þau né éta.Það er því afar ólíklegt að svínahjörð sé á reiki þar austur frá. En ef svínin voru þarna í raun og veru,hvers átti eigandi þeirra að gjalda?


urta (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 10:00 #

Málið snýst ekki um það, úlfur, svínin voru þarna skv. biblíunni (þú efast þó ekki um að þar sé rétt frá sagt) og spurningin er um það af hverju þau þurftu að falla fyrir björg og kremjast til bana í þjáningarfullum dauðdaga þegar Jesú gat auðveldlega rekið út illa anda án þess að misþyrma með því annarri lifandi veru.


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 11:29 #

Tja, er það ekki hlutskipti svína í þessu lífi? Vér mennirnir höldum að vort hlutskipti sé slæmt, en vér erum þó ekki hengd upp á afturklaufunum, skorin á kverkina og blóðguð meðan við hrínum í dauðateygjunum og síðan brytjuð niður í pylsur og skinku og kótilettur. Eða það eru allavega frekar fátíð örlög fyrir menn -- en algeng fyrir svín. Kannski að þessi svín hafi bara verið heppin? Villutrúarmaðurinn sem átti þau var samt ekki heppinn; það var brotinn á honum einkaeignarrétturinn. En honum var nær að vera villutrúarmaður. Kom honum bara í koll.


urta (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 11:49 #

Það skal ekki standa á mér að ræða meðferð okkar mannanna á dýrum - en þessi heimasíða snýst nú ekki um það.

Varðandi ummæli þín um svínin segi ég bara: Og sumir hafa lyst...


Jón Ómar - 09/11/04 18:15 #

Sæl Urta,

ég átta mér ekki alveg á því hvert þú ert að fara með þessa grein. Eru kraftaverk Jesú eitthvað minna virði út af þessu með svínin?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 19:27 #

Almennt teljum við siðlaust að drepa dýr að ástæðulausu. Í öðrum tilvikum þarf Jesús engin svín, af hverju í þetta skipti.

Þetta kraftaverk verður svo sannarlega minna virði, því það sýnir grimmd Jesús. Án nokkurrar ástæðu drepur hann fullt af svínum og eyðileggur eigur annarra.

En auðvitað eru öll kraftaverk Jesús jafn lítils virði, enda áttu þau sér ekki stað. Þetta vita guðfræðinemar manna best.


Jón Ómar - 09/11/04 19:40 #

Takk fyrir gott innlegg Matti! En ég vildi fá að vita hvað Urta væri að fara með þessa grein enda er það hún sme skrifar hana!


Lárus Páll Birgisson - 09/11/04 19:47 #

Þetta er nú alveg magnað!

Matti, ef þú trúir því að þetta hafi aldrei gerst, hvernig geturðu þá líka verið á móti því að Jesú hafi gert þetta?????


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 19:49 #

Þetta er ekki flókinn pistill og alveg ljóst út á hvað hann gengur.

Hvers áttu svínin að gjalda að falla fram af hamri og drukkna? Af hverju var Jesús svona vondur við dýrin? Af hverju gat hann ekki einfaldlega rekið illu anda út eins og hann hafði gert svo marg oft áður?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 19:54 #

Lárus Páll, þú ert alveg magnaður.

Fígúran Jesús, sem kristnir ákalla en aldrei var til, var samkvæmt þeim sögum sem um hann fjalla, stórgallaður. Menn geta blekkt sjálfan sig, jafnvel eftir guðfræðinám, og haldið því fram að Jesús hafi verið til, en menn geta varla lesið Biblíuna og haldið því fram að þarna hafi verið algóður og alvitur frelsari. Maður sem fer illa með dýr, bölvar plöntum og hvetur til ofbeldis er ekki til fyrirmyndar, jafnvel þó hann eigi það til að gera góðverk. Skáldsagnapersónan Jesús er einfaldlega skítlegur náungi, þó ekki alvondur. Það er málið.


Lárus Páll Birgisson - 09/11/04 20:31 #

Takk fyrir þetta Matti. Ég veit að ég er magnað sköpunaverk Guðs rétt eins og þú.

Það er hins vegar rangt hjá þér að halda að Jesú hafi aldrei verið til.
Það er líka rangt hjá þér að álykta sem svo að hann hafi verið eitthvað verri en aðrir. Það sér það hvert mannsbarn sem les sögurnar um Jesú að hann var almennt talinn mjög góður maður og réttlátur.

Að halda öðru fram er óskhyggja ein.


Bjoddn - 09/11/04 21:12 #

En sjáðu nú til Lalli, það eru sögur.

Jesú var í raun byltingarsinni sem notaði trú sem vopn, safnaði í kringum sig öfgamönnum. Gæti ekki verið að þáverandi heimsveldi hafi litið hann sömu augum og núverandi heimsveldi lítur á Ósama í dag?

Ef Ósama verður nú tekinn og við látum 300 ár líða, hvernig ætli sögurnar sem aðdáendur hans bulla upp úr sér komi til með að verða?

Hver veit síðan?... eftir þúsund ár eða svo verður Ladensfræði skyldulesning íslenskra barna í grunnskólum þar sem þau læra um sögurnar af Ósama sem um sannleika væri að ræða.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 09/11/04 22:46 #

Það er líka rangt hjá þér að álykta sem svo að hann hafi verið eitthvað verri en aðrir.
S t r á m a ð u r.

Ég sagði ekkert um aðra. Bara að þetta hefði verið skítlegur náungi (fór illa með dýr, formælti plöntum, hvatti til ofbeldis og að menn yfirgæfu fjölskyldur sínar).

Auk þess var hann ekki til.


urta (meðlimur í Vantrú) - 10/11/04 13:48 #

Hvað ég á við með greinarstúfnum... Það skal ég segja þér.

Samkvæmt Matteusarguðspjalli stundaði Jesú það mjög að gera kraftaverð - þ.e. fyrir orð hans og/eða handayfirlagningu urði veikir menn heilir og jafnvel dauðir menn lifandi - eins og tíundað er hér að ofan. Það fullkomnlega ónauðsynlegt að misþyrma og drepa aðrar lifandi verur - það sýndi Jesú margoft.

Þetta getum við túlkað á marga vegu. Við getum sagt að þetta sýni að Jesú var alveg sama þótt dýr þjáðust.

Við getum líka sagt að sögurnar um "kraftaverk" Jesú séu sögur sagðar af mönnum sem er alveg sama um dýr - ekki síst svín - og finnst það bara klárt hjá sér að láta einhverja af hinum illu öndum fara í svín og drepa þau á hrottalegan hátt.

Og svo ég svari hinni spurningunni: Já mér finnst það rýra frásagnir af Jesú mjög að hann skuli ekki þyrma dýrum - þegar hann átti svona auðvelt með það!


jonas R. - 11/11/04 18:04 #

Af hverju að vorkenna skáldsögusvínum? Hvað eru margir dýraverndunarsinnar hér á síðunum? Af hverju að skrifa grein um aumingja svínin?

Mig langar að sjá alvöru grein um aumingja öll grasstráin sem afhausuð eru á hverju sumri oft og mörgum sinnum í tilefni af þessu líka frábæru ofangreindu skrifum!


Oscar - 11/11/04 19:19 #

..ef jesus er skaldsagnapersona og ekkert og engin tilhæfa um tilvist hans er hægt að ætla að umræðan se bara venjuleg islendsk gafnakeppnissyki.

Kyrkjan er þettsetin af bæði goðu og slæmu folki eins og hefur alltaf verið. Hjalpum þeim heldur að gleyma "syndum feðranna" og leyfum þeim að þroskast eins og ollum hinum.

Pabbi gamli talaði aldrei um sinar syndir. Hann skrifaði aldrei neitt niður um sitt lif. Kallaði það "useless info".

Það er gott mal að við gatum skriðið ut ur moldarkofunnum og lært að lesa. Kanski erum við enþa i "kubbaleik" með orð.

Minningagreinar a borð við flestar gamlar sogur hvort sem er islendingasogur eða kyrkjulegar sogur eru að minu mati heilamengun eða "useless info".. fyrigefið að eg hef ekki kommur og að eg er ekki einu sinni serstaklega islenskur..


Grettir - 11/11/04 23:03 #

Gott kvöld, Matti

Er þér virkilega alvara að halda því fram að Jesús hafi aldrei verið til? Hvaða rök hefur þú fyrir þessari skoðun?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/11/04 23:15 #

Það eru ótal rök, Grettir. Sum þeirra finnur þú hér.


urta (meðlimur í Vantrú) - 12/11/04 14:02 #

Aumingja grasstráin, já - hvað með þau? Þetta nota margir af þeim sem er alveg sama þótt illa sér farið með dýr. Þeim til upplýsingar skal það tekið fram hér að gerðar hafa verið athuganir af færustu vísindamönnum á því hvort grasstrá - og annar gróður - finni til. Ekkert hefur gefið til kynna að svo sér.


anita - 02/04/05 14:51 #

Já ég er alveg sammála ykkur um hvað mannfólkið fer illa með dýrin, en það er því miður staðreynd að ill meðferð á dýrum hefur tíðkast mjög lengi og á örugglega eftir að eiga sér stað um ókomna tíð.

Jesu var án efa ágætismaður með fullt af góðum eiginleikum, en það gæti vel verið að hann hafi verið blindur á velferð dýranna... ég meina ekki eru allir fullkomnir og örugglega ekki hann heldur:)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.