Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Á fölskum forsendum

Þegar ég var svona á bilinu 12-14 ára þá fór ég oft í matvörubúð sem var í nágrenni við heimili mitt, við eitt afgreiðsluborðið í þessari búð var söfnunarbaukur með mynd af svörtu barni í fátæklegum fötum. Það kom oft fyrir þegar ég fékk klink í afgang að ég lét þann pening í baukinn, ég hélt að sjálfssögðu að þessir peningar færu beint til að hjálpa fátækum börnum í Afríku.

Ég man ekki hve oft ég gerði þetta né hve mikinn pening ég lét ofan í þennan bauk en ég man að einn daginn fór ég að skoða baukinn og tók það eftir nokkru sem ég hafði aldrei séð fyrr. Á bauknum var texti þar sem kom fram að peningarnir sem í baukinn kæmu yrðu notaðir í kristniboð í Afríku. Ekki lét ég fleiri krónur flakka í þennan bauk.

Nú gætu einhverjir sagt að ég hefði átt að lesa á söfnunarbaukinn áður en ég lét peninga í hann og það hefði vissulega verið betra. Það er hins vegar ljóst að ef að á söfnunarbauk er mynd af fátæku svörtu barni þá er ekki verið að gefa til kynna að um kristniboð sé að ræða heldur hjálparstarf, þetta er aðferð sem kristniboðar nota sífellt til þess að draga til sín peninga á fölskum forsendum. Kristniboðar halda því fram að í þeirra huga sé enginn skýr lína á milli kristniboðs og hjálparstarfs en það er einfaldlega rangt hjá þeim. Hjálparstarf getur til dæmis falið í sér að stuðla að menntun, efla læknisþjónustu og að gefa mat, þetta eru allt hlutir sem hægt er að gera og á að gera án þess að fara að boða hindurvitni.

Því er líka stundum haldið fram að það sé nær eingöngu trúað fólk sem stundi hjálparstarf, það er bara ósatt en hins vegar er ljóst að kirkjumaskínurnar eiga mun auðveldara með það að ná til sín peningum í þeirra tegund af "hjálparstarfi". Þeim sem vilja aðstoða fólk í neyð án þess að styðja kristniboð í leiðinni geta aðstoðað ótal hjálparsamtök. Til að mynda eru Rauði Krossinn og Læknar án landamæra bæði samtök sem rekin eru á grundvelli hlutleysis í trúmálum (sem og stjórnmálum).

Óli Gneisti Sóleyjarson 26.10.2004
Flokkað undir: ( Siðferði og trú )

Viðbrögð


Þór - 26/10/04 12:48 #

Vildi segja að ég gæti ekki verið meira sammála þér. Keep up the good work!


urta (meðlimur í Vantrú) - 26/10/04 12:55 #

Ég kalla það gott hjá litlum dreng að átta sig á því að svokallað "kristniboð" er ekki góður hlutur.

Þegar ég var lítil telpa og gekk í sunnudagaskólann Betaníu var safnað á hverjum sunnudegi fyrir "kristniboðið í Kongó". Ég fékk smáaura til þess að láta í baukinn og var leið yfir því vegna þess að ég sá að sumir létu seðil í baukinn.

Það var ekki fyrr en löngu síðar þegar hræsni, tvískinnungur og fals kirkjunnar manna rann upp fyrir mér að ég sá að trúboð - það að troða eigin trú upp á aðrar manneskjur, gjarnan í formi veraldlegrar hjálpar s.s. lestrarkennslu, matargjafar og læknisþjónustu, er það allra svívirðilegasta sem trúaðir taka sér fyrir hendur.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 26/10/04 14:26 #

Kristniboð í Kongó? Var það ekki í Konzo? Konzo er í Eþíópíu.


urta (meðlimur í Vantrú) - 26/10/04 15:24 #

Auðvitað var það í Konsó - þakka þér fyrir Vésteinn. Ég hef aldurinn mér til afsökunar...


Dagný - 26/10/04 15:31 #

Það felst meira í kristniboði heldur en að segja fólki frá Guði. Kristniboðar sinna miklu hjálparstarfi, þeir byggja skóla og setja upp það sem er kallað "health posts" Sem eru litlar heilsugæslustöðvar þar sem fólk fær bólusetningu og önnur lyf sem þau þurfa á að halda. Og fólkið er ekki skyldugt til þess að mæta í Kirkju eða hlusta á Kristniboðana tala um Guð til þess að fá lyfin, það hafa allir frjálsan vilja!

Helgi Hróbjartsson starfar t.d. ekki á þessum "hefðbundnu" stöðum í Eþiópíu þar sem íslendingar, norðmenn og danir eru. Hann starfar t.d. á stað sem heitir Gurre. Þar eru allir múslimar og hefur hann ekki enn fengið tækifæri til að segja fólkinu þar frá Guði. En hann kemur með vatn til þeirra og predikarinn Gunnar Hamnöy fór einhvern tíma með honum þangað og hann talaði við konu þar sem sagði honum, að Allah væri #1. man ekki hver var #2. En Helgi var #3. Og það er hans Kristniboð, hann hefur kannski ekki sagt fólkinu frá Guði en hann hefur sýnt því kærleika hans með Hjálparstarfi!


darri (meðlimur í Vantrú) - 26/10/04 16:05 #

Það felst meira í kristniboði heldur en að segja fólki frá Guði

Mér sýnist þú annaðhvort ekki hafa lesið alla greinina eða hreinlega ekki skilið hana.

Ef Helgi Hróbjartsson er ekki að reyna að kristna múslimana í Eþíópíu (skiljanlega, enda er það lífshættulegt) þá er hann ekki að stunda kristniboð, heldur hjálparstarf, þetta tvennt er nefnilega gjörólíkt, annað göfugt, hitt ekki.


gagnrýnandinn - 27/10/04 11:41 #

Já þú fékkst nú á baukinn fyrir að lesa ekki á söfnunarbaukinn.

En svona í alvöru það er ekki kirkjunni að kenna að fólkið sem hún sé að reyna að kristna sé svart? Af hverju ertu ekki brjálaður út í samfélagið fyrir að "forrita" þig á þá leið að þegar þú sérð svört börn hugsarðu um hjálparstarf í Afríku?

Ég meina þó þú sjáir kross þarf ekkert trúarlegt að vera á bakvið það sbr. Rauði krossinn. En auðvitað er Rauði krossinn að vinna á fölskum forsendum til að ná öllum peningunum frá kristna fólkinu sem heldur að það sé að gefa í kristniboð hmmm...

Soldið lame útúrsnúningur til að réttlæta árás á annars viðurkennt hjálparstarf undir stjórn kirkjunnar.

Nú ef við skoðum þetta síðan hlutlaust þá myndi ég nú ætla að jafnvel efahyggju maður fyndist það þokkalegt að einhver vitleysingur sem trúir á Jesú myndi fara til svörtustu/brúnustu/gulustu/hvítustu Afríku og kenna fólki, sem kannski er vant því að drepa börn sem fær tennur í efri góm, eða er vant því að umskera konur og karla með ryðguðum óbeittum tólum vegna "trúarbragða" sinna, að hætta þessu. Í staðin kemur eitthvað sem heitir að nafninu til allaveganna friðsamlegt trúarbragð og er stundað þannig víðast hvar hvort sem sjálft trúarbragðið er blekking eða ekki, þá er fólk yfirleitt ekki beitt ómannúðlegri meðferðum eða drápum í kristnum kirkjum dagsins í dag. Eða hvað? Nú á meðan SAMT hefur ekki stofnað samtök til hjálpar vitsmunum þessara annars villuráfandi (útfrá auðvitað hreinum Vantrú(.net)arlegum forsendum) Afríkubúa þá getum við leyft kirkjunni að siðmennta það og síðan getið þið "Siðmenntað" það frekar með smá salti af SAMT?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:06 #

Fyrst að taka fram að ég er á engan hátt tengdur SAMT né Siðmennt, hef aldrei verið félagi í þeim samtökum.

Það ætti að vera augljóst að Rauði Krossinn er ekki kristinn kross, samtökin voru stofnuð af Svisslendingi sem sneri fána lands síns við.

Ég tók fram að myndin hefði verið af fátæku svörtu barni en ekki einfaldlega svörtu barni einsog þú heldur fram að ég hafi sagt, þar af leiðir að það er ekki á nokkurn hátt skrýtið að ég hafi haldið að þetta væri fyrir hjálparstarf.

Af hverju ættu trúleysingjar að stofna sín eigin hjálparsamtök? Þeir starfa einfaldlega innan þeirra samtaka sem eru hlutlaus í trúmálum. Eina hugsanlega ástæðan fyrir því að stofna hjálparsamtök á grundvelli trúleysis væri að útbreiða trúleysi og mér þætti það siðferðislega rangt. Það er líka óþarfi að stofna endalaust ný hjálparsamtök, það er bara til þess að gera starfið óskipulegra.

Grundvallarrök þín fyrir kristniboði í Afríku er sú að þar sem það kristniboð fer fram séu svo hræðileg trúarbrögð fyrir, segðu mér af hverju þarf að kenna þessu fólki nýja vitleysu? Væri ekki nær að mennta fólkið einfaldlega?

Kristni er ekki friðsöm trú, lestu þessa grein sem fjallar um fólk sem var bjargað frá sínum gömlu hindurvitnum. Betra eða verra?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:06 #

Hvorki SAMTSiðmennt tengjast Vantrúarvefnum.

Áhugavert að fá nýja nafnlausa gungu úr Háskólanum (Guðfræðideildinni?)


gagnrýnandinn - 27/10/04 12:27 #

Nú þannig að ég er nafnlaus gunga, og "Óli gneisti" er fullt nafn, og darri líka sem og urta. Hmmm... soldið ad hominem hérna í gangi að kalla mig gungu?

Bara svona til að hafa það á hreinu þá er ég ekki að bendla ykkur við SAMT eða Siðmennt og ástæðan fyrir því að ég fjallaði um að þau gætu tekið yfir hlutverk kirkjunnar er sú að þessi samtök sem eru nú systrasamtök að miklu leiti hafa verið að reyna að taka eða reyna að taka yfir hin og þessi hlutverk sem þjóðkirkjan hefur búið til fyrir sig s.s. ferminguna, nú hversvegna ekki að taka smáhjálparstarf?

Jæja, en grundvallarrök mín í svari mínu þarna var já að kristni kemur í staðin fyrir verri trúarbrögð og nema einhverjir aðrir ætli að fara punga peningum í að "mennta" þetta fólk þarnar syðra nú þá sé ég því ekkert til fyrir stöðu að kristnir byrji á því úr því þeir hafi efni og vilja til þess að reyna að hindra fólkið frá því að drepa hvort annað. Eins og ég sagði þá getið þið Vantrúarmenn síðan komið þegar fólkið hefur fengið smá vitleysisþekkingu og leiðrétt það, ekki satt?

Ég skal lesa þessa grein við tækifæri, en langar að spyrja þig og aðra hvort að þið séuð raunverulega hrædd um að verða fyrir áfalli, meiðingum eða jafnvel dauða og allt saman á ómannúðlegan hátt í nafni kristinnar trúar í dag á Íslandi í því þjóðfélagi sem við lifum í? Ef svo er þá deili ég ekki þeirri kennd með ykkur, en kannski er ég svona blindur á þeirri hræðslu sem ég ætti að hafa í garð ofbeldisfullra morðóðra predikara í hinni skuggalegu kristilegu borg Reykjavík.

já barnið var fátækt og þú sást það. Hmmm.. kannski fékk barnið pening fyrir þetta og er rík fyrirsæta. Þetta er nú bara útúrsnúningur hjá þér, þú náðir pointunu hjá mér, ég var ekki að reyna að snúa útúr orðunum þínum svo það væri gott ef þú værir ekki að snúa útúr mínum takk


gagnrýnandinn - 27/10/04 12:35 #

P.s. ég vissi ekki að þið krefðust gilds tölvupóstfangs OG rétt nafns í athugasemdum annars væri ég kallaður gunga? Finnst að það ætti að bæta því við í leiðbeiningatextanum hér að ofan.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 12:50 #

Það að koma á kristni kemur ekki í veg fyrir að fólk drepi hvort annað, lestu greinina sem ég var að vísa á.

Þetta með barnið var alls engin útúrsnúningur hjá mér, þú hefur ekki rökstutt það á nokkurn hátt heldur einfaldlega verið með útúrsnúning sjálfur.

Það eru aðrir en kristnir sem eru að reyna að mennta fólk í Afríku en þeir eru í samkeppni um peningana við kristið fólk sem kallar kristniboð hjálparstarf, kristið fólk sem safnar peningum á fölskum forsendum.

Ef ég byggi í raunverulega kristnu samfélagi þá myndi ég vera mjög hræddur en sem betur fer er innan við helmingur þjóðarinnar kristinn (sbr. bókin Trúarlíf Íslendinga), kristni hefur ekki áhrif á daglegt líf fólks hérna. Ég veit hins vegar til þess að fólki hafi verið ógnað, systir mín fékk haturspóst frá kristnum öfgatrúarmanni þegar hún skrifaði um samkynhneigð í Moggann fyrir nokkrum árum.

Ef þú smellir á nafnið mitt þá færðu upp heimasíðu mína þar sem kemur fram að ég er Sóleyjarson, það sést einnig þegar þú smellir á nafnið mitt á aðalsíðunni, ef þú smellir á nafn Darra þá færðu upp heimasíðu hans þar sem kemur fram að hann heitir Björn Darri og það er nóg til að sjá hver hann er. Vissulega skrifa hérna nokkrir undir dulnefni en ég þekki stöðu þeirra flestra og skil það. Ég hef líka varað þá sem hafa skrifað hérna við því að viðbrögðin geta verið grimm og því bent þeim á að þeir geti skrifað undir dulnefni.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:04 #

Ég las greinina, mjög athyglisverð grein sem auðvitað reynir að taka á málefni sem tengist ofbeldi. Nú svo að ég upplýsi það er ég á móti líkamlegu og andlegu ofbeldi eins og ég gæti æltað að almenningur lítur á þessi hugtök. Að því sögðu þá auðvitað er ég mjög ósáttur við það að í dag séu til hópar sem stunda svona ofbeldi. Að því sögðu vantar allar heimilidir í þessa grein, og reyndar margra annara, það er gott að geta vitnað til heimilda þegar maður er að skrifa greinar um viðkvæm málefni, því heimildir auka jú við rökhugsun og minnka það að fólk þurfi að efast um sannleiksgildi þess sem um er skrifað.

Ég er með þessu ALLS ekki að segja að greinin sé fölsuð eða ósönn!!!

Mér finnst þó mjög merkilegt hvernig svona ókristilegt land sem við sem betur fer lifum í svo ég vitni í þig og greinina, að ekki skuli vera gerð meiri umfjöllun um svona verknaði sem kristnir öfgahópar standa fyrir, og auðvitað fordæmi maður svona verknaði. En ég get engan vegin séð að kynlífsþrælkun og ofbeldi þurfi að samrýmast kristnu trúarbragði? Upplýstu mig hvernig það gerir það. Hvernig get ég vitað það að þetta séu raunverulega kristnir menn?


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:12 #

http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/2982818.stm


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:23 #

Nafnlaus gunga er einfaldlega þýðing á anonymous coward.


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:28 #

gagnrýnandinn:

Hvernig get ég vitað það að þetta séu raunverulega kristnir menn?

Óli:

http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/africa/2982818.stm

Skák og mát.


gagnrýnandinn - 27/10/04 13:40 #

Ég fagna því að hér sé komin heimild fyrir greininni og vil hvetja alla vantrúar penna til að vera duglegir að vísa í heimildir og eða heimildarmenn eins og margir eru og eiga þær greinar mikið hrós skilið.

Nú, það að nafnlaus gunga sé þýðing á anonymus coward og að það sé hugtak notað um einstaklinga sem ekki gefa upp nafn, réttlætir ekki endilega notkun orðsins, sem mér persónulega finnst óviðeigandi, enda tel ég að ástæðan fyrir því að ég hafi verið kallaður það sé að viðbrögð mín hér báru vott af því að ég las greinina og/eða viðbrögð við henni og svaraði þeim þannig að ég virtist hafa verið ósammála. Þó að "svertingjar" séu stundum kallaðir "niggarar" réttlætir það ekki orðanotkunina ef það særir einstaklinginn sem orðunum er beint að.

Nú darri, þegar ég er að vísa til raunverulegs kristins manns er ég ekki að vísa til þess hvort að þeir segjast vera kristnir. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort þeir hegði sér í samræmi við kristna trú, og þá hvaða kirkjudeild þeir myndu tilheyra ef að um öfgadeild er að ræða sem fæstir myndu eflaust kalla kristna.

Ég gæti kallað sjálfan mig Búddista og byrjað að drepa fólk í nafni Búdda. Er ég þá trúarofstækismaður? Er ég samkvæmur trú minni? Á að fordæma trúarbragð búddista vegna þess?

Ég er einungis að velta upp spurningum sem snerta ásökunum á hendur kristinni trú. En ég hinsvegar fordæmi og myndi aldrei samþykkja svona verknað eins og lýst er í áðurvitnaðri grein!!! Bara svo að það sé alveg á kristal tæru


Vésteinn (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:41 #

Þótt sum trúarbrögð séu notuð sem afsökun fyrir því að umskera fólk, svipta það mannréttindum eða meðhöndla það illa á annan hátt, þá er það ekki sjálfgefið að kristitaka sé lausnin. Fyrir það fyrsta eru mannréttindabrot sjaldan trúarbörgðum að kenna þótt trúarbrögðin séu notuð sem átylla. Mannréttindabrot eru fólkinu að kenna sem fremur þau. Ef það tæki kristni er ekkert garantí fyrir því að mannréttindabrotunum mundi linna. Það, að umskurður kvenna sé fátíður á Vesturlöndum, er minnst vegna þess að kristni sé svona útbreidd. Umskurður kvenna er fátíður vegna þess að fólk gerir sér almennt grein fyrir því að umskurður kvenna er gróft brot gegn þeim. Samfélagshættir og siðmenning á Vesturlöndum eru - afsakið að ég skuli segja það - að mörgu leyti á mun hærra stigi en í þeim samfélögum sem stunda umskurð kvenna (svo ég haldi mig við það dæmi). Frumstæðari (enn, afsakið orðalagið) samfélögum er hægt að miðla af því sem við gerum rétt án þess að við leggjum þau undir okkur, efnahagslega eða hugmyndalega. Hjálparstarf er gott (og að mínu mati bæði rétt og skylt) en kristniboð er það ekki.

Hvað varðar Rauða krossinn, þá er nú ekki langt síðan ég áttaði mig á að hann væri sekúlar, en það er nú líka auðvelt að ruglast. Þótt krossinn sem hann notar sé náttúrulega kominn úr svissneska fánanum, þá hefur svissneski fáninn, eftir því sem ég best veit, krossmarkið úr kristni, rétt eins og skandinavísku kross-fánarnir.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:41 #

Svo ég vitni nú í nafn greinarinnar hér að ofan, en við erum eflaust komin soldið út fyrir efni hennar (eða hvað) þá er spurning hvort að þessir svokölluðu LRA (vísa til bbc greinarinnar) séu að berjast undir "fölskum forsendum"?


gagnrynandinn - 27/10/04 13:46 #

Vésteinn:

Það sem ég er að segja er ekki að kristnitaka sé endilega "lausnin" en að hún geti verið "lausn"

Á hvaða öðrum forsendum ætti 200 manna ættbálkur í Afríku sem hefur aldrei séð bíl eða neitt þess háttar og hefur verið óháður utanaðakomandi fólki allt sitt líf. Trúir á anda sem eiga að hafa skipað hinar og þessar trúarreglur s.s. umskurn kvenna og í ákveðnum tilvikum mannafórnir að gera þetta heldur en á grunvelli trúarbragðs síns og ótta við að einhverjir andar verði vondir við uppskeruna. Auðvitað er þetta menningunni að kenna að miklu leiti en menning í svona ættbálki er lituð af trúarbragði.


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 13:53 #

gangrýnandi, kynntu þér 'Enginn sannur skoti' rökvilluna:

hér og hér

og segðu mér hvort þér finnist hún eiga við í þessu samhengi.


gagnrynandinn - 27/10/04 13:57 #

Segðu mér darri í hvaða samhengi þú ert að ræða þetta?

Og í öðru lagi væri gaman að fá að vita hvað þér fyndist út frá réttlætis sjónarmiði um dæmi mitt um Búddann morðóða. Ef að dæmið væri raunhæfur möguleiki, er væri það þá réttlátt að dæma trúarbragð búddista um allan heim?


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:03 #

Nú, það að nafnlaus gunga sé þýðing á anonymus coward og að það sé hugtak notað um einstaklinga sem ekki gefa upp nafn, réttlætir ekki endilega notkun orðsins, sem mér persónulega finnst óviðeigandi

Blessaður vertu ekki með þessa heilögu vandlætingu fyrr en þú ert búinn að setja upp hempuna.

Nafnlaus gunga hefur verið notað á netinu síðustu tíu árin, alveg eins og frasinn að mínu hógværa mati. Ef þú ætlar að tjá þig á þessum vettvangi verður þú einfaldlega að sætta þig við það lingó sem hér er í gangi. Trúarnöttari.


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:10 #

Hvað hefur þú fyrir þér í því að í LRA séu ekki "raunverulega kristnir einstaklingar", annað en villimanslega hegðun þeirra (sem væri í sjálfu sér réttlætanleg út frá kenningum Gamla Testamentisins). Þú ert að segja að meðlimir LRA séu ekki "sannir kristlingar", sem ætti að útskýra vísunina í "Enginn sannur skoti" rökvilluna.

Dæmi: "Christians turn the other cheek." "But I've seen many Christians strike others." "Yes, but those aren't good Christians. They aren't even real Christians at all!"


gagnrynandinn - 27/10/04 14:26 #

Darri, þú tekur mig of kristilegum handtökum. Ég er raunverulega að spyrja hvaða upplýsingar þarf ég til að sannreyna hvort að þessir menn séu raunverulega kristnir. Ég sagði ekki að þeir væru það ekki. En það sem skiptir kannski meira máli í þessu samhengi er að við þurfum að skoða hvort að það sem þeir geri sé kristilegt. Og hvaða viðmið maður notar við að dæma það er nú stóra spurningin því sumir "kristnir" vilja meina að Biblian sé nú bara sögubók, nema kannski þau orð sem Jesús á að hafa sagt o.s.frv.

Núnú en svo ég noti nú sama umræðusnið og greinarhöfundurinn að ofan nú þá sagði ég ALDREI að þeir hefðu ekki verið sannkristnir ég velti því einfaldlega upp hvort að þeir væru það án þess að mynda mér skoðun í orði.

P.s. þú ert ekki búinn að svara mér varðandi búdda og réttlætið?

Ég skal sætta mig við lingóið. Það er samt afskaplega fyndið að koma hingað inn og fyrr en varið er ég stimplaður trúarnöttaður guðfræðinemi útfrá þeim forsendum eflaust að ég tek hlutunum sem hér eru sagðir með varúð velti upp spurningum án þess að koma með fullyrðingar í flestum tilvikum (þó ekki öllum) og notast við tölvur HÍ...lífið er yndislegt


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:30 #

fyrr en varið er ég stimplaður trúarnöttaður guðfræðinemi útfrá þeim forsendum eflaust að ég tek hlutunum sem hér eru sagðir með varúð velti upp spurningum án þess að koma með fullyrðingar í flestum tilvikum (þó ekki öllum) og notast við tölvur HÍ...lífið er yndislegt
Hvergi hefur verið fullyrt að þú sért guðfræðinemi. Það var sett fram með spurningamerki vegna þess að innlegg þín (spurningar) eru óskaplega guðfræðinemaleg, það voru forsendurnar. Þar sem þú neitaðir þessu ekki dró ég þá ályktun að þú stundir það nám, en tek orð þín fyrir öðru. Ertu ekki guðfræðinemi?


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:36 #

Ok, ég var kannski full formlegur.

Ég gæti kallað sjálfan mig Búddista og byrjað að drepa fólk í nafni Búdda. Er ég þá trúarofstækismaður? Er ég samkvæmur trú minni? Á að fordæma trúarbragð búddista vegna þess?

Svo lengi sem hægt er að réttlæta hegðun þína með trúarkenningum þeim, er þú segist aðhyllast er hægt að fordæma kenningarnar. Ég vil meina að þessum LRA mönnum verði ekki skotaskuld úr því að réttlæta misþyrmingarnar út frá kenningum Biblíunnar.


gagnrýnandinn - 27/10/04 14:42 #

Út frá kenningum Biblíunnar eða útfrá kenningum gamla testamentisins? Og útfrá hvaða stað í Biblíunni færðu orð sem samþykkja þennan verknað?


gagnrýnandinn - 27/10/04 14:46 #

P.s. ég er ekki guðfræðinemi, ég er mjög ósáttur við þá "guðfræði" ef "guðfræði" má kalla sem er kennd í HÍ og ég er sjálfur ekki fullkomlega sáttur við Þjóðkirkju okkar Íslendinga né stjórnskipulagið sem er í kringum hana. Og á meðan ég er svona hreinskilin þá eru nú ýmsar kirkjur sem ég er ekki sáttur við en kannski fæ ég bara að skrifa grein um það einhverntíman hér á vantrú.


Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:51 #

LRA military indoctrination consists of beatings, rapes, and the severing of limbs by machete--all based on selected Biblical passages--no doubt some of the harshest found in the pages of the Old Testament. #

Matti Á. (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 14:53 #

Þakka þér fyrir að leiðrétta þennan misskilning, þú ert semsagt ekki guðfræðinemi. Biðst velvirðingar á að hafa dregið þá ályktun.

En ertu eða hefurðu verið virkur félagi í kristilegum samtökum?


darri (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:01 #

Bíddu, síðan hvenær er Gamla Testamentið ekki hluti af Biblíunni?

Það er annars nóg af voðaverkum í Nýja Testamentinu líka.

Cruelty in the Bible

Dæmi:

Beat your children hard and often. Don't worry about hurting them. You may break a few bones and cause some brain damage, but it isn't going to kill them. And even if they do die, they'll be better off. They'll thank you in heaven for beating the hell out of them

Þetta er úr Orðskviðunum 23:13-14 (held ég, proverbs). Nógu mikið er nú vitnað í þær.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:53 #

enda tel ég að ástæðan fyrir því að ég hafi verið kallaður [nafnlaus gunga] sé að viðbrögð mín hér báru vott af því að ég las greinina og/eða viðbrögð við henni og svaraði þeim þannig að ég virtist hafa verið ósammála.

Af því þú svaraðir þannig að þú virtist hafa verið ósammála? Nei, af því svar þitt var bæði ómálefnalegt og meiðandi. Við erum langt í frá fasískir sem hér skrifum og frábiðjum okkur slíkar samlíkingar, nema sterk rök komi sem sýnt geta fram á slíkar tilhneigingar. Svona alvarlegar dylgjur látum við ekki viðgangast.


Hjalti (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 15:55 #

En það sem skiptir kannski meira máli í þessu samhengi er að við þurfum að skoða hvort að það sem þeir geri sé kristilegt

Þú ert líklega að nota kristilegt hérna í sömu merkingu og í "kristilegt siðferði", sem að þýðir bara almennt,"gott" nútíma-siðferði, en hefur ekkert með kristna trú að gera. Að því leyti er þetta ekki kristilegt

En þó að þeir geri þetta þá eru þeir samt kristnir (ef að þeir trúa á Jesú og svo framvegis).

Þessi tilhneiging til að bæta "góð manneskja" við skilgreininguna á kristinni manneskju er að mínu mati þessi rökvilla, sem að leiðir síðan af sér skotavilluna. Var td Lúther ekki kristinn? Eða flestir Páfarnir? Eða krossfararnir?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 27/10/04 16:05 #

Einmitt. Það sem kristnir gera í nafni trúar sinnar hlýtur að vera kristilegt. Krossferðirnar voru kristilegar. Barátta kirkjunnar gegn krufningum, bólusetningum og notkun deyfilyfja við fæðingar og skurðaðgerðir var kristileg. Galdrabrennurnar voru kristilegar, byggðar á versi úr Biblíunni.

Eins og Hjalti bendir á er þarna verið að rugla saman góðu almennu siðferði og einhverju sem kristnin hefur boðað gegnum tíðina. Hið góða almenna siðferði nútímans tekur flestu því sem Biblían segir í siðferðismálum fram og því hafa kristnar kirkjur og guðfræðideildir orðið að laga sig að því siðferði sem ríkir á hverjum tíma.

En það gengur stundum hægt, eins og andstaða biskups Íslands við hjónavígslu samkynhneigðra sýnir.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.