Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vikulegur pistil James Randi, 29. október 2004

James Randi hefur í áratugi barist gegn svindlstarfssemi miðla og annarra svikahrappa, á hverjum föstudegi skrifar hann pistil um þau mál sem hafa komið upp þá vikuna.

Í þessari viku fjallar Randi meðal annars um:

  • Lýsingu lesanda á því hvernig illir andar eru hreinsaðir úr húsum.
  • Hvernig stjórnaðar aðstæður eru nauðsynlegar til að við lendum ekki í því að blekkja okkur sjálf. Fram á þetta hefur verið sýnt t.d. með samanburðarrannsóknum á coladrykkjum.
  • Nýja útgáfu af segull-bætir-bragð-víns bullinu.
  • Meira um það hvernig Trudeau, sem fjallað var um um daginn, heldur ótrauður áfram með samsæriskenningar sínar um það að verið sé að halda lækningu á krabbameini leyndri. Þessi sami maður heldur svo fast við það að hann hafi fundið lækninguna.
  • Hvernig miðill í norskum sjónvarpsþætti varð þess valdandi að saklaus kona var tekin til yfirheyrslu hjá lögreglunni fyrir meinta þátttöku í bílslysi þar sem manneskja lést og ökumaðurinn stakk af.
  • Framhald og leiðrétting á greininni um kaldan samruna.
  • Hvernig guði og öðrum goðmögnum er í æ meira mæli blandað inn í opinber störf og stofnanir í Bandaríkjunum.
  • The Amaz!ng Meeting 3 sem fram fer í Las Vegas um miðjan janúar.
Ritstjórn 29.10.2004
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.